Þjóðviljinn - 12.01.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 12.01.1989, Side 1
Fimmtudagur 12. janúar 1989 8. tölublað 54. árgangur Vaxtahœkkun Verður mætt með hörku SverrirHermannsson bankastjóri: Munum hœkka vexti 19.janúar enda verðbólga á uppleið. Olafur Ragnar Grímsson: Engar bankalegar eða efnahagslegar forsendurtil vaxtahœkkana. Iðnaðarbankinn hefur þegarhœkkað vexti Ólafur Ragnar: Beitum hörðu ef bankarnir hækka vexti. Sverrir Hermannsson: Hækkum vexti 19. janúar. Mynd: Jim Smart. að er fullkomlega á hreinu að ríkisstjórnin mun beita hörðu ef bankarnir ætla sér að hækka vexti, það eru engar bankalegar eða faglegar forsendur fyrir vaxtahækkunum nú, segir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra. En Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans segir augljóst að bankinn muni hækka vexti þann 19. janúar. Sverrir sagði verðbólguna nú vera um 20% og þess vegna þyrfti að hækka vextina. Hann sagði engan ágreining vera um þessi mál á milli bankastjóra bankans og bankaráðs enda hefðu þessir aðilar ekki átt fund síðan í des- ember, þegar Landsbankinn á- kvað hæstu innlánsvexti og lægstu útlánsvexti sem í gildi væru. Menn myndu örugglega koma sér saman um hversu mikið ætti að hækka vextina. „Er það ekki rétt munað hjá mér að ríkis- stjórnin hafi sagt vextina eiga að fylgja verðlagi?,“ spurði Sverrir. Það slæi skökku við ef bankarnir mættu ekki hækka vextina nú eins og þeir lækkuðu þá þegar verðbólga fór lækkandi. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra, sagðist ekki viss um að menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið á Islandi lyti lögmálum fákeppnismarkaðar- ins. Þetta þýddi að menn væru fljótir til hækkana en gífurlegar sannfæringar þyrfti til að fá menn til lækkana. Sverrir Hermanns- son hefði sagt í nóvember að hann vildi sjá hvað gerðist í mars áður en hann lækkaði vexti, en staðreyndin hefði hins vegar orð- ið sú að Landsbankinn lækkaði vexti. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til með hækkun vörugjalds, skattbreytingum og að vissu marki með bensínhækk- un, segir Ólafur vera til að tryggja hallalausan rekstur ríkis- sjóðs og draga þannig úr þensl- unni, erlendum lánum og skapa skilyrði fyrir áframhaldandi vaxtalækkun. Engar faglegar né bankaiegar forsendur væru því fyrir vaxtahækkunum og þeim yrði mætt með hörku. „Ég segi það bara alveg hreint út, að ef maður lítur yfir yfirlýs- ingar Sverris Hermannssonar undanfarna 3-4 mánuði, hvort sem þær eru um ríkisstjórnina, Þorstein Pálsson, Sjálfstæðis- flokkinn, mig og fjölmargt ann- að, - þá hefur hann verið virkari í í almennri pólitískri umræðu í landinu frá því hann fór í Lands- bankann en hann var síðasta árið á þingi,“ sagði Ólafur. Ekki væri eðlilegt af bankastjóra þjóðbank- ans að blanda sér með þessum hætti í pólitískar umræður. Þetta sagði Ólafur sanna fá- keppnislögmálið svokallaða. En Sverrir Hermannsson sagði vaxtahækkunina nauðsynlega svo ekki drægi úr sparnaði í landinu. -hmp Flugleiðir Aðför að verkalýös- hreyfingunni Stefna Flugleiða á hendur Verslunarmannafélagi Suður- nesja var birt Magnúsi Gísiasyni, formanni félagsins fyrir bæjar- þingi Keflavíkur í gær og verður málið tekið fyrir að nýju að f]ór- um vikum liðnum. Jón Steinar Guðlaugsson, lögfræðingur Flug- leiða mætti ekki en hins vegar mættu tveir lögfræðingar VSI á staðinn. Magnús Gíslason sagði í viðtali við Þjóðviljann vera allbjartsýnn á málalok en sagði að fyrst færi að taka í að fjórum vikum liðnum. Þangað til yrði tíminn notaður m.a. til gagnasöfnunar. Stjórnir tveggja aðildarfélaga BSRB sendu frá sér harðorðar ályktanir í gær, þar sem málshöfðuninni er mótmælt enda sé hún aðeins liður í samfelldri árás atvinnurekenda á verkalýðshreyfinguna. SFR hvetur m.a. alla félaga í verka- lýðsfélögum til að eiga ekki við- skipti við Flugleiðir meðan þetta ástand varir. Sjá síðu 6 Nýtt álver Staðgreiðsla í stað oriaisamninga? Nýjar hugmyndir rœddar í stóriðjunefnd um að álframleiðendur staðgreiði stóran hluta virkjanakostnaðar ístað samninga um einingaverð á raforku Istóriðjunefnd þeirri sem Jón Sigurðsson, iðnaðarmálaráð- herra hefur skipað eru nú ræddar nýjar hugmyndir um hvernig standa skuli að hugsanlegum samningum við þá álframleiðend- ur sem sýnt hafa ábuga á að reisa hér álver. Jóhannes Nordal, for- maður nefndarinnar sagði að hugmyndin væri í grófum drátt- um sú að sá álframleiðandi sem hér næði samningum tæki að sér að greiða stóran hluta þess virkj- unarkostnaðar sem nauðsynlegur er, fyrirfram. Væri rætt um að sú staðgreiðsla næmi hugsanlega helmingi til þremur fjórðu hlutum virkjanakostnaðarins. Þessi hugmynd hefði þegar verið borin undir hugsanlega viðsemj- endur og þeir hefðu fallist á að kanna hana nánar. „Þetta er nú aðeins hugmynd enn þá sem er til skoðunar en við viljum kanna hvort þetta gæti verið framkvæmanlegt og hent- ugra samningsform en verið hef- ur, en það er langt í land um að segja hvort hugmyndin verður að raunveruleika," sagði Jóhannes. „Það sem um er að ræða er að það er verið að kanna fyrirfram- greiðslu á orku, þar sem orkan yrði greidd ákveðinn tíma fram í tímann og yrði þá greidd fyrir- fram. Þá fæst um leið fjármagn fyrir þær virkjanafjárfestingar sem í þyrfti að leggja og það spar- aði okkur erlend lán og fjár- magnskostnað. Kosturinn við þessa aðferð frá okkar hálfu er auðvitað sá að menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af verðbreyting- um á tímabilinu því greiðslan fer fram fyrirfram og áhættan er því minni. Fjárhagslega yrði þetta mun léttara fyrir þjóðarbúið. Bak við þetta er auðvitað einhver hugmynd um raforkuverð sem byggist aftur á virkjunarkostn- aðinum.“ Jóhannes sagði að þetta væri því töluvert frábrugðið þeim samningum sem nú eru í gildi við Alusuisse, en þar helst raforku- verð sem verksmiðjan greiðir í hendur við það álverð sem fæst á hverjum tíma. Sagði Jóhannes að ef að þessu yrði færu fyrirfram- greiðslur þessar inn á reikning hjá Landsvirkjun, sem myndi þá hugsanlega nota hluta greiðslunnar til að greiða upp eitthvað af skuldum Landsvirkj- unar en fyrst og fremst færi hún í virkjunarkostnað. Þetta létti mjög skuldabyrði. Þetta fyrirkomulag gerir ráð fyrir því að allar áætlanir um byggingu álvers og virkjanaröð liggi klárlega fyrir. Sagði Jóhann- es að þau álver sem nú stæðu að hagskvæmnisathugunum leggðu á það all mikla áherslu að nýtt álver gæti risið hér 1992. Aðstæð- ur væru slíkar á álmarkaðnum nú að menn vildu taka ákvarðarnir og samkeppni hefði aukist. „Við höfum orðið varir við aukna sam- keppni frá öðrum stöðum í heiminum." Ákvörðun ríkis- stjórnarinnar þyrfti því hugsan- lega að liggja fyrir í mars n.k. Ef ákvöðrun yrði tekin um byggingu álvers þýddi það að bjóða þyrfti út fyrstu áfanga að virkjunum strax í vor. Ljúka þyrfti við Blöndu, byggja nýjan áfanga við Búrfell og síðan kæmi Kvíslar- veita. phh Nýjung Spariskírteini í áskrift Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, ætlar að taka upp þá nýjung að bjóða spari- skírteini ríkissjóðs til sölu með á- skrift. Ætlar ráðherrann að senda upplýsingar um þennan sparnaðarmöguleika inn á heimili landsins, ásamt gíróseðli þar sem fólk getur skrifað þá upphæð sem það vill vera áskrifendur að. Ríkissjóður ætlar samkvæmt fjárlögum að afla 5,3 miljarða króna á innlendum markaði á þessum ári í lánsfé. Reiknað er með að innlausn spariskírteina verði um 4 miljarðar á þes§u ári, þannig að ríkissjóður ætlar að afla 1,3 miljarða umfram innleyst spariskírteini á árinu. Fjármála- ráðherra segir það misskilning að sala spariskírteina hafi verið dræm. -hmp

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.