Þjóðviljinn - 11.01.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.01.1989, Blaðsíða 9
FRÉTTIR Frá vígslu nýju laugarinnar. Mynd ÞÓM. Ölduselsskóli Ný sundlaug tekin í notkun Nýtistfyrir um 2200 nemdur Öldusels- og Seljaskóla Ný útisundlaug við Öldusels- skóla í Breiðholti var vígð á dögunum, en sundlaugin mun geta annað allri sundkennslu fyrir nemendur Öldusels- og Seljaskóla sem eru nær 2.200. Skólarnir munu nýta laugina til kl. 18 alla virka daga og sundfé- lög halda síðan uppi kennslu og þjálfun fyrir börn og unglinga í hverfinu þegar skólasundi lýkur og um helgar. í sumar er ráðgert að vera með sundnámskeið fyrir börn og fullorðna. Þá eru einnig í athugun möguleikar á afnotum vistmanna í Seljahlíð af nýju lauginni. Laugin sem er 16 2/3 m. á lengd og 10,5 m. á breidd, er flísalögð og með yfirfallskanti. Vatn í laugina er hitað upp með varma- skipti. Laugarhús er um 260 fm. Framkvæmdir við bygginguna hófust í september 1987 og er heildarkostnaður við hús, laug og lóð um 55,3 miljónir. Arkitekt laugarinnar eru Teiknistofa Gunnars Hanssonar og verkfræð- ivinnu önnuðust Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar h.f. og Verk- fræðistofan Rafhönnun hf. Um- sjón með framkvæmdum hafði byggingadeild borgarverkfræð- ings. -•g- Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda Opið bréf til stjómvalda Samband íslcnskra kvik- myndaframleiðenda vill vekja athygli stjórnvalda á því, að Menningarsjóður útvarpsstöðva var eitt af þeim baráttumálum sem kvikmyndagerðarmenn settu á oddinn, þegar rekstur útvarps og sjónvarps var gefinn frjáls á íslandi. Bæði Félag kvikmynda- gerðarmanna og Samband ís- lenskra kvikmyndaframleiðenda börðust fyrir því með einhuga stuðningi Bandalags íslenskra listamanna að sjóðurinn hlyti brautargengi. í ljósi þess að auglýsingar munu væntanlega minnka hjá ríkisfjölmiðlunum í framtíðinni og færast meir til einkastöðva, sem láta stjórnast öðru fremur af sölusjónarmiðum, teljum við nauðsynlegt að Menningarsjóð- urinn haldi áfram að starfa á þeim grundvelli sem hann var reistur á. Hins vegar má endurskoða út- hlutunarreglur og lög um hann. Á það skal bent að þau 10% sem lögð voru á auglýsingatekjur vegna þessa sjóðs, var viðbót, en ekki tekinn af þeim tekjum sem stöðvarnar höfðu fyrir. Það er því tillaga SÍK að sjóðurinn haldi áfram að fá þær tekjur sem hon- um hafa verið tryggðar. Hverjir sitja í stjóm sjóðsins og úthlutun- arreglum má hins vegar breyta þannig að hann nái sem best markmiðum sínum. Aðalatriðið er að lögum og reglum um Sjóðinn verði breytt þannig að leikstjórar og kvik- myndafyrirtæki geti sótt milli- liðalaust um styrki í hann til fram- leiðslu á kvikmyndum sem eiga heima í sjónvarpi, og íslensku heimildarefni. Með þessu yrði tryggð menningarleg kvikmynda- starfsemi í landinu og opnaður nýr möguleiki, sem ætti að koma öllum til góða jafnframt sem þessi sjóður fengi aukinn tilgang. Fé í Menningarsjóð er ekki sótt í vasa almennings né í ríkissjóð, heldur ekki auglýsenda. Við skorum á stjórnvöld að sjá til þess að sjóðurinn lifi áfram. Allar úrtöluraddir um að leggja hann niður bera vott um skammsýni og á það skal bent að í þeirri nefnd sem menntamála- ráðherra hefur nýskipað til að skoða rekstur RUV sitja frétta- menn og skrifstofufólk, en gengið er fram hjá leikstjórum og kvikmyndagerðarmönnum. Eðli- legt hefði verið að leita umsagnar FK, SÍK og Bandalags íslenskra listamanna. Sjóðurinn er einn af mikilvægustu áföngum sem fram- leiðendur kvikmyndaefnis hafa náð í starfsemi sinni og væri mik- ill ósigur ef hann hyrfi af vett- vangi, nú þegar útvarpslögin eru endurskoðuð. Jafnframt væri eðlilegt að Sinfóníubljómsveit hefði sinn eigin tekjustofn, en tengdist ekki sjóðnum. Stjórn Sambands íslenskra kvik- myndaframleiðcnda Vegna fjölda áskorana verða tvær auglýsingar á þýska nútímaverkinu eftir Botho Strauss miðvikudaginn 11. jan., og sunnudaginn 15. jan. á stóra sviði Þjóðleikhússins. Á myndinni er Anna Kristín Arngrímsdóttir sem leikur höfuðpersónu verksins, Lottu. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Borgarmálaráð ABR Borgarmálaráðsfundur Fundur í borgarmálaráði verður haldinn miðvikudaginn 11. janúar kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. Rætt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1989. Mikilvægt er að allir fulltrúar AB í nefndum og ráðum borgarinnar sæki fundinn auk annarra fulltrúa í borgarráði. Borgarmálaráð Borgarnes Hvað er framundan í íslenskum stjórnmálum? Alþýðubandalagið boðar til opins stjórnmálafundar í Hótel Borgarnesi mið- vikudaginn 11. janúar kl. 20.30 Framsögumenn á fundinum verða: Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra Svavar Gestsson, menntamálaráðherra Að loknum framsögum verða almennar umræður og fyrirspurnum svarað. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Alþýðubandalagið Höfn í Hornafirði Stuðningsmannafundur Alþýðubandalagið A-Skaftafellssýslu boðar til fundar fyrir stuðningsfólk Alþýðubandalagsins í Miðgarði á Höfn, sunnudagskvöldið 15. janúar kl. 20.30. Á fundinum ræða Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og Hjörleifur Guttormsson, alþingis- maður, landsmálin og stjórnarsamstarfið og svara fyrirspurnum. Allt stuðningsfólk Alþýðu- bandalagsins velkomið. Stjórn Alþýðubandalagsins A-Skaftafellssýslu. Hjörleifur Steingrímur Neskaupsstaður Aðalfundur ABN Alþýðubandalagið í Neskaupsstað heldur aðalfund miðvikudagskvöldið 18. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Aðalfundarstörf. 2) Hjörleifur Guttormsson ræðir þingstörf og landsmálin. 3) Önnur mál. Félagar fjölmennið Stjórn ABN. VlþýðubantliiUiMÍi): lluTfisKÖtu 101. Sinii (01) I 7.1 OO FLOKKSMENN * — gerum skil sem fyrst — Greidslu- korta þjónusla i súna 173 00 20ára alnui‘lisiug>|Nlui‘lti \l|i>AulMiKkitiKsiiis Verð kr. 1000,- llre^ið 20. ianúar 1989 l-'jöldi miða (»000 vi\m\(.\h i vniTi.isiivmiK irrmi i:ki : 1 -4 SoiaMandaferðo með Utsyn -kr SO OOO.-hver Alls 200 000. 5 8 FarmiðarmeðArnartiugitil Amsterdameóa Hamborgar - alit að kr 54 000 -hver Alls 216 000. 9-10 FarmiðarmeðFlugleiðumtilPans - alil að kr 63 000 hver Alls 126 000,- 11-12 FarmiðarmeðFlugleiöumtilLu*embourg -aiitaökr 55 000 -hver Alls 110 000. 13 14 Farmiðar með Flugieiöum til F rankfurl - allt aðkr 44 000.- hver Alls 88 000,- 15-16 Farmiðar |ri Maiiorca með Samvmnuterðum• Lanasyn 1989-kr 40 000,-hvor Alls 80 000, 17 -18 Farmiðar tilBenidormmeðSamvinnuterðum- Landsyn 1989-kr 40 000-hvor Alls 80 000,- 19-20 Farmiðar til Rimmi með Samvmnuferðum Landsyn 1989-kr 40 000 -hvor Alls 80 000,- 21-22 5 daga ferðir til Amsterdam með Samvinnu ferðum-Landsyn 1989-kr 20 000.-hvor Alls 40 000,- 23 5 daga ævintyraferð með Samvinnulerðum - Lanosyn haustió 1989-kr 20 000 - Alls 20 000,- 24 Fluglar fynr 2 til Kaupmannahafnar rrv'Samvmnu- leröum-Landsynsumanð 1989-kr 40 000. Alls 40 000. Vmnmgar samtals kr 1 080 000. Dregið 20. janúar EFLUM ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Allir samtaka Miðvikudagur 11. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.