Þjóðviljinn - 07.01.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1989, Blaðsíða 4
DAGVIST BARIVA Fóstrur, þroskaþjáifar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki i gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir há- degi. Upplýsingar veitaforstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. BREIÐHOLT - GRAFARVOGUR Bakkaborg Fellaborg Foldaborg Hraunborg Jöklaborg v/Blöndubakka Völvufelli 9 Frostafold 33 Hraunbergi 10 v/Jöklasel s. 71240 s. 72660 s. 673138 s. 79600 s. 71099 VESTURBÆR Drafnarborg Grænaborg v/Drafnarstíg Eiríksgötu 2 s. 23727 S. 14470 AUSTURBÆR Lækjarborg Laugaborg Staðarborg v/Leirulæk v/Leirulæk v/Háagerði s. 686351 s. 31325 s. 30345 Fóstrur - störf Fóstrur og/eða annað uppeldismenntað starfs- fólkóskasttil starfaáeftirtöldum heimilum. Um er að ræða 50% eða 100% störf. Dagvistarheimilið Furugrund, sími 41124. Dagvistarheimilið Kópasteinn, við Hábraut, sími 41565. Dagvistarheimilið Kópasel, sími 84285. Leikskólinn við Bjarnhólastíg, sími 40120. Hafið samband við forstöðumenn, kynnið ykkur starfsemina og launakjör. Einnig veitir dagvistar- fulltrúi upplýsingar í síma 45700. Féiagsmálastofnun Kópavogs Æfingastöðin Röskva Eitt besta heilsurækt- artilboð ársins Þolleikfimi, æfingar í tækjum og teygjur. Ódýrt, einfalt og gott, í frábærum félags- skap undir leiðsögn valinna leiðbein- anda. Námskeiðin hefjast mánudaginn 9. janúar. Skráning í síma 42230 eða 45417 alla daga. Æfingastöðin Röskva MYNDUSTA- OG HANDÍÐASKÓL/ ÍSLANDS Myndlistarnámskeið á vormisseri Ný myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga og námskeið í módelteikningu fyrir fullorðna hefjast 12. janúar nk. Getum bætt við nokkrum nemendum. Upplýsingar og innritun á skrifstofu skólans, Skipholti 1, næstu daga kl. 10-12 og 13-15. Sími 19821. FRETTIR Matvœlaiðnaður Yfir 400 í starfsnámi Um 350 starfsmenn um 30 matvœlafyrirtœkja á höfuðborgarsvæðinu sem sótt hafa sérstakt starfsnám ímatvælaiðnaði undanfarna mánuði, tóku við viðurkenningar- skjali iðnaðarráðherra á dögunum. Aukþessafólks tóku samtímis um 70 manns á Akureyri þátt í starfsnámi þar Mámskeið þetta er fyrsti vísir- inn að fagmenntun almennra starfsmanna í matvælaiðnaði. Með þátttöku í námsskeiðinu er stefnt að betri starfsmöguleikum, aukinni verkkunnáttu og þekk- ingu tengdri starfi og starfsum- hverfi auk þess sem lagður er grunnur fyrir frekara nám fyrir þá sem áhuga hafa á því. Nám- skeiðið er í heild 40 stundir. Þátttakendum af Reykjavíkur- svæðinu og fulltrúum fyrirtækja, sem fólkið vinnur hjá voru afhent sérstök viðurkenningarskjöl í móttöku iðnaðarráðherra, Jóns Sigurðssonar, þann 30. desember sl. Par kom fram ánægja allra að- ila með þennan áfanga í starfs-. menntun. Námskeiðin halda áfram í Reykjavík á þessu ári og eru auk þess að fara af stað víðs vegar um landið. Hátt á þriðja þúsund manns eiga kost á þessu starfs- námi. Sérstök námskeið eru einnig að hefjast í janúar fyrir verkstjóra innan matvælaiðnað- Halldór Björnsson varaformaður Dagsbrúnar afhendir einum þátttak- enda viðurkenningarskjal. arins. Rétt til að sækja námskeið- in eiga allir félagar í Landsam- bandi iðnverkafólks og Verka- mannasambandi íslands. Námskeiðin eru haldin á veg- um Félags íslenskra iðnrekenda og Iðju félags verksmiðjufólks, en umsjón með framkvæmd og uppbyggingu starfsnámsins hefur Iðntæknistofnun íslands. Alþingi Risnudropinn hverfur Ólafur Ragnar: Afnemum áfengisfríðindi Aftekin hefur verið sú venja að starfsmenn í stjórnaráði fái árlega tvær flöskur áfengis á kostnaðarverði í ríkinu. Þetta kom fram í svari fjármálaráð- herra á þingi í gær við fyrirspurn Guðrúnar Agnarsdóttur. Hún óskaði þess að fjármála- ráðherra segði sér allt af létta um áfengisfríðindi valinkunnra framámanna í íslensku þjóðlífi, hverjir nytu þeirra og í hvaða lögum og reglum væru heimildir til þessara miður þokkuðu unda- nþága frá allsherjarreglum. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra svaraði Guðrúnu í fyrirspurnartíma sameinaðs þings í gærmorgun. Hann endur- tók það sem alkunnugt er orðið að það væru forseti og handahaf- ar forsetavalds sem nytu þessara fríðinda. Þetta hefði viðgengist allar götur frá 1964. Ráðherrann hyggst stemma stigu við þessu, hann væri andvíg- ur hverskyns áfengisfríðindum opinberra starfsmanna og rakti m.a. þá ákvörðun sína að rjúfa þá hefð að starfsmenn stjórnarráðs- ins fengju árlega að kaupa tvær flöskur með sterku víni á kostn- aðarverði. Benti hann fyrirspyrj- anda á að ein af sparnaðarráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar væru sú að skerða stórlega risnu opin- berra starfsmanna og embættis- manna. -ks. Borgarnes Loksins kynfræösla Tilgangurinn er að eyðafordómum og vanþekkingu í kynferðismálum g orgnesingum býðst nú í fyrsta sinn tækifæri til að fara á námskeið í „Kynfræðsiu í dag“ sem stéttarfélögin standa fyrir í samvinnu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Kyn- fræðsluna. Leiðbeinandi verður Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kyn- fræðingur. Þetta er í fyrsta sinn sem verka- lýðsfélög bjóða félagsmönnum sínum í fræðslu um kynlíf og er eitt dæmi um opnari og meiri um- ræðu um þessi mál í sinni tíð. Að- altilgangur námskeiðsins er að eyða fordómum og vanþekkingu í kynferðismálum og fræða um vandmál á þessu sviði. Námskeiðið fer fram í Snorra- búð laugardaginn 14. janúar nk. og hefst klukkan 09 og lýkur kl. 18.00. Þátttökugjald er 300 krón- ur og verða tilvonandi þátttak- endur að skrá sig á skrifstofu Verkalýðsfélags Borgarness eigi síðar en fyrir 12. janúar nk. -grh Viðskiptaráðherra Nefnd í bankana Birgir Árnason hagfræðingur er formaður nefndar sem Jón Sigurðsson skipaði í gær til að fara í saumana á bankakerfinu í kjölfar upplýsinga um meiri mun út- og innlánsvaxta hér en ytra og gruns manna um að sá munur eigi sinn þátt í vaxtaáþján hér síðustu misseri. Aðrir í bankanefndinni eru Eiríkur Guðnason aðstoðar- bankastjóri í seðlabanka, Eyjólf- ur Sverrisson hjá Þjóðhagsstofn- un, Hinrik Greipsson formaður Sambands bankamanna, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur hjá ASÍ, Ólafur Örn Ingólfsson hjá Landsbankanum og Sigurður Helgason framkvæmdastjóri Björgunar hf. Verksvið nefndarinnar er um- fangsmikið og á hún meðal ann- ars að smíða tillögur til að draga úr vaxtamun, en hún skal vinna fljótt og vel og skila tillögum til ráðherra fyrir febrúarlok. _m Námsgagnastofnun Nýr orðhákur Hjá Námsgagnastofnun er komin út bókin Orðhákur 2. eftir Magnús Jón Árnason. Orðhákur 2. er verkefnasafn í íslensku fyrir 7.-9. bekk grunnskóla og hentar vel sem ítarefni með Málvísi 1-3 sem Námsgagnastofnun gefur út. Orðhákur 2. er einnota verk- efnabók og er hún framhald af Orðháki 1. sem Námsgagna- stofnun gaf út 1987. Bækur þess- ar eru m.a. hugsaðar sem sjóður verkefna sem nemendur geta gengið í, eftir því sem námi þeirra miðar áfram í Málvísibókunum. Verkefni Orðháks 2. fjalla m.a. um merkingu orða og setninga, margræðni orða, samsett orð, ný- yrði, líkingar og tilfinningaorð. Málshættir, orðtök, furðufern- ingar, orðasúpur, nafnarugl og myndagátur koma einng við sögu. I Orðháki 2. er mikið af mynd- um eftir Grétar Reynisson mynd- listarmann. Bókin er 52 bls. í brotinu A4, sett og prentuð í prentsmiðjunni Rún sf. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.