Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR Handbolti Fátítt utan Fjarðarslags FH og Stjarnan skildu jöfn eftir mikla baráttu. Valsmenn halda uppteknum hœtti. Víkingur rúllaði yfir KA. Eyjamenn náðu jöfnu í vígsluleiknum. KR vann Fram á endasprettinum FH-Stjarnan ..........25-25 Hörkuslagur tveggja af bestu liðum deildarinnar og sættust þau á skiptan hlut þegar yfir lauk. Stjarnan hafði unnið síðustu sjö leiki sína í deildinni og stefndi allt í að liðinu tækist að bæta þeim áttunda við að þessu sinni. En FH-ingum tókst að jafna metin þegar aðeins sex sekúndur voru til leiksloka en þá fór Óskar Ár- mannsson inn úr horninu og skoraði hann síðan sjálfur úr víta- kastinu. Stjörnumenn voru ann- ars ekki alls kostar sáttir við dóm- inn en mistækir dómarar ieiksins, þeir Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson, höfðu þó harðfylgi að jafna fyrir leikhlé, 14-14. í síðari hálfleik snerist dæmið við og Stjarnan hafði fjög- urra marka forystu, 20-16 og 21- 17, áður en FH tókst að vinna þann mun upp og jafna sem áður sagði. Þorgils Óttari Mathiesen, fyrirliða FH, var vikið af leikvelli þegar 2,06 mínútur voru til leiks- loka en þá var staðan 25-24 fyrir stjörnuna. FH sýndi síðan mikla baráttu einum leikmanni færri í vörninni og unnu boltann. Haf- steini Bragasyni, var þá vikið af velli og því jafnt í báðum liðum þegar Óskar fiskaði vítakastið mikilvæga. Mörk FH: Óskar Ármannsson Jakob Sigurðsson skoraði hvorki fleiri nó færri en 12 mörk gegn Breiðablik um helgina. Mynd: Þóm trúlega rétt fyrir sér að þessu sinni. Annars voru það FH-ingar sem höfðu tögl og hagldir í fyrri hálf- leik. Þeir náðu fljótlega fjögurra marka forystu og hélst bilið þetta 2-4 mörk út nær allan hálfleikinn en Stjörnunni tókst með miklu Fótbolti Guðni stóð fyrír sínu Guðni Bergsson iék aðeins fyrri hálfleikinn í 1-0 ósigri Tott- enham gegn Bradford í ensku bik- arkeppninni, eins og sjónvarps- áhorfendur vita allt um. Hann stóð fyllilega fyrir sínu en var kominn með hita í leikhléi og bað um skiptingu. Sigurður Jónsson skoraði hins vegar mark í 5-1 sigri Sheffield Wednesday gegn 4. deildarliðinu Torquay. Hann jafnað leikinn eftir að Torquay hafð náð for- ystu. Þess má geta að Bradford mætir Hull í 4. umferð bikarsins en Sigurður og félagar sækja Blackburn heim. Utandeildarlið- ið Sutton, sem sló Coventry út, þarf að fara til Norwich og kljást við heimamenn. -þóm 7/4, Guðjón Árnason 5/1, Héð- inn Gilsson 5, Gunnar Beinteins- son 4, Þorgils Óttar Mathiesen 3 og Óskar Helgason 1. Mörk Stjörnunnar: Sigurður Bjarnason 9/3, Skúli Gunnsteins- son 5, Gylfi Birgisson 4, Hilmar Hjaltason 3, Axel Björnsson 2 og Hafsteinn Bragason 2. Breiðablik-Valur.......23-28 Flestir leikir íslandsmeistara Vals eru nánast formsatriði og þannig var það með þennan leik þeirra gegn botnliði Breiðabliks. Fyrir vikið verða þessir leikir ekki mikið fyrir augað enda erfitt fyrir leikmenn Vals að halda ein- beitingu í 60 mínútur í fyrirfram unnum leik. Valur vann þó engan stórsigur á Blikunum á sunnudag og var fátt annað en einstaklings- framtak Jakobs Sigurðssonar sem gekk upp í sóknarleik þeirra. Mörk Breiðabliks: Hans Guð- mundsson 6/1, Andrés Magnús- son 5, Jón Þórir Jónsson 4/1, Magnús Magússon 3, Kristján Halldórsson 2, Sveinn Bragason 2 og Eyjólfur Einarsson 1. Mörk Vals: Jakob Sigurðsson 12, Sigurður Sveinsson 5/3, Júlíus Jónasson 4, Valdimar Grímsson 4, Jón Kristjánsson 2 og Þorbjörn Jensson 1. Grótta-ÍBV.............21-21 Það voru miklar sveiflur sem einkenndu botnslag Gróttu og Vestmannaeyinga í nýju íþrótta- húsi í Seltjarnarnesinu á sunnu- dag. Heimamenn náðu miklu for- skoti í upphafi leiks og stefndi allt í stórsigur þeirra en Eyja- mönnum tókst að minnka mun- inn í aðeins tvö mörk fyrir leikhlé, 12-10. Þeir komust síðan yfir í síðari hálfleik en þegar yfir lauk skildu liðin jöfn, 21-21. Mörk Gróttu: Sverrir Sverris- son 5, Stefán Arnarson 4/1, Will- um Þórsson 4, Halldór Ingólfsson 3/1, Páll Björnsson 3 og Davíð Gíslason 2. Mörk ÍBV: Sigurður Gunnars- son 8/4, Björgvin Rúnarsson 3, Sigurbjörn Óskarsson 3, Sigurð- ur Friðriksson 3/1, Jóhann Pét- ursson 2 og Þorseinn Viktorsson 2. Víkingur-KA...........32-24 Víkingar unnu furðu léttan sigur í leik tveggja misgóðra liða sem bæði virðast geta unnið og tapað fyrir hvaða liði sem er. Jafnt var með liðunum framan af en Víkingar náðu síðan fimm marka forystu fyrir leikhlé, 15- 10. KA átti aldrei raunhæfa möguleika á að jafna metin og átta marka sigur Víkings varð staðreynd, 32-24. Mörk Víkings: Árni Friðleifs- son 11, Bjarki Sigurðsson 5, Guðmundur Guðmundsson 5, Karl Þráinsson 4, Siggeir Magnússon 4, Sigurður Ragnars- son 2 og Einar Jóhannesson 1. Mörk KA: Erlingur Kristjáns- son 7, Jakob Jónsson 6, Sigurpáll Aðalsteinsson 5, Pétur Bjarna- Staðan Valur .11 11 0 0 294-220 22 KR .11 9 0 2 278-257 18 Stjarnan 11 7 1 3 254-232 15 FH .11 6 1 4 290-272 13 Víkingur 11 5 1 5 284-290 11 Grótta.... . 10 3 2 5 208-223 8 KA .11 4 0 7 257-267 8 ÍBV .11 1 3 7 223-255 5 Fram .11 1 3 7 228-268 5 UBK .10 1 1 8 214-256 3 son 4, Friðjón Jónsson 1 og Svan- ur Valgeirsson 1. KR-Fram...............22-18 Sigur KR-inga var sanngjarn ænda þótt Framarar hafi veitt þeim harða baráttu. Leikurinn var mjög jafn allt þar til innan við tíu mínútur voru til leiksloka að KR náði meira en eins marks for- ystu. Jafntvaríleikhléi, 10-10, og síðan var jafnt þar til er staðan var 15-15 að leiðir skildu. Sem fyrr var Birgir Sigurðsson atkvæðamestur Framara en Jú- líus Gunnarsson átti einnig ágæt- an leik. KR-ingar léku þennan leik ekki sérlega vel miðað við að þeir séu í toppbaráttunni en Guð- mundur Albertsson reyndist lið- inu drjúgur í síðari hálfleik. Leifur Dagfinnsson stóð sig ekki sem skildi í markinu en Árni Harðarson kom í hans stað og varði ágætlega. Mörk KR: Alfreð Gíslason 6/ 2, Guðmundur Albertsson 6, Páll Ólafsson 3, Stefán Kristjánsson 3, Sigurður Sveinsson 2, Einvarð- ur Jóhansson 1 og Þorsteinn Guðjónsson 1. Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 7/3, Júlíus Gunnarsson 6, Her- mann Björnsson 2, Egill Jóhann- esson 2 og Gunnar Andrésson 1. -þóm VINNUBJ^, Á LAUGARDOGUM. Vinningstölurnar 7. jan. 1989 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: Kr. 18.286.421,- Fimm tölur réttar kr. 11.512.352,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. BONUSTALA + fjórar réttar kr. 1.003.651,- skiptast á 11 vinn- ingshafa, kr. 91.241 á mann. Fjórar tölur réttar kr. 1.731.240,- skiptast á 280 vinningshafa kr. 6.183 á mann. Þrjár tölur réttar kr. 4.039.178,- skiptast á 10.714,- vinningshafa kr. 377,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Þriðjudagur 10. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.