Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 14
----/ÍÐAGf--------- Bjart- sýnis- böl? Nei, þetta er ekki prentvilla í fyrirsögn. Bjarsýnisböl á ekki að vera svartsýnisböl. Það er svo einkennilegt, aðeftirallt krepputalið undanfarnar vikur og mánuði, þjóðargjaldþrot og skipsbrot í atvinnu- og heimilisrekstri, bregðursvo undarlega við í kringum ára- mótin að „allir“ verða upp- veðraðir af bjartsýni á framtíð- ina, bjartsýniíefna- hagsmálum, bjartsýni í at- vinnumálum, bjartsýni á hitt og þetta, bara bíða af sér dim- man og kaldan vetur. Strax í vor verður allt svo miklu betra. Ég veit satt að segja ekki hver byrjaði. Ekki var það ríkisstjórnin, ekki var það stjórnarandstaðan og ekki heldur Þjóðviljinn né Morgun- blaðið. Mér er næst að halda að það hafi verið einhverspá- kona tímaritanna eða völva Vikunnar sem reið á vaðið og spáði öliu björtu framundan. Það þurfti ekki meiratil. Allir virðast nú fullir bjartsýni. Steingrímursegist ekki hlusta á neinn barlóm lengur, aðrir stjórnmálaforingjareru bjart- sýnir á framtíðina í áramótaá- vörpumsínum, þráttfyrir allt og allt, og forseti vor vill að þjóðin taki sér bjartsýnistak. Já mikið væri það gott ef bjartsýnin ein leysti öll vanda- mál, og sjálfsagt hjálpar hún til, en er ekki fulllangt gengið þegar menn verða svo upp- teknir af bjartsýninni að þeir hætti að horfa á þann vanda sem við er að etja? Látum ekki bjartsýnisbölið villa okkur sýn.Tökum hins vegará öllum vanda full bjartsýni, því þáerárangurvís. ig ÍDAG er4.janúar, miðvikudaguríell- eftu viku vetrar, fimmtándi dagur mörsugs, fjórði dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 11.15 en sest kl. 15.51. Tungl minnkandi á fjórða kvartili. VIÐBURÐIR Ráðuneyti Jóns Magnússonar tekur við stjórn 1917, fyrst ráðu- neyta (Jón, Sigurður Jóns-son og Björn Kristjánsson, síðar Sigurð- ur Eggerz). Áður höfðu setið í heimastjórn frá 1 ÚO^fimm ráð- herrar (slands (þaraf Hannes Hafsteintvisvar). Þjóðhátíðar- dagur Burma. EIK (m-l) stofnuð 1975. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50 ÁRUM Vörn spanska lýðveldishersins í Katalóníu lamar landráðapólitík Mussolinis. T únisbúar láta ó- spart í Ijós hollustu við Frakkland og andúð á ítölsku kröfunum. Franco lætur handtaka brezk- an ræðismann í San Sebastian. Atvinnubótavinnan verðurtaf- arlaust að hefjast - fyrir jafnmarga og voru í henni nú fyrir hátíðarnar. UM UTVARP & SJONVARP í dag bendum við á: Rás 1 kl. 13.05: í dagsins önn. Börn og foreldrar. Þáttur í um- sjón Nönnu K. Sigurðardóttur, Sigrúnar Júlíusdóttur, Einars Gylfa Jónssonar og Vilhelms Norðfjörð. Rás 1 kl. 14.35: íslenskir ein- söngvarar og kórar. Sigríður Ella syngur með Háskólakórnum. Rás 1 kl. 20.15: Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. Rás 1 kl. 21.00. íslenskar bók- menntir. Stefán Snævarr og Pjet- ur Hafstein Lárusson lesa úr verkum sínum. Stöð 2 kl. 22.20. Charlie Park- er. Þáttur um jasssnillinginn. Og rétt áður en honum lýkur kemur á. Rás 1 kl. 23.10: Djassþáttur Jóns Múla Árnasonar. Sigríður Ella Magnúsdóttir Síöasti dansinn Sjónvarp kl.20.55: Síðasti dansinn. Kvikmynd. Óperuflokkur er að æfa Bláa marsúrkann eftir Franz Lehar í ítölskum smábæ árið 1921 og erfu sína því mikil umbrot eru í vonast til að geta sýnt verkið í stjórnmálum í borginni um þetta sjálfri Mílanó. Draumurinn ræt- leyti og þátttakendur í sýning- ist en snýst fljótlega uppí andhv- unni dragast inn í þau gegn vilja sínum. í myndinni leikur Svíinn góðkunni, Erland Josephson. Leikstjóri er G. Bettetini GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA Maðurínn minn á að vera hávaxinn, dökkhærður og 'l með græn augu. j 7 ] Og síðan á hann að vinna f fyrir mér það sem eftir er <D Bulls / Maðurinn minn á að vera hávsiinn, dökkhærður og 1 með græn augu j . j t Og síðan á hann að vinna fyrir mér, bömunum okkar og bama \bömunum það sem eftir er—> JVrb V-> W jt m 1 i i ^ ^ p-“s= ICfl \fc/ j 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.