Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 5
FRETTIR Mesta fjölgun frá upphafi Landsmenn komniryfir251 þúsund. Hlutfallslegfjölgun ekki meiri síðan 1965. Fœðingar500fleiri enárið 1987. Fœkkaði aðeins um 1 á landsbyggðinni Mannfjöldi á íslandi 1703-1988. Landsmenn voru rúmlega 50 þús. talsins árið 1703 eða fimmtungur núverandi mannnfjölda. Þeim fækkaði mikið í stórubólu 1707-8 og náðu ekki aftur 50 þús. fyrr en 1824. Ibúatalan nú er tvöföldur mannfjöldi ársins 1943, þrefaldur mannfjöldinn 1909 og fjórfaldur fólksfjöldinn 1854. Um 4700 börn fæddust á nýliðnu ári, sem eru fleiri fæðingar en nokkru sinni fyrr á einu ári hérlendis. Landsmönnum fjölgaði um 4.386 á nvliðnu ári og hefur aldrei áður fjölgað um jafnmarga á einu ári. Hlutfallsleg fjölgun varð 1,77% og hefur ekki verið meiri síðan árið 1965. Bráða- birgðatölur Hagstofunnar sýna að eftir þetta mikla mannfjölgun- arár eru íslendingar í fyrsta sinn komnir yfir kvartmiljón, íbúar samtals 1. desember sl. 251.743. Þar af eru karlar ríflega þúsund fleiri en konur eða 126.468 á móti 125.275 konum. Fæðingatalan hækkað um fimmtung Alls fæddust um 2800 umfram dána á árinu og ríflega 1500 fleiri fluttu til landsins en frá því á ár- inu. Barnsfæðingar á árinu voru um 4.700 sem er fjölgun um nær 500 frá árinu á undan og um nær 800 frá árunum 1985 og 1986. Fæðingatalan hefur því hækkað um fimmtung á tveimur síðustu árum en hafði áður fallið mikið, en árin 1985 og 86 fæddust færri börn hérlendis en nokkurt ár síð- an 1947, og hafði þó tala kvenna á barnsburðaraldri tvöfaldast síðan þá. Þrátt fyrir miklar barnsfæð- ingar á nýliðnu ári hefur fæðing- atíðnin ekki verið lægri en nú nema árin 1984-87. Ef fæðingat- íðni á hverjum aldri kvenna yrði til frambúðar hin sama og hún var á nýliðnu ári, yrðu ófæddar kyn- slóðir um 10% fjölmennari en kynslóð foreldranna, en miðað við reynsluna síðustu 5 ár yrðu kynslóðirnar svo til jafnar að fjölda, engin fjölgun yrði meðal landsmanna. Fækkaði um 1 úti á landi Fólksfjölgunin á þessum ára- tug hefur mestöll orðið á höfuð- borgarsvæðinu og á Suðurnesj- um. Á hverju ári síðan 1984 hefur fólki fjölgað meira þar en sem nemur heildarfjölgun lands- manna, en landsmönnum hefur á þessum tíma fækkað í öðrum landshlutum um 799 manns. Mest fækkaði íbúum á lands- byggðinni á þessum tíma árið 1986 um 396 en aðeins um 1 íbúa á nýliðnu ári. Scndihcrratign Alberts Guð- mundssonar í París var stað- fest á fundi ríkisráðs á Bessastöð- um á gamlársdag. Á fundinum voru einnig stað- festir Norðurlandasamningar um sameiginlegan vinnumarkað kennara í bóklegum greinum, list- og verkmennta- og íþrótta- kennara og sérkennara í bæði grunnskólum og framhalds- íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 2,9% á árinu og um 2,5% á Suðurnesjum. Á Norður- landi eystra fjölgaði fólki um 0,7% og um 0,5% á Austurlandi og Suðurlandi. f&úum fækkaði hins vegar á Vesturlandi og Norðurlandi vestra um 0,9% og um 1,2% á Vestfjörðum. skólum. Einnig samningur milli Norðurlandanna um stofnun Norræns þróunarsjóðs. Þá samþykkti ríkisráð skipun Skúla Guðmundssonar sem skrif- stofustjóra Hagstofunnar, Ingi- mars Sigurðssonar sem skrif- stofustjóra í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytingu og skipan Ingolfs J. Petersen sem skrif- stofustjóra í sama ráðuneyti. Hafnarfjörður í þriðja sæti Mest fólksfjölgun á síðasta ári varð í Bessastaðahreppi um 8,3% og á Höfn í Hornafirði 6,3% en þar hafði mannfjöldi staðið í stað síðan 1982. Mest fólksfækkun varð' hins vegar á Flateyri þar sem íbúum fækkaði um 6,7% á árinu. tbúum fjölgaði um 2,5% í Reykjavík og um 3% í Hafnar- firði sem nú er orðinn þriðji stærsti kaupstaður á landinu á eftir Reykjavík og Kópavogi. Akureyri er nú komið í fjórða sæti, í fyrsta sinn síðan 1926, þeg- ar bæði Vestmannaeyjar og Hafnarfjörður voru mannfleiri en Akureyri sem var annar stær- Ifebrúar verður veittur árlegur styrkur úr Sögusjóði íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn að upphæð 6000 kr. danskar. Sjóðurinn veitir styrki til verk- efna sem tengjast sögu íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn eða sögu íslendinga í borginni og sti bær landsins frá 1929 til 1965 og briðji stærsti frá 1966 til 1987. Á höfuðborgarsvæðinu fjöl- gaði íbúum mest utan Bessa- staðahrepps í Garðabæ um 4,7% og á Seltjarnarnesi um 4,5%. Á Suðurnesjum fjölgaði íbúum í Grindavík um 4,6% og um 3,7% í Njarðvík en fækkaði í Vogum um 3,1%. Misjafnt úti um land Á Vesturlandi stóð íbúatalan í stað í Borgarnesi og Ólafsvík en fækkaði á Akranesi um 0,6% og í Stykkishólmi um 1,9%. Á Vest- fjörðum varð fólksfækkun í nær öllum byggðarlögum. Mest á Flateyri, 4,2% á Hólmavík og 3,5% á Suðureyri. Óveruleg fækkun varð í Bolungarvík og á fsafírði. Á Norðurlandi vestra stóð mannfjöldi nær í stað á Sauðár- króki og Hvammstanga. Á Skag- aströnd fjölgaði um 3,4% en fækkaði á Siglufirði um 1,8% og um 3% á Blönduósi. Á Norður- landi eystra fjölgaði um 2,7% á Dalvík og um 0,8% á Akureyri en á Ólafsfirði og Húsavík stóð íbúafjöldi í stað. Á Austurlandi varð mest fjölg- un á Höfn og á Egilsstöðum fjölg- aði um 3,2% og lítilsháttar fjölg- un varð á Vopnafirði og Seyðis- firði. Lítils háttar fækkun varð hinsvegar í Neskaupstað og á Eskifirði, Reyðarfirði og Fá- skrúðsfirði. Á Suðurlandi fjölgaði mest í Hveragerði um 3,8%, á Selfossi og Ölfushreppi um 1,7 og 0,8% í Vestmannaeyjum. Á Hvolsvelli fækkaði hinsvegar um 3,3% og um 2,5% á Hellu en í Rangarár- vallasýslu fækkaði íbúum um 2,2% á árinu. í strjálbýli, þe. utan staða með 200 íbúa eða fleiri, stóð íbúa- fjöldinn í stað á nýliðnu ári. Er það umtalsverð breyting frá síð- ustu árum, því þar hefur yfirleitt fækkað jafnt og þétt ár frá ári. í sérstökum tilfellum til annarra verkefna er tengjast dvöl íslend- inga í Danmörku. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast stjórn sjóðsins fyrir 17. febrúar n,k. til: Sögusjóðs ís- lenskra stúdenta, Östervoldgade 12, 1350 Kbh. K, Danmörku. Læknar - sérfræðingar athugið Til sérfræðinga sem vinna samkvæmt samn- ingi Læknafélags Reykjavíkur og Trygging- astofnunar ríkisins um sérfræðilæknishjálp. Fundur verður haldinn í Domus Medica fimmtudaginn 5. janúar 1989 kl. 20.30. Funda- refni: Breytingar á samningi og gjaldskrá sér- fræðingasem undirritaðarvoru 30. desembersíð- astliðinn. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur og samn- inganefnd sérfræðinga Auglýsing frá ríkisskattstjóra: HUSNÆÐISSPARNAÐAR- REIKNINGUR Samkvæmt ákvæðum 3. málsl. 7. gr. laga nr. 49/1985 um húsnæðissparnaðarreikninga hefur ríkisskattstjóri reiknað út þærfjárhæðir er um ræóir í 2. mgr. 2. gr. laganna og gilda vegna innborgana á árinu 1989. Lágmarksfjárhæð skv. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 28.550 og hámarksfjárhæð kr. 285.500. Lágmarksfjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 7.137 og hámarksfjárhæð kr. 71.375. Reykjavík 20. desember 1988 RSK B RÍKISSKATTSTJÓRI Ríkisráðsfundur Skipað í stöður -ig- Kaupmannahöfn Styrkur úr Sögusjóði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.