Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Arnarflug 400 miljóna rekstrarhalli Efönnurþotafélagsins verður seld er hallinn um 250 milljónir. Hörður Einarsson: Höfum tröllatrú á framtíð Arnarflugs. Gœtum komið fram með nýjar tillögur í málinu Til að tryggja áframhaldandi rekstur Arnarflugs þarf að setja 400 miijónir í reksturinn. En ef Arnarflug selur aðra þotu sína og kaupir aftur á kaupleigu gæti hagnaðurinn á þeim viðskiptum lækkað þessa tölu niður í um 250 miljónir. Samkvæmt yfirlýsing- um samgönguráðherra, Stein- gríms J Sigfússonar er samstaða um að láta Arnarflug ekki koma til gjaldþrotaskipta. Þetta er eina niðurstaðan sem menn hafa kom- ist að og ekkert hefur verið ákveðið um það hvernig eigi að tryggja hana. Þeim möguleika að gera ekkert virðist því hafa verið sópað út af borðinu. Hörður Einarsson, einn stjórnarmanna Arnarflugs, sagði Þjóðviljanum að sér sýndust við- ræður Arnarflugs og Flugleiða hafa verið jákvæðar og í þeim hefði ýmsum möguleikum til samstarfs félaganna verið velt upp. Arnarflug vildi efla samstarf á milli félaganna báðum flugfé- lögunum í hag. Ríkisstjórnin hefði alla möguleika í stöðunni á borðinu og réði í raun mestu um framvindu mála. Hörður sagði að ekki væri búið að útiloka neinar leiðir og Arn- arflug gæti hugsanlega komið fram með tillögur sem ekki hafi verið varpað fram áður. Ekki Frá æfingu í Tónlistarskólanum, Hákon Leifsson stjórnandi, Kolbeinn Bjarnason, Ólafur Flosason, Guðni Franzson og Brjánn Ingason. - Mynd: Jim Smart. Nýi músíkhópurinn Hverahljóð í óperanni Tónverk eftirsex unga tónlistarmennfluttátónleikum ííslensku óperunni þessum þriðju tónleikum Músík- hópsins koma fram átjan tón- listarmenn, sem starfa hér á landi, í Noregi, Þýskalandi, Hol- Nýi músíkhópurinn, hópur ungra tónlistarmanna, heldur tónleika á vegum Musica Nova, þriðjudagskvöldið 3. janúar. A Neskaupstaður 60 ára afmæli Neskaupstaður öðlaðist kaupstaðarréttindi á nýársdag 1929. Ásgeir Magnússon: Höldum upp á afmœlið í sumar Við verðum nú ekki á spariföt- unum allt afmælisárið, en þessara tímamóta verður þó minnst með ýmsum hætti, sagði Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri á . Neskaupstað, í tilefni þess að 60 ár eru nú liðin síðan byggðin öðl- aðist kaupstaðarréttindi. Nák- væmlega til tekið urðu þessi tíma- mót í sögu bæjarfélagsins á nýárs- dag 1929. Hátíðafundur verður í bæjar- stjórninni 10. janúar n.k. og þessa áfanga minnst. Þá hefur af- mælisnefnd verið skipuð, og sagði Ásgeir að í það stefndi að haldið yrði upp á 60 ára afmæli kaupstaðarréttinda á næsta sumri - 16. til 18. júní - enda væri þá hægara um vik að efna til hátíða- halda en á hinu eiginlega afmæli um nýárið. Norðfirðingar héldu veglega upp á hálfrar aldar kaupstað fyrir áratug, og sagði Ásgeir að alls hófs yrði gætt núna á sextugs- afmælinu. Bæði gæfi fjárhagss- taða sveitarfélaganna ekki tilefni til annars, og eins væri ástæðu- laust að setja allt á annan endann á tíu ára fresti vegna þess arna. Atvinnuástand er nú gott á Neskaupstað og nóg við að vera að sögn Ásgeirs. Hann sagði að eftir lægð undanfarinna ára væri nú talsvert byggt á ný. Á vegum bæjarins er nú verið að byggja 6 leiguíbúðir í verkamannabústöð- um, og er reiknað með að unnt verði að taka þær í notkun í fe- brúarlok. Haldið er áfram með byggingu heimavistar fyrir Verk- menntaskólann, og 9 íbúðir fyrir aldraða eru í smíðum. jjs væri hægt að setja nein tímamörk á það hvenær lausn þyrfti að liggja fyrir, en málið væri það al- varlegt að það þyrfti að hraða því sem mest. „Við höfum tröilatrú á framtíð þessa félags," sagði Hörður. Margt hefði áunnist á síðustu árum sem gæfi tilefni til bjartsýni. Frá því að núverandi hluthafar komu í fyrirtækið hefði aukning í farþegaflugi Arnarflugs verið 75% og 160% í vöruflutningun- um. Hörður sagðist telja aukninguna halda áfram á þessu ári, alla vega til landsins. Núver- andi hluthafar hafa lagt fram 240 miljónir í aukið hlutafé síðustu tvö ár. Hörður sagði hluthafana vera reiðubúna til að leggja fram enn meira fé til að sýna trú sína á framtíð Arnarflugs. Ráðherranefnd sem fer með málefni Arnarflugs hitti fulltrúa félagsins í síðustu viku. Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn og sagðist Hörður frekar reikna með því að ríkisstjórnin hefði frumkvæði að honum. -hmp landi, Sviss og Bandaríkjunum, og verða stjórnendur tveir: Guð- mundur Óli Gunnarsson og Há- kon Leifsson. Verða tónleikarnir í íslensku óperunni og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru sex tón- verk, þar af tvö sérstaklega samin fyrir nýja músíkhópinn, Millispil fýrir sjö, eftir Atla Ingólfsson, sem er búsettur í París, og Sjö- skeytla eftir Hilmar Þórðarson, sem er við tónsmíðanám í Los Angeles. Snorri Sigfús Birgisson, tónskáld og píanóleikari vestast í vesturbænum flytur verk sitt Jarðardreki sem Jónas Ingi- mundarson frumflutti á Siglufirði síðastliðið sumar, og er þetta í fyrsta sinn sem Snorri flytur verk- ið opinberlega. Raftónverkið Resonance eftir Kjartan Ólafsson er einnig á efn- isskrá tónleikanna, en Kjartan, sem er um þð bil að ljúka námi frá Síbelíusarakademíunni í Hels- inki, samdi verkið úr íslenskum hverahljóðum í tilraunastúdíói finnska útvarpsins. Loks verða flutt verkin Marchenbilder eftir danska tónskáldið Hans Abra- hamsen og Dialogue entre Metopes eftir ítalann Pietro Borradori, en þeir Abrahamsen og Borradori eru báðir í fremstu víglínu ungra tónskálda hvor í sínu landi, margverðlaunaðir og víða fluttir. LG nsesta laugaidag Vinningstölurnar 30. desember 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.016.941,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á laugardaginn var, færist 1. vinningur sem var kr. 5.740.695.- yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur. BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 595.194,- skiptast á 6 vinningshafa, kr. 99.199,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 1.026.571,- skiptast á 203 vinningshafa, kr. 5.057,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.395.176,- skiptast á 6.456 vinningshafa, kr. 371,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.