Þjóðviljinn - 07.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.01.1989, Blaðsíða 5
FRETTIR SH 14% sölusamdráttur í fyrra 1988 eitt erfiðasta rekstrarár sjávarútvegs Í30 ár. Framleidd 90 þúsund tonn affiski en 13 þúsund tonna minni sala en 1987. 52% heildarsala til Bandaríkjanna og Asíu Sjómannafélag Reykjavíkur Vilja nýtt varðskip Stjórn Sjómannafclags Reykja- víkur skorar á stjórnvöld að nú þegar verði hafist handa um byggingu nýs varðskips hér inn- anlands sem geti gegnt þcim fjöl- mörgu störfum sem Landshelgis- gæslunni er ætlað. Jafnframt skorar stjórn Sjó- mannafélagsins á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármagn til á- framhaldandi reksturs þriggja núverandi varðskipa sem gerð eru út á vegum Landhelgisgæslu íslands. Stjórnin undirstrikar enn einu sinni hinn þýðingarmikla þátt sem skip Gæslunnar eiga í öryggi sjómanna við strendur landsins og á úthafinu. Núverandi varðskip eru komin til ára sinna og er Óðinn til dæmis 30 ára gamall, Ægir 21 árs og Týr 14 ára. -grh r Asíðasta ári dróst sala Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á sjávarafurðum sarnan um 14% miðað við 1987, en heildarsalan fór úr 92 þúsund tonnum í um 79 þúsund tonn sem er 13 þúsund tonna minnkun á milli ára. Fram- leiðsla SH-húsa 1988 var þó svip- uð og 1987 eða tæplega 90 þúsund tonn. Heildarsalan nam 9.7 milj- örðum króna og þar af var selt til Bandaríkjanna fyrir 4 miljarða. Ef ekki hefði komið til sölu- samdráttar á loðnu og loðnuaf- urðum til Japans á árinu 1988 hefði raunminnkun á milli áranna 1987 og 1988 aðeins orðið 3.900 tonn í stað 13 þúsunda eða um 5%. Það hefði þýtt að 1988 hefði orðið 6. stærsta útflutningsár SH í magnútflutningi. Á árinu varð framleiðsluaukning á öllum botnfisktegundum frá 3% uppí 30% eftir tegundum. Síldarfram- leiðslan nær tvöfaldaðist milli 1987 og 1988. Þessar upplýsingar um sölu og framleiðslu SH 1988 komu fram á árlegum verkstjóra- fundi Sölumiðstöðvarinnar sem lauk í gær. Á fundinum kom fram að síð- asta ár hefði verið eitt erfiðasta rekstrarár sjávarútvegs í 30 ár vegna óraunhæfrar gengisskrán- ingar og gengisþróunar, verð- lækkana á nær öllum mörkuðum SH í mynt viðkomandi landa sem bættist ofan á samdrátt í sölu þrátt fyrir nær óbreytta fram- leiðslu milli ára. Sala til Bandaríkjanna hefur hlutfallslega aldrei fyrr verið minni en nú eða 30% í magni og rúmlega 40% í verðmætum. Samanlagt eru Bandaríkin og As- íulönd með yfir 52% heildarsöl- unnar þrátt fyrir samdráttinn. Af mörkuðum eru Japan og önnur Asíulönd með 16,7%, Bretland 14,4%, Frakkland með 8,3% verðmæta heildarútflutnings í tonnum, V-Þýskaland með 6,9% og Sovétríkin með 6,2%. Önnur markaðssvæði og lönd með minna magn og verðmæti. Af einstökum sölufyrirtækjum innan SH var mest af sjávarafurð- um selt til Coldwater fyrir 4 milj- arða eða 41,5% af heildarsöl- unni. Næst mest til Japans og annarra Asíulanda fyrir 1,6 milj- arð, Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi fyrir 1,4 milj- arða, þá söluskrifstofan í Ham- borg fyrir 1 miljarð, Boulogne í Frakklandi fyrir 900 miljónir og Sovétríkjanna fyrir 800 miljónir króna. -grh Djass Að halda ákveðnum fiunleika... ...ánþessað verða leiðinlegur: Tíulög Tóm- asar R. Einarssonarflutt á djasstónleikum í Norrœna húsinu seinnipartinn í dag Markmiðið er að halda á- kvcðnum frumleika, án þess að verða leiðinlegur; tónskálda- hefðin í djassinum felst í því að komast fram hjá klisjukenndum hljómasamböndum en búa þó til sönghæf lög. Lög sem eru þekki- leg áheyrnar án þess að beitt sé þessum ódýru brögðum popps- ins, sagði Tómas R. Einarsson er blaðamaður forvitnaðist um tónsmíðar hans sem fluttar verða í Norræna húsinu í dag. Tíu lög verða flutt, flest í fyrsta skipti, en við samningu þeirra naut höfund- urinn styrks úr Tónmenntasjóði Rásar tvö. Að sögn Tómasar er sjóður þessi mikið þarfaþing rokkurum, vísna- og djassmönnum, en þeir hafa búið sér til Félag tónskálda og textahöfunda. Þarna er að finna hinn breiða massa tón- verkamanna, svo notast sé við vont og dönskuskotið orðalag, en Afundi borgarstjórnar í fyrra- kvöld gagnrýndi borgarfull- trúi Alþýðuflokksins Bjarni P. Magnússon eldvarnaeftirlit borg- arinnar harðlega og sagði að sér virtist sem geðþóttaákvarðanir réðu varðandi brunavarnir í borginni. Skýringuna fyrir því afhverju eldvarnaeftirlitið væri ekki sem skyldi í borginni hafði Bjarni P. eftir eftirlitinu sjálfu sem héldi því fram að ekki væri þörf á að meistaraflokkinn er svoað finna í Tónskáldafélagi íslands og eru meðlimirnir þar þrjátíuogeinn talsins. Uppistaðan í tónleikunum hjá Tómasi í dag verða sex lög fyrir sextett sem hann samdi á síðasta ári með tilstyrk Rásarinnar. Tvö eldri verk verða flutt og einnig tvö nýleg í viðbót, og eru þessi fjögur síðarnefndu fremur samin fyrir kvartett að sögn höfundar- ins. Þeir sem spila á tónleikunum í Norræna húsinu í dag - þeir byrja klukkan fjögur- eru auk Tómas- ar þeir Birgir Baldursson, trommuleikari; Asgeir Stein- grímsson sem leikur á trompett; Eyþór Gunnarsson, píanóleikari; Sigurður Flosason, altó- og barít- onsaxófónleikari, og Össur Geir- sson, en hann leikur á básúnu. Sjálfur leikur Tómas á kontra- bassa. Hann hefur samið fjölda laga eins og allir sem hafa lagt sig fylgja bókastaf reglugerðarinnar út í ystu æsar vegna þess hve slökkviliðið væri vel útbúið af tækjum og mannskap! Til rökstuðnings þessum full- yrðingum sínum tiltók Bjarni 3 dæmi þar sem ákvæði reglugerð- ar um eldvarnaeftirlit væri ekki fullnægt. í háhýsi Öryrkjaband- alagsins að Hátúni 10 þar sem ekki væru eldvarnahurðir nema á jarðhæð í tengibyggingu. Ef eldur kæmi upp á jarðhæð bygg- eftir að hlusta á plötur á borð við Þessi ófétis jazz! og Hinsegin blús geta vitnað um, og því tilhlakk að ingarinnar gæti hann torveldað íbúum á efri hæðum að komast út. Þá sagði Bjarni að í Kringunni 4 hefði eldvarnakerfi byggingar- innar ekki verið tengt í rafmagns- töflu og því verið óvirkt á mesta annatímanum í síðasta mánuði. Einnig hefði hann komið við í verslun Hagkaupa í Skeifunni og þar var búið að stafla rekkum fyrir neyðarútgöngudyr. Vegna þessa bágborna ástands geta rölt út í Norræna hús núna seinnipartinn og fengið meira frumsamið að heyra. HS að mati borgarfulltrúans í eld- varnaeftirliti borgarinnar flutti hann tillögu um að byggingarfull- trúi Reykjavíkur í samvinnu við Brunamálastofnun geri úttekt er varði brunatæknilega hönnun há- og stórhýsa í borginni, svo og að gera tillögur til úrbóta. Tillögur þar að lútandi liggi fyrir innan árs. Tillögunni var vísað til borg- arráðs til frekari umfjöllunar. -grh Vesturbœrinn Framtíð gamla Stýri- mannaskólans Ibúasamtök Vesturbæjar gangast í dag fyrir ráðstefnu um framtíðarnýtingu gamla Stýri- mannaskólans við Öldugötu. Hann hefur þjónað hverfínu um árabil sem grunnskóli, en nú í haust flutti Vesturbæjarskólinn í nýtt og glæsilegt húsnæði við Sól- vallagötu. íbúasamtökin hafa lagt til að gamla skólahúsnæðið verði nýtt undir menningar- og félagsmið- stöð fyrir hverfið. Foreldra- og kennarafélag Vesturbæjarskóla hefur lýst yfir stuðningi við þá hugmynd. Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd sem gera á tillögur um framtíð hússins. Gert er ráð fyrir að hún ljúki störfum innan skamms. Hugmyndir munu vera uppi um að reyna að fá Borgar- bókasafnið til að opna útibú í húsinu. Einnig hefur Sjómanna- skólinn farið þess á leit við yfir- völd að húsið verið gert upp, þar sem það hafi menningarlegt gildi. Jafnframt hafa forráðamenn Landkotspítala óskað eftir að fá afnot af húsinu. Ráðstefna íbúasamtakanna um framtíð hússins hefst í nýja Vesturbæjarskólanum kl. 13.30. Þjóðminjasafnið Metaðsókn Jólasýningin á Þjóðminjasafn- inu verður opin í dag og á morgun frá kl. 11 til 16. Þetta er síðasta sýningarhelgi. Um sjö þúsund manns hafa séð sýninguna, og var tala gesta í desember tíu sinnum hærri en í sama mánuði í fyrra. Það voru auðvitað jólasvein- arnir sem löðuðu að, og stefnt er að því að gera eitthvað þessu líkt að árvissum jólaglaðningi fyrir ungu kynslóðina. Laugardagur 7. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Eldvarnir Víða pottur bratinn Borgarstjórn: Fulltrúi Alþýðuflokksins villað byggingarfull- trúi borgarinnar ísamvinnu við Brunamálastofnun geri úttekt á brunatæknilegri hönnun há- ogstórhýsa og komi með tillögur til úrbóta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.