Þjóðviljinn - 11.01.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.01.1989, Blaðsíða 7
MENNING 3 h|| C-ív&^|5Í''W' ;4 /S' Í||fÍ|I| Hk HH Auður Eggertsdóttir Sveinn Skorri Höskuldsson Guðný Ýr Jónsdóttir Gísli Ágúst Gunnlaugsson Hanna Kristín Stefánsdóttir Hvaða bók lastu besta? Nokkrir góðir bókalesendur teknir tali í framhaldi af viðtölum við gagnrýnendur í vikunni sem leið hringdum við í nokkra áhugasama bókamenn og spurðum hvað þeir hefðu les- ið skemmtilegast af jólabók- um. Það kom auðvitað íljós einsog séstáeinstakaviðtali hér á eftir að margir höfðu alls ekki verið að lesa nýjar bækur og sumir höfðu ekki verið að lesa bækur á íslensku. Ein kona sem við hringdum til hafði verið að lesa Þúsund og eina nótt og André Brink, önnur hafði verið að vinna upp bækurnar sem hún missti afjólináundan. Einnviðmæl- andinn sem hafði keypt hrúg- ur af bókum reyndist hafa gef- ið þær allar í jólagjöf og engri haldið eftir sjálfur. En gefum lesendum orðið: Au&ur Eggertsdóttir hafði lesið ótrúlega margar jólabækur, sama hvar borið var niður, bók- ina hafði hún lesið. En hverri var mest gaman að? „Mfn káta angist eftir Guð- mund Andra var fljótlesin og smellin. Bréfbátarigningin hans Gyrðis Elíassonar var mjög góð. En mér fannst smásagnasafnið hans Guðbergs Bergssonar skemmtilegasta bókin sem ég las, Maðurinn er myndavél. Margir hneyksluðust á þessari bók - það var búið að segja mér áður en ég las hana að hún væri gróf, en ég gat ekki fundið neitt. Hann er op- inskár, segir hluti beint út sem aðrir tæpa á en segja ekki berum orðum. Mér finnst allt í lagi að segja bara það sem maður meinar. Sniðugasta sagan í safn- inu fannst mér Þarna flýgur hún Ella - annars er erfitt að gera upp á milli þeirra.“ Sveinn Skorri Höskuids- son vildi taka fram að honum hefði ekki unnist tími til að lesa verulega mikið af jólabókaflóð- inu, en hafði haft gaman af bók Þórs Whitehead um íslandsævin- týri Himmlers. „Af íslenskum skáldskap vakti skáldsaga Guð- mundar Andra Thorssonar mér langmesta gleði. Mér finnst Mín káta angist einhver besta fyrsta skáldsaga höfundar sem ég hef Iesið. Þar ber margt til. Hún er skemmtileg og lýsir ungu fólki í ákveðnu menningarumhverfi þar sem ég þekki til, og þessu menn- ingarumhverfi ungra bók- menntafræðinema lýsir Andri á sérstakan léttháðskan hátt. En þótt skop hans sé létt og hvergi meiðandi þá er ádeilan í raun og veru beitt og beinist framar öðru að ákveðnu innihaldsleysi í bók- menntaumræðunni á okkar dögum. Það má segja að hann slái tvo strengi, annars vegar er hinn létti skopstíll og skopstæling á þessu bókmenntalega menning- arumhverfi, hins vegar er annar strengur einlægni og djúprar al- vöru í þeim þáttum bókarinnar sem snerta aðalsöguþráðinn. Þessir strengir eru samhljóma, það verður ekki mishljómur í verkinu af þessum sökum. Sagan fjallar um veg og vanda ungs fólks á okkar tíma og rauði þráðurinn í henni er ástin og sú gleði, hamingja og þjáning sem henni fylgja. Má ég orða það svo að mér finnist þetta ákaflega fall- eg saga. Ég var búinn að gleyma því að æskan væri svona fögur og hrein í hugsun og tilfinningum. Þessi hreinleiki og fegurð snart mig dýpst. Þó að sagan hafi létt yfirbragð og sé auðlesin þá er hún engan veginn léttvæg. Þar sem Guðmundur Andri fjallar um ástina og hamingju og þjáningu ástarinnar þá er hann að fjalla um hin djúpstæðustu vandamál manna fyrr og síðar. Þetta eru ekki ný sannindi en bregða upp fallegri og trúverðugri mynd af æskuástum á okkar dögum og ætli niðurstaðan sé ekki sú sama hjá honum og Jóhanni Sigurjóns- syni þegar hann segir „að menn- irnir elska, missa, gráta og sakna.“ „Ég var að lesa ameríska bók, ævisögu Picassos eftir Ariönnu Stassinopoulos Huffington upp á 540 síður og gerði lítið annað á meðan,“ sagði Guöný Ýr Jónsdóttir. „Bókin vakti deilur erlendis vegna þess að hún er minna um list Picassos og meira um manninn og kvenna- manninn. Arianna var gagnrýnd fyrir að vera ekki listfræðingur, en það sem hún gerir í bók sinni er að afhjúpa einkalíf mannsins og mér fannst geysilega spenn- andi að lesa um hvað hann hefur verið vondur maður! Svo las ég bókina um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Strá í hreiðrið, sem Bríet Héðinsdóttir gaf út. Það er athyglisverð bók, lýsir tímabili sem maður veit ým- islegt um en frá annarri hlið en við eigum að venjast. Bókin er byggð á bréfum Bríetar til barna hennar, einkum dóttur, þau eru afskaplega smámunasöm og segja margt um persónulegt líf þessa fólks. Ég hef sjálf átt dætur erlendis og þó að margt sé ólíkt þá kannast maður við ýmislegt í bréfunum.“ Finnur Sigurjónsson sagð- ist mest lesa ljóð en hann gæti ekkert sagt ennþá um nýjar ljóðabækur, þær þyrfti að lesa oft. “Af nýju skáldsögunum hafði ég mest gaman af Markað- storgi guðanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Þetta er saga með ákveðnum söguþræði og skrifuð á góðu máli. Nýja skáldsagan •höfðar ekki til mín, ég vil hafa skáldsögur með plotti svo ég þurfi ekki að fara í neinar graf- götur með hvað höfundur er að meina. Þó hef ég gaman af ungu fólki sem er að fara nýjar brautir, en þetta nýja núna finnst mér ég hafa lesið áður. Ég er hrifnastur af góðu málfari og mér leiðist öll tilgerð í máli.“ „Ég verð að segja eins og er að ég varð fyrir dálitlum vonbrigð- um með jólabækurnar," sagði Gísli Ágúst Gunnlaugsson sem virtist hafa Iesið þær nærri því allar eins og Auður. Hann notar bókasafn, sagðist hafa fengið fáar nothæfar bækur í jóla- gjöf. “Mér fannst ljóðabók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Að lok- um, standa upp úr og næst henni myndi ég setja bók Sigurðar A. Magnússonar um Sigurbjörn biskup. Það er svo mikil kirkju- saga í henni sem gaman var að lesa, til dæmis þekkti ég ekki vel ágreininginn hjá kirkjunnar mönnum á árunum 1940-60 sem þarna er vandlega farið út í. Það var afskaplega fróðlegt. Og fyrir mann eins og mig sem er nýkom- inn frá námi í Svíþjóð var gaman að komast að því að Sigurbjörn var fyrsti íslendingurinn sem innritaðist í háskólann í Upps- ölum. Hann nam þar fornmál og trúarbragðasögu áður en hann settist í guðfræðina hérna heima. { bókinni er afar skemmtileg lýs- ing á Uppsölum þeirra tíma, and- rúmslofti og umhverfi. Svo er líka mikil íslensk þjóðarsaga sem Sig- urði tekst vel að draga upp. Bókin er líka merkileg að því leyti að þetta er ekki samtalsbók sem eru orðnar leiðigjamar. Formið hefur heppnast svo vel, frásagnir Sigurðar af lífi Sigur- björns. Ég er ekki virkilega ánægður með neina skáldsögu sem ég er búinn að lesa. Einna best finnst mér Gleymdu aldrei að ég elska þig eftir Hafliða Vilhelmsson. Ég hef lesið allar bækurnar hans, þær eru misjafnar en það er margt vel gert í þessari bók.“ „Ég las andskotann ekkert, ég var alltaf að búa til mat!“ sagði Hanna Kristín Stefánsdótt- ir. „Jú eitthvað komst ég yfir að lesa. Ég var að vinna upp Tíma- þjófinn frá því í hittifyrra og hafði svolítið gaman af henni. Steinunn Sigurðardóttir segir vel frá óþol- andi og seigdrepandi þrá þess ástsjúka. Svo fékk ég ljóðabók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Að lokum, í jólagjöf. Það var ekkert í henni sem kom á óvart en ljóðin eru falleg og gott að eignast hana í safnið. Jón Reykdal mynd- skreytir hana og mér finnst alltaf gaman að hafa myndlistarmenn meðíljóðabókum, eins ogNáms- gagnastofnun gerir líka i kennslu- bókinni sinni, Ljóðsporum. Myndirnar eru heldur ekki við sérstök ljóð þannig að þær trufla ekki heldur verða sjálfstæð lista- verk. Mína kátu angist eftir Guð- mund Andra las ég líka þótt það hafi verið hraðlestur. Þetta er smellin saga, ungæðisleg og hressileg og svolítið nýstárleg. Svo er ég að lesa Ólaf Jóhann júníor núna, nýbyrjuð að lesa hana, mér virðist vera meira kjöt á textanum hjá honum en Guð- mundi Andra, hann virðist fyllri en samt er eins og hann hafi ekk- ert nýtt fram að færa. Það eru tilþrif hjá Guðmundi Andra þeg- ar hann lýsir ástaleik söguhetj- anna eða þegar hann er að leika sér að því að stæla virta höfunda en texti Ólafs er hefðbundinn og dálítið gamaldags. Svo er athygli- sverður munur á kvenhetjum þessara tveggja bóka. Kvenpers- óna Markaðstorgs guðanna er þolandi, bíður eftir eiginmanni sem verður henni afhuga. Kven- persónan í Minni kátu angist er meira módern. Hún er gerandinn sem kemur og tekur, bíður ekki bara og þolir. Vonandi sýnir það að tímarnir eru breyttir. Annars finnst mér maður ekki hrífast eins mikið af bókum núna og áður. Er það kannski af því að skáldverk vantar hugsjónir, höf- undar hafa ekki neitt til að berj- ast fyrir? Mig langar til að upplifa aftur hrifninguna sem maður fann fyrir við lestur bóka Hall- dórs Laxness til dæmis en líklega er orðið erfiðara að berjast fyrir einhverju í bókum. Ekki er ég búin að lesa Fegurð íslands eftir Collingwood frá orði til orðs en ég hef blaðað í henni. Þetta er geysilega falleg bók með yfir 160 vatnslitamyndum, full af ljósmyndum sem Collingwood tók flestar sjálfur og teikningum.' Og það er gaman að lesa lýsingar Englendingsins á ýmsu, t.d. drykkjusiðum og matarsiðum ís- lendinga, Maður skilur ekki að íslendingar skyldu lifa sjálfa sig af! Svo mættu margir eiginmenn taka Collingwood sér til fyrir- myndar í bréfaskriftum til konu sinnar. Bréfin, sem hann mynd- skreytir í þokkabót, eru uppi- staðan í bókinni, ef hann hefði ekki verið svona duglegur að skrifa hefði ekki orðið til nein bók. Ætli síminn verði rothöggið á sagnfræðina? Þessi bók ætti að vera til á hverju heimili.“ Háskólatónleikar Fyrstu háskólatónleikar vor- misseris verða haldnir í Norræna Húsinu í dag, miðvikudaginn 11. janúar og hefjast kl. 12.30. Á tónleikunum mun Robyn Koh semballeikari leika verk eftir Co- uperin, Purcell, Froberger of Rameau. Robyn Koh fæddist í Malasíu og hóf píanónám 6 ára að aldri. Hún fluttist til Englands 1976 og lærði þar í Chethams School of Music, Royal Academi of Music og Royal Northern College of Music. Hún hefur komið fram sem einleikari og með öðrum við margvísleg tækifæri í Englandi, Frakklandi, Malasíu, Sovétríkj- unum og víðar. Skólatónleikar Sinfóníunnar Um þessar mundir heldur Sin- fóníuhljómsveit íslands tónleika í nokkrum grunnskólum á Reykja- víkursvæðinu. f gær voru tón- leikar í Breiðholtsskóla, í dag í íþróttahúsinu í Garðabæ, á morgun í Hvassaleitisskóla og á föstudaginn íÁrbæjarskóla. Allir tónleikarnir hefjast kl. 10.00 árdegis, og hafa nemendur verið undirbúnir fyrir komu hljóm- sveitarinnar. Leikin verða verk eftir Bizet, Britten og Prokofiev. Hljóm- sveitarstjóri er Bretinn Anthony Hose, sem hefur starfað mikið hérlendis undanfarin misseri, bæði með Sinfóníuhljómsveitinni og íslensku óperunni. Ingileif í Ásmundarsal Föstudaginn 13. opnar Ingileif Thorlacius sýningu á myndverk- um sínum í Ásmundarsal við Freyjugötu. Ingileif stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands árin 1982-86 og síð- an lá leiðin til Hollands þar sem hún nam við Jan van Eyck aka- demíuna í Maastricht næstu tvö árin. Myndirnar á sýningunni eru allar unnar á síðasta ári. Þær eru gerðar með vatnslitum og tússi á pappír. Þetta er fyrsta einkasýning Ingileifar. Sýningin verður opin virka daga kl. 14—18 og um helgar kl. 14-20 til 22. janúar. Guömundur í Nýlistasafninu Föstudaginn 13.janúar kl.20 opnar Guðmundur Thoroddsen sýningu á vatnslitamyndum í Ný- listasafninu Vatnsstíg 3b. Sýning- in ber nafnið „Einlýsingar“ eftir einni myndaröðinni og stendur dagana 14.-29. janúar. Opnun-' artímar eru kl. 16-20 virka daga og kl. 14-20 um helgar. Guð- mundur nam myndlist í Reykja- vík í tvö ár, tvö ár í París og fjögur ár í Amsterdam. Þetta er áttunda einkasýning Guðmundar hér á landi en hann hefur einnig sýnt í Hollandi, Frakklandi og Dan- mörku. ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.