Þjóðviljinn - 31.12.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.12.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 31. desember 1988 280. tölublað 53. árgangur Formenn stjórnarilokkana hafa tekið sig saman um að brenna upp fjárlagahallann ekki er þó víst að viðskiptahallinn minnki við það þar sem gjaldeyrisforðinn mun f uðra upp í himinhvolfið í hlutfalli við skotgleði landsmanna á gamlárskvöld. Grímurnar gerði Dominique Poulain, frönsk stúlka sem hér býr. Mynd Jim Smart. Kvennalistinn Höfnuðu viðræðum Fulltrúar Kvennalistans höfn- uðu á fundi i desember viðræðum um hugsanlega þátttöku í ríkis- stjórninni. Þetta kemur fram í áramóta- spjalli Ólafs Ragnars Grímssonar í Þjóðviljanum í dag. Hann segir að á fundi sínum, Steingríms Hermannssonar og Jóns Sigurðs- sonar með fulltrúum þingflokks Kvennalistans hafi ráðherrarnir áréttað vilja til samstarfs og borið fram „einlæga ósk flokkanna þriggja um viðræður við fulltrúa Kvennalistans sem leitt gætu til þátttöku Kvennalistans í núver- andi ríkisstjórn. Þingmenn Kvennalistans höfnuðu á þeirri stundu slíku boði," segir Ólafur. Þremenningarnir hafi þá lýst þeim vonum að afstaða Kvenna- listans breyttist innan tíðar. „Sú ósk er í senn einlæg og ein- dregin," segir í grein formanns Alþýðubandalagsins. „Hún er byggð á þeirri sannfæringu að raunveruleg jafnréttisbarátta skipi Kvennalistanum við hliðina á þeim flokkum sem mynda nú- verandi ríkisstjórn. Samfylgd Kvennalistans og Sjálfstæðis- flokksins í atkvæðagreiðslum á Alþingi er öfugmæli í ætt við fár- ánleikann." Sjá síðu 5 Þjóðviljinn Tvö blöð ídag í dag, föstudag, koma út tvö tölublöð af Þjóðviljanum, bæði föstudagsútgáfan, Nýtt Helgar- blað, og þetta blað, gamlárs- dagsblaðið. Blaðið kemur næst út þriðju- daginn 3. janúar 1989. Þjóðviljinn óskar öllum les- endum gíeðilegs árs og þakkar fyrir samfylgdina 1988. Suður-Afríka Algert viðskiptabann Suðurafrískum ávöxtum dreift á sjúkrastofnanir. Friðgerður Guðnadóttir forstöðu- maður eldhúss Vífilsstaða: Er lítið stjórnmálalega sinnuð og hugsa ekki umþetta Þann 1. janúar gengur í gildi algert bann við öllum við- skiptum við Suðurafríku. Sam- kvæmt lögum sem sett voru 20. maí mátti ekki gera neina nýja viðskiptasamninga við Suðurafr- iku eftir þann tíma og allur inn- og útflutningur á niilli íslands og Suðurafríku verður síðan bann- aður frá og með 1. janúar. Það hefur vakið athygli starfsmanna nokkurra sjúkrastofnana, að nið- ursoðnir ávextir sem komu þang- að fyrir hátíðarnar voru allir frá Suðurafríku. Friðgerður Guðnadóttir for- stöðumaður eldhúss á Vífilsstað- aspítala sér um innkaup matvæla fyrir spítalann og Kópavogshæli. Hún sagði Þjóðviljanum að hún keypti bara það sem heildsölurn- ar væru með í boði. Sjálf væri hún lítið stjónmálalega sinnuð og hugsaði lítið um þessi mál, bara Borgaraflokkur Skiljum sérstööu Aðalheioar Júlíus Sólnes: Sátt og samlyndi Hjá okkur er allt í sátt og sam- lyndi, sama hvað Albert segir. Eftir aðalstjórnarfundinn í gær- kvöldi, get ég nú ekki merkt það að flokkurinn sé að klofna í hönd- unum á mér. Aðalstjórnin var mjög einhuga um framhaldið, þó við viðurkennum auðvitað að Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir var með töluvert aðra skoðun en við á skattamálunum," sagði Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokks- ins í samtali við Þjóðviljann í gær. Júlíus sagði Aðalheiði vera nokkuð eina um þessar skoðanir á skattamálunum og aðrir flokks- menn hefðu fullan skilning á þeim, enda kæmi hún úr nokkuð öðru umhverfi „en við hin", hefði t.d. starfað í verkalýðshreyfing- unni. Hann teldi hins vegar að menn ættu eftir að ná saman. Sagði Júlíus að það hafi stafað af misskilningi að Aðalheiður var ekki boðuð á fund aðalstjórnar í fyrradag, en hvorki hún né Óli Þ. Guðbjartsson mættu. Hafi starfs- maður á skrifstofu flokksins talið að ekki hafi verið þörf á að boða þingmenn flokksins til fundar, en látið nægja að boða aðra aðal- stjórnarmenn. Varðandi yfirlýsingar Albert Guðmundssonar að undanförnu, þar sem hann hefur lýst óánægju með þróun flokksins frá því hann lét af formennsku, sagðist Júlíus gruna að Albert væri einfaldlega óhress með að hverfa úr hringiðu stjórnmálanna og það færi eitthvað í skapið á honum. Sagði Júlíus að menn hefðu á aðalstjórnarfundinum verið sam- mála um hvaða meðferð varafor- mannsmálið hefði fengið. Um það hvort Ingi Björn verði næsti varaformaður Borgaraflokksins, vildi Júlíus ekkert segja, það kæmi í ljós á næsta aðalstjórnar- fundi. -phh hún fengi vöruna. En sér þætti skrýtið að heildsölur flyttu þessar vörur inn ef það væri bannað. Kópavogshæli er ein þeirra sjúkrastofnana sem fékk suður- afríska ávexti fyrir tiátíðarnar. Tollstjóraembættið á að fylgj- ast með því á innfluttningspapp- írum, að vörur séu ekki fluttar inn til landsins frá Suðurafrfku. Á þeim pappírum á ekki bara að taka fram frá hvaða landi varan er flutt inn, heldur á líka að taka fram upprunaland vörunnar. En suðurafrísk fyrirtæki hafa mörg annað hvort flutt framleiðslu sína alfarið til annarra landa eða láta dótturfyrirtæki í öðrum löndum pakka fyrir sig vörum, til að kom- ast fram hjá viðskiptabanni. Ingi Björn Albertsson þing- maður Borgaraflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi, um að fjármálaráðherra skipi nefnd til að leita leiða til að koma í veg fyrir innfluttning á vörum á fölsuðum upprunaskír- teinum. En grunur leikur á að ódýr fatnaður sem framleiddur er í láglaunalöndum eins og Thai- landi, sé endurmerktur með dýr- ari merkjum frá Evrópu. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.