Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 4
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Stundaskrár verða afhentar mánudaginn 9. janú- ar kl. 8.00. Kennsla hefst sama dag samkvæmt stundaskrá. Nemendur í kvöldnámi fá afhentar stundaskrár kl. 17.00 þennan dag og hefst kennsla að lokinni afhendingu. Kennarafundur verður haldinn fimmtudaginn 5. janúar kl. 9.00. Nýnemar komi á kynningarfund með námsráð- gjöfum föstudaginn 6. janúar kl. 14.00. Auglýsing frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð Kennsla á vorönn 1989 hefst mánudaginn 9. jan- úar kl. 8.15 samkv. stundaskrá. Stundatöflur verða afhentar gegn greiðslu skólagjalda kr. 3000 föstudaginn 6. janúar. Eldri nemendur fá stundatöflur kl. 10.00 en nýnemarkl. 13.00. Um- sjónarkennarar mæti í skólann föstud. kl. 9.30. Kennsla í öldungadeild hefst einnig 9. janúar samkv. stundaskrá. Innritun í öldungadeildina stendur yfir. Rektor Auglýsing frá ríkisskaltstjóra: VlSITALA JÖFNUNAR- HLUTABRÉFA Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1989 og er þá miðað við að vísitala 1.janúar1979 sé100. 1.janúarl980 vísitala 156 l.janúar1981 vísitala 247 1.janúar1982 vísitala 351 1.janúar1983vísitala 557 l.janúar 1984 vísitala 953 1.janúarl985vfsitala 1.109 l.janúar1986vísitala 1.527 l.janúar!987vísitala 1.761 1. janúar 1988 vísitala 2.192 1.janúarl989vísitala 2.629 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgun hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. Reykjavík 2. janúar 1989 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI FRÉTTIR Reykjavíkurhöfn Eriendum skipum fjölgar Flutningsgeta erlendra skipa til landsins eykst um 44% Erlendum leiguskipum fjölgar Komum íslenskra skipa í Rcykjavíkurhöfn fækkaði á síðasta ári um 6% frá árinu 1987, en aukning var á komum erlendra skipa um 22%. Samanlögð brúttórúmlestastærð íslensku skipanna er nokkurn veginn sú sama og árið þar á undan, eða 1,47 miljónir brúttórúmlestir. En erlendu skipin voru samanlagt 1,6 miljónir brúttórúmlestir að stærð og er það 44% aukning frá fyrra ári. Um það bil eitt af hverjum 8 skipum í Reykjavíkurhöfn var er- lent á árinu 1988. Fjöldi erlendra skipa var 587 á móti 483 árið 1987, en íslensk skip í Reykjavík- urhöfn voru 1,969 borið saman við 2,084 árið áður. 1 tilkynningu frá Reykjavíkurhöfn er þessi mikla aukning í fjölda og flutn- ingsgetu erlendra skipa í Reykja- víkurhöfn, skýrð með því, að skipafélögin leigi fleiri erlend skip en áður. Stærsta skipið sem Iagðist við bryggju í Reykjavík á síðasta ári var skemmtiferðaskipið „Eur- opa“ sem er 33,819 brúttórúm- lestir að stærð. Europa er nær fimm sinnum stærra en stærsta skip íslenska kaupskipaflotans, Brúarfoss, en hann er 7,122 brúttórúmlestir að stærð. Fiskiskipakomum fækkaði nokkuð í Reykjavík í fyrra. Þá komu 873 fiskiskip í Reykjavík- urhöfn á móti 801 skipi árið 1987. Heildarvöruflutningar við höfn- ina drógust hins vegar ekki sam- an að magni til þrátt fyrir minni innflutning síðustu mánuði árs- ins. En Gunnar B. Guðmunds- son hafnarstjóri segir útflutning við höfnina hafa aukist verulega á milli áranna 1987 og 1988. Aðstaða til að taka á móti skipum var bætt á síðasta ári, en þá var Kleppsbakki við Sunda- höfn lengdur um 287 metra. Unn- ið hefur verið að lengingu skjól- garðs út frá Korngarði og ætlar hafnarstjórn að ljúka þeim fram- kvæmdum á þessu ári. -hmp Frá afhendingu námsstyrksins. Styrkþegi með stjórn minningarsjóðsins. Háskólinn Námsstyikur úr miimingarsjóði Skömmu fyrir jól var úthlutað úr námsstyrk Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúd- ents, en sjóðurinn var stofnaður af foreldrum Þorvaldar, þeim Finnboga Rúti Þorvaldssyni pró- fessor við verkfræðideild og Sig- ríði Eiríksdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta til náms við verkfræðideild Háskólans eða til framhaldsnáms í verkfræði við erlenda háskóla að loknu prófi 'hér heima. Hólmanes SU-1 frá Eskifirði seldi eitt íslenskra skipa afla sinn erlendis í gær. Fyrir 117 tonn af blönduðum afla fengust tæpar 11 -miijónir á fiskmarkaðnum í Bremerhaven, eða um 94 kr. fyrir kflóið, sem þykir ágætisverð. Mjög hátt verð er yfirleitt á fiskmörkuðum í Þýskalandi og Bretlandi fyrstu daga ársins. Að þessu sinni hlaut styrkinn Elfar Aðalsteinsson frá Akur- eyri, nemi á fjórða ári í rafmagns- verkfræði við verkfræðideild HÍ. Fær Elfar styrkinn vegna frábærs árangurs í námi en hann mun ljúka verkfræðiprófi í vor. Stjórn minningarsjóðsins skipa nú þau: Sigmundur Guðbjarna- son rektor HÍ, Valdimar K. Jóns- son, forseti verkfræðideildar og Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, en hún er systir Þorvalds. Engin fiskiskip selja ytra í dag en á morgun selur Kambaröstin í Bremerhaven og Engey á fimmtudag. Þá eiga einnig nokkr- ir bátar skráða söludaga í Hull og Grimsby á miðvikudag og fimmtudag en lítið sem ekkert verður um sölu á ísfiski úr gámum þessa fyrstu viku ársins. -lg- ísland og EB Tvöný fræðslurit Út er komið á vegum nefndar um stéfnu íslendinga gagnvart Evrópubandalaginu ritið „Sam- vinna Evrópubandalagsins og EFTA frá árinu 1984“. f því er gerð grein fyrir 20 samstarfsverk- efnum sem nú er unnið að, en vænta má ákvörðunar um mörg þeirra á næstu misserum. Jafn- framt er aðdraganda og grund- velli samstarfsins lýst. Þetta er annað ritið í ritröðinni ísland og Evrópa, sem nefndin gefur út. Áður var komið ritið „Skipan og þróun viðskiptasam- vinnu“. Það fjallaði um sögu viðskipta- og efnahagssamvinnu ríkja Vestur-Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar, tilhögun og skipulag samstarfs milli Evr- ópulandanna og loks voru þar reifuð áförm Evrópubandalags- ins um hindrunarlausan heima- markað. Rit þessi má fá í afgreiðslu þingskjala Alþingis að Skólabrú 2. Fisksala Gott nýársverð Hólmanesið fékk tæpar 94 kr. fyrir kílóið 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.