Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.01.1989, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Öriagank stjómartíð sólarsonar Hirohito var vopnabróðir Hitlers og Mussolinis en komstþó til mikillar virðingar íaugum fyrrverandi óvina eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk. A ríkisárum hans mistókst Japönum að verða heimsveldi í krafti vopna, en viðleitniþeirra til að verða heimsveldi í efnahagsmálum hefur tekistþeim mun betur Svo sem þegar er kunnugt af fréttum lést Hirohito, sem haft er fyrir satt að hafi verið 124. keisari Japans, í Tókíó á föstu- dagskvöld, 87 ára að aldri. Við ríki hefur tekið sonur hans, Aki- hito, 55 ára að aldri. Hirohito tók við ríki af föður sínum, Yoshihito, árið 1926 og ríkti því í 62 ár, eða lengur en nokkur annar Japanskeisari, að því best er vitað. Á tfmum afa hans, Mutsuhitos keisara, var hafist handa um breytingar þær stórfelldar, er umhverfðu Japan úr einangruðu miðaldaríki í iðn- vætt stórveldi að vestrænni fyrir- mynd. Stjórnartíð Hirohitos sjálfs var þó enn viðburðaríkari og hlutdeild hans í gangi mála þá hefur að sama skapi verið um- deild. Japanir hafa fyrir satt að keisaraætt þeirra, sem setið hefur lengur að ríki en nokkur önnur konungs- eða keisaraætt sögunn- ar, sé komin af Amaterasu sól- gyðju, þjóðargoði Japans. Sjálf- ur er keisarinn í guðatölu, sam- kvæmt þarlendri hefð. Hirohito sagði að vísu af sér sem guð að Japönum sigruðum í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, til að geðjast sigurvegurum þeirrar styrjaldar, en spurning er hversu miklu það hefur breytt um stöðu hans í augum þegnanna. Jap- anska orðið fyrir guð er kami,-en það hefur nokkuð aðra og breiðari merkingu en heiti guðs hjá kristnum mönnum og músl- ímum. Ekki einungis guðir eru kami, heldur og aðrar yfirnáttúr- legar vættir, andar látinna og menn sem þykja skara fram úr. Með hliðsjón af þessu hefur verið sagt, að helsta séreinkenni jap- anskra trúarbragða sé óljós mörk á milli þess náttúrlega og yfirnátt- úrlega. Það er því ekki ósennilegt að yfirlýsing Hirohitos um að hann væri ekki lengur guð hafi verið nánast óskiljanleg miklum þorra þegna hans. Fyrsta hluta stjórnartíðar Hir- ohitos var þjóðernishyggja ásamt Eduard Shevardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, tikynnti á sunnudag á alþjóðlegu ráðstefnunni um efnavopn í París að Sovétmenn myndu á árinu hefja eyðingu á efnavopnum sín- um, án þess að bíða eftir því að alþjóðlegt samkomulag næðist um bann við slíkum vopnum. Deilt er um það hve miklar þess- konar vopnabirgðir Sovétmanna séu. Sovétmenn segjast sjálfir eiga um 50.000 smálestir af eiturgasi, en Nató fullyrðir að þeir eigi hvorki meira né minna en Hirohito - deilt um ábyrgð hans viðvíkjandi hernaði og hryðju- verkum Japana. hernaðar- og útþenslustefnu í há- marki með Japönum og leiddi þetta til þess að þeir urðu banda- menn Þjóðverja og ítala í heimsstyrjöldinni síðari. Mjög hefur verið um það deilt, hver verið hafi hlutdeild Hirohitos í því öllu. Eftir útliti og allri fram- komu að dæma var hann mesti meinleysismaður, sem hafði öllu meiri áhuga á sjólíffræði en stjórnmálum. En keisaradómur- inn var grundvallaratriði í þjóð- ernisrembingi og herraþjóðar- stælum Japana og mikilvægi keisarans sem slíks jókst því á þessu tímabili. Á árum heimsstyrjaldarinnar. síðari var ekki óalgengt að andstæðingar öxulríkjanna teldu hann upp með Hitler og Mussolini sem einn af höfuðóvinum mannkynsins. Hinsvegar hefur því verið hald- ið fram, að Hirohito hafi verið nánast valdalaus í raun og í hjarta sínu andvígur hernaðar- og heimsvaldasinnum stjórnar sinn- ar. Raunar hefur svo verið lengst af Japanssögunnar, að keisarar hafa verið fyrst og fremst samein- ingartákn, öllu frekar trúarlegs eða stjórnmálalegs eðlis, en aðrir hafa stjórnað í þeirra nafni. f lok heimsstyrjaldarinnar fannst 300.000 smálestir af því. Ef það síðartalda er rétt, eru Sovétmenn birgari af slíkum vopnum en nokkrir aðrir og eiga miklu meira af þeim en Bandaríkjamenn. Talsmenn Atlantshafsbanda- lagsins fagna umræddu frum- kvæði Sovétmanna innilega og segja að það muni áreiðanlega greiða stórum fyrir samþykkt al- þjóðlegs banns við framleiðslu, varðveislu og notkun efnavopna. Talsmennirnir segja ennfremur, að Nató hafi alltaf stefnt að þvf að komið yrði á slíku banni og jafn- framt tryggt að því yrði hlýtt. Bandaríkjamönnum borga sig best að trúa þessu, þar eð þeir reiknuðu með að auðveldara yrði að stjórna Japönum með keisara en án hans. Þar að auki er alls ekki víst að Japanir hefðu gefist upp, þrátt fyrir kjarnorku- sprengjur og annað, ef þeim hefði ekki verið gefinn kostur á að halda keisaranum, þvílíkrar lotningar sem hann nýtur í augurn þjóðar sinnar. En til eru líka þeir, sem halda því fram að Hirohito hafi í raun verið hernaðarsinna megin og enn aðrir benda á, að hefði hann verið þeim mótfallinn I' raun, hefði hann átt að geta hamið þá að einhverju marki, í trausti virð- ingar sinnar stórmikillar. í stríðs- lok vildu flestir óvina Japana, aðrir en Bandaríkjamenn, að hann yrði meðhöndlaður sem stríðsglæpamaður. Bob Tizard, varnarmálaráðherra Nýja Sjá- lands, komst svo að orði er hann frétti lát Hirohitos, að betur hefði verið að framámaður þessi hefði verið „hengdur eða höggvinn í spað“ þegar að heimsstyrjöldinni síðari lokinni. Ráðherrann, sem þjónaði í flugher lands síns í því stríði, minntist í því sambandi „hundraða vina minna og þús- unda annarra, sem Japanir myrtu eftir að hafa tekið þá til fanga.“ Nýsjálenska stjórnin hefur að vísu lýst því yfir, að Tizard hafi hér talað fyrir sjálfs sín hönd, en ekki Nýja Sjálands, en þetta segir sína sögu um hugarfar Nýsjálend- inga og Ástralíumanna, sem áttu japanska innrás yfir höfði sér í heimsstyrjöldinni. Frá lokum þess hildarleiks hef- ur Hirohito verið afskiptalaus með öllu um stjórnmál, að því best er vitað, en ekki síst meðan á banalegu hans stóð hefur sýnt sig, að lotningin fyrir keisaradómn- um er ennþá voldugt afl í hugar- fari Japana, sem nú eflast enn á ný að þjóðarstolti, ef ekki beinni þjóðrembu, á grundvelli mikilla sigra á vettvangi efnahagsmála. dþ. Shevardnadze - nýtt frumkvæði í af- vopnunarmálum. Bandaríkjamenn hófu árið 1987 framleiðslu á tvíundarefna- vopnum svokölluðum, og hafði þá framleiðsla á þesskonar vopn- um legið niðri þarlendis í 18 ár. Sem ástæðu til þess að þeir tóku á ný að framleiða vopn þessi gáfu Bandaríkjamenn upp að Sovét- menn hefðu mikla yfirburði í vopnaeign af því tagi. Reuter/-dþ. Efnavopn Nató fagnar Einhliða ákvörðun Sovétmanna talin greiða fyrir samkomulagi um bann - umdeilt hve mikið Sovétríkin eigi Þriðjudagur 10. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Uppreisn gegn Walesa Deilur hafa risið innan pólska verkalýðssambandsins Samstöðu milli Lech Walesa, leiðtoga þess, og róttækari manna undir forustu Andrzej Gwiazda, sem lengi hefur verið keppinautur Walesa um forustuna þar. Halda þeir róttæku því fram, að Walesa sé alltof ein- ráður í Samstöðu og orðinn úr hófi linur gagnvart stjórnvöldum. Stjórnvöld báðu Walesa í ágúst að vera með í hringborðsviðræðum um ráð til að greiða úr vandamálum Póllands og gáfu í skyn að þau myndu veita Samstöðu fulla viðurkenningu í staðinn. Afdráttarlaus loforð stjórnvalda um þetta hafa þó ekki fengist enn, en Walesa hefur til þessa hvatt Samstöðumenn til að sýna stillingu, í von um að stjórnvöld geri þá alvöru úr því að löggilda verkalýðssambandið. Reuter/-dþ. Afganistanviðræðum lokið Sibghatullah Mojaddidi, formaður bandalags sjö afganskra skæru- liðasamtaka, sem bækistöðvar hafa í Pakistan, tilkynnti í gær að skæruliðar myndu ekki ræða frekar við Sovétmenn fyrr en allir sovésk- ir hermenn væru á brott úr Afganistan og Kabúlstjórnin, sem Sovétrík- in styðja, fallin. Forustumenn skæruliða hafa undanfarið átt í við- ræðum við Júlí Vorontsov, aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna, um framtíðartilhögun í Afganistan, en segjast hafa slitið viðræðunum vegna þess að Sovétmenn halda fast við það að bundinn verði endir á stríðið þarlendis með því að mynda samsteypustjórn skæruliða og Kabúlstjórnar. Sovétmenn hafa og stungið upp á því að Zahir Shah, næstum hálfáttræður konungur Afgana sem rekinn var frá ríkjum 1973, eigi hlut að þeirri stjórn, en að minnsta kosti sumir skæruliða mega ekki heldur heyra það nefnt. Reuter/-dþ. 44 fórust í flugslysi Bresk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-400, í eigu flugfélagsins Midland Airways, fórst á sunnudagsnótt nálægt þorpinu Kegworth í Mið-Englandi og með henni 44 menn. Betur fór þó enn áhorfðist, því að alls voru með flugvélinni 118 farþegar auk átta manna áhafnar. Sumir þeirra, sem komust lífs af, eru meira eða minna slasaðir, en aðrir meiddust lítt eða ekki og komust hjálparlaust úr brakinu. Talið er að bilun hafi valdið slysinu, enda þótt skemmdarverk sé ekki útilokað. Vélin var í flugi frá Lundúnum til Belfast. Reuter/-dþ. Verulegt mannfall í bræðravígum Ekkert lát er enn á bardögum í Suður-Líbanon milli tveggja flokka þarlendra sjíta, Amals sem hlynntur er Sýrlandi og Hizbollah (Guðs- flokks) sem vinveittur er íran. Amalar, sem taldir eru eitthvað hóf- samari en hinir, eru í sókn og segjast þeir ekki munu af láta, fyrr en síðustu vígi Guðsf lokksmanna séu unnin, því að það fólk sé stórhættu- legt umhverfi sínu. Beitt er í bardögunum ýmiskonar vopnum frá stórum fallbyssum og eldflaugum niður í rýtinga og mannfall kvað vera mikið. Samkvæmt líbönskum blöðum féllu um 50 manns á sunnudag- inn og miklu fleiri særðust. Reuter/-dþ. FLÓAMARKAÐURINN Forstofuherbergi inni viö Sund til leigu frá febrúar, fyrir rólega manneskju. Upplýsingar í síma 33586. íbúð óskast Reglusamt par með ungbarn óskar eftir 2-4 herbergja íbúð sem næst Kennaraháskólanum. Reglusemi og góðri umgengni heitið og skilvís- um greiðslum. Upplýsingar í síma 688601. Yamaha DX7 II FD til sölu. Hljóðfærið er í góðri tösku og er eins og nýtt. Verðtilboð. Upp- lýsingar í síma 10154 frá kl. 17-20. Guðmundur. Flóamarkaöur Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá 14-18. Endalaust úrval af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tima. Flóamarkaður SDÍ, Hafnarstræti 17, kjallara. Smárit eftir Kjarval Skarphéðinskvæði og Earth for Sam óskast keypt. Upplýsingar í síma 22894 á kvöldin. Þrekhjól Óska eftir að kaupa þrekhjól. Upp- lýsingar í síma 43188. Til sölu ódýr æðardúnssæng. Þarf að hreinsast. Einnig til sölu sem ný loðhúfa, ekta skinn o.fl. Upplýsing- ar í síma 27214. Stólar óskast Vill einhver selja ódýrt 1-2 gamla hægindastóla? Helst með bólstruð- um örmum. Upplýsingar í síma 17618. íbúð óskast Erlendur háskólamaður óska eftir 2-3 herbergja íbúð með húsgögn- um frá 25. janúar til 25. maí. Nánari upplýsingar gefur Svavar Sig- mundsson í síma 694406 eða 22570 (á kvöldin). Til sölu baðherbergissett (nýr vaskur, klós- ett og bað nýlegt). Sömuleiðis til sölu prófílar í álvegg meö hurðum. Upplýsingar í síma 39198. Til sölu Stórt furusófaborð til sölu. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 680418. Vantar örbylgjuofn Upplýsingar í síma 37375 eða 26720 fyrir hádegi. Yamaha PSS 270 hljómborð til sölu ásamt straumbreyti. Upplýsingar í síma 30933. Vetrardekk Til sölu góð vetrardekk á felgum fyrir Skoda. Upplýsingar i síma 666709. Til sölu sófasett og símaborð, vel með farið en gamalt. Selst ódýrt. Upplýsinqar í sima 36402. Dagmamma í Fossvogi getur tekið börn í gæslu. Helst fyrir hádegi en annars eftir samkomu- lagi. Hef leyfi. Upplýsingar í síma 31884. Skoda Rapid 1987 Til sölu Skoda Rapid. Ekinn 24.000 km, eingöngu innanbæjar. Vel með farinn bíll, rauður og sætur. Tilval- inn fyrirtækjabíll fyrir forstjórann. Upplýsingar í síma 71975 eftir kl. 17.00, Birna. Húsnæöi óskast Litla fjölskyldu vantar 2-3 herbergja íbúð frá og með 1. mars. Áreiðan- legum greiðslum heitið. Húshjálp kemur einnig til greina. Einnig vant- ar okkur gamlan koll, helst úr tré. Má vera Ijótur. Upplýsingar gefur Þorgerður í síma 681333 eða 14567. Hjálp! Mig bráðvantar ódýra rafmagnsrit- vél, helst með leiðréttingaborða. Upglýsingar í síma 50942, Elfa. Til sölu nýr leðurjakki, sérsaumaður í Kór- eu, nr. 38, sem ný takkaharmón- ikka, skíði (lengd 140 sm), skór, bindingar og hvítir skautar nr. 36 (allt mjög gott). Einnig lítill svefn- stóll. Upplýsingar í síma 685331.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.