Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Aflamiðlun Utvegsmenn a gulu Ijósi Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ: Þurfumfullt umboð stjórnvalda eigum við að taka að okkur aflamiðlunina ogþar með stjórn á útflutningi fisks með gámum og skipum. Kvótanefnd enn að störfum þráttfyrir kvörtun Efnahagsbandalagsins Við munum ekki bæta við okk- ur stjórnun á útflutningi flsks með gámum auk físksölu skipa sem við gerum í dag nema við fáum fullt umboð stjórnvalda þar um. Hingað til hafa stjórnvöld verið tvístígandi hvað gera skuli með gámaútflutninginn en hvað okkur varðar erum við á gulu Ijósi og bíðum átekta hvort við munum taka að okkur aflamiðl- unina almennt“, sagði Kristján Ragnarsson formaður Lands- sambands íslenskra útvegs- manna. \ Meðal tillagna sjávarútvegs- ráðherra til lausnar á rekstrar- vanda sjávarútvegsfyrirtækja er að bæta upplýsingamiðlun um hráefnisframboð á hverjum tíma með svokallaðri aflamiðlun. En eitt helsta vandamál sjávarút- vegsins er það ósamræmi sem oft á tíðum skapast á milli veiða og vinnslu. Aðalhlutverk aflamiðl- unarinnar yrði að miðla upplýs- ingum milli kaupenda og selj- enda á hráefni jafnframt því sem miðlunin annaðist stýringu á út- flutningi ísfisks á erlenda mark- aði. í tillögum ráðherra segir að búið yrði þannig um hnútana að utanríkisráðuneytið veiti ein- göngu leyfi til útflutnings á ísfiski eftir tillögum aflamiðlunarinnar. Miðlunin mundi jafnframt tryggja fiskvinnslunni betri möguleika til að kaupa fisk til vinnslu og gæti jafnframt stuðlað að aukinni sérhæfingu fyrirtækj- anna. Síðast en ekki síst mundi aflamiðlunin gegna þýðingar- miklu hlutverki við að halda uppi atvinnu hjá landverkafólki og jafnvel er búist við að miðlun á afla geti í framtíðinni dregið úr þörf fyrir ný fiskiskip. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa rætt stofnun aflamiðlunar sín í milli en enn hefur engin ákvörðun verið tekin hvaða einn aðili skuli taka hana að sér en flest bendir þó til að á endanum verði það útvegsmenn sem það geri. AA-fundir Ungkratar fagna Stjórn FUJ: Sameining jafnaðarmanna löngu tímabœr Stjórn Sambands ungra jafn- aðarmanna hefur lýst eindregn- um stuðningi við fyrirhugaða fundarherferð formanna Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. í ályktun stjórnarinnar segir m.a. að jafnaðarstefnan á íslandi hafi mátt gjalda fyrir pólitíska sundrungu jafnaðarmanna und- anfarin ár og áratugi. Forræði borgarlegrar hugmyndafræði og borgaralegra afla í íslenskum stjórnmálum hafi varað nógu lengi. „Fyrir löngu er orðið tímabært að ræða opinskátt um að sameina íslenska jafnaðarmenn í einum stjórnmálaflokki sem gæti orðið leiðandi afl í íslenskum stjórn- málum í framtíðinni. Það er vel við hæfi að á tveggja alda afmæli frönsku byltingarinnar sameini íslenskir jafnaðarmenn krafta sína til að að koma hér á réttlátu lýðræðisþjóðfélagi", segir í álykt- un ungkrata. -Ig. Efnahagsbandalagið hefur þegar kvartað við íslensk stjórnvöld um að þau séu að brjóta gegn tollalögum banda- lagsins og GATT - samkomu- laginu þegar þau skammti fiskút- Við erum lítt hrifnir að taka á okkur nýja skatta hvort sem þeir eru ætlaðir til að kaupa gömul fyrirtæki eða stofnsetja ný. Þá greiða fyrirtækin þegar ákveðna prósentu til sölusamtaka sinna sem notað er til vöruþróun- ar ofl. í þeim dúr“, sagði Arnar Sigurmundsson formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva. Meðal þéirra hugmynda sem sjávarútvegsráðherra hefur sett á blað sem sértækar aðgerðir vegna flutning með gámum og er málið hið óþægilegasta fyrir hérlend stjórnvöld. Þrátt fyrir það hélt Kvótanefndin svokallaða sinn fyrsta fund á árinu sl. föstudag en þar var gámaútflutningi útdeilt rekstrarvanda sjávarútvegsfyrir- tækja er að setja á fót Þróunar- sjóð sjávarútvegsins til að stuðla að nýjungum í sjávarútveginum. Hlutverk hans mun ma. verða að veita aðilum sem starfa að nýj- ungum í atvinnugreininni lán til rannsókna, vöruþróunar og markaðsathugana. Einnig til að kaupa og selja hlutabréf í starf- andi fyrirtækjum og þátttöku í stofnun nýrra. í tillögum sjávarútvegsráð- herra er gert ráð fyrir að tekjur meðal umsækjenda. Nefndar- menn þegja hins vegar þunnu hljóði hversu mikið var heintilað að flytja út enda málið orðið heitt milli Islands og Efnahagsbanda- lagsins. -grh Þróunarsjóðsins verði gjald sem sjávarútvegurinn greiði sem sé jafnhátt iðnlánasjóðsgjaldi sem nemur 0,25% af aðstöðugjalds- stofni. Á síðasta ári hefðu þessar tekjur sjóðsins numið um 150 miljónum króna. Þessu til við- bótar er reiknað með öðru eins af fjárlögum sem framlag ríkisins samkvæmt ákvörðun Alþingis og ennfremur er reiknað með að sjóðurinn hafi einhverjar vaxta- tekjur. Að sögn Arnars Sigurmunds- Bjórinn Tappagjald í viðgerðir Menntamálaráðherra: 5 krónur afhverriflösku til viðgerða og viðhalds á opinberum byggingum Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur lagt til í ríkis- stjórninni að sett verði sérstakt tappagjald á hverja útselda bjór- flösku, til að standa straum af kostnaði við cndurbætur og við- hald á opinberum byggingum. í drögum að frumvarpi sem Svavar hefur kynnt fyrir stjórn- inni er gert ráð fyrir að innheimt verði 5 kr. gjald af hverri öl- flösku. Slíkt tappagjald ætti að geta gefið af sér um 100 miljónir á næsta ári, miðað við söluáætlanir fjármálaráðuneytisins. Menntamálaráðherra segir að ástand fjölmargra opinberra bygginga, og helstu menningar- stofnana í landinu sé með þeim hætti að ekki verði lengur horft á aðgerðarlaust. Hefja verði víð- tækt endurreisnarstarf og því sé þessi tillaga fram komin um fjármögnun verksins. -lg Skipasölur Himinhátt fiskverð Ýsan í Hull fór á 156,23 krónur og karfi í Bremerhaven á 125 -130 krónur kílóið Fiskkaupcndur í Hull á Eng- landi greiddu himinhátt verð fyrir ýsuna sem Hrafn Sveinbjarnarson GK seldi þar í gærmorgun eða 156,23 krónur fyrir kílóið. Hið sama var upp á teningnum í Bremerhaven í Þýskalandi. Þar fór karfakílóið úr Vigra RE á 125 - 130 krónur. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna eru þessi háu verð á fiskmörkuðunum ytra vegna mikillar eftirspurnar eftir fiski sem oft hefur verið á þessum árstíma. Heildarafli Hrafns Sveinbjarn- arsonar GK var 55 tonn og seldist hann fyrir 6,2 miljónir króna. Meðalverð aflans var 113,42 krónur. Alls var skipið með 19 tonn af ýsu og 34 tonn af þorski sem seldist að meðaltali á 90,91 krónu hvert kíló. Vigri RE seldi í Bremerhaven alls 147 tonn af fiski fyrir 14,9 miljónir króna. Þar af voru 70- 80 tonn af aflanum karfi. -grh sonar þarf ekki nýjar skattaálög- ur né að stofnsetja nýja sjóði til að auðvelda hagræðingar meðal fiskvinnslufyrirtækja landsins. Sú vinna sé þegar farin að skila sér og muni halda áfram innan at- vinnugreinarinnar. í dag verður stjórnarfundur hjá Sámtökum fiskvinnslustöðva þar sem rætt verður um tillögur sjávarútvegsráðherra og hvernig bregðast eigi við þeim að öðru leyti. -grh Loksins kyngdi niður snjó á höfuðborgarsvæðinu eftir rauð áramót og nýár. Þessar ungu hnátur Sara og Anna létu sér ekki segjast og fundu þessa ágætu rennibraut á þessum aflóga bílskrjóð. Mynd Jim Smart. Fiskvinnslan Er á móti nýjum sköttum Fiskvinnslan lítt hrifin afnýjum skattaálögum til Þróunarsjóðs sjávar- útvegsins Þriðjudagur 10. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.