Þjóðviljinn - 11.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.01.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Til Jakobínu í Garði Ólafur Haukur Símonarson svarar tilskrifi Kæra Jakobína. Það er ekki nema von þér bregði þegar þú opnar Þjóðvilj- ann eftir lángt blaðabindindi, einsog þú segir sjálf, og í stað ró- lyndislegra leiðara um örugga framtíð sósíalismans í heiminum, þá mætir augum stórskrítin, en heiftþrúngin, árás á ólæsa og óskrifandi sauðkindina. Þú velkist í vafa um það hvort pistillinn eigi að flokkast með grfni eða alvöru. Það er frjálst. En afþví ég vil helst ekki að þú misskiljir mig, þá get ég sagt þér í trúnaði, að skrifið var af minni hálfu fúlasta alvara. Það ætti að vera öllum mönnum ljóst, bænd- um ekki síður en öðrum, að koma verður algjörlega í veg fyrir að gjöreyðingarherdeildir sauðkinda og hrossa darki um viðkvæmustu svæði landsins. Hvað varðar landspjöll af völd- um erlendra ferðamanna, þá er ég innilega sammála þér Jakob- ína. Aldrei hefur verið nein glóra í því að verja stórfé til þess að lokka híngað erlenda ferðamenn; við eigum að halda útlendum fjalla- og öræfadröbburum frá okkur, þeir geta með jeppum sín- um og trukkum níðst á einhverj- um öðrum blettum á jarðarkríng- lunni en viðkvæmustu stöðum ís- lenskrar náttúru. Ferðamálag- reifarnir hafa látið sig dreyma um að Iokka híngað 500-700 þúsund erlenda ferðamenn á ári, en það liggur í hlutarins eðli að sá draumur, ef hann einhverntíma rættist, sem við skulum vona að urinn“ bætist ekki við. Varðandi meint alþýðuhatur mitt, þá hlýtur það að vera ein- hverskonar sjálfshatur, sem vel kemur til greina, enda ágætlega þekkt fyrirbrigði hér á landi. Eg reykvíkínga. Onei, við lifum á fiskveiðum og aftur fiskveiðum, vinnslu sjávarafurða og aftur vinnslu sjávarafurða, sölu sjávar- afla og aftur sölu sjávarafla. Bændur, iðnaðarmenn, lista- „Þjóðin lifir ekki áþvíað reka sauðfé inná viðkvœmustu gróðursvœði landsins, slátra síðan þessu samafé, geyma það þrjú ár í frystihúsum með œrnum kostnaði, borga að lokum með þvítil Bandaríkjanna eða dysja það á öskuhaugum reykvíkinga. Ónei... “ aldrei verði, yrði hrein martröð. Það er á mörkunum að landið þoli það álag sem hlýst af ferða- lögum hinna mjög svo vélvæddu Íslendínga sjálfra um land sitt, að minnsta kosti á meðan þeir gánga um einsog raun ber vitni. Uppbyggíng svokallaðs „ferðam- annaiðnaðar“ hér á landi er í alla staði vafasamt fyrirtæki og skilar þjóðarbúinu sáralitlum nettót- ekjum. Ætli sé ekki nógu fjöl- mennt á gjörgæsludeildum ríkis- valdsins þótt „ferðamannaiðnað- nenni ekki að fara útí þau hugvís- indi hver sé alþýðumaður og hver ekkii það vilja verða þokukennd fræði. Á hinn bóginn, mín kæra Jakobína, þurfa allir Íslendíngar (bændur líka) að gera sér ljóst á hverju þessi þjóð lifir, hún lifir ekki á því að reka sauðfé inná viðkvæmustu gróðursvæði lands- ins, slátra síðan þessu sama fé, geyma það þrjú ár í frystihúsum með ærnum kostnaði, borga að lokum með því til Bandaríkjanna eða dysja það á öskuhaugum FRÉTTIR menn, verslunarmenn, hótel- haldarar, allt heila helvítis mó- verkið lifir á því sem fæst fyrir sjávaraflann. Ég er ekki að segja að við þurfum enga bændur, enga iðnaðarmenn eða listamenn, en fólk er því miður orðið svo ruglað í ríminu að það trúir því að þjóðin lifi á því að menn þvoi skyrturnar hverjir af öðrum, máli stofurnar til skiptis hver fyrir annan eða framleiði kindakjöt sem enginn vill éta. Og afþví ég er nú byrjað- ur að messa, þá ætla ég að halda áfram: Einasta verkið sem stjórn- málamenn þurfa og verða að vinna til þess að halda þjóðfé- laginu sæmilega á efnahagslegum kúrs er að hugsa um þarfir sjávar- útvegsins, tryggja rekstarskilyrði hans í nútíð og vaxtarskilyrði hans í framtíð. Sjá til þess að þeir sem stunda sjóinn og þeir sem vinna aflann hafi sæmilega uppúr sér. Ef þeir sem starfa í sjávar- útvegi lepja dauðan úr skel eða reka fyrirtæki sín með tapi, þá fer líka allt annað til andskotans hér á landi. Einasta vísitalan sem skiptir okkur máli er vísitala þorsks, loðnu og sfldar. Því sú vara sem Íslendíngar hafa að bjóða heiminum í dag og fram- vegis, sú vara sem stenst allan samjöfnuð og gerist hvergi betri, það er fiskurinn. Hallelúja! Með kærri kveðju, Olafur Haukur Símonarson P.S. Hvað varðar þá fullyrðíngu þína, að ríkisvaldið greiði með bókmenntunum, þá stenst hún ekki. Ríkið hefur gríðarlegar skatttekjur af starfi og afurðum rithöfunda og leggur sáralítið á móti. Ólafur Haukur er rithöfundur í Reykjavík og skrifar nú um stundir pistla í Nýtt Helgarblað Þjóðviljans. Málsókn Flugleiða Flugsamningamir í endurskoðun Ögmundur Jónasson, BSRB: Flugleiðirsiðferðilega á hálum ís. Samningar um hópferðir teknir til endurskoðunar Mér virðist að með þessari málsókn Flugleiða á hendur Verslunarmannafélagi Suður- nesja sé verið að gera enn eina tilraun til að vega að samnings- og verkfallsrétti launamanna og tel afar brýnt að fólk fylgist gerla með þessu máli og lýsi opinber- lega yfir stuðningi við VS, sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB í samtali við Þjóðviljann í gær. Sagðist Ögmundur hafa sent öllum aðildarfélögum BSRB bréf til kynningar á málinu. „Ég minn- ist sjálfur þess hversu mikils virði það var starfsmannafélögum út- varps og sjónvarps að launafólk studdi okkur þegar að okkur var sótt fyrir dómstólum 1984. Sið- ferðilega tel ég að Flugleiðir séu komnir út á hálan ís í þessu máli og að sem flestum bferi að benda því fyrirtæki á að svo sé. „Síðan frétt Þjóðviljans birtist í dag hafa fjölmargir félagar í BSRB haft samband við okkur og lýst yfir vanþóknun og áhyggjum út af þessari gjörð Flugleiða og beinlínis óskað eftir því að við hættum samningum við þetta fyr- irtæki. Þær samningaumleitanir sem við höfum staðið í við Flug- leiðir um hópferðir félaga BSRB verða því teknar til rækilegrar skoðunar. Ég hef rætt við Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða og greint honum frá þessum við- brögðum og minni persónulegu afstöðu í málinu" sagði Ögmund- ur. phh Málsókn Flugleiða Slæmt innlegg MagnúsL. Sveinsson, VR: Bœtir ekkisambúð fyrirtækisins við verkalýðshreyfinguna og Flugleiðir að verður mjög fróðlegt að sjá að hvaða niðurstöðu dómstóll kemst að í því hvort það telst lög- mætt að utanfélagsmenn megi taka upp störf þeirra sem eru í verkfalli. En svona málatilbúnað- ur hefur áhrif á öll samskipti við Flugleiðir, sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verslunar- mannafélags Rcykjavíkur við Þjóðviljann í gær. Hann sagðist ekki hafa vitað af þessu máli fyrr en í gær og hefði ekki kynnt sér kæru Flugleiða, en hann gæti sagt að þetta væri ekki gott innlegg af fyrirtækisins hálfu og bætti ekki sambúð Flugleiða við verkalýðshreyfinguna í heild. „Við í VR höfum staðið í samn- ingum við Flugleiðir í nokkra mánuði um hagstæð fargjöld fyrir okkar félagsmenn, sem er auðvit- að bara af hinu góða. Við leitum eftir hagstæðustu fargjöldum á hverjum tíma,“ sagði Magnús. Um það hvort VR muni slíta þessum viðræðum við Flugleiðir út af þessu máli sagðist Magnús ekki geta um það sagt, en í augna- blikinu stæðu ekki yfir viðræður við þá. „Hitt er annað við erum þannig sett hér upp á íslandi að við get- um ekki neitað því að við þurfum á Flugleiðum að halda. Menn geta ekki skrúfað fyrir og sagt að fyrirtækið komi okkur ekki við meira, fyrir utan það að auðvitað viljum við að fyrirtæki lifi, þó við viljum ekki að þau komist upp með hvað sem er. Ég veit ekki hvort við gætum sett einhverja pressu á Flugleiðir með að leita annað, eina sem ég segi er að þetta er ekki gott innlegg af hálfu Flugleiða,“ sagði Magnús. phh Glaðbeittir verkfallsverðir verslunarmanna í apríl. (Mynd Sig.) Málsókn Flugleiða Fullur stuðningur Ásmundur Sveinsson, ASÍ: Treystiþvíað málið vinnist Það er alveg ljóst að Verslunar- mannafélag Suðurnesja hefur allan stuðning Alþýðusambands íslands í þessu máli. Ég hlýt að treysta því að málið vinnist, en mér finnst að samskiptunum sé afar illa komið þegar Vinnu- veitendasambandið hverfur frá þeirri hefð að láta deilur sem upp koma falla niður þegar vinnu- deilunni sjálfri er lokið, sagði As- mundur Stefánsson forseti ASI í samtali við Þjóðviljann í gær. Ásmundur sagði að sú breyting væri mjög alvarleg í samskiptum atvinnrekanda og launamanna. Það væri ljóst að ef Flugleiðir cínn máli fram mjög alvarlegt fyrir verkalýðs- hreyfinguna, „en þótt VSÍ kæri þá er ekki þar með fallinn dómur þeim í hag. Aðgerðir VS voru óhjákvæmilegar. Þeir gátu ekki látið líðast að yfirmenn gengju inn í störf almennra starfsmanna" sagði Ásmundur. phh Miðvikudagur 11. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.