Þjóðviljinn - 04.01.1989, Síða 1

Þjóðviljinn - 04.01.1989, Síða 1
Miðvikudagur 4. janúar 1989 2. tölublað 54. árgangur Gengisfellingin Vildu miklu meira Forystumenn ífiskvinnslu heimta um 15% gengisfellingu en segjast faraafstað samt. Steingrímur Hermannsson: Gengið fellt vegna óróa á gjaldeyrismörkuðum. Efnahagsaðgerðir ánœstunni. Ögmundurjónas son: Mjög óréttlát skattheimta. Víglundur Þorsteinsson: Morfínsprauta Forystumenn í fiskvinnslu lýstu því yfir í gær að 4%- gengisfelling ríkisstjórnarinnar verði til þess að vinna hefjist aftur í húsunum nú eftir áramót, en þeir segja jafnframt að gengisfell- ingin sé alltof smá í sniðum. Sú gagnrýni heyrðist einnig í gær frá fulltrúum stjórnarand- stöðunnar. Ólafur G. Einarsson þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins sagði í gær að gengis- fellingin væri viðurkenning á staðreyndum og ekkert umfram það. Hann líti ekki á þetta sem aðgerð í efnahagsmálum. Geng- isfellingin leysti ekki vanda út- flutningsgreinanna. „Þannig að við hljótum að bíða og sjá hvað ríkisstjórnin er að bralla,“ sagði Ólafur. Gengi krónunnar féll um 4% í gær gagnvart dollar og segir for- sætisráðherra þetta gert vegna óróa sem ríkt hafi á gjaldeyris- mörkuðum síðustu daga. Gengið gagnvart dollar verður nú það sama og í lok september í upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins. Seðla- bankanum er einnig veitt heimild til að skrá gengi krónunnar 1,25% yfir eða undir ákveðnu meðalgengi, til að gera bankan- um kleift að draga úr sveiflum í raungengi. Ríkisstjórnin boðar aðgerðir í efnahagsmálum á næst- unni og segir gengisfellinguna ekki vera hluta af þeim. Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir gengislækkanir vera óréttláta skattheimtu og launa- lækkun sem bitni einungis á launafólki, en komi fyrirtækjum til góða hvernig sem staða þeirra er og hvaða hlutverki þau gegna í samfélaginu. Þeir Ögmundur og Ásmundur Stefánsson forseti ASl eru sammála um að gengisfel- lingin fari út í verðlagið. Ás- mundur segir að verðlag muni hækka um 3-4% að meðaltali. Ráðherrar telja að verðlags- áhrifin mun minni, meðal annars vegna nýrra ákvæða um gjald- daga söluskatts og nýrra heimilda innflytjenda til gjaldfrests er- lendis. Vfglundur Þorsteinsson for- maður Félags íslenskra iðnrek- enda kallar 4% gengisfellingu vera morfínsprautu fyrir iðnað- inn. Sjúkdómurinn sjálfur sé ólæknaður. hmp/grh Sjá síðu 2 og 4 Herinn Herinn leikur jólasveina ÖryggislögreglaáKefla- víkurvelli útdeildi leik- föngum á Suðurnesjum. Bœjarstjórinn íKeflavík: Enginn munur áhernum og Kiwanis Á milli jóla og nýárs útdeildi öryggislögregla bandaríska flug- hersins á Keflavíkurflugvelli leik- föngum tU allra barnaheimila og leikaskóla á Suðurnesjum. Að sögn Jórunnar Guðmunds- dóttur forstöðumanns Dagheim- ilisins og leikskólans í Sandgerði hefur þetta ekki gerst áður að herinn hafi komið með alls kyns leikföng handa börnum á Dag- heimilinu ss. bíla, dúkkur og bolta. Aðspurð hvort henni fynd- ist þetta eðlilegt sagðist hún ekki gera greinarmun á hvort gjafir til starfseminnar kæmu frá hernum eða einhverjum öðrum. Jórunn sagði það ekki vera viturlegt að fara í manngreinarálit f þessu sambandi. Friðþór Eydal blaðafulltrúi hersins sagði það háfa viðgengist í fjölda ára að herinn gæfi gjafir til alls kyns minnihlutahópa hér- lendis ss. elliheimila, heimila vangefinna og nú síðast til dag- heimila og leikskóla á Suðurnesj- um. Friðþór sagði þama vera um að ræða notuð og ný leikföng sem safnað væri saman á svæði banda- ríska hersins af hermönnum og fjölskyldum þeirra og ekkert nema gott eitt um þetta að segja. Guðfínnur Sigurvinsson bæjar- stjóri í Keflavík sagðist sjálfur hafa þýtt fyrir herinn í byrjun þessa áratugar þegar hann út- deildi gjöfum til stofnana á Reykjavfkursvæðinu. Hann kvaðst engan greinarmun gera á gjöfum frá hernum eða frá Kiw- anis eða Lion. -grh Gert klárt fyrir vertíðina. í gær voru skipverjar á Haferninum BA 327 í óða önn við að taka netin um borð í Reykjavíkurhöfn og gera klárt fyrir komandi vetrarvertíð. Svo er hjá áhöfnum margra báta fyrir sunnan og vestan; allt á fullu. Nú sem endranær renna sjómenn blint í sjóinn hver aflinn verður en allir leggja þeir af stað fullir bjartsýni þrátt fyrir að útlitið sé ekki upp á marga fiska eftir iélegar vertíðar að undanförnu. Mynd: Jim Smart. Valur í Landsbankann Eftirlitið vill svör ÞórðurÓlafsson banka- eftirliti: Skrifaði Vali og óskaði skýringa Bankaeftirlitið skrifaði i gær bréf til Vats Arnþórssonar og til bankaráðs Landsbankans þar- sem minnt er á bankalög og spurt hvort Valur hafi hætt fyrri störf- um við upphaf ferils síns sem bankastjóra Landsbankans nú um áramótin. Sem kunnugt er hefur Valur einmitt ekki gert það heldur hyggst taka sér frí frá bankastjór- astöðunni til að ljúka sér af sem kaupfélagsstjóri KEA og stjórn- arformaður SÍS. Þetta er talið í fullkomnu ósamræmi við lögin. Þórður Ólafsson forstöðumað- ur Bankaeftirlitsins staðfesti það í gærkvöldi við Þjóðviljann að hann hafi sent Vali og banka- ráðinu bréfin. „Ég sendi Vali bréf í dag og óskaði eftir að hann stað- festi við okkur að hann gegndi ekki lengur neinum þeim störfum eða stjórnarsetum sem kveðið er á um í fyrstu málsgrein þrettándu greinar laga um viðskiptabanka frá 1985,“ sagði Þórður. „Ég rakti þessi mál einnig við for- mann bankaráðs Landsbankans, Pétur Sigurðsson, og fékk þar staðfest að Valur hefur tekið við bankastjórastöðunni." Þórður sagði að fyrirspurn sem þessi væri ekki einsdæmi, en vildi ekkert frekar tjá sig um málið, enda biði hann svars frá Vali. Pétur Sigurðsson banka- ráðsformaður vildi alls ekkert tjá sig við blaðamenn um þessi mál þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. Lögin frá 1985 eru afdráttar- laus og segja að bankastjórar, að- stoðarbankastjórar og útibús- stjórar megi ekki gegna neinum áukastörfum sem gætu skapað hagsmunaárekstur. Sjá lögfróðir menn enga möguleika á undan- þágu frá þessu, hvorki frá öðrum bankastjórum, bankaráði né bankamálaráðherra. - m

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.