Þjóðviljinn - 11.01.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.01.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Loðna Mokveiði fyrir austan Loðnunefnd: 51 þúsund tonná4 dögum. Hnúfubakar trufla veiðar Mjög góð loðnuveiði hefur ver- ið frá því veiðar hófust að nýju eftir áramótin og á 4 dögum hefur flotinn veitt rúmlega 51 þúsund tonn á miðunum fyrir austan á Héraðsflóadýpi. Heildaraflinn frá byrjun vertiðar er því orðinn 336.761 tonn. Vegna frjálsa verðsins á loðn- unni sigla skipin með aflann vítt og breitt um alla strönd, allt til OÍafsfjarðar fyrir norðan suður með til Vestmannaeyja. Þó sigldu skip með aflann til Noregs, Skotlands og Færeyja þar sem greitt er allt að 5.800 krónur fyrir tonnið á móti 3.500 - 4.000 krón- ur hér heima. Þessu til viðbótar er bæði olía og kostur ódýrari ytra en hér. Rétt er að taka fram að bræðslur í þessum löndum eru ríkisstyrktar og því ósanngjarnt að bera saman samkeppnisað- stöðu þeirra gagnvart hér- lendum. Að sögn Astráðs Ingvarssonar hjá Loðnunefnd kvarta loðnusjó- menn mikið yfir ágangi hnúfu- baks á miðunum sem rífur og tæt- ir nætur skipanna þegar hann festist í þeim í ætisleit. Við það verða skipin bæði fyrir veiðarfær- atjóni og veiðitapi þegar þau verða að leita hafnar til viðgerða á nótinni. Búist var við leiðindaveðri á miðunum í gærkvöld en loðnutorfurnar splundra sér þeg- ar hann brælir. Því voru mörg skipanna í höfn í nótt en halda á miðin í dag gangi hann niður. Um 7-8 tíma sigling er á miðin frá Austfjarðahöfnum. -grh Japanskeisari Samúðarbók í Síðumúla Vegna andláts Hirohito Jap- anskeisara geta þeir sem óska að votta samúð sína ritað nafn sitt í bók á skrifstofu aðalræðismanns Japans að Síðumúla 39 í dag mið- vikudaginn 11. og fimmtudaginn 12. janúar 1989. Skrifstofan er opin kl. 9-17 báða dagana, segir í fréttatilkynningu frá aðalræðis- mannmum. Sjávarútvegur Brýnt að fækka skipum Halldór Asgrímsson: Ekki ný skoðun hjá mér aðflotinn sé ofstór. Aflaheimildir úreldingarsjóðs munu rýmka veiðiheimildirþeirra skipa sem eftir verða. Fiskiþing samþykkti ályktun um stofnun sérstaks Próunarsjóðs. Ekkert ákveðið hver taki að sér Aflamiðlunina Það má vera að einhverjum finnist þessar tillögur til lausnar á rekstrarvanda sjávarútvegsfyrirtækja ekki vera djúphugsaðar. En hvað mig snertir er ég sannfærður um nauðsyn þess að fækka skipum frá því sem nú er því flotinn er of stór og þessi skoðun er ekki ný hjá mér. Henni hef ég lengi haldið fram“, sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa brugðist ókvæða við til- lögum ráðherrans sem hann lagði nýlega fram hjá ríkisstjórninni til lausnar á vanda sjávarútvegsins. Útvegsmenn segja ráðherrann stefna að pólitískri útdeilingu á kvóta með starfsemi hins nýja Úreldingarsjóðs, sjómenn að á sumum stöðum sé það ekki til- takamál þó að 500 sjómenn missi atvinnuna á næstunni með fækk- un fiskiskipa og fiskvinnslumenn eru lítt hrifnir af nýjum skattaá- lögum til Þróunarsjóðs. Halldór Ásgrímsson sagði að í sjálfu sér væri ekkert heilagt í þessum tillögum og vafalaust mörg álitamál þar að finna. Aðal- atriðið væri að laga til betri vegar þá slæmu rekstrarstöðu sjávarút- vegsfyrirtækja og að því miðuðu tillögurnar. Hann sagði nauðsyn- legt fyrir Úreldingarsjóðinn að hafa umráð yfir aflaheimildum þeirra báta sem hann keypti og hann mundi vinna fyrir heildina með kvótasölu. „Þegar skipum fækkar í flotanum verða veiði- heimildir þeirra sem eftir eru rýmri en þær eru í dag og því hljóta útgerðarmenn að fagna“, sagði sjávarútvegsráðherra. Halldór hvað það skjóta skökku við að fiskvinnslan væri á móti skattheimtu til Þróunar- sjóðs í ljósi ályktunar sem sam- þykkt var á síðasta Fiskiþingi sem mælti með stofnun sérstaks Þró- unarsjóðs fyrir atvinnugreinina. Aðspurður hvort búið væri að taka ákvörðun um hver ætti að stjórna Aflamiðluninnni sagði hann enga niðurstöðu komna um það. -grh Sýnishornaveður. Reykjavík og nágrenni urðu fyrir ýmsu veðurfari í gær. Um morguninn var stillt en kalt, en rétt fyrir hádegi kom kafaldsbylur samfara nokkru frosti og loks ausandi rigning og hláka. Margir árekstrar urðu á götum borgarinnar um miðjan dag þegar versta veðrið gekk yfir og munu hafa orðið slys á mönnum í minnst þremur þeirra. Umferðin í borginni gekk seint þegar líða tók á kvöld vegna mikils vatnselgs á götunum. FFSI Breiðu bökin em fundin Haraldur Holsvík, FFSÍ: Stjórnvöld hafafundið breiðu bökin hjá sjómannastéttinni ogfáeinum útgerðarmönnum Mér sýnist á öllu að stjórnvöld hafi fundið hin margumtölu- ðu breiðu bök i þjóðfélaginu og það sé sjómannastéttin og fáeinir útgerðarmenn en aðrir ekki, sagði Harald Holsvik fram- kvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Á nýliðinni formannaráð- stefnu FFSÍ var vakin athygli á að kjarasamningar stéttarfélaga innan FFSÍ hafa, þegar gildistíma bráðabirgðalaganna lýkur, verið í gildi í allt að tvö og hálft ár. í bráðabirgðalögunum er ekki tekið neitt mið af hvort samning- ur var gerður til 2ja ára eins og hjá sjómönnum eða skammtíma- samningur til nokkurra mánaða. Fundurinn telur af verkum ríkis- stjórnarinnar að dæma sé langur samningstími einskis metinn hjá henni. Til viðbótar þessu órétt- læti var fiskverð til sjómanna lög- bundið þó það hafi aðeins hækk- að um 4,9% síðastliðið eitt og hálft ár. Formannaráðstefnan bendir jafnframt á að efnahagsaðgerðir nkisstjórnarinnar sé ætlað að bæta stöðu útflutningsatvinnu- veganna vegna fastgengisstefn- unnar sem gilti þegar verðbólga var 25%-35% og vegna verðfalls afurða á erlendum mörkuðum. Kjör sjómanna hafa rýrnað með svipuðum hætti og tekjur útflutn- ingsgreinanna, á sama tíma sem laun almennt í landinu hafa hækkað án tillits til breytinga á útflutningstekjum. í ljósi þess sé frysting fiskverðs til 15. febrúar nk. afar ósanngjörn og ljóst að sjómenn sitja ekki við sama borð og aðrir launþegar landsins. Aðspurður um tillögur þær sem sj ávarútvegsráðherra hefur viðrað til lausnar rekstrarvanda sjávarútvegsins með stofnun úr- eldingarsjóðs fiskiskipa, fækkun sjómanna og kvótasölu stjórn- valda sagði Haraldur Holsvík þær vera frekar til umræðu en að þær væru einhver töfralausn á vand- anum sem síðan væri álitamál hvort einhver væri. Haraldur sagði að ekkert samráð hefði ver- ið haft við FFSÍ við gerð þeirra né kynntar fyrir sambandinu áður en þær voru gerðar opinberar þó forsætisráðherra hafi sagt annað. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. janúar 1989 Sumarið 1988 21 amarungi Keldusvín sennilega horfið Fimmtán arnarhjón komu upp 21 unga sumarið 1988, segir í frétt frá Fuglaverndarfélagi íslands, en 24 pör náðu ekki að koma upp afkvæmum, héldu sig við óðöl, urpu ekki eða varpið misfórst. 29 stakir ernir sáust að auki á árinu, en talið er að stofninn sé eitthvað stærri þarsem ekki voru öll arnarsvæði könnuð. í frétt Fuglaverndarfélagsins er bændum þakkað að halda hlífi- skildi yfir örnum í nágrenni sínu, einkanlega varpbændum við Breiðafjörð. Þá er minnt á að auk arnarins eru af íslenskum fuglum bæði haftyrðill og snæugla í útrýming- arhættu, þórshana fækkar og sennilegt er að minkur hafi í fé- lagi við mýrarframræslumenn þegar gert útaf við keldusvínið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.