Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.01.1989, Blaðsíða 5
FRÉTTIR Verslunarmannafélag Reykjavíkur Frá afhendingu styrkja úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins (talið frá vinstri): Davíð Ólafsson formaður Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins, styrk- þegarnir Vilhálmur Rafmsson og Laufey Tryggvadóttir, og Almar Grímsson formaður Krabbameinsfélags íslands en hann afhenti styrkina. Krabbameinsfélagið 1.2 miljónir til rannsókna Nýlega voru afhentir styrkir úr Rannsóknasjóði Krabbam- einsfélagsins, en sjóður þessi var stofnaður á síðasta ári til að efla rannsóknir á krabbameini. Laufey Tryggvadóttir faralds- fræðingur hlaut 600 þúsund króna styrk til rannsókna á áhrif- um blóðflokka og ættgengis á lifun íslenskra kvenna með brj óstakrabbamein. Vilhjálmur Rafnsson yfir- læknir hlaut 600 þúsund króna styrk til tveggja verkefna, annars vegar til rannsókna á nýgengi krabbameina eftir búsetu, hins vegar til rannsókna á nýgengi og dánartíðni krabbameina meðal íslenskra sjómanna. Samtryggingu slegiö við Magnús L. Sveinsson: Tilboð Brunabótarhagstœðastfyrirfélagið. Ingi R. Helgason:Ætlum að bjóðafélagsmönnum einnig aðrar trygg- ingar í formi nýs tryggingarpakka Tilboð Brunabótafélags Islands reyndist hagstæðast þeirra til- boða sem bárust og verulega lægra en tilboð annarra trygging- arfélaga sem öll sendu inn sam- hljóða tilboð, sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur þegar hann kynnti nýjan samning sem VR hefur gert við Brunabótafé- lagið um hóptryggingu fyrir sína félagsmenn. Stjórn VR ákvað í haust að leita tilboða hjá tryggingafélög- unum í hóptryggingar fyrir fé- lagsmenn sína. Með því vildi stjórnin efla sjúkrasjóði félagsins og jafnframt auka trygginga- vernd félagsmanna. Samkvæmt samningnum tekur hann til fjögurra þátta: Hóplíf- trygginga, frítímaslysatrygginga, sjúkradagpeningatrygginga og slysatrygginga barna, með þess- ari tryggingu eru öll börn félags- manna VR. slysatryggð allan sól- arhringinn, auk þess innifelur tryggingin útlagðan kostnað vegna slyss, sem verður hærri en eitt þúsund krónur. - Þetta er stærsti samningur sinnar tegundar sem Brunabóta- félag íslands hefur gert til þessa, en félagsmenn eru rúmlega áttat- íu þúsund, sagði Ingi R. Helgason þegar samningurinn var undirrit- aður. Hann sagði að félagið tryggði nú um 25% allra félags- manna aðildarfélaga Alþýðu- sambands íslands. - Við munum innan skamms einnig bjóða félögum upp á nýjar persónulegar tryggingar, trygg- ingapakka sem við höfum gefið nafnið Fjöltryggingu, en með því tilboði getur hver og einn skradd- arasaumað sínar tryggingar eftir sínum þörfum, sagði Ingi. -sg Pjóðleikhúsið Hoffmann fellur niður Sýningar á óperunni Ævintýri Hoffmanns, sem vera áttu á föstu- dagskvöld og sunnudagskvöld falla því miður niður af óviðráð- anlegum orsökum. Báðar sýning- arnar voru uppseldar, og virðist ekkert lát á aðsókn að þessari vin- sælu óperu. Eftir 21 sýningu eru sýningargestir orðnir á tólfta þús- und. Tvær mannabreytingar hafa orðið á einsöngvaraliðinu í „Ævintýrunum“. Ingibjörg Marteinsdóttir tók við hlutverki Rannveigar Fríðu Bragadóttur sem Nicklausse förunautur Hoff- manns, í nóvember, og á næstu sýningu tekur Kristinn Sig- mundsson við hlutverki Lindorfs leyndarráðs, í stað Guðjóns Ósk- arssonar sem farinn er utan. Kristinn syngur jafnframt þrjú önnur einsöngshlutverk í sýning- unni, Coppeiius í 1. þætti, Dap- ertutto í 2. þætti og Doktor Mir- acie í þeim þriðja. Þeir sem áttu aðgöngumiða á sýningarnar á föstudags- og sunnudagskvöld eru vinsam- legast beðnir um að snúa sér til miðasölu Þjóðleikhússins fyrir fimmtudaginn 12. jan. Næstu sýningar á Ævintýrum Hoff- manns verða 13., 21. 22., 27. og 28. janúar. Ungfrú heimur Linda í landkynningu Ferðamálaráð, Flugleiðir og Útflutningsráð hafa gert samning við eigendur Miss World keppn- innar um að Ungfrú heimur, Linda Pétursdóttir, sinni land- kynningu fyrir Island og íslenskar útflutningsafurðir á ferðalögum sínum víðs vegar um heiminn. Um miðjan þennan mánuð verður Linda á ferðakaupstefnu í Sviss á vegum Flugleiða og í fe- brúarbyrjun í Japan á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. í mars verður ferðakaup- stefna í Berlín, kynning á ullar- vörum í Dusseldorf og sjávarút- vegssýning í Boston. Það er því ljóst að Linda Pét- ursdóttir mun hafa ærinn starfa við landkynningu á næstu mán- uðum. Ferskfisksölur Grimm ásókn í að sigla Ágœtis fiskverð á Bretlandi og í Þýskalandi. Hjá LÍÚ eru söludagarfullbókaðir nœstu 5 mánuðina í Þýskalandi og janúar ogfebrúar á Bretlandi. Fyrstifundur Kvótanefndarinnar á morgun Agætis verð hafa fengist á fisk- mörkuðum á Bretlandi og í Þýskalandi nú í upphafi ársins. Mikil ásókn er i að selja ferskan fisk ytra og eru söludagar fullbók- aðir í Þýskalandi næstu 5 mánuði og fyrstu 2 á Bretlandi. í gær seldi Hólmatindur frá Eskifirði 79 tonn í Hull fyrir 8,7 miljónir króna og var meðalverð- ið 109,38 krónur. Þar af voru 48 tonn þorskur og fór kflóið að meðaltali á 98,94 krónur og 24 tonn af ýsu á hvorki meira né minna en 146,26 krónur. Þá seldi Sigurey BA frá Patreksfirði 110 tonn í Grimsby í gær fyrir 9,4 miljónir króna. Meðalverð 85,24 krónur. Uppistaðan í aflanum var þorskur en afgangurinn karfi og annað. í Þýskalandi seldi í gær Kamb- aröstin SU 72 tonn af blönduðum afla fyrir 6,5 miljónir króna og var meðalverðið 90,43 krónur. Meiri eftirspum er eftir fiski þar en framboð og er það einkum vegna þess að heimabátar hafa ekki enn dregið fisk úr sjó á nýju ári. f næstu viku ráðgera 4 togarar að selja í Þýskalandi alls um 600 tonn. Það eru Vigri RE, Jón Ví- dalín ÁR, Klakkur VE og Haukur GK. 5 skip munu selja á Bretland í sömu viku: Hrafn Sveinbjarnarson GK, Amarnes ÍS, Stapavík SI, Bjartur NK og Ólafur Jónsson GK. Á morgun föstudag verður fyrsti fundur hinnar svokölluðu Kvótanefndar vegna gámaút- flutnings á árinu og mun nefndin starfa ótrauð áfram á meðan ekki hefur annað verið ákveðið, eins og segir í margfrægri auglýsingu frá utanríkisráðuneytinu frá síð- asta ári. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá LÍÚ er ómögulegt að segja neitt um hver útflutningur á ferskum fiski muni verða á árinu en eitt er þó víst að hann mun taka mið af getu og vilja fisk- vinnslunnar til að kaupa og vinna aflann hér heima. Vilhjálmur sagði að eftir því hefði verið tekið á síðasta ársfjórðungi 1988 hvað sum skip skigldu meira en önnur vegna þess að búið var að loka fiskvinnslufyrirtækjum og önnur virtust ekki hafa áhuga né getu til að kaupa. Því var ekki um annað ræða en að selja aflann ytra sem og var gert. -grh Nemendur og kennarar Starfsþjálfunar fatlaðra. Starfsþjálfun fatlaðra Fyrsta námskeiðinu lokið Fyrir jól útskrifaðist fyrsti hóp- urinn sem stundað hefur nám hjá Starfsþjálfun fatlaðra. Að þessu sinni útskrifuðust 8 nem- endur. Tilgangur starfsþjálfunarinnar er að vera liður í að tryggja fötl- uðum jafnrétti, bæta aðstöðu þeirra og skapa þeim sem best skilyrði til eðlilegs lífs í samfé- laginu. Nemendur útskrifast eftir 3 anna nám. Kennd er ma. tölvu- notkun, ritvinnsla, bókfærsla, verslunarreikningur, íslenska, enska og samfélagsfræði. Starfsþjálfun fatlaðra er eink- um ætluð fólki sem hefur náð 17 ára aldri og hefur fatiast vegna slysa eða sjúkdóma. Alls stunda nú 24 nemendur nám hjá Starfs- þjálfun fatlaðra og útskrifast ann- ar hópur í vor. Mikil eftirspurn er eftir að komast að og hefur ekki verið hægt að fullnægja þörfinni. -«g Borgarráð 14 ný hundaleyfi Borgarráð hefur samþykkt 14 ný undanþáguleyfi til hundahalds í borginni þrátt fyrir niðstöðu kosninga um hundahald í borg- inni þar sem meirihluta þátttak- enda lýsti sig andvígan hunda- haldi. Fjórir af fimm borgarráðs- mönnum samþykktu umsögn framkvæmdastjóra heilbrigðis- eftirlits borgarinnar um undan- þágu frá banni við hundahaldi til 14 aðila. Sigurjón Pétursson borgaráðsmaður greiddi atkvæði á móti og lét bóka að hann væri mótfallinn öllum frekari nýjum undanþágum frá banni við hund- ahaldi í framhaldi af hundakosn- ingunum á sl. ári. Á sama fundi borgarráðs var lagt fram bréf frá Hundarækt- arfélagi íslands þar sem farið er fram á endurskoðun á samþykkt borgarstjórnar um hundahald í borginni. -•g- Fimmtudagur 5. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.