Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 7
VIÐHORF Stjómmálaleg fjölmiðla kreppa eða fjölmiðlaleg stjómmálakreppa Ég hef svolitla löngun til að staðhæfa að kreppan sé fyrst og fremst Reykjavíkurfyrirbæri og það mjög svo sérkennilegt Reykjavíkurfyrirbæri - samþætt uppfinning peningastofnana, stjórnmála og fjölmiðla. Þegar orðaflaumurinn um kreppuna hellist inn um fjöl- miðlaop heimilanna virðist svo sem allt sé að hrynja og á vonar- völ komið. Er það nú rétt? Þegar hver snillingurinn á fæt- ur öðrum kemur og vitnar fyrir glaðbeittum fjölmiðlungi um bresti í fjárhag fyrirtækis, stofn- unar, atvinnugreinar o.s.frv. er ekki hægt að skilja annað en að síðustu hjólin séu að -stöðvast í hinni íslensku framleiðsluvél. Er það nú rétt? Þegar sáralitlar breytingar eru gerðar á högum örfárra einstak- linga er rokið upp - fjölmiðl- ungar óháðustu stöðvarinnar í tali og mynd reka upp ramakvein - SKATTAR A EKKJUR HÆKKA UM NÆSTUM 200%. Við hin sem ekki erum ekkjur hugsum þá auðvitað eins og mannlegt er - hvað hækka okkar skattar fyrst skattur ekkjunnar hækkar um næstum 200%? Er þetta ekki satt? Það er e.t.v. ekki sanngjarnt að fullyrða, en líklegast er krepp- an verst á óháðustu stöðinni í tali og mynd - þeirri sem allt fólkið í landinu tekur þátt í að borga beint. Það samsafn kreppuþrung- inna fjölmiðlunga fyrirfinnst ekki einusinni á Mogga undir núver- andi rfkisstjórna eða Þjóðvilja undir síðustu ríkisstjórna sem lík- ist kreppuliði sjónvarpsins. Og talnaflóðið um hallærið - það geta margir drukknað í því. í hverskonar fjöl- miðlalandi búum vér Það væri nær að fjölmiðlungar sem fjalla um svo nærtæk málefni almenningi sem kreppa í samfé- lagi er reyndu að gera sér grein fyrir bæði kreppu og samfélagi. Ef kreppan er ekkert annað en verkefni að vinna að fyrir stjórnvöld - (stjórnvöld = sá sem hefur völd til að stjórna, taka á- kvarðanir og framfylgja þeim og er jafnframt ætlast til að svo sé gert) - er hún varla hættuleg því svoleiðis hefur þetta alltaf verið. Ef kreppan er eitthvað sem set- ur samfélagið á annan endann, án þess að stjórnvöld eða lands- menn sjálfir geti rönd við reist er full ástæða til að fjalla um slíkan vágest og gera það þá með varúð og af alvöru. Ef kreppan er ekkert annað en meðferð kapítalismans - (kapít- alismi = sú þjóðfélagsstefna sem metur gildi peninga og annarra fjármuna meira en velferð mannsins) - á samfélaginu og þeim verðmætum sem þar eru sköpuð, sem allt bendir nú til að sé í voru tilfelli nú, þá er aðeins eitt ráð til í leiknum og það er stéttabarátta - (stéttabarátta = sú barátta sem þeir sem undir eru í samfélagi verða að heyja til að ná til sín réttlátum skerfi auðs og valda). Einhver kann að halda að Frá útskrift námskeiðs fiskverkamanna í Neskaupstað í fyrravor. Fjölmiðlafárið veldur því að vegalengdin milli manns og næsta umhverfis hans er lengri en milli manns og þess sem gerist fyrir sunnan - eða útí Ameríku, segir Albert í grein sinni. stéttabarátta hafi liðið undir lok fyrir einhverjum árafjölda. Þá má vera að lítið hafi farið fyrir orðinu og að boðskapur stétta- baráttumanna hafi klæðst í annan búning og sumar skeleggar raddir þagnað. Baráttan heldur samt áfram á meðan ástæða er til. Fjölmiðlalandið hefur breyst. Það er orðið erfiðara að rata vegna þess að vegvísa vantar. Þessi breyting hefur fengið góðan stuðning úr heimi fjölmiðl- unar. Aukin upplýsingatækni er smám saman að herða snöruna um upplýsinguna. Stöðugt fleiri vita stöðugt minna um mikilvæg- ustu málefnin. Þetta gerir það að verkum að alþýða manna er rög við að taka ákvarðanir - rög við að hafa eigin skoðun. Við vitum e.t.v. meira um mál- efni sem við höfum ekki tök á að vinna að eða hafa áhrif á, og um leið hverfa sjónum þær leiðir sem fólk hefur í raun út úr því sem e.t.v. væri hægt að kalla kreppu. Þetta er sjálfsagt að skýra bet- ur. Að vita allt um ekkert Vegalengdin milli mín og þess sem er fréttnæmt í nálægu um- hverfi, svo sem margvíslegra mál- efna sveitarstjórna, bæjar- stjórna, framkvæmda ýmis- skonar o.s.frv. er miklu lengri en vegalengdin milli mín og þess sem er að gerast í landsmálapólit- íkinnisemsvoerkölluð, þ.e. þess' sem gerist fyrir sunnan og við fáum gusurnar af ótt og títt. Frá því er greint oft á dag hvar, hvenær og um hvað tilteknir ráðamenn hafa fundað. Hvaða áhrif það hafi á eitthvert tiltekið meðaltal að einhverjar tilteknar breytingar á einhverri tiltekinni prósentu hafi verið gerðar. Við höfum það á mynd í stofunni hjá okkur þegar forseti í einhverju útlandi er kjörinn í einhverju sem mest líkist skrípaleik. Það vantar ekki upplýsingar. Það vantar samt þær upplýsingar sem skipta máli til að fólk geti verið til sem manneskjur í eigin umhverfi, en ekki sem þriðju kynslóðar Reykvíkingur í sjávar- plássi. Hversvegna hefur álit almenn- ings á stjórnsýslunni rýrnað?. T.d. álit og afstaða gagnvart stjórnmálum og stjórnmála- mönnum svo ekki sé talað um stofnanir þær sem þessum málum sinna. Ætli það hafi eitthvað með þekkingu, með upplýsingu að gera? Því skyldum við taka mark á þeim sem vita allt um ekkert - eða ekkert um allt? Veltum því fyrir okkur hvernig stjórnsýslan birtist almenningi í gegn um fjöl- miðla. Hversvegna minnkar þátttaka almennings stöðugt f samfélags- legri ákvarðanatekt - eða er full- yrðingin í spurningunni röng? Hver er þátttaka í starfi stjórnmálafélaga, verkalýðsfé- laga? Hvernig gengur að halda gangandi íþróttafélögum (öðru- vísi en á atvinnumannagrund- velli), leikfélögum o.s.frv. Það er ósanngjarnt að skella allri skuldinni á fjölmiðlana og of mikil einföldun. Það er engu að síður trúa mín að sá skammtur sem þjóðinni hefur verið ætlað að gleypa af nýrri tegund fjölmiðl- unar og í margföldu magni hafi sitt að segja um það hvernig áhrifamáttur almennings þverr og hin furðulega kreppa rís í hæð- ir. Það segir okkur líka að krepp- an er fremur félagsleg en efna- hagsleg - hún ræðst af skiptingu mikilla tekna en ekki af skorti á tekjum - kreppan er pólitísk. Við búum í landi sem hefur um hríð verið hrjáð af fjölmiðlun. Fjölmiðlasjónar- hóllinn Kreppan er núna helsta verk- efni fjölmiðlanna og vissulega eru erfiðleikar í atvinnulífinu og vissulega á að fjalla um atvinnu- lífið og erfiðleikana þar. Þetta er líka gert með tilþrifum. Mann- lífið í landinu gleymist. Hvaðeina er mælt í magni og mettölum. Bóksalan fyrir jól - hver seldi mest? Hver drakk mest jólaglögg - var’ða met - meira en í fyrra...? Verslun og viðskipti á hátækni- legan máta- upplýsingar til allrar þjóðarinnar á samri stundu - enn eitt met var slegið. Mannlífið í landinu gleymist. En hvaða mannlíf? Tvö dæmi um sjónarhorn óháðustu stöðvar- innar í tali og mynd gefa e.t.v. tóninn. Tónlistarviðburður. Sl. haust ber svo við að Sinfóní- uhljómsveit íslands vitjaði Austfjarða í tónleikaferð. Þegar aðferðin var undirbúin létu þeir hljómsveitarmenn í ljósi áhuga á því að heimamenn ættu hlut að máli á hljómieikum. Það æxlaðist svo að Skólalúðrasveit Neskaup- staðar hlotnaðist sá heiður að leika með sjálfri Sinfóníunni í lagasyrpu sem sérstaklega var tekin santan og útsett í tilefni þessarar hljómleikaferðar. Fjöldinn allur, börn, unglingar og eldri lögðu mikla vinnu í undirbúning fyrir þennan mikla tónlistarviðburð, sem sannarlega var í vændum. Frá þessu sagði okkar óháðasta stöð í frétt. Líklega hafði verið komið við á bakaleiðinni úr ein- hverju talnaflóðsviðtalinu við kreppuspeking og hinn ágæti ein- söngvari, hljómsveit og stjórn- andi mynduð á æfingu í Háskóla- bíói í Reykjavík. Þess var líka getið að fara ætti í hljómleikaför um Austfirði. Það þótti þó ekki fréttnæmt að skólalúðrasveit léki meðSinfóníu- hljómsveitinni, þó svo að það hefði aldrei gerst áður að skóla- lúðrasveit léki með Sinfóníunni. í samtali við fjölmiðunarjöfrur hinna óháðustu var þeim er þetta ritar sagt að aldrei væri sagt tvisv- ar frá sama atburðinum, þannig að ekki væri hægt að leiðrétta eða bæta við fréttina um hljómleika- ferð Sinfóníunnar. Aldrei tvisv- ar! Eða - sjónarhorn fjölmiðl- ungsins? Nýr skóli. Sl. haust var ráðist í það verk hér fyrir austan að stofna nýjan skóla. Það út af fyrir sig er merki- legt, en í okkar tilfelli er um alveg nýja tegund skóla að ræða. Fékk skólinn nafnið Farskólinn á Austurlandi og er hlutverk hans að færa fólki heim tilboð um ým- iskonar menntun, þ.e. að gera al- þýðumenntun og endurmenntun mögulega fyrir fólk án þess að það þurfi að ferðast um víða vegu til að sækja námskeið og aðra kennslu. Til að kynna þennan nýja skóla og námskeiðatilboð hans var gefinn út lítill flettingur og sendur víða um í fjórðungn- um. Ennfremur var fjölmiðlum sent eintak svona til kynningar með von um að þessa atburðar yrði getið og vonandi um hann fjallað í samræmi við það að það er ekki á hverjum degi að nýrri tegund skóla er hleypt af stokk- unum og það ekki í henni Reykjavík. Af því að mér er nú málið skylt og af því að hin virðulega óháð- asta stöðin í tali og mynd hafði nýskeð flutt öllum landslýð all- langa frétt í myndum af því þegar borgmeistarinn í Reykjavík opn- aði nýtt grunnskólahús (langþráð notendum) í Vesturbænum þá var ég að vona að okkar skóla þriðja degi Albert Einarsson skrifar „Það vantarekki upplýsingar. Það vantar samtþœr upplýsingar sem skipta máli til aðfólk geti verið til sem manneskjur í eigin umhverfi, en ekki sem þriðju kynslóðar Reykvíkingurí sjávarplássi. “ yrði einhvers getið. En sei, sei, þegar ég í spjalli við fjölmiðla- jöfurinn á hinni óháðustu nefndi það hvort ekki yrði sagt frá skóla- fyrirbærinu Farskólinn á Austur- landi, þá kom heil fréttastofa af fjöllum. Með nokkrum orðum tókst mér að segja undan og ofan af málinu (fréttasnápar eru oft fljótir að fatta) og lét flakka að borgmeistarinn hefði fengið væn- ar fréttamínútur í nýtt hús yfir gamlan skóla, svo Austfirðingar ættu skilið að fá einhverjar mín- útur í frétt um nýjan skóla sem aldrei eignaðist fastan samastað og bæri nafn í samræmi við það. Eftir margt japl, jaml og fuður í tólið kom spurning fjölmiðlungs - hvar sérðu myndflöt á þessu máli væni minn? Af því að ég gat ekki bent á jafn góðan myndflöt og borgmeistari er við vígslur skólahúsa og ekkert var húsið til að mynda var þetta engin frétt - við það sat - þar til ágætur fjöl- miðlungur sem á rætur sínar í næsta firði tók málið í sínar hend- ur og gerði dágóða frétt (eða átti hann bara leið um vegna annarra mikilvægari frétta?). Viðbrögð annarra fjölmiðla voru svipuð - Mogginn var eina blaðið sem hringdi og leitaði upp- lýsinga óbeðinn. Þjóðviljinn birti greinarstúf eftir jag og hefur enn ekki skilið hve stór þessi skólatil- raun er í raun og veru. - En það er annað mál. Skóli hér og skóli þar - frétt og ekki frétt. Þessar tvær sögur eru ekki merkilegar fyrir annað en að vera sannar sögur um það hvernig fréttaefni er valið og matreitt. Oft mætti vera minna í pottinum en bitastæðara - ekki þetta gutl sem engan seður. Það væri líka gott að fá tilbreytingu - fleiri sjónarmið - ekki endilega pólit- ísk sjónarmið heldur það að skoða málin frá fleiri hliðum. Við skulum vara okkur á fjölmiðlum Krepputal fjölmiðlanna nú er einhliða tal. Ekki græt ég né guða yfir því að nokkrar tískuverslanir í Reykjavík fari á hausinn. Ekki græt ég yfir því að byggingaverk- takar verða að draga saman segl- in og hætta að byggja þjónustu- húsnæði á Reykjavíkursvæðinu. Kreppan víða um land er af allt öðrum toga en Reykjavíkur- kreppan. Kreppan á Hofsósi norður er Þriðjudagur 10. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.