Þjóðviljinn - 07.01.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.01.1989, Blaðsíða 8
FRÉTTIR Kvikmyndir Óður til Film-Noir Sigurjón Sighvatssonfœrirstöðugt út kvíarnar sem kvik- myndagerðarmaður í Bandaríkjunum. Hans nýjasta mynd verður frumsýnd hér á landi í dag Sigurjón Sighvatsson hefur mörg járn í eldinum sem kvikmyndaframleiðandi, ma. að fylgja eftir Bláu eðlunni sem frumsýnd verður í dag. Sigurjón Sighvatsson er án efa okkar stórtækasti kvikmynd- agerðarmaður. Hann hefur búið vestan hafs um nokkurt skeið og á þar við annan mann kvikmynda- fyrirtækið Propaganda Films. í dag verður frumsýnd hér á landi þriðja mynd þeirra félaga og kall- ast hún The Blue Iguana, eða Bláa eðlan. Þjóðviljanum lék forvitni á að vita eitthvað meira um myndina og Sigurjón sjálfan og tók hann því tali í gær. Áhrif úr ýmsum áttum - Myndin er ekki alslæm, og jafnvel það besta sem við höfum gert. Það eru á margan hátt miklu meiri tilþrif í þessari en þeim fyrri og við reyndum á vissan hátt að gera mynd sem enginn annar er að gera, en það getur alltaf verið dálítið hættulegt á þessum mark- aði, eins og allir vita. Þessi bransi er meira og minna formúlu- kenndur en hún virðist fá góðar viðtökur í Evrópu og var td. vel tekið á Cannes hátíðinni í fyrra. Það kom okkur í raun ekki sér- lega á óvart því hún er gerð undir vissum frönskum áhrifum og dá- iítilð „film-noir“ yfirbragð á henni. Samt gætir nýbylgjuáhrifa í henni því músíkin er blanda af þungu rokki og rappi. Ég lít því aðallega á myndina sem ný- bylgjumynd sem byggir þó á gömlum hefðum sem eru annars vegar spaghettívestrar, eins og td. Fistful of Dollars, og svo því sem við köllum „film-noir“. Um- hverfi myndarinnar er suður- amerískt og að mörgu leyti er myndin óður til myndar sem Or- son Welles leikstýrði á sínum tíma og heitir The Touch of Evil. Spæjaramyndír Bláa eðlan segir frá einkaspæj- ara nokkrum sem gerist of ákafur í sínu starfi og kemst upp á kant við lögin. Það verður úr að skattalögreglan býður honum „tilboð sem hann getur ekki hafn- að“ og sendir hann til Suður- Ameríku í smáþorp nokkurt sem er eiginlega utan laga og réttar. Þar á hann að ná í peninga sem tilheyra skattstofunni en í þorp- inu stríða fyrir tvær ólíkar fylk- ingar. Fyrir vikið verða allir í samsæri gegn öllum til að ná í þessa peninga en endirinn gæti komið mönnum á óvart. Sigurjón er reyndar ekki óvan- ur að fást við málefni einkaspæj- ara en síðasta mynd hans og Stev- ens Golins hét einmitt Einkaspæ- jarinn og var sýnd hér á landi fyrir tæpum tveimur árum. Áður höfðu þeir verið meðframleið- endur á Nikkelfjallinu sem Jakob Magnússon framleiddi. - The Blue Iguana er tekin á vesturströnd Mexíkó, við erfið- ustu aðstæður svo ekki sé meira sagt. 40 stiga hiti var á meðan á tökum stóð, engin loftræsting og lítið um salerni. Við vorum sex mánuði í Mexíkó, þar af fóru þrír mánuðir í kvikmyndatöku sem er frekar lítið miðað við kvikmynd af þessari gerð. Allt ferlið spann- ar um 18 mánuði, fyrstu sex í handritagerð og grunnundirbún- ing, næstu sex vorum við í Mex- íkó og síðan fara sex mánuðir í eftirvinnu án markaðssetningar. Þetta er svona meðal tími en kostnaðurinn var frekar lítill, 3,5 miljónir dollara eða um 160 milj- ónir króna. En þótt myndin hafi ekki kostað meira en þetta er hún nokkuð viðamikil í framleiðslu og gerð, en við spöruðum talsvert á því að taka hana í Mexíkó en ekki í Hollywood. Margþætt hlutverk framleiðandans Sigurjón er eins og áður sagði annar eigandi óháða kvikmynd- afyrirtækisins Propaganda Films er þeir eiga í samvinnu við Po- lygram Movies sem er nokkurs konar banki þeirra félaga. Po- lygram útvegar stofnfé, Propag- anda framleiðir myndina og fær síðan dreifingaraðila til að mark- aðssetja afraksturinn. Paramo- unt dreifir Bláu eðlunni í Banda- ríkjunum en Twentieth Century Fox í Evrópu. - Það hefur sína kosti og ókosti að fá stóru fyrirtækin til að dreifa myndinni. Okkar áhætta verður miklu minni en í staðinn fáum við lítið að ráða hvernig myndinni er dreift. Maður verður bara að taka því með stakri ró því ég er ekki í dreifingarbransa heldur í framleiðslunni. Það myndi kosta aðra 18 mánuði til að dreifa henni almennilega og ég hef einfaldlega ekki áhuga á því. - Ég kann vel við mig sem framleiðandi og lít á þetta sem mínar myndir jafnt sem leikstjór- ans. Við eigum hugmyndina að verkinu og störtum því, fáum síð- an til liðs við okkur handrits- höfund sem í þessu tilviki er einn- ig leikstjóri og á því mikið í myndinni líka. Við fylgjum myndinni síðan eftir þar til hún er fullbúin en leikstjórinn getur far- ið að sinna öðrum verkefnum. - Hlutverk framleiðanda hefur raunar verið mjög breytilegt í gegnum tíðina en eins og stúdíóin voru uppbyggð i gamla daga voru leikstjórarnir einfaldlega í vinnu við að segja leikurum fyrir verk- um en framleiðandinn hélt utan um og fullkomnaði verkið. Síðan kom þessi franski otorismi þar sem eingöngu var talað um kvik- myndahöfunda sem gerðu hvort tveggja. En þar sem það reynist miklu dýrara að gera mynd í Bandaríkjunum en í Evrópu varð nokkuð um kollsteypur og þá fór hlutverk framleiðandans að verða atkvæðameira á ný. Mörg verkefni í bígerð Sigurjón Sighvatsson og Stev- en Golin, sem reyndar er kvænt- ur íslenskri stúlku er heitir Vil- borg Aradóttir, eru greinilega að færa út kvíarnar því nú eru nokkrar myndir í þeirra fram- leiðslu eða undirbúningi. - Við erum þegar búnir með aðra mynd sem er ólík öilu öðru sem við höfum gert. Hún heitir Fear, Anxiety and Depression, er grínmynd og gerist í New York. Næsta mynd okkar heitir Kill Me Again og er gerð fyrir MGM fyrirtækið. Hún er enn ein einkaspæjara-spennumyndin og fer í framleiðslu í febrúar. - Síðan ætlum við að framleiða tvær til viðbótar. Önnur heitir Love Field, töluvert þyngri mynd og fjallar um Jack Ruby sem myrti Lee Harvey Oswald og þá mafíu sem stóð þar að baki. Við erum að leita að leikstjóra og vonumst til að byrja á henni í ár. Að auki erum við að vinna að tveimur verkefnum með David Lynch sem Ieikstýrði ma. Elep- hant Man og Blue Velvet. Ann- ars vegar er það sjónvarpsmynd sem er enn ein spennumyndin og heitir North West Passage. Við erum að undirbúa hana núna og síðan ætlum við að gera með hon- um aðra mynd, byggða á bók sem var skrifuð um 1930 og við ætlum að staðfæra. Bókin heitir You Play the Red and the Black Com- es Up og til að þýða það myndi ég vitna í Stein Steinarr og kalla hana Það er nefnilega vitlaust gefið. Hún er nokkurs konar par- ódía á Hollywood og var skrifuð í þeim anda en David er að gera handritið nú, og við vonumst til að byrja á henni í lok þessa árs. Þessi mynd mun, ásamt Love Fi- eld, kosta miklu meira en aðrar serri við höfum gert en mynd Da- vids Lynch mun ma. skarta Isa- bellu Rossalini í aðalhlutverki. Það er því greinilegt að Sigur- jón Sighvatsson hefur í mörgu að snúast sem kvikmyndaframleið- andi og verður áreiðanlega gam- an að sjá þessa nýjustu afurð hans. í Bláu eðlunni fara vel þekktir leikarar með helstu hlut- verk og skal þar fyrstan nefna Dean Stockwell, leikara með ára- tuga reynslu er lék nú síðast ma. í Paris, Texas og Blue Velvet. Jessica Harper lék aðalhlutverk- ið í mynd Woddys Allens, Star- dust Memories, og James Russo muna margir eftir sem fantinum í Extremities. Bláa eðlan er því á margan hátt athyglisverð mynd og vafalaust þess verð að berja hana augum. - þóm Nýtt stjórnarsamstarf Málefni Borgaraflokks óljós Steingrímur Hermannsson: Geftöluvertfyrir aukinn stuðn- ing áþingi. Ingi Björn Albertsson: Þingmenn eiga eftir að takast á um afstöðu Borgaraflokksins Viðræður ríkisstjórnarinnar við Borgaraflokkinn, um hugsanlega þátttöku flokksins í ríkisstjórn, hefjast á föstudag í stjórnarráðinu. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segist gefa töluvert fyrir aukinn stuðning við stjórnina á Alþingi og að vilji Borgaraflokksins verði kannaður af fullri alvöru. Þing- flokkur Borgaraflokksins ákveð- ur á fundi eftir helgina hvaða mál hann setur á oddinn í viðræðun- um. Ingi Björn Albertsson þing- maður Borgaraflokksins, hefur verið einn harðasti andstæðingur fjáröflunarfrumvarpa ríkisstjórn- arinnar á Alþingi, og hefur verið mjög ósáttur við afstöðu Aðal- heiðar Bjarrifreðsdóttur flokks- systur sinnar. Ingi Björn sagði Þjóðviljanum að hann reiknaði með að þingmenn flokksins ættu eftir að takast á um þær áherslur sem farið yrði með í viðræður við ríkisstjómina, þó hann væri sannfærður um að samstaða næð- ist. En að sögn Inga Björns mun þingflokkurinn móta afstöðu sína á fundi eftir helgina. „Það er í raun ekkert sem bendir til að okkar samnings- staða sé sterk,“ sagði Ingi Björn. Ríkisstjórnin væri búin að fá af- greidd öll tekjuöflunarfrumvörp- in, og eftir þá baráttu sem hún hefði háð fyrir frumvörpunum, efaðist hann um að stjórnin væri tilbúin til að gefa eftir í þeim efn- um. Bæði forsætisráðherra og Jú- líus Sólnes formaður Borgara- flokksins leggja á það áherslu, að viðræðurnar á föstudag séu könnunarviðræður. Málefna- grundvöllur fyrir stjórnarsam- starfi verði kannaður og allt of snemmt sé að tala um uppstokk- Borgaraflokkurinn er kominn með annan fótinn inn á stjórnarheimilið. Engu er líkara en GuðmundurÁgústsson Borgaraflokksmaður íhugi þaö djúpt á þessari mynd, hvort hann eigi að bregða sér yfir borðið á milli Jóns Baldvins og Steingríms. - Mynd:Þóm un ráðuneyta. En fyrirfram sagð- götu hugsanlegs samkomulags. ist Júlíus ekki vilja leggja steina í Steingrímur sagðist ekki hafa orðið var við annað en það væri sameiginlegur áhugi fyrir því hjá stjórnarflokkunum, að reyna samninga við Borgaraflokkinn. Það er ekki að heyra á forsætis- ráðherra að reynt verði að fá Kvennalistann til viðræðna. Hann sagði að reynt hefði verið skömmu fyrir jól að fá Kvennali- stann til samstarfs en án áran- gurs. Kvennalistaþingmenn hefðu líka lýst því yfir opinber- lega að þær væru ekki reiðubúnar til samstarfs við stjórnina. Viðræðunefnd Borgaraflokks- ins verður sú sama og í stjórnarm- yndunarviðræðunum í haust. Hana skipa Júlíus Sólnes, Ingi Björn Albertsson, Óli Þ Þórðar- son og Benedikt Bogason. For- menn stjórnarflokkanna taka þátt í viðræðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. -hmp 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.