Þjóðviljinn - 07.01.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.01.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 7. janúar 1989 5. tölublað 54. árgangur BankaráÖ Landsbankans Vikið fra út mánuðinn Bankaráðið viðurkennir mistök sín og breytir ráðningu Vals. Aðstoðarbankastjóri verður aðalbankastjóri til l.febrúarþegar Valur tekur við. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra: „Bankaráðið gekk ekki nœgilega skýrtfrá málinu. Annaðhvort eru menn bankastjórar eða ekki.' Valur Arnþórsson: Stýrir stjórnar- fundi SÍS á mánudag og fær ekki bankastjórastöðuna fyrr en um næstu mánaðamót. Bankaráð Landsbankans hefur viðurkennt þau mistök sín að ráða Val Arnþórsson, kaupfé- lagsstjóra og stjórnarformann SIS sem bankastjóra frá 1. janúar sl., enda braut ráðning hans í bága við bankalög, þar sem Valur gegnir enn störfum sem kaupfé- lagsstjóri KEA og situr í ýtnsuin ábyrgðarstöðum fyrir samvinnu- hreyfinguna. í gær ákvað bankaráðið að Gunnlaugur Kristjánsson, að- stoðarbankastjóri verði aðal- bankastjóri í stað Vals fram til 1. febrúar n.k. en þá taki Valur við starfinu, enda hafi hann þá sagt sig úr öllum störfum óskyldum Landsbankanum. „Bankaráðið ræður banka- stjórann og því ber að sjá til þess að hann fullnægi hæfisskyldum laganna. Það er hugsanlega ein- hver ónákvæmni í embættisfærsl- unni hjá bankaráðinu og ég hef rætt við það," sagði Jón Sigurðs- son, viðskiptaráðherra í samtali við Þjóðviljann. Sagði Jón að sér hafi skilist að bankaráðið hafi ákveðið að Valur tæki ekki við starfi fyrr en að hann hefði skilað öðrum störfum af sér. „Ég ætla að það sem gerðist í dag hafi verið fullkomin fram- kvæmd á málinu, en ég hef að vísu ekki séð hin formlegu skjól málsins og spara mér skoðanir á því. Ég hef hins vegar gengið ríkt eftir því bæði við bankaráðsfor- i( mann, bankaeftirlit og Seðla- banka sem bankaeftirlitsstofnun að þarna sé rétt frá öllu gengið, því menn eru annað hvort banka- stjórar eða ekki. En það er auðvitað rétt að það var ekki nægilega skýrt frá þessum málum gengið og þetta hefði mátt fara betur úr hendi," sagði Jón Sig- urðsson, viðskiptamálaráðherra. -phh Alþingi Fjárlög samþykkt Fjárlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar var samþykkt sem lög frá Alþingi í gser. Markmið Olafs Ragnars Grímssonar fjármála- ráðherra um að afgreiða fjárlög með 1,2 miljarða tekjuafgangi, varð ekki að veruleika, en fjár- lögin voru afgreidd með 640 milj- óna tekjuafgangi. Ólafur Ragnar segir þessa lækkun á tekjuafgangi vera vegna þess að staða ríkissjóðs hefði ver- ið miklu verri en áætlað var á síð- asta ári. En þegar frumvarpið var kynnt fyrst var gert ráð fyrir um þriggja miljarða halla á ríkissjóði á árinu 1988. Nú bendi hins vegar allt til þess að hallinn á síðasta ári verði um 6 miljarðar króna. Mjög litlar breytingar urðu á frumvarpinu í meðförum þings- ins og hækkuðu útgjaldaliðir þess aðeins um 0,4%. Venjulega hækka útgjaldaliðirnir í kring um 3%. -hmp Jólahátíðin er úti í þetta sinn og í gær var víða stiginn dans við álfabrennur. Börnin á Hlíðarborg héldu sína brennu, stigu dans og kvðddu jólin. Mynd - Jim Smart. Sjávarútvegur Störf 500 sjómanna í hætlu Þjóðhagsstofnun telurað erfittséað leysa vanda sjávarútvegsins öðruvísi en aðfœkkafiskiskipum ogfiskvinnslufyrirtœkjumuml0%. Óskar Vigfússon:Lístekkertáþessartillögur. Sambandsstjórnarfundur nk. miðvikudag tkU ér líst satt best að segja ekk- ert á þessar tillögur þó það þyki ekki tiltðkumál hjá sumum þó svo að störfum 500 sjómanna sé fórnað á altari endurskipu- lagningar. Við börðumst fyrir því í áratugi að sjóðakerfi sjávarút- vegsins var lagt niður 1986 og með því að endurvekja það að hluta er verið að koma aftan að sjómönnum, sagði Oskar Vig- fússon formaður Sjómannasam- bands íslands. Óskar sagði að tillagan um Úr- eldingarsjóð fiskiskipa væri gam- alt vín á nýjum belgjum og pers- óulega væri hann algjörlega mótfallinn þeirri hugmynd að úthluta kvóta pólitískt. „Hér er um að ræða fyrsta vísi að auð- lindaskatti sem ég er á móti. Það er ekki okkar að flotinn er of stór heldur stjórnvalda. Sjálfir höfum við varað við þessari þróun í stækkun flotans allt frá 1978," sagði formaður Sjómannasam- bandsins. Á nk. miðvikudag verður sam- bandsstjórnarfundur hjá Sjóm- annasambandinu og þar verður lagt á ráðin hvernig best verður staðið gegn þessum tillögum 'stjórnvalda sem miða að atvinnu- leysi 500 sjómanna á næstunni. í minnisatriðum Þjóðhags- stofnunar um endurskipulagn- ingu sjávarútvegsins segir að vandséð sé hvernig þeim verði komið í kring án þess að stjórnvöld hafi forgöngu um að kaupa óhagkvæmustu einingarn- ar, fiskiskip og fiskvinnslu, með það fyrir augum að hætta noktun þeirra í sjávarútvegi. Verði þessi fækkun um 10% þýðir að að tí- unda hvert fiskiskip hætti og jafn- framt tíunda hvert fiskvinnslufyr- irtæki. Það mun hafa í för með sér að 500 sjómenn muni missa vinn- una og veruleg fækkun verði meðal fiskvinnslufólks. Óskar Vigfússon á sæti í mið- stjórn ASÍ og aðspurður hvað honum fyndist um að fiskvinnslu- fólki yrði verulega fækkað við endurskipulagninguna sagði hann að þetta mál væri afskap- lega viðkvæmt og erfitt og fyrir- séð að það mundi hafa í för með geysilega röskun á lífi þess. ~€rn Heiðurslaun Listahneyksli á Alþingi Alþingi hefði ekki getað valið sér betri leið til að niðurlægja starfandi rithöfunda, segir Einar Kárason formaður Rithöfunda- sambandsins í yfirlýsingu eftir að Alþingi hafnaði því að láta Thor Vilhjálmsson fá heiðurslaun. Menn eru sammála um að þau Jakobína Sigurðardóttir, Jórunn Viðar, Kristján Davíðsson og Þorsteinn Ö. Stephensen séu vel að heiðrinum komin, en þegar ljóst varð að hvorki Atli Heimir Sveinsson né Thor kæmust á blað var leitað samkomulags um að fjölga um tvo. Það strandaði á Kvennalistanum og því fór sem fór. Svavar Gestsson lýsti því yfir í gær að menn hlytu að athuga hvort úthlutunin væri ekki betur komin annarsstaðar en hjá Al- þingi. Sjá síðu 2 og leiðara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.