Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Gengisfellingin Ekki hluti af aðgerðunum SteingrímurHermannsson: Gengiðfelltvegna óróa ágjaldeyrismörkuðum. Efnahagsaðgerðir væntanlegarfljótlega. ÓlafurRagnar Grímsson: Höfnum gengisfellingarkollsteypu Formenn stjórnarflokkanna segja að 4% gengisfelling sem framkvæmd var í gær, sé ekki hluti af þeim efnhagsaðgerðum sem ríkisstjórnin hafi í undirbún- ingi, og líti dagsins ljós á næst- unni. Með gengisfellingunni sé verið að lagfæra þá skekkju sem orðið hafi í gengismálum frá því ríkisstjórnin ákvað efnhagsað- gerðir sínar þann 28. september. Um síðustu helgi féll Bandaríkja- dollar um nær 2% gagnvart þýsku marki og nær 1% gagnvart íslensku krónunni. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði á fundi með blaðamönnum í gær, að gengið hefði verið fellt vegna þess óróa sem ríkt hefði á gjaldeyrismörk- uðum undanfarið. Reynt yrði með óbeinum aðgerðum að koma í veg fyrir áhrif gengisfell- ingarinnar á verðlag, þó verðlag myndi eitthvað hækka. Ákvörð- un fjármálaráðherra um sam- ræmingu gjalddaga söluskatts og greiðslukorta, og ákvörðun við- skiptaráðherra um heimild til handa innflytjendum að notfæra sér greiðslufresti sem þeim byðist erlendis, drægju úr líkum á því að gengisfellingin færi út í verðlagið. A sama fundi sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra að hann væri eindregið sammála þessari aðgerð ríkis- stjórnarinnar, og að þingflokkur og ráðherrar Alþýðubandalags- ins stæðu einhuga að baki henn- ar. „Við teljum hana mjög skynsamlega og í samræmi við þær áherslur sem við höfum lagt. Við höfum varað vikum og mán- uðum saman við þessum gengis- fellingarkór sem hér hefur verið, og bent á að stór gengisfelling, 15-20% eins og talað hefur verið um, myndi koma niður á launa- Gengisfellingin Morfín- sprauta Iðnrekendur: 15% gengisfelling nœr lagi „Þessi gengisfelling er eins og morfínsprauta fyrir íslenskan iðnað; hún deyfir verkina en sjúkdómurinn er sams sem áður enn ólæknaður,“ sagði Víglundur Þorsteinsson formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda. Iðnrekendum finnst 4% gengisfelling ríkisstjórnarinnar sem ákveðin var á ríkisstjórnar- fundi í fyrrakvöld vera of lítil til þess að hafa einhver áhrif til hins betra fyrir innlendan útflutnings- og samkeppnisiðnað frá því sem nú er. 15% gengisfelling væri nær sanni fyrir iðnaðinn. Víglundur sagði að útflutnings- iðnaðurinn hefði verið rekinn með bullandi tapi á síðasta ári en mismunandi mikið eftir greinum. Sýnu verst væri ástandið hjá uílariðnaðinum en hjá sam- keppnisfyrirtækjum á heimam- arkaði væri tapið 5 - 8% fyrir þessa gengisfellingu og ljóst að hann mundi tapa enn frekari markaðshlutdeild á næstunni að öllu óbreyttu. Iðnrekendur telja að 4% gengisfelling til viðbótar við ný- samþykktar skattahækkanir muni hækka lánskjaravísitöluna um 5% og hækka sjálfkrafa öll gengistryggð lán. -grh Ráðherrar kynna ákvörðun um 4% gengisfellingu fyrir fréttamönnum í gær. Mynd: Þóm. fólki fyrst og fremst,“ sagði Ólafur Ragnar. Þessi aðgerð væri í sama stfl og septemberaðgerðir ríkisstjórnarinnar, og reynslan hefði sýnt að hafi komið atvinnu- lífinu og um leið launafólki, veru- lega til góða. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði það skipta öllu máli í hvers konar efnahagsumhverfi gengisfelling væri framkvæmd. Mikil umskipti hefðu orðið í ís- lensku efnhagslífi á síðasta ári, tímabil hjöðnunar hefði tekið við af tímabili þenslu. Allt annað væri að fella gengi á tímum hjöðnunar en bullandi þenslu, með tilliti til verðlagsáhrifa. Ráðherrarnir vildu ekkert segja um eðli þeirra efnahagsað- gerða sem þeir segja væntan- legar. En fjármálaráðherra sagði ríkisstjórnina leggja rfka áherslu á, að hagræðingaraðgerðir og skipulagsbreytingar í útflutnings- greinunum væru lykilþáttur til ár- angurs í efnahagsmálum. -hmp Gengisfellingin Mjög órétUátur skattur Ögmundur Jónasson: Þeirsem mesthafa gagnrýnt skattheimtu hafa krafist hennar íformi gengisfellingar. Tekið mið aföllum efnhagasað- gerðum í vœntanlegum samningum Þetta er náttúrlega ekkert ann- að en launalækkun eða aukin skattheimta, eftir því hvernig menn kjósa að líta á málin, sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB í gær um gengisfellingu ríkisstjórnarinnar. Það vekti at- hygli að þeir sem hefðu mest gagnrýnt aukna skattheimtu, hefðu krafíst hennar í formi gengisfellingar og fengið hana. Gengisfelling væri hins vegar mjög óréttlátur skattur. Ögmundur sagðist telja að áhrif gengisfellingarinnar færu út í verðlagið. Allar verðhækkanir skiptu þá máli sem hefðu lágt kaup þegar laun væru fryst. „Yfír helmingur BSRB-félaga hafa laun undir 55 þúsundum í dag- vinnu og öll kaupmáttarrýrnun kemur sér illa fyrir þetta fólk,“ sagði Ögmundur. BSRB hefði aldrei verið á móti skattheimtu en hún ætti að auka jöfnuð í landinu. Gengisfelling væri ekki skattheimta sem leiddi til jöfnuð- ar. Hún legðist þyngst á almennt Iaunafólk og skilaði sér ekki inn í velferðarkerfið heldur til fyrir- tækja, án tillits til þess hvernig þau stæðu og hlutverks þeirra í samfélaginu. Sú siðferðislega skylda hvflir nú á samtökum launafólks, at- vinnurekenda og á ríkisvaldinu, að gulltryggja kaupmátt launa, að mati Ögmundar. „Þetta er það verkefni sem bíður okkar í þeim samningum sem standa fýrir dyr- um,“ sagði Ögmundur. Ríkis- stjórnin hefði ætlað að skoða vanda einstakra fyrirtækja og reyna að hagræða þar í rekstri og hann harmaði að ekki skyldi haldið áfram á þeirri braut. Ögmundur sagði að nú væru menn að meta stöðuna. Formenn aðildarfélaga BSRB kæmu sam- an til fundar í næstu viku til að bera saman bækur sínar. í kom- andi samningum myndu menn taka mið af þeim efnahagsað- gerðum sem gerðar hefðu verið og yrðu gerðar. „Það verður ekki horft upp á frekari skerðingu kaupmáttar, hann á að bæta og tryggja,“ sagði Ögmundur Jónas- son. -hmp Gengisfellingin Leiðir til verð- hækkana Asmundur Stefáns- son: Gengisfellingin og auknir skattar leiða til 3-4% hækk- unar á verðlagi Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ segir Ijóst að 4% gengisfell- ing muni leiða til hækkunar á öllum innfluttum vörum. Hann segir að búast megi við að gengis- fellingin hækki vöruverð um 1,5- 2% sem bætist við þær verð- hækkanir sem orðið hafa vegna hækkunar vörugjalds, bensíns og svo framvegis. „Við getum væntanlega reiknað með því að samanlagt séum við að tala um hækkun verðlags á bilinu 3-4% að með- altali," sagði Ásmundur. Til við- bótar hefði tekjuskatturinn hækkað um ríflega 2% miðað við óbreytt lög. Þannig að um allverulega lækkun ráðstöfunar- tekna væri að ræða, sennilega um 5,5^6%. Ásmundur sagði að ekkert af þessu fengist bætt fyrr en kæmi að samningum, þar sem allar launa- hækkanir væru bannaðar til 15. febrúar og samningar stórra.hópa væru bundnir fram í aprfl og jafnvel fram á haust. Þessi skerð- ing yrði því óbætt þar til nýir samningar yrðu gerðir. Gengis- fellingin Ieysti engan veginn vanda útflutningsgreinanna, þannig að óhjákvæmilegt væri að grípa til frekari aðgerða. „En ég er ekki í aðstöðu til að segja til um hverjar þær verða né á hverjum þær munu bitna,“ sagði Ásmund- ur. í komandi samningum munu menn að sögn Ásmundar hafa all- ar þær skattahækkanir og áhrif einstakra aðgerða ríkisstjórnar- innar í huga. Kaupmátturinn hljóti alltaf að vera grundvallar- viðmiðun verkalýðshreyfingar- innar. -hmp Húsaleiga Engin hækkun Leiga fyrir íbúðar- og atvinnu- húsnæði sem samkvæmt samn- ingum fylgir vísitölu húsnæðis- kostnaðar eða breytingum meðallauna, skal haldast óbreytt í janúar, febrúar og mars n.k. frá því sem hún var í desember sl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Islands um húsa- leigu sbr. lög nr. 62/1984. Gengisfelling Kemur fiskvinnslunni af staö Fiskvinnslumenn telja 4% gengislækkun oflitla fyrir atvinnugreinina eftir viðvarandi taprekstur. Bjartsýnir áfrekari efnahagsaðgerðir nœgja 4% til að hefja starfsemi að nýju Fiskvinnslumenn telja ákvörð- un ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar að fella gengi krónunnar um 4% sé of lítið fyrir atvinnugreinina sem var rekin með 2 miljarða halla á síðasta ári. Nær hefði verið að fella gengið um 15%. En þeir eru bjartsýnir á frekari efnahagsaðgerðir á næst- unni og segja 4%-in duga til að heíja starfsemi að nýju eftir árs- tíðabundið stopp yfir hátíðarnar. Tryggvi Finnsson stjórnarfor- maður Sambandsfrystihúsanna og framkvæmdastjóri Fiskiðju- samlags Húsavíkur sagði að gengisfellingin tryggði vinnslunni 4% tekjuauka að frádregnum þeim kostnaðarhækkunum við framleiðsluna sem fylgdu í kjöl- far gengislækkunarinnar. Tryggvi sagðist álíta svona gróft reiknað að útgjöldin yrðu um þriðjungur af tekjuauka gengis- fellingarinnar. Engu að síður væri gengisfellingin spor í rétta átt og leiðrétti þann mun sem orðinn var á gengi krónunnar og dollars sem féll á gjaldeyrism- örkuðum um helgina. Árni Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Skjaldar á Sauðárkróki sagði í síðasta mánuði að ekki tæki að hefja starfsemi að nýju eftir ára- mótin ef stjórnvöld gripu ekki til róttækra aðgerða til bjargar vinnslunni. Aðspurður hvort 4% gengisfellingin breytti einhverju um stöðu vinnslunnar sagði Árni svo vera og með henni væru stjórnvöld að lokka fískvinnslu- menn af stað á nýjan leik sem væri jákvætt. Árni sagði að menn færu af stað nú eftir áramótin með þá bjartsýni í vegarnesti að stjórnvöld kæmu með frekari efnahagsaðgerðir til bjargar út- flutningsatvinnuvegunum og hefði hann trú á að svo yrði. Báðir voru þeir Tryggvi og Árni sammála um að nýlegar vaxtalækkanir væru þegar farnar að skila sér með minni fjármagns- kostnaði en áður og svo væru teikn á lofti á Bandaríkjamarkaði um hækkanir á afurðaverði. Þetta ásamt gengislækkuninni og von um frekari aðgerðir gerðu menn bjartsýna á rekstur fisk- vinnslunnar á árinu, enda væri ekki vanþörf á eftir alla erfið- leikana á síðasta ári. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINnI Miðvikudagur 4. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.