Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 10. janúar 1989 6. tölublað 54. órgangur Verslunarmannafélag Suðurnesja Aðför að verkfallsréttinum Flugleiðir lögsœkja vegna„ofbeldisverkaí( verkfallsmanna og krefjastskaðabóta. Prófmál um hverjirmega ganga ístörf verkfallsmanna og hvortfélagar verkalýðsfélaga geti átt von á dómum og háumfjársektum fyrir verkfallsvörslu. Stórmálfyrir alla verkalýðshreyfinguna. Magnús Gíslason:„ Vinnum málið. “ Amorgun verður tekin fyrir stefna Fiugleiða á hendur Magnúsi Gíslasyni, formanni Verslunarmannafélags Suður- nejsa fyrir Bæjarþingi Keflavík- ur. Málið er prófmál um það hverjir megi ganga í störf verk- fallsmanna og um hugsanlega skaðabótaskyldu verkfalls- manna, telji atvinnurekendur að verkfall hafi valdið þeim fjár- hagslegum skaða. „Þetta mál er stefnumarkandi, ef niðurstaðan verður Flugleiðum í hag sýnist mér að mesta bitið sé farið úr verkfallsvopninu,“ sagði Magnús Gíslason, formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja. Forsaga málsins liggur í verk- falli verslunarmanna sl. vor en þá stóðu félagar í Verslunar- mannafélagi Suðurnesja verk- fallsvörslu í flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Nokkrir forráðamenn Flugleiða, með Sigurð Helgason, forstjóra í broddi fylkingar af- greiddu þá nokkra farþega þrátt fyrir að reynt væri að koma í veg fyrir slíkt athæfi. Mótmæltu Flug- leiðamenn þá aðgerðum verk- fallsmanna og kærðu til lögregl- Bandaríkin Þorskblokk getur hækkað SH: Ekki hœgt að lofa verðhœkkunum á öðrum afurðum. Húsum fœkkar ekki innan SH í ár „Það er mjög erfitt að segja hver verði þróun afurðaverðs á Bandaríkjamarkaði í ár og alls ekki hægt að lofa neinum hækk- unum nema þá kannski á þorsk- blokk“, segir Gylfi Þór Magnús- son framkvæmdastjóri markaðs- mála hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Að sögn Gylfa Þórs hefur það mikið að segja fyrir afkomu fisk- vinnslufyrirtækja innan SH hver birgðastaðan er hverju sinni og hver þróun hennar yrði á árinu. Mikil birgðastaða þýddi háan fjármagnskostnað og yrði allt gert til að forða fiskvinnslufyrir- tækjum innan Sölumiðstöðvar- innar frá því. Aðspurður hvort stjórn SH gerði ráð fyrir fækkun húsa innan sölusamtaícanna vegna erfiðrar stöðu innan atvinnugreinarinnar um þessar mundir sagði Gylfi að það yrði engin fækkun húsa innan SH á þessu ári. Á mörkuðum SH er ástandið sýnu verst á Japansmarkaði fyrir karfa og grálúðu vegna offram- boðs á síðasta ári. Gylfi sagði að vegna samdráttar í sölu og fram- leiðslu á þessum tegundum auk ufsa á Bandaríkjamarkaði 1988 um 6 þúsund tonn væri möguleiki á að selja karfa og grálúðu þang- að í staðinn. -grh unnar í Keflavík og höfðu þá lög- fræðing VSÍ sér til aðstoðar. Sagði Magnús að nokkrir menn úr röðum launþega og atvinnu- rekanda hefðu síðan haldið möguleikanum á málsókn opn- um, en þeir hafi komist að óform- legu samkomulagi um að sleppa hinni hefðbundnu klausu við undirskrift kjarasamninga, þar sem segir að aðilár að vinnudeilu skulu undanskyldir „öllum kröf- Forstjóri Flugleiða Sigurður Helga- son t.h. sakar Magnús Gíslason for- mann Verslunarmannafélags Suður- nesja t.v. fyrir að hafa beitt ofbeldi í verkfalli verslunarmanna sl. vor. um um skaðabætur og máls- höfðun," sem hugsanlega kynnu að vera gerðar í kjölfar vinnu- deilna. Málatilbúnaður Flugleiða er með þeim hætti að þar er gerð tilraun til að rýra rétt verkalýðs- hreyfingarinnar verulega, því í raun er sett fram krafa um að at- vinnurekendur geti kallað til í verkfalli verfallsbrjóta, svo lengi sem þeir eru ekki félagar í því verkalýðsfélagi sem stendur að verfallinu. Til vara er sett fram krafa um að yfirmenn (Flugleiða) megi óskert ganga í öll störf, þeg- ar verkfall er í gangi. í þriðja lagi á að girða fyrir, það sem kallað er „ofbeldisverk“ verkfallsmanna. Eins og þetta mál sýnir á að flokka undir ofbeldisverk þegar verkfallsverðir stóðu á verði við afgreiðsluborð Flugleiða og urðu fyrir áhlaupum einstakra far- Valur Arnþórsson stjórnarformaður og Guðjón B. Ólafsson formaður horfast I augu á stjórnarfundi SÍS í gær. Mynd ÞÓM. Skipulagsmál SÍS Ný nefnd skipuð? Líkur eru taldar á að ný skipulagsnefnd verði skipuð, án þátttöku Vals Arnþórssonar og Axels Gíslasonar Stjórnarfundur SÍS stóð enn í gærkvöldi þegar þjóðviljinn fór í prentun og var þá talið lík- legt að honum lyki á hádegi í dag. Heirnildir Þjóðviljans telja mest- ar líkur á að lykildeilurnar um framtíðarskipulag SIS verði ekki útkljáðar á þessum fundi. Þess í stað verði ný nefnd skipuð til að skoða betur þær meginhugmynd- ir sem þar hafa komið fram og að í þeirri nefnd muni hvorki sitja þeir Valur Arnþórsson, núver- andi stjórnarformaður SIS né Axel Gíslason, forstjóri Sam- vinnutrygginga. Verði þessi skipan ofan á er það talið styrkja stöðu Guðjóns B. Ólafssonar þar sem tveir helstu talsmenn og hugmynda- fræðingar meirihluta skipulags- nefndarinnar hverfa þaðan. Val- ur vegna þess að hann sest í bankastjórastól og Axel vegna þess að hann er hættur hjá SÍS, en orðinn forstjóri Samvinnutrygg- inga. Líkurnar á að hugmyndir um framtíðarskipulag samvinnu- hreyfingarinnar verði meira að skapi Guðjóns B. Ólafssonar for- þega. Síðast en ekki síst á að brjóta ísinn með að vegna þessar- ar „ólögmætu framkomu“ eigi at- vinnurekendur heimtingu á skaðabótum frá hendi einstakra verkfallsmanna. Sagðist Magnús þess fullviss að Flugleiðir gætu ekki unnið þetta mál, „hvorki lagalega né siðferði- lega.“ Verslunarmannafélag Suðurnesja hefði vissu fyrir því að nokkrir félagar þeirra hefðu unnið með stjórnendum Flug- leiða að afgreiðslu flugmiða og aðgerðir þeirra hefði stefnt að því að koma í veg fyrir verkfallsbrot. Sagði Magnús að félagar í verka- lýðshreyfingunni gætu sýnt sam- stöðu með ýmsum hætti, eins og að hugsa sig tvisvar um með hvaða félagi þeir ferðuðust á meðan málið væri óútkljáð. Magnús sagðist hafa heyrt ávæn- ing af því að Landssamtök versl- unarmanna og jafnvel BSRB væru nú í samningaþreifingum við Flugleiði um pakkaferðir til sólarlanda, en sér þætti hart ef þeim yrði haldið áfram meðan á þessu mikilvæga máli yndi fram fyrir dómsstólum. -phh stjóra SÍS hafi þar með aukist verulega. Hugmyndir Vals Arnþórs- sonar og meirihluta skipulags- nefndar eru í stórum dráttum þær að SÍS verði skipt upp í fjögur sjálfstæð atvinnufyrirtæki, Sjáv- arafurðasöluna sf., Búvörusöl- una sf, Iðnað hf og Flutninga hf. Því sem eftir stendur af SÍS verði breytt í neytendasamvinnufélag sem þjóni kaupfélögunum. Er ljóst að staða forstjóra SÍS yrði aðeins svipur hjá sjón, verði þess- ar breytingar að veruleika.“-phh Fjárlög Hert eftirlit Fjármálaráðherra: Breytt vinnubrögð og eftirlit með ráðuneytum og stofnunum til að tryggja framkvœmdfjárlaga - Eg sagði þegar frumvarpið var lagt fram að í því fælist til- raun t:l þess að snúa þróuninni við og hætta að reka ríkissjóð með tekjuhalla. Ég get auðvitað ekki fullyrt á þessu stigi hvort þessi tilraun tckst, en við höfum verið með í undirbúningi I fjár- málaráðuneytinu á undanförnum vikum, ýmsar breytingar á starfs- aðferðum og eftirliti sem á að tryggja að framkvæmd fjárlaga- frumvarpsins gangi upp og ég mun kynna þær aðgerðir fljót- lega, segir Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra. Ólafur segir að þó tekist hafi að leggja traustan grundvöll í frum- varpinu sjálfu þá sé ekki síður mikilvægt að sú stefna sem mörk- uð hefur verið haldist. - Þetta verður ekki létt verk, heldur viðvarandi verkefni allt árið og við erum nú að undirbúa margvíslegar breytingar á vinnu- aðferðum fjármálaráðuneytisihs og samskiptum við önnur ráðu- neyti og almenning í landinu til að tryggja að frumvarpið haldi og ég mun innan fárra daga kynna þær aðferðir nánar, segir fjár- málaráðherra. Sjá síðu 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.