Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.01.1989, Blaðsíða 16
Davíð Árnason, húsvörður: Nei, það finnst mér af og frá. Það er komið nóg af vitleysunni. Bragi Kristjánsson, framkvæmdastjóri: Já, þetta er svo lítið og ég tel þurfa meiri gengisfellingu en 4%. Eitthvað þarf að gera til að bjarga málum. Ég held að ríkisstjórnin ætli að koma í veg fyrir að þetta fari út í verðlagið. Ágústa B. Herbertsdóttir, hjúkrunarfræðingur: Eg bara get ekki svarað því, vaknaði seint í morgun og er ekki farin að kynna mér málin. —SPURNINGIN— Var rétt hjá ríkisstjórninni aö fella gengið? Elías Sveinsson, húsasmiður: Það er alveg sama hvaða ríkis- stjórn situr, gengið verður alltaf fellt. Þetta er eins og flóð og fjara; lögmál. Gunnar Haugen, verkamaður: Það var rétt hjá ríkisstjórninni að fella gengið, taka upp rétta skráningu og hverfa frá fastgengisstefnunni. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C04 *5yf O ÁLAUGARDÖGUM 681663 Guðrún Friðgeirsdóttir skólastjóri Bréfaskólans er ekki í vafa um að hann eigi framtíð fyrir sér. Mynd ÞÓM. Fjarkennsla Strjálbylt land þarf bréfaskóla Guðrún Friðgeirsdóttir:Bréfaskólinn elstafjarkennslan. Þýsku- kennsla hafin á vegum skólans og Frœðsluvarpsins á Rás 2. Tugþúsundir Islendinga hafa stundað nám við skólann Það má segja að Bréfaskólinn sé fyrsta fjarkcnnslan á íslandi. Tugþúsundir Islendinga víðsveg- ar á landinu hafa stundað nám við skóla. Það hefur sýnt sig að það er mikii þörf fyrir svona skóla í okkar strjálbýla landi, sagði Guðrún Friðgeirsdóttir skóla- stjóri Bréfaskólans, en í fyrradag hófst þýskukennsla á vegum hans og Fræðsluvarpsins á Rás 2. - Það er nokkuð um liðið síðan Bréfaskólinn nýtti sér síðast öldur ljósvakans til kennslu, en eins og margir muna var það fast- ur liður á gömlu gufunni fyrir fjölmiðlabyltingu nútímans. Þýskukennsla er miðuð við byrjendur og verður samflétta af bréfanámi og útvarpskennslu. í allt verða þættirnir 14 talsins og hver þeirra 20 mínútna langur. I þeim fá þátttakendur æfingu í að skilja talaða þýsku og að mynda setningar. Ennfremur verður um miðbik hvers þáttar sagt frá menningu og mannlífi meðal þýskumælandi þjóða. Þættirnir eru sendir út á mánudagskvöld- um og endurteknir á föstudags- kvöldum. - Þýskukennslan er fyrsta skrefið í samstarfi Bréfaskólans og Fræðsluvarpsins. Ég vona að það sé bara byrjunin, við búum yfir mikilli reynslu hér hjá Bréf- askólanum í fjarkennslu og það liggur í augum uppi að allir þeir aðilar sem sinna henni eiga að vinna saman, sagði Guðrún. Hún gerði ráð fyrir að þegar í næsta mánuði hæfust útsendingar á kennsluefni í stærðfræði sem þessir aðilar hafa unnið saman. Einnig kvaðst hún vonast til að Fræðsluvarpið myndi taka þátt í gerð nýs námsefnis í spænsku sem nú væri í undirbúningi hjá skólan- um. Bréfaskólinn sem starfað hefur í um 40 ár var upphaflega stofn- aður af samvinnumönnum, en í dag er hann sjálfstæð stofnun í eigu Sambandsins, ASÍ, Far- manna og fiskimannasambands- ins, BSRB, Kvenfélagasambands íslands, Stéttarfélags bænda og nú nýverið gerðist Öryrkja- bandalagið eignaraðili að skólan- um. Þar er boðið upp á mjög fjöl- breytilegt nám. Hægt er að stunda margvíslegt hagnýtt nám, ss. nám í siglingafræði, sauðfjár- rækt, bókhaldi og heyverkun og ýmsu fleiru sem tengist atvinnu- lífinu. Skólinn býður einnig upp á bréfanám í öllum greinum sem kenndar eru á grunskólastigi og flestum sem kenndar eru á fram- haldsskólastigi, og jafnframt er hægt að stunda nám í íslensku og öðrum tungumálum. - Við höfum samstarf við fra- nska stofnun sem býður fram námsefni í 50 tungumálum. Það má segja að hjá okkur sé hægt að fá námsefni til að stunda sjálfs- nám í hvaða tungumáli sem er, sagði Guðrún og bætti við að mikill áhugi væri á tungumála- námi hjá skólanum. Einnig sagði hún að margir stunduðu nám í íslensku við skólann. - Það er verið að ræða ýmsar nýjungar í starfsemi skólans. Við höfum hér mjög áhugasama stjórn og það er stöðugt verið að ræða hvernig auka megi starf- semina. Nú þegar Öryrkjabanda- lagið er komið inn þurfum við að endurskoða starfsemi okkar með tilliti til þess, sagði Guðrún og bætti við að hún efaðist ekki um að Bréfaskólinn ætti mikla fram- tíð fyrir sér ef rétt verður á málum' haldið. -«g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.