Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 5
FRÉTTIR Stjórnarandstadan Ófullkomið pappírsgagn Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa litla trú á fjárlagafrumvarpinu ogáœtluðum tekjuafgangi Þessi fjárlög eru fyrst og fremst pappírsgagn, þau taka ekki tillit til raunverulegra aðstæðna í efnahagsmálum, þau lýsa óhóf- legri skattheimtu og þau lýsa því að ríkisstjórnin er eini aðilinn í þjóðfélaginu sem ekki virðir verðstöðvunina. Þessi fjárlög fela í sér beina árás á atvinnulífið í landinu þegar mest á ríður að gera ráðstafanir til að örva það, segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins um nýsam- þykkt fjárlög fyrir árið í ár. - Það liggur alveg í augum uppi að fjölmargir útgjaldaliðir í þessu frumvarpi eru vanáæltaðir og því miður engar líkur á því að áætlan- ir um 600 miljóna króna tekjuaf- gang standist, því miður. Þetta er mikið hallafrumvarp, segir Þor- steinn. Launaforsendur brostnar Málmfríður Sigurðardóttir þingmaður Kvennalista, segist ekki hafa nokkra trú á því að for- sendur fjárlagafrumvarpsins standist. - Verði gerðir nýir kjarasamningar þá tel ég að þær launabætur sem frumvarpið geri ráð fyrir dugi svo nokkru nemi. Ég held því að launaforsendur frumvarpsins séu brostnar. Það er gert ráð fyrir föstu gengi út árið, ekki gert ráð fyrir gengis- mun og ég veit ekki betur en fullvíst sé talið að stjórnin hafi það á prjónunum að fella gengið, og þá er ekki gert ráð fyrir því. Ég er sammála forseta ASÍ sem sagði að forsendur frumvarpsins væru rugl, sagði Málmfríður. Rís enginn undir álögunum - f mínum huga þá lýsa þessi fjárlög mannfyrirlitningu. Það rís enginn venjulegur maður undir þeim álögum sem ríkisstjórnin er að setja á. Þessir menn sitja í fíla- beinsturni og vita engan veginn hvernig fólkið í landinu hefur það, var það sem Ingi Björn Al- bertsson þingmaður Borgar- flokks hafði að segja um nýsam- þykkt fjárlög. -hmp Kvennalistinn r Utilokar allt samstarf Við teljum að það hafi ekkert breyst síðan í haust þegar við tókum þátt í stjórnarmyndunar- viðræðum og sjáum þess vegna ekki neinn flöt á því núna frekar en þá að fara inn í ríkisstjórnina. Þessi afstaða okkar var staðfest á fjölmennum fundi Kvennalistans í Reykjavík og á Reykjanesi á dögunum, segir Danfríður Skarphéðinsdóttir formaður þingflokks Kvcnnalistans. - Þessi ríkisstjórn er brenni- merkt mjög sterklega með fryst- um samningsrétti og launum. Það er ekki mikill félagshyggjublær yfir því. Síðan eru það skatta- hækkanir sem koma beint við fjárhag heimilanna og gengisfel- ling sem munar um í pyngju launafólks, en ég get ekki séð að muni um í sjávarútveginum sem er í þeim kröggum sem hann hef- ur verið undanfarið. Þið trúið því ekki að í við- ræðum við stjórnina takist ykkur að ná fram einhverjum af þeim málum sem þið leggið áherslu á? - Það hefur ekkert legið á borðinu sem bendir til þess. Formaður Alþýðubandalags- ins hefur lýst því yfir að Kvenna- listinn sé að draga sig út úr félags- hyggjumynstrinu og sé kominn í samstarf við íhaldið. Hverju svar- ar þú þessu? - Ég gef ekkert fyrir þetta og sé hvorki félagshyggjuna né jafnréttið í þessari ríkisstjórn. -hmp. Þriðjudagur 10. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 5 Auglýsið í Þjóðviljanum Æk 681333 SKATTLAGNING ANNARRA TEKNA EN LAUNATEKNA AÐRAR TEKJUR EN LAUNATEKJUR VERÐA SKATTLAGÐAR MEÐ VERÐBÓTUM VÐ ÁLAGNINGU Skattlagning annarra tekna en launatekna sem einstaklingar höfðu á árinu 1988 fer fram við álagningu opinberra gjalda á miðju ári 1989. Hér er um að ræða söluhagnað, hreinar tekjur af at- vinnurekstri og sjálfstæðri starfsemi, leigutekjur, tekjur utan stað- greiðslu skv. 2. gr. reglug. nr. 591/1987, o.fl. Álagðir skattar á aðrar tekjur ársins 1988 en launatekjur koma til innheimtu haustið 1989 að viðbættum verðbótum. Verð- bætur eru reiknaðar í samræmi við breytingar á lánskjaravísitölu frá 1. júlí1988 tih.júlí 1989. HÆGT ER AÐ KOMAST HJÁ VERÐBÓTUM VÐ ÁIAGNINGU MEÐ ÞVÍ AÐ GERA SKIL FYRIR 31. JANÚAR 1989 Samkvæmt 38. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda má komast hjá greiðslu verðbóta á álagða skatta af öðrum tekjum ársins 1988 en launatekjum með því að greiða eigi síðar en 31. janúar 1989 fjárhæð sem ætla má að samsvari sköttum af tekjum þessum. Greiðslu skal inna af hendi hjá gjaldheimtum og innheimtu- mönnum ríkissjóðs. Henni skal fylgja útfyllt eyðublað, “Skilagrein vegna 38. greinar", merkt RSK 5.22. Eyðublað þetta fæst hjá skattstjórum, gjaldheimtum, inn- heimtumönnum ríkissjóðs og ríkisskattstjóra. RSK RIKISSKATTSTJÓRI ajQNUSTAN/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.