Þjóðviljinn - 31.12.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.12.1988, Blaðsíða 12
[ < ♦* V • BRIDGE Gleðilegt ár! Um hver áramót sl. 10-12 ár, hefur umsjónarmaður útnefnt bridgemann ársins. Tilefnið hef- ur verið í ýmsum myndum, stiga- efsti spilari, besti spilari það árið, styrktaraðili, keppnisstjóri árs- ins, fyrirliði ársins o.fl. Aðeins ein regla hefur verið notuð öll þessi ár. Sami maðurinn hlýtur þennan titil ekki tvisvar. Bridgemaður ársins 1988, að mati þáttarins, er Björn Theo- dórsson, fyrrum forseti Bridge- sambands fslands. Valið að þessu sinni var ekki ýkja erfitt. Björn hefur komið bridgemálum hér á landi á þann veg, að útlitið getur varla verið bjartara. Húsnæðið að Sigrúni 9 er í höfn, skipulagsmál og innri mál önnur í góðum farvegi frá forsetatíð Björns, stuðningur op- inberra aðila meiri en verið hefur og síðast en ekki síst, skýrsla Evr- ópusambandsins, yfir aðildar- þjóðir þess, af starfsemi þeirra á árunum 1983-1987. f þeirri skýrslu kemur skýrt fram vöxtur og viðgangur bridgemála hér á landi í forsetatíð Björns. Sá vöxt- ur hefur fært ísland efst á blað í heiminum (miðað við höfðatölu) í aukningu á skráðum félögum (annual growth rate) og er farið mjög ljúfum orðum um bridge- starfsemi okkar. Björn er kvæntur landsliðsspil- aranum Valgerði Kristjónsdótt- ur. Umsjónarmaður ósicar Birni til hamingju með útnefninguna. Annáll 1988 Að venju verða helstu úrslit ársins rakin í þessum síðasta þætti þess. Annáll 1988 lítur þannig út: fslandsmeistarar í sveita- keppni varð sveit Flugleiða, en hana skipuðu: Jón Baldursson fyrirliði, Aðalsteinn Jörgensen, Ragnar Magnússon, Sigurður Sverrisson og Valur Sigurðsson. íslandsmeistarar í tvímenn- ingskeppni urðu þeir Ásgeir P. Ásbjörnsson og Hrólfur Hjalta- son (báðir í 1. skiptið). Bikarmeistarar í sveitakeppni varð sveit Pólaris, en hana skipuðu: Karl Sigurhjartarson, Guðmundur Páll Arnarson, Sæ- var Porbjörnsson óg Þorlákur Jónsson. Bikarmeistarar í tvímennings- keppni (samræmd keppni um land allt) urðu Gunnar Berg og Stefán Sveinbjörnsson frá Akur- eyri. Reykjavíkurmeistarar í sveitakeppni varð sveit Flug- leiða. Sveitina skipuðu: Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgen- sen, Ragnar Magnússon, Sigurð- ur Sverrisson og Valur Sigurðs- son. Reykjavíkurmeistarar í tví- menning urðu Gylfi Baldursson og Sigurður B. Þorsteinsson. íslenska karlalandsliðið varð Norðurlandameistari í Opnum flokki 1988. Spilað var í Reykja- vík. Liðið skipuðu: Jón Baldurs- son, Valur Sigurðsson, Karl Sig- urhjartarson, Sævar Þorbjörns- son, Sigurður Sverrisson og Þor- lákur Jónsson. Fyrirliði án spila- mennsku: Hjalti Elíasson. Send voru lið til keppni á Ol- ympíuleikunum á Ítalíu (opnum og kvennaflokki) og einnig lið tii keppni á Evrópumóti yngri landsliða í Búlgaríu. Ekki náðist sérstakur árangur á þessum mótum. Töluvert var um opin mót á þessu ári, Bridgehátíð o.fl. Umsjónarmaður óskar bridge- fólki árs og friðar á nýju ári, með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Eftirtalin bœjarfélög senda íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um farsœlt komandi ör AKUREYRI REYKJAVIK HUSAVIK KEFLAVIK rnf GARÐABÆR H AFN ARFJ ÖRÐUR BOLUNGAVIK VESTMANNAEYJAR SIGLUFJ ÖRÐUR NESKAUPSTAÐUR GRINDAVIK ■ MOSFELLSBÆR 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.