Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Lœknar Sérfræðingar veita afslátt Taxti lœkna á rannsóknastofum lækkar um 14%. Ríkið spar- ar um 80 miljónir á ári. Tilvísunarkerfinu frestað um eitt ár Sérfræðikostnaður ríkisins á þessu ári mun lækka um allt að 80 miljónir kr. vegna afslátta sem sérfræðingar gefa ríkinu framvegis. Einnig hefur taxti sérfræðinga sem vinna á rann- sóknastofum verið lækkaður um 14% Þetta eru nýmæli í nýgerð- Óshlíð Hjolför björguðu ökumanni egar ég var á leið frá Bolung- arvík til ísafjarðar í vinnu tók ég eftir hjólförum sem gáfu til- kynna að bil hafði verið ekið út af. Ég stoppaði en sá ekki neitt enda var blindbylur. Hjólförin voru heldur óskýr og alveg Ijóst að margir bílar höfðu ekið þarna framhjá, sagði Guðmundur Páll Jónsson lögregluþjónn á ísafirði. En hann bjargið í gærmorgun ökumanni sem ekið hafði út af veginum um Oshlið. - Ég ók þegar til ísafjarðar og náði þar í lögreglubíl og ljóskast- ara og þegar við komum aftur sáum við fljótt að þarna 50 metr- um neðar lá bíll. Vel gekk að ná ökumanninum en hann var dreg- inn upp á veginn á sleða með hjálp björgunarsveitarmanna. Hann slapp ótrúlega frá þessu, sagði Guðmundur, hann fót- brotnaði og fékk smá skrámur. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Bílinn er talinn gjörónýtur eftir þessa veltu. -sg um samningum lækna sem veita sérfræðiþjónustu og ríkisins. Á gamlársdag voru undirritað- ir nýir samningar á milli lækna og Tryggingastofunnar ríkisins um laun sérfræðinga. Að sögn Krist- jáns Guðjónssonar hjá Trygging- arstofnun var ákveðið að fresta gildistöku tilvísunarkerfisins um eitt ár og væri það gert með hlið- sjón af þeim nýju samningum sem nú hefðu verið gerðir við sérfræðinga. Hann sagði að hið nýja afsiáttarkerfi væri miðað við það, að þegar læknar væru búnir að fá greidda ákveðna upphæð, fengju þeir minna borgað, ekki ósvipað og um skattaþrep væri að ræða. Ekki vildi hann nefna neinar tölur í þessu sambandi. Guðmundur I. Eyjólfsson for- maður samninganefndar lækna vildi ekki tjá sig um þetta sam- komulag að svo stöddu. Hann sagði að eftir væri að samþykkja það á félagsfundi. En ljóst er að sérfræðingar tækju nú á sig nokkra kjararýnun, sagði hann. í allt munu það vera um 300 sérfræðingar sem þiggja laun frá ríkinu fyrir sérfræðiþjónustu. Áætlað er að launagreiðslur til þeirra verði um 800 miljónir kr. á þessu ári. -sg Silja mætt til leiks. Fyrsta vinnudag á árinu kom til starfa nýr ritstjóri á blaðinu okkar, Silja Aðalsteinsdóttir, sem jafnframt er fyrsta konan sem gegnir þeim starfa á íslensku dagblaði. Silju var tekið með kostum og kynjum, og sést hún hér umkringd samverkamönnum sínum, ritstjórunum Merði Árnasyni og Árna Bergmann. (Mynd: Jim). Norrœni sjón- varpssjóðurinn Hratn meðal fyrstu styrkþega Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri er einn þeirra að- ila sem fengu úthlutað styrk við fyrstu úthlutun nýstofnaðs sjóðs Norrænna ríkisútvarpsstöðva. Sjóðurinn er stofnaður á vegum ,JSordvision“, sem eru samtök norrænna sjónvarpsstöðva, og verða honum tryggðar tekjur með því fé sem sjónvarpsstöðv- arnar fá greitt fyrir sýningar á efni í kapalkerfum nágrannaríkj- anna. Árlega er þessi tekjustofn um 100 miljónir króna, en 50 mifjónum var úthlutað nú. Markmið sjóðsins er að stykja gerð sjónvarpsefnis sem höfðar til allra Norðurlandaþjóða, og gert er ráð fyrir að hann greiði um helming kostnaðarverðs verk- efna. Hrafn Gunnlaugsson fær styrk vegna myndaflokks sem meðal annars sækir efni sitt í ís- lenskar fornsögur. Fer styrkurinn í undirbúningsvinnu sem er nauðsynleg fyrir ákvörðun um upptöku. Hrafn mun sjá um gerð handrits og leikstjórn. Norsk heimildarmynd sem heitir „Norðurlönd 1814“ fékk einnig styrk. Hún á að fjalla um stjórnmálaviðburði á Norður- löndum árið 1814. Teiknimynda- syrpa frá Finnlandi um goðafræði Norðurlandabúa fær styrk og finnsk sjónvarpsmynd „Axel“, fær styrk. Þá er gert ráð fyrir að veita styrk til gerðar norræns sak- amálamyndaflokks að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Óll þessi verkefni verða unnin í sam- vinnu tveggja eða fleiri sjón- varpsstöðva í þeim löndum sem eiga aðild að Nordvision. hmp Orðuveitingar 21 heiðraðir 14 karlar og 7 konur sœmd heiðurs- merki hinnar íslensku fálkaorðu Bifreiðar Bensín og innflutn- ingsgjöld hækka Bensíngjald hœkkar um 12,6% og innflutningsgjöld hækka um 11%. MaríaAnna Jónasdóttir: Gert til að auka tekjur ríkissjóðs og tilað minnka innflutning á bílum Forseti íslands sæmdi eftirtalda íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á ný- ársdag: Birgittu Spur safnstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu höggmyndalistar. Björgvin Frederiksen iðnrek- anda, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu iðnaðarins. Bryndísi Víglundsdóttur skóla- stjóra, Garðabæ, riddarakrossi fyrir störf í þágu þroskaheftra. Egil Ólafsson bónda, Hnjóti, Örlygshöfn, Barðastrandarsýslu, riddarakrossi fyrir söfnun og vörslu sögulegra minja. Elísabetu G. K. Þórólfsdóttur húsfreyju, Arnarbæli, Fells- strönd, Dalasýslu, riddarakrossi fyrir húsmóður- og uppeldisstörf. Guðjón Magnússon formann Rauða kross íslands, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að líkn- armálum. Guðrúnu Magnússon sendi- herrafrú, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf í opinbera þágu. Herstein Pálsson fv. ritstjóra, Seltjarnarnesi, riddarakrossi fyrir ritstörf. Hörð Sigurgestsson forstjóra, Reykjavfk, riddarakrossi fyrir störf að samgögumálum. Jóhannes Stefánsson fv. forseta bæjarstjórnar, Neskaupstað, riddarakrossi fyrir störf að bæjar- og atvinnumálum. Jón Þórarinsson tónskáld, Reykjavík, stórriddarakrossi fyrir störf að tónlistarmálum. Jónas Jónasson búnaðarmála- stjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í þágu landbúnaðarins. Jórunni Viðar tónskáld, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að tónlistarmálum. Kjartan Guðnason formann Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að félags- og tryggingamálum. Margréti Guðnadóttur pró- fessor, Reykjavík, riddarakrossi fyrir kennslu- og vísindastörf. Pál Flygenring ráðuneytis- stjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í opinbera þágu. Sigurð J. Briem deiidarstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf í opinbera þágu. Sigurlín Gunnarsdóttur hjúkr- unarfræðing, Reykjavík, riddar- akrossi fyrir störf í þágu sjúkra. Skapta Áskelsson skipasmið Akureyri, riddarakrossi fyrir brautryðjandastarf í skipasmíð- um. Vilhjálm Jónsson forstjóra Reykjavík, riddarakrossi fyrir störf að atvinnumálum. Séra Þorstein Jóhannesson fv. prófast, Reykjavík, riddarakr- ossi fyrir störf að kirkjumálum. Bensínlítrinn hækkar nú um áramót úr 36,60 krónum á blýlausu bensíni í 41 krónu, vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um 12,6% hækkun bensíngjalds. Bfleigendur greiða því rflrissjóði nú 16,70 krónur fyrir hvern Iítra af bensíni sem þeir kaupa. María Anna Jónasdóttir deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu segir áætl- aðar tekjur ríkissjóðs vera 5-600 miljónir af bensíngjaldinu á þessu ári. Innflutningsgjald af bflum og mótorhjólum hækkaði einnig um 11% um áramótin. María Anna Jónasdóttir sagði Þjóðviljanum að starfsmenn fjármálaráðuneyt- isins væru um þessar mundir að ganga frá tekjudæminu. Erfiðara væri að meta tekjur ríkissjóðs af innflutningsgjaldinu en bensín- gjaldinu vegna þess samdráttar sem kæmi á móti í innflutningi bifreiða. Lauslega mætti áætla þessar tekjur 3-400 miljónir. En María Anna sagði það meðal annars vera tilganginn með hækkun innflutningsgjaldsins að draga úr innflutningi á bílum. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans voru fluttir inn bflar fyrir um 5 miljarða á síðasta ári. Fjármála- ráðuneytið reiknar með að verð á bflum hækki um 6-8% vegna hækkunar innflutningsgjaldsins. í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu segir að verð á bensíni sé nú svipað og það var fyrir þremur árum, á meðan almennt verðlag hafi hækkað um 70%. Samkvæmt Tvær konur létust í umferða- slysum um helgina. Á gaml- ársdag lést kona á miðjum aldri þegar tveir bflar rákust saman á Gufunesveginum. Hin látnaók bfl sem rakst á annan þegar þeir mættust. lögum getur fjármálaráðherra með reglugerð hækkað bensín- gjald í takt við hækkun bygging- arvísitölu. Ráðuneytið segir þessa heimild ekki hafa verið not- aða síðast liðna 15 mánuði og bensíngjaldið því haldist óbreytt frá því í október 1987. Á þessum 15 mánuðum hafi almennt verð- lag hins vegar hækkað um 25- 30%. -hmp Tæplega áttræð kona lést svo á nýársdag af meiðslum sem hún hún hlaut í árekstri í Svínahrauni. Þar varð harður árekstur þriggja bfla. Líklegt er talið að orsakir hans hafi verið hálka, en alls varð að flytja sjö á slysadeild. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 3. janúar 1989 Bílslys Tvær konur létust i umferðinm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.