Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.01.1989, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Eritrea Múslímar snúa baki við kristnum Sætta sig við sjálfstjórn innan Eþíópíu og saka EPLFum ofsóknir Eritreanskir múslímar, sem landflótta eru vegna stríðsins þarlendis, hafa gert út sendinefnd á fund Eþíópíustjórnar og segjast reiðubúnir til sátta við hana, svo fremi að hún veiti þeim sjálfstjórn nokkra. Þeir lýsa því ennfremur yfir, að þeir vilji að Eritreu sé skipt í tvö stjórnarumdæmi, milli múslíma þar og kristinna manna. Þetta er í fyrsta sinn í sjálfstæð- isstríði Eritreumanna gegn Eþí- ópíustjórn, sem staðið hefur í 27 ár, að verulega marktæk samtök úr þeirra röðum slaka á kröfum um fullt sjálfstæði, sem hingað til hefur verið eining um meðal upp- reisnarmanna, þrátt fyrir óeiningu og innbyrðis fjandskap að öðru leyti. Á láglendi Eritreu í landinu vestanverðu búa einkum EPLF-skjaldmeyjar á heræfingu eru konur. - þrír af hverjum tíu hermönnum samtakanna múslímar, sem tala kúsjitísk mál (skyid sómölsku og gallamáli og fjarskyld fornegypsku) en há- lendið austan til er að mestu byggt kristnum mönnum sem tala semískt mál, tígrinja. Þjóðfrelsisfylking Eritreu (þekktust sem EPLF, en það er skammstöfun heitis samtakanna á ensku), öflugasta hreyfing þar- lendra uppreisnarmanna, hefur einkum fylgi meðal þeirra kristnu, en önnur uppreisnar- hreyfing, Frelsisfylking Eritreu (ELF), er hinsvegar fylgismest meðal múslíma landsins. ELF er nú margklofin og hefur lítið hafst að gegn Eþíópíuher síðustu árin, en hinsvegar barist við EPLF og fengið herfilega útreið úr þeim viðskiptum. Einn fyrrverandi ELF-foringi sakaði EPLF nýlega um hryðjuverk á eritreönskum múslímum og kvað þá hafa flúið land undan liði þeirra samtaka fremur en undan Eþíópíuher. Virðist vera um að ræða samráð með rytjunum af ELF og út- lægum Eritreu-múslímum, sem flestir eru í flóttamannabúðum í Súdan. Eþíópíuher hafði í frammi miklar sóknaraðgerðir gegn EPLF á nýliðnu ári, en mun hafa orðið lítið ágengt. Er mikill hluti landsins enn á valdi uppreisnar- samtaka þessara. Nú er haft eftir talsmönnum ELF að útlægir Er- itreumúslímar séu reiðubúnir til að berjast með Eþíópíuher gegn EPLF, „til að varðveita einingu Eþíópíu." Reuter/-dþ. Kína Gengiö í skrokk á svertingjum Fyrsti sendiráðsritari Beníns sakar lögreglu um að misþyrma þeldökkum námsmönnum frískur diplómat kveðst , fregna að kínverskir lögreglu- þjónar hafí misþymt afrískum námsmönnum og krefst þess að ráðamenn í Pekíng komist til botns í málinu. Norðurlönd SAS hótað sprengingum Víðtækustu öryggisráðstafanir í sögu félagsins M ikiar truflanir hafa orðið á flugi skandinavíska flugfé- lagsins SAS um allan heim vegna ótta við sprengjutilræði gegn Tyrkland 1988= 503 verkföll Óðaverðbólga og sultarlaun, skertur réttur verkalýðsfélaga og illskiljanleg vinnulög, allt olli þetta og mun valda verkföllum Verkföll komu 2,85 miljón tyrkneskum vinnudögum fyrir kattarnef á nýliðnu ári og allt útlit er fyrir frekari ókyrrð á tyrkneskum vinnumarkaði á ár- inu sem nýgengið er í garð. Svo fremi kaup verði ekki hækkað og aðbúnaður á vinnustöðum bætt- ur hið snarasta. „Við vonum náttúrlega að verkamenn öðlist rétt sinn á ný en að öðrum kosti neyðumst við til þess að efna til verkfalla," segir Orhan Balaban, starfsmaður al- þýðusambandsins Turk-In. Tyrknesk verðbólga er í kríng- um 90 prósent á ári en verka- menn í olívinnslu, vopnafram- leiðslu, sykurvinnslu, matvæla- iðnaði, orkunýtingu, vegalagn- ingu og bankasnatti krefjast helmingshækkunar kaups. Starfsmönnum ríkis og stétt- afélaga ber saman um að verka- lýðurinn hafi efnt til 503 verkfalla á árinu sem leið. „Verkamenn munu minnast ársins 1988 sem einhvers hins aumasta í sögu Tyrklands," segir Balaban og staðhæfit að þessu valdi yfir- gangur og gerræði ríkisstjórnar Turguts Özals. Óðaverðbólga sé aðeins ein af plágunum sem herji á verkalýðinn, aðrar séu sultar- laun, flókin og torskilin lög um vinnudeilur og verkföll og bann við stjórnmálaafskiptum verka- lýðsfélaga. Özal óttast að ný holskefla verkfalla dynji á sér að vori en þann 26. mars kjósa Tyrkir nýja byggðastjórnarfulltrúa. Hann hyggst freista þess að tryggja vor- frið á vinnumarkaði og ein af gerðum hans til þess að svo verði var að bjóða 45 þúsund kola- námumönnum kauphækkun á tveim árum, alls 170 prósent. En betur má ef duga skal og þótt fleira hangi á spýtunni en kaupið eitt sverfur hungrið að landslýð. Má hafa til marks um það að árið 1980 fékk iðnverka- maður jafnvirði 60 króna fyrir hverja vinnustund en nú hefur verðbólgan lækkað tímakaup hans niður í tæpar 17 krónur! Reuter/-ks. flugvélum þess. Hefur SAS í því sambandi gripið til víðtækari varúðarráðstafana en nokkru sinni áður í sögu sinni. Engar sprengjur hafa þó fundist eða neitt annað, sem bendi til tilræða. Maður nokkur, sem mælti á ensku, hringdi í flugfélagið ný- lega og sagði að tilræði yrði fram- ið gegn flugvél, sem færi frá Gautaborg á mánudagsmorgun í sænskt innanlandsflug. Á laugar- daginn barst flugfélaginu bréf, þess efnis að einhver véla þess í flugi innan Norðurlanda yrði fljótlega fyrir árás, og væri með þessu verið að refsa Svíum fyrir að hafa komið til leiðar við- ræðum Bandaríkjanna og Frels- issamtaka Palestínu (PLO). Al- þjóðalögreglan Interpol hefur einnig varað SAS við hugsan- legum árásum á flugvélar þess. Vegna PanAmbreiðþotunnar, sem fórst yfir Skotlandi nýlega af völdum hryðjuverks, er ótti við að fleiri slík illvirki séu yfirvof- andi nú almennur. Reuter/-dþ. Mamah Gobo Bio er fyrsti sendiráðsritari Beníns. Hann hefur eftir sjónarvottum að lög- regluþjónaríNankínghafi níðst á þeldökkum námsmönnum eftir átökin á aðfangadagskvöld. Þeir hefðu ruðst inná gistiheimili þar sem 158 blökkumenn höfðu leitað skjóls, dregið tvo með sér útá götu, neytt þá til þess að af- klæðast og barið þá í fæturna með rafkeyrum sem alla jafna eru verkfæri kúreka. „Ef ekki verður lát á atburðum sem þessum er af og frá að okkar námsmenn sæki til Kína þegar fram líða stundir. Jafnvel í Suður- Afríku varðar svona framkoma við hegningarlög. Við krefjumst þess vitaskuld að fá fullnægjandi skýringar á þessu atviki. Fáist þær ekki mun- um við leggja fram formleg, opin- ber mótmæli," sagði Mamah. Hann vék síðan almennt að samskiptum blökkumanna frá Afríku og heimamanna og sagði sínar farir ekki sléttar, Kínverj- um virtist vera í nöp við þessa gesti sína. „Og þeir temja sér ósiði í skiptum við blakka náms- menn vegna þess að þeir greiða námskostnað þeirra. Okkar námsmenn kjósa fremur að snúa heim en láta meðhöndla sig sem skynlausar skepnur.“ Reuter/-ks. Júlí Daníel Sovétríkin Þekktur andófsmaður látinn í gær var borinn til grafar í Moskvu Júlí Daníel, rithöfundur og einn þekktustu pólitísku and- ófsmanna Sovétríkjanna um skeið. Hann lést fyrir fjórum dögum, 63 ára að aldri. Daníel var leiddur fyrir rétt 1966 ásamt öðrum rithöfundi, Andrej Sínjavskíj, og dæmdur til fimm ára vinnubúðavistar. Rétt- arhöldin yfir þeim tVeimur voru upphaf ofsókna sovéskra yfir- valda á hendur andófsmönnum eftir að þíðu Khrústsjovstímans lauk. Daníel, sem oft skrifaði undir nafninu Níkolaj Arzak, var jarðsettur í Vaganskovskoje- kirkjugarði, þar sem allnokkrir fremstu rithöfunda Sovétmanna hafa hlotið hinsta hvílustað. Reuter/-dþ. Vestur-Pýskaland Samstarf Imhausen-Chemie og Líbíu? Bandaríkjamenn segja Líbíumenn framleiða eiturgas Vesturþýsk yfirvöld hafa nú til rannsóknar, hvað hæft sé í þeirri fullyrðingu Bandaríkja- stjórnar, að stórfyrirtækið Imhausen-Chemie í Baden- Wúrttemberg hafi hjálpað Líbíu- mönnum til að hanna og byggja efnaverksmiðju mikla þarlendis. Bandaríkjastjórn telur að citur- gas sé framleitt í iðjuveri þessu, og í sjónvarpsviðtali í s.l. viku gaf Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, í skyn að ekki væri útilokað að Bandaríkjamenn gerðu loftá- rás á verksmiðjuna til að stöðva þá framleiðslu. Vesturþýskir talsmenn segja að mál þetta verði tekið föstum tökum og vandlega farið ofan í saumana á utanríkisviðskiptum Imhausen-Chemie. Líbíumenn þvertaka fyrir að nokkuð sé hæft í áðurnefndum ásökunum Banda- ríkjamanna og Júrgen Hippen- stiel-Imhausen, forstjóri um- rædds fyrirtækis, segir það engin viðskipti hafa haft við Líbíu við- víkjandi hinni umdeildu verk- smiðju, sem samkvæmt einni heimild er stærsta efnaiðjuver í þriðja heiminum. Reuter/-dþ. Þriðjudagur 3. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.