Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 4
FLÓAMARKAÐURINN Skoda Rapid 1987 Til sölu Skoda Rapid. Ekinn 24.000 km, eingöngu innanbæjar. Vel með farin bíll, rauður og sætur. Upplýs- ingar í síma 71975 eftir kl. 17.00. Birna. Óska eftir að kaupa ódýran svalavagn. Upplýsingar í síma 624018. Píanókennsla Tek að mér píanónemendur í einka- tíma. Bjargey Þ. Ingólfsdóttir, sími 79117. Óskast keypt Óska eftir að kaupa fataskáp og sjónvarp. Upplýsingar í síma 28552. fbúð óskast Reglusamt par með ungbarn óskar eftir 2-4 herbergja íbúð sem næst Kennaraháskólanum. Reglusemi og góðri umgengni heitið og skilvís- um greiðslum. Upplýsingar í síma 688601. Yamaha DX7 II FD til sölu. Hljóðfærið er í góðri tösku og er eins og nýtt. Verðtilboð. Upp- lýsingar í síma 10154 frá kl. 17-20. Guðmundur. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá 14-18. Endalaust úrval af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDÍ, Hafnarstræti 17, kjallara. Til sölu kjólföt meðalstærð. Upplýsingar í síma 73513. Atvinna óskast Er með nýtt, skothelt stúdentspróf uppá vasann en vantar góða vinnu. Ýmiskonar reynsla og meðmæli ef óskað er. Ásdís Þórhallsdóttir sími 18986. ísskápur og þvottavél óskast ódýrt eða gefins. Vinsamlegast hringið í Ásu í síma 606970 vs. Til sölu hornsófi + 1 stóll. Má breyta í 3 sæta og 2 sæta sófa + 1 stól. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 681827. Bændur 35 ára gamall maður óskar eftir at- vinnu. Er vanur. Upplýsingar i síma 91-10837 eða 91-651503. Pottofnar gefins hitalokar fylgja. Upplýsingar í síma 17790 og 38967. Bíll óskast Námsmaður óskar eftir mjög ódýr- um, gömlum bíl sem þó er skoðunarfær. Upplýsingar í síma 34046 eftir kl. 18.00. Æfingarbekkur til sölu lítið notaður, fullkominn bekkur með æfingaprógrammi. Silfurgrár að lit með svörtum bekk. Upplýs- ingar í síma 18391 eftir kl. 18.00. Breytt símanúmer Mánudaginn 9. janúar n.k. flytur tekju- og laga- sviö fjármálaráðuneytisins í Arnarhvol viö Lind- argötu (inngangur um austurdyr, áður húsnæöi ríkisféhirðis). Beint símanúmer tekju- og laga- sviös veröur frá og með sama tíma 91-609230. Viðtals- og símatími skattadeildar er frá kl. 9.00 til 10.30 alla virka daga. Viðtalstími tolladeildar er frá kl. 9.00 til 10.30, símatími frá kl. 10.30 til 12.00 alla virka daga. Fjármálaráðuneytið, 5. janúar 1989 ý-% Frá menntamálaráðuneytinu %Æ Laus staða Staða fræðslustjóra í Norðurlandsumdæmi eystra er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. júní 1989. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 15. febrúar n.k. Menntamálaráðuneytið Auglýsið í Þjóðviljanum Móðir okkar Ósk Hallgrímsdottir verður jarðsungin frá Bíldudalskirkju laugardaginn 7. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á sjúkra- húsið á Patreksfirði. Fyrir hönd annarra vandamanna Börnin Innilegar þakkir til allra þeirra er vottuðu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar Gunnars Össurarsonar húsasmíðameistara frá Kolisvík í Rauðasandshreppi Sigurvin Össurarson Guðrún Össurardóttir Torfi Össurarson ÍÞRÓTTIR Birgir Sigurðsson hefur leikið vel með liði Fram í vetur og skorað mikið af mörkum. Hann átti nokkuð erfitt uppdráttar framan af leiknum gegn Val en skoraði alls 6 mörk. Handbolti Aukið fbrskot Vals Valur afgreiddi Fram ífyrri hálfleik. Stjarnan vann sinn sjöunda sigur í röð. FH náði fram hefndum á Akureyri Þrír leikir fóru fram í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld en þeim fjórða sem vera átti var frestað þar sem Vfldngar komust ekki til Eyja. Valsmenn hafa nú aukið forskot sitt í deildinni í fjögur stig en þeir unnu Framara nokkuð auðveldlega á meðan KR tapaði fyrir Stjörn- unni. A Akureyri vann FH sigur á KA í miklum markaleik. Fram-Valur.......18-23(6-17) Sigur Valsmanna var svo sann- arlega aldrei í hættu eins og sést á hálfleikstölum, ellefu marka forskot, 6-17. Valsmenn hrein- lega gengu yfir máttlausa Fram- ara sem tóku sig þó saman í and- litinu og unnu síðari hálfleikinn 12-6! Ætla mætti að Valur hafi notast við varalið sitt í síðari hálf- leik en svo var ekki. Sigur þeirra var einfaldlega í höfn eftir 30 mínútur og slökuðu þeir af eðli- legum orsökum nokkuð á síðari helming leiks. Júlíus Jónasson, Jakob Sig- urðsson og Sigurður Sveinsson sýndu mest tilþrif Valsmanna í ísraelsku bikarmeistararnir, Hapoel Elyon, eru greinilega í allt öðrum styrkleikaflokki en íslensk lið en Jæir unnu annan sigur sinn á jafn mörgum dögum hér á landi í Keflavík í gærkvöld. Heimamenn áttu í vök að verj- ast allan tímann og töpuðu að lokum með 47 stiga mun, 118-71. leiknum og skoraði sá síð- astnefndi skemmtileg mörk með snúningsskotum. Framliðið lék mjög illa í fyrri hálfleik en í þeim síðari áttu þeir Birgir Sigurðsson og Júlíus Gunnarsson einna best- an leik. Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 6/1, Júlíus Gunnarsson 5, Her- mann Björnsson 2/2, Agnar Sig- urðsson 3, Egill Jóhannesson 1, Tryggvi Tryggvason 1. Jens Einarsson varði 7 skot og Þór Björnsson 3. Mörk Vals: Jakob Sigurðsson 6, Júlíus Jónasson 6, Sigurður Sveinsson 6/3, Valdimar Gríms- son 3, Jón Kristjánsson 2. Einar Þorvarðarson varði 14 skot. Stjarnan-KR 28-23(14-10) Stjarnan vann þarna sinn sjö- unda sigur í röð en þeir töpuðu sem kunnugt er fyrstu þremur leikjum mótsins í haust. Fyrir vikið minnka vonir KR-inga um íslandsmeistaratitil talsvert því nú munar fjórum stigum á þeim og Val í efsta sætinu. Stjarnan Guðjón Skúlason skoraði mest Keflvíkinga, 23 stig, en Jón Kr. Gíslason skoraði 19 stig. Sem kunnugt er lék íslenska landsliðið við þetta ísraelska lið á þriðjudag og sigruðu þá aðkomu- menn næsta auðveldlega, 96-68. -þóm hafði undirtökin í Ieiknum allan tímann og sigraði verðskuldað en þeir leiddu í leikhléi með fjórum mörkum, 14-10. Gylfi Birgisson átti stóran þátt í þessum sigri og skoraði hann átta mörk. Mörk Stjörnunnar: Gylfi 8, Hafsteinn 4, Hilmar 4, Skúli 4, Einar 3, Sigurður 3, Axel 1, Þór Oddur 1. Mörk KR: Alfreð 5, Páll 5, Sig- urður 5, Stefán 5, Guðmundur A. 1, Guðmundur P. 1, Jóhannes 1. KA-FH ........31-33(16-14) FH-ingar náðu fram hefndum með þessum sigri en þeir töpuðu fyrri leik liðanna í Hafnarfirði með einu marki. Eins og marka- tölurnar gefa til kynna fór ekki mikið fyrir varnarleik liðanna en leikurinn var engu að síður jafn og skemmtilegur. KA hafði tveggja marka forystu í leikhléi, 16-14, en skömmu síðar var stað- an orðin 22-16 þeim í hag. FH tók að saxa markvisst á forskotið og var jafnt á flestum tölum frá 25- 25 upp í 31-31. Besti maður FH- inga Guðjón Árnason skoraði þá 32. mark þeirra og eftir að KA hafði mistekist að jafna í síðustu sókn sinni skoraði Óskar Ár- mannsson síðasta mark leiksins. Guðjón Árnason var lang at- kvæðamestur FH-inga í leiknum, skoraði 12 mörk, og svipaða sögu er að segja af Jakobi Jónssyni hjá KA, hann skoraði 10 mörk. -þóm Staðan Valur . 10 10 0 0 266-197 20 KR . 10 9 0 1 256-229 16 Stjarnan 10 7 0 3 229-207 14 FH . 10 6 0 4 265-241 12 KA . 10 4 0 6 235-233 8 Grótta.... ...9 3 1 5 187-202 7 Víkingur. ...9 3 1 5 232-248 7 Fram . 10 1 3 6 210-246 5 ÍBV ...9 1 2 6 184-214 4 UBK ...9 1 7 7 191-228 3 Karfa Keflvíkingar áttu enga möguleika Öruggur ísraelskur sigur, 118-71 4 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 5. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.