Þjóðviljinn - 11.01.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 11.01.1989, Side 1
Miðvikudagur 11. janúar 1989 7. tölublað 54. órgangur Samvinnumál KEA kaupir hús Vals Jóhannes Sigvaldason, stjórnarformaðurKEA: GertValtil hagrœðingar. Viðrœður standayfir við Val um að hann kaupiþann bíl sem KEA lét honum í té sem kaupfélagsstjóra Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri KEA hefur selt KEA íbúðarhús sitt að Byggðavegi 118 og hefur átt í viðræðum við stjórn KEA um að kaupa bfl þann sem KEA lét honum í té sem kaupfé- iagsstjóra. Sem kunnugt er hyggst Valur nú flytja búferlum til Reykjavíkur, enda mun hann taka við stöðu bankastjóra við Landsbankann þann 1. febrúar næstkomandi. Jóhannes Sig- .valdason, stjórnarformaður KEA staðfesti þetta í samtali við Þjóð- viljann í gær. „Já, Valur seldi okkur hús sitt að Byggðavegi. Það var gengið frá þessu einhvern tíma seint í haust þegar Valur þurfti að fara að koma sér fyrir í Reykjavík," sagði Jóhannes. Aðspurður sagði Jóhannes að það væri nú raunar ekki vaninn að KEA keypti hús- eignir af fyrrverandi starfsmönn- um þó þeir þyrftu að flytja úr byggðarlaginu. „Hins vegar hafa kaupfélagsstjórar út á landi yfir- leitt verið í húsnæði kaupfélag- anna. Þetta var alla vega sam- þykkt af stjórn KEA og við myndum þá ráðstafa þessu húsi. Þannig að ég sá ekkert athuga- vert við þetta. Þetta var kannski svolítil hagræðing fyrir Val en öðru vísi var þetta nú ekki,“ sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að Valur flytti sennilega suður í byrjun febrúar en fjölskylda hans byggi áfram að Byggðavegi fram á vorið. ,;En við erum komnir með afsal fyrir hús- ið. Það er ekki búið að taka neina ákvörðun um hvað við gerum við húsið í framtíðinni.“ Jóhannes sagði enn fremur að til tals hefði komið að Valur fengi að kaupa bifreið þá sem KEA hefur látið honum í té sem kaupfélagsstjóra. „Raunar vor- um við sennilega með of hátt verð á bifreiðinni þegar við vorum áð ræða þetta mál. Það var eitthvað yfir gangvirði þannig að ég veit ekki hvað verður að samningum. Ég býst nú ekki við að Valur vilji kaupa bílinn á einhverju verði sem er yfir gangverði,“ sagði Jó- hannes. Jóhannes vildi hins vegar ekkert gefa upp um hvaða verði KEA hefði keypt húseign Vals. „Það er bara okkar Vals á milli hvernig það var. Ég gef ekkert uppi hvort það yfir eða undir gangverði," sagði Jóhannes Sig- valdason, stjórnarformaður KEA að lokum. -phh Stöð 2 Fjórðungssjúkrahúsið Ekkertþýtt af nýju Forráðamenn Stöðvar 2 hafa sent bréf til um 25 af þýðendum sínum þar sem frekari þjónusta er afþökkuð. Bréf þetta kemur í framhaldi af einhliða ákvörðun um útboð allra þýðinga til að ná fram sparnaði. Félagsbundnir þýðendur Stöðvarinnar eru um 50 saman í félagi, flestir í hlutastarfi. Þeir hafa mótmælt harðlega tillögum um útboð, sem feli í sér enn frek- ari launalækkun, en samningur- inn er um 30% undir taxta Sjón- varpsins. - Við höfum neitað frekari við- ræðum við Stöð 2 þar til bréf Stöðvarinnar hefur verið dregið til baka. Við teljum það ekki sið- legt að grípa til uppsagna á með- an viðræður eru í gangi um launamál, segir Ástráður Har- aldsson, einn þýðendanna. Þýðendur við stöðina hafa ver- ið einhuga um að bjóða ekki í þýðingar fyrir stöðina og hefur nær ekkert nýtt efni verið þýtt síðustu vikur. Þessi vinnubrögð Stöðvar 2 samræmast að okkar mati á eng- an hátt yfirlýsingum um eflingu íslenskrar menningar og tungu, sagði Ástráður Haraldsson. -<g- í Vestfirðingar upp við vegg? Gottfyrir Vestfirðinga en óholltfyrir aðra? Hollustuvernd skilar af sér. Framkvœmdastjórinn: Uniþví ekki að vera stillt upp við vegg. Guðni Jóhannesson: Vildi ekki láta gera á mér keisaraskurð á fœðingardeildinni Ef ég væri kvenmaður mundi ég ekki vilja láta gera á mér keisaraskurð á fæðingardeild nýja Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði vegna sýkingarhættu af völdum ryks frá illa frágenginni steinullareinangrun í loftstokkum og frá glerullarmengun úr loft- plötum, sagði Guðni Jóhannesson verkfræðingur sem lauk nýlega úttekt á frágangi þessara efna fyrir stjórn sjúkrahússins. f dag mun forstöðumaður Hollustuverndar ríkisins Þórhall- ur Halldórsson leggja fyrir stjórn sjúkrahússins álit sitt á því hvort frágangur byggingarinnar telst fullnægjandi fyrir starfsemi þess eður ei. Á þeim grundvelli munj heilbrigðisráðherra síðan gefa út starfsleyfi handa sjúkrahúsinu. Talið er næsta víst að Þórhallur muni telja fráganginn fullnægj- andi. Frágangur á einangrun loft- stokka í byggingunni með steinull ásamt því sem loftplötur eru úr glerull hefur sætt mikilli gagnrýni meðal yfirlæknis sjúkrahússins og annarra starfsmanna þess vegna þeirrar mengunar- og sýk- ingarhættu sem þessum efnum er samfara komist þau í opin sár. Yfirlæknirinn Kristinn Bene- diktsson hefur lýst því yfir að það sé með öllu óviðunandi að flytja inn í nýju bygginguna þannig frá- gengna en hún er að nálgast ferm- ingaraldurinn í byggingartíma. Frágangur byggingarinnar er þegar orðið að hitamáli á ísafirði. Guðmundur Marinósson fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins sagði að hann mundi ekki una því að vera stillt upp við vegg í þessu máli. En heilbrigðisráð- herra virðist vera full alvara að flutt verði inn í nýju bygginguna í mars. Að sögn Fylkis Ágústssonar formanns sjúkrahússtjórnar verða þá teknar i notkun ein legu- deild með 30 rúmum og skurð- stofa en fullbúið mun verða pláss fyrir 56 sjúkrarúm í byggingunni. Þetta er þó nokkur aukning frá því sem verið hefur í gamla sjúkrahúsinu sem var byggt 1925 með 33 sjúkrarúmum og er löngu orðið of lítið. -grh Málsókn Flugleiða Viðskiptin endurskoðuð Forystumenn BSRB, ASÍog VR: Fullur stuðningur við Suðurnesjamenn Samningaumleitanir BSRB og Flugleiða um orlofsflug verða teknar til endurskoðunar ef Flug- leiðir halda fast við málsókn sína gegn Verslunarmannafélagi Suðurnesja vegna verslunar- mannaverkfallsins í vor leið. Forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni taka óstinnt upp kæru Flugleiða á hendur VS fyrir bæjarþingi Keflavíkur í dag. Ás- mundur Stefánsson sagði VS hafa fullan stuðning ASÍ í málinu, og Magnús L. Sveinsson formaður VR telur kæru Flugleiða slæmt innlegg nú þegar verkalýðshreyf- ingin og atvinnurekendur eru að undirbúa sig undir samningalotu. Sjá síðu 5 og leiðara

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.