Þjóðviljinn - 12.01.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.01.1989, Blaðsíða 8
Framhald-Samúel Örn árinu. Ég segi þér satt vinur minn, að ég dáist að afreksmann- inum Hauki Gunnarssyni. Mitt vandamál er líklega það að ég sé marga afreksmenn á mínum sjóndeildarhring og dáist að þeim. Þess vegna þarf ég að gera upp hug minn. Það þurfa íþrótta- fréttamenn að gera, og sætta sig við lýðræðislega niðurstöðu. Af hverju ekki Haukur? Haukur Gunnarsson vann mjög glæsileg afrek á árinu. Mesta athygli vakti þegar hann sigraði í 100 metra hlaupi á heimsleikum fatlaðra í Seúl. Hann sigraði að vísu ekki í tveimur greinum sem hann var sigurstranglegastur í, en náði þar þó ágætum árangri, eins og í kjöri íþróttamanns ársins. Haukur keppti á tveimur sterkum alþjóð- legum íþróttamótum. Annað var á ólympíuleikvanginum og reynt að láta það líkjast ólympíuleikun- um sem allra mest. En það voru engir ólympíuleikar. Það veist þú líka. Ólympíuleikar eru mesta íþróttahátíð heimsins, haldnir á fjögurra ára fresti. Ólympíul- eikvangar eru síðan áfram notað- ir undir alþjóðleg mót. Og við vitum líka að það er ekki nema eðlilegt að þeir sem fjalla um íþróttir að staðaldri staldri þarna við. Hversu erfitt er að vinna verðlaun þar sem 7 af hverjum 10 fengju verðlaun, væri öllum verð- launapeningum skipt jafnt? Og þá er ég að tala um gull, silfur og brons. Það voru 3300 íþrótta- menn á heimsleikunum, og 2200 verðlaunapeningar. í frjálsum íþróttum er hlutfallið á milli heimsleika og ólympíuleika 50 gegn 2. Flokkarnir eru margir og fáir í hverjum. Þessi „ólympíu- gull“ eru vissulega léttvægari en þau sem unnin eru á ólympíu- leikum. Og mörg þeirra voru líka unnin á upphitunarvelli ólympí- uleikanna, án áhorfenda. Svo margir voru flokkarnir að aðeins hluti þeirra komst fyrir á ólympí- uleikvanginum. Þess vegna var ekki nema hluti leikanna festur á filmu. Enda enginn áhugi fyrir því að sjá þá beint, ekki einu sinni hjá þjóðum sem áttu von um, og unnu, hundruð verðlaunapen- inga. Til þess að vera talinn með betri afreksmönnum heimsleik- anna hefði Haukur okkar þurft að vinna allar greinarnar sínar þrjár, ög hefði þó bara verið einn af mörgum. Af hverju eru afreks- menn Ólympíuleikanna kjörnir íþróttamenn heimsins í ár, í öllum greinum, þó til séu menn sem unnið hafa hátt í tug gullverðlauna á Heimsleikunum? Svo er rétt að minnast þess að til eru þeir einstaklingar sem höfðu verið fatlaðir eða voru á meðan þeir unnu ógleymanleg afrek, voru bestir í heiminum, án flokkunar. Finninn Jaervinen varð ólympíumeistari í spjótkasti á Ólympíuleikunum 1932, Scott Hamilton Bandaríkjunum ólym- píumeistari í skautadansi 1984 og Wilma Rudolph ólympíumeistari og íþróttamaður heimsins 1960. Allir þessir íþróttamenn hefðu getað unnið tugi verðlauna á heimsleikum, sem löglegir kepp- endur. Þetta er ískaldur veruleiki, en þannig eru fþróttirnar, keppni og aftur keppni. Þessi harði heimur fylgir jafnréttinu. Og ég van- treysti ekki Hauki Gunnarssyni í þessum heimi, hann er hörkutól og getur gert miklu betur. En hann gerir það ekki ef hann trúir þér og því að hann sé bestur núna. Og því spyr ég, hvort heldurðu að sé auðveldara eða erfiðara að bera saman afrek í fimleikum og knattspyrnu annars vegar, og frjálsum íþróttum og íþróttum fatlaðra hins vegar? Verður ekki að reyna að meta og bera afrek hvers saman við afrek annarra? Það er að minnsta kosti jafnrétti. íþróttamaður ársins Enginn íslendingur stóð undir þeim vonum sem við hann voru bundnar á Ólympíuleikunum í Seúl. Allirfóru jafnilla útúrþeirri sláturtíð. Þú felldir dóm þinn fyrirframan sjónvarpsskjáinn, en við íþróttafréttamenn lítum á allt árið. Það var lengra en hálfur mánuður í Seúl. Og á,því voru unnin mörg ágæt afrek. Heimsleikarnir í Seúl eru fylli- lega sambærilegir við heims- leikana í frjálsum íþróttum á Ól- ympíuleikvanginum í Helsinki. Þar sigraði kjörinn íþróttamaður ársins, Einar Vilhjálmsson glæsi- lega alla bestu kastara heimsins. Þennan leik lék hann einnig í Stokkhólmi. Hann sigraði alls á 6 alþjóðlegum mótum, í 2 lands- keppnum, 2 meistaramótum inn- anlands og 2 öðrum mótum hér- Iendis. Gæti verið að þeir sem telja hann hafa unnið bestu af- rekin gætu talið það þröngsýni, fordóma og gagnrýnislaust að kjósa hann ekki? Það sem mér finnst lágkúru- legast í öllu þessu írafári þínu er sú staðhæfing að það sé tvöfeldni að hafa Hauk á listanum en velja hann ekki íþróttamann ársins. Haukur er á listanum af því hann nýtur fulls jafnréttis. Og hann er þriðji í lýðræðislegri kosningu. Það er hins vegar ekki hægt að kjósa svo öllum iíki. Og þó við íþróttafréttamenn brotnuðum undan álaginu og fengjum þig Stefán, samviskusaman íþróttaá- hugamann sem kannar hlutina vísindalega, til að kjósa fyrir okk- ur, þá er áreiðanlegt að til væru þeir sem væru jafnreiðir þér nú. Með vinarkveðju Samúel Örn Erlingsson P.s.: Boð um kaffispjall stendur enn. Samúel Örn er fréttamaður á Ríkisút- varpinu og formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Framhald - Guðrún skynleysi þingmanna á verðleika þeirra tveggja listamanna sem ýmsum þóttu sniðgengnir, sé sá dropi sem fylli mælinn í hugum margra og sanni endanlega fyrir ' þeim að alþingismenn jéu óhæfir til þessara verka. Hitt er þó sýnu alvarlegra hve stjórnvöld og Alþingi hafa van- rækt almennan stuðning við lista- menn og sýnt með fjárveitingum sínum takmarkaðan skilning á mikilvægi listsköpunar og lista- uppeldis. Sú staðreynd að Þjóðl- eikhúsið skuli nú vera að því komið að grotna niður vegna skorts á viðhaldi er e.t.v. ljósasta dæmið um þessa blindu í málefn- um menningar og lista. Það er þeim mun einkennilegra þegar litið er til þess að hér sækir allur almenningur leikhús í mun ríkara mæli en gerist með nágranna- þjóðum okkar. Ef menn treysta ekki þing- mönnum til að velja listamenn til heiðurslauna er í raun enn fárán- legra að framkvæmdavaldið hverju sinni ætli sér þetta hlut- verk. Það er vafasamt fordæmi að fulltrúar framkvæmdavaldsins grípi fram fyrir hendur þing- nefnda, hversu mjög sem þeim þykir um niðurstöður þeirra. Ekki verður heldur séð að nokkr- um listamanni sé heiður að því að vera fleygt í skjóðu inn um hið gullna hlið heiðurslauna himna- ríkisins. Tæpast er það heldur greiði við nokkurn listamann að bera nafn hans upp til atkvæða á þingfundi þar sem óvissa ríkir um samstöðu manna en hún var ekki vís í þessu tilviki fyrst og fremst vegna þeirra vinnubragða, sem notuð voru. Reyndar hefur það verið óskrifuð regla að forðast um- ræður um einstaka listamenn í ræðustól Alþingis, við veitingu heiðurslaunanna en leitast við að ná samþykki allra nefndarmanna Þrennir Þrennir merkilegir törtleikar voru nýlega hér í bænum. Þriðjudaginn 3. janúar hélt Nýi músíkhópurinn konsert í óper- unni á vegum Musica nova. Átj- án hljóðfæraleikarar undir stjórn tveggja ungra og efnilegra manna, Guðmundar Óla Gunn- arssonar og Hákonar Leifssonar, fluttu glæný verk eftir fjögur ís- lensk tónskáld og tvö erlend. Út- lendingarnir voru danska tón- skáldið Hans Abrahamsen og Pi- etro Borradori frá ftalíu væntan- lega. Verkið eftir Danann var „aðgengilegasta" númerið og heitir Márchenbilder. Stykkið hans Borradoris heitir Dialogues entre métopes og var agalega leiðinlegt. Þá var nú meira gaman að hverahljóðum Kjartans Ólafs- sonar. Rafmúsík sína nefnir hann Resonance upp á útlensku. Verk- ið er sennilega hugsað sem hver- alandkynning í hinum stóra heimi. En hvað sem því líður er þetta spennandi músík sem vekur SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON upp í manni hálf sækadelískar kenndir og pælingar. Þá var á dagskrá Millispil eftir Atla Ingólfsson sem er mjög at- hyglisvert tónskáld, og Sjö- skeytla eftir Hilmar Þórðarson, sem er einnig áhugaverður. Og loks lék Snorri Sigfús Birgisson píanóverk sitt Jarðardreka. Pían- óstíll Snorra Birgis fer sérlega vel í mig en þó var endirinn hjá hon- um að þessu sinni fremur snubb- óttur. Kannski hefur drekinn bit- ið í halann á sér og dáið. Allt var þetta spilað með mikl- um ágætum og megum við vænta mikils af stjórnendunum í fram- tíðinni. Sinfóníuhljómsveitin var með tónleika þann 5. janúar. Stjórn- andi var Páll P. Pálsson. Guð- mundur Magnússon kom nú fram með sveitinni í fyrsta sinn í pían- ókonsert nr. 1 eftir Beethoven. Og Guðmundur lék skínandi vel. Tækni hans er örugg og túlkun hans var fallega klassísk og vel ígrunduð. Guðmundur er þrosk- aður listamaður sem gaman verð- ur að fylgjast með. Hljómsveitin spilaði illa. Konsertinn byrjaði annars á forleiknum að Töfraflautunni eftir Mozart, sem óþarfi er að hafa um fleiri orð, en lauk með Sinfóníu Stravinskys í C-dúr frá 1938. Þetta er hörkumúsík en nokk- uð „strembin" áhéyrnar. Sérstak- lega þcgar hún er iiia spiluð eins og nú var raunin. Það skorti allan drifkraft og energí. Á laugardaginn var svo Zukov- sky vinur vor enn á ferð með Sin- fóníuhljómsveit æskunnar. Og þar vantaði hvorki hug né dug, energí og kraft, eldmóð og dem- ón. Menn vilja meina að sjötta sin- fónía Mahlers sé „alvarlegasta" verk hans. Það sé fullt af örvænt- ingu og kvíða og boði jafnvel geigvænlega ógæfu sem hvolfdist yfir tónskáldið undireins og hann hafði sett síðustu nótuna á papp- írinn. Og því verður ekki neitað að sinfónían er æði grett og grá nema hinn ójarðneski hægi kafli. Paul Zukovsky, stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar æskunnar. En hún er samí hrikaiega gott verk eins og öll verk sem enda illa og byrja illa. Mahler var svo mik- ill spámaður að hann sá fyrir þær hroðalegu kollsteypur menning- arinnar, sem lágu í leyni á næstu árum í staðreynd tveggja heimsstyrjalda. Og sinfónían er svo nútímaleg. Músíkin er svo ná- lægt okkur. Það er að segja: Ma- hler hugsar ósköp svipað og við, bæði yfirleitt og músíklega, og til- finningalíf hans er sömuleiðis nákvæmlega eins. Hann er samtímamaður okkar. Flutningur sjöttu sinfóníunnar tókst frábærlega vel. Túlkunin var þrauthugsuð, hvert smáatriði vel útfært, klímaksarnir afbragðs vel undirbúnir. Og hljómurinn Afmœlisrit Framfarasaga í hálfa i Saga íslenskra búnaðarsamtaka Á sl. ári höfðu íslensk búnað- arsamtök starfað í hálfa aðra öld. Var þess minnst með veglegum hátíðafundi á Hótel Sögu. Jafn- framt var ákveðið að gefa út sérs- takt afmælisrit, þar sem rakin væri saga samtakanna. Rétt fyrir jólin kom svo ritið út, mikið verk og vandað, í tveimur stórum bindum, fast að 1100 bls., með á 10. hundrað myndum, sem margar hverjar hafa ekki áður birst. Nefnist verkið „Búnaðar- samtök á fslandi 150 ára - 1837- 1987 - afmælisrit Búnaðarfélags íslands". Það er að miklum hluta samið af starfsmönnum félagsins. Til dæmis ritaa ráðunautarnir hver um sína búgrein eða sérsvið. í stuttu máli, svo sem hér verður að vera, er engin leið að rekja efni þessa myndarlega og vand- aða afmælisrits svo sem vert væri. í sem allra fæstum orðum þetta: í fyrri hluta bókarinnar er greint frá sögu búnaðarsamtak- anna og búnaðarframfara al- mennt. Sú saga hefst þegar rofa tók til í þjóðfrelsisbaráttu íslend- inga fyrir og um miðja síðustu öld. Frumkvæðið áttu íslenskir hugsjónamenn, sem hvöttu til ýmisa búnaðarnýjunga, studdir af dönsku stjórninni. Islendingar tóku að sækja erlenda búnaðar- skóla og fýrsti ráðunauturinn kom til starfa. Þessi námssaga er rakin og jafnframt upphaf búnað- arfræðslu á íslandi á ölclinni sem leið. Fyrstu búnaðarsamtökin á ís- landi voru Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag, sem stofnað var 1837 og starfaði til 1890, en þá var Búnaðarfélag fslands stofnað. Að því stóðu hreppabúnaðarfé- lögin og síðar búnaðarsamböndin og spannaði það um landið allt. Þá var Búnaðarþingi komð á fót en þau þing eru nú orðin 170 að tölu. Öll er þessi saga rakin í rit- inu, ásamt búnaðarþingsmanna- tali og æviágripum þeirra 170 full- trúa, sem setið hafa Búnaðar- þing. Greint er frá þróun afurða- sölumálanna á fyrri hluta aldar- innar og tildraganna að stofnun Stéttarsambands bænda og Fræðsluráðs landbúnaðarins. Rakin er saga landgræðslumál- anna, sem fram fór á vegum Bún- aðarfélags íslands þar til Land- græðsla ríkisins varð sjálfstæð stofnun, og fjallað um upphaf rannsókna og tilrauna í landbún- aði og þróun landbúnaðarlög- gjafarinnar einkum á fyrri hluta aldarinnar. í síðari hluta bókarinnar, sem nefnist „Saga búgreinanna", er fjallað um hina margháttuðu leiðbeiningaþjónustu allt frá á nefndarfundum áður. Nær væri að taka þennan kaleik frá pólit- ískt kjörnum fulltrúum en gera heldur lífsviðurværi listamanna almennt betra. Það er því vel að núverandi menntamálaráðherra hyggst láta endurskoða launamál listamanna almennt og tilhögun við úthlutun heiðurslauna lista- manna sérstaklega. Sameining? Á forsendum hverra? Það hefur lengi vakað fyrir ýmsum alþýðubandalags- mönnum að leita leiða til að sam- eina félagshyggjuöflin í landinu. í þeim erindagjörðum hafa þeir guðað á glugga Kvennalistans. Þrátt fyrir blíðmælgi hafa Kvennalistakonur þó valið þann kost að rækta sinn eiginn garð og sumar hafa jafnvel ímyndað sér að greina mætti úlfseyru undir sauðagærum gestanna. Eitt er víst að það vekur óneitanlega tor- tryggni hve fljótt er grunnt á því góða þegar Kvennalistakonur vilja ekki þýðast viðtekin vinnu- brögð eða hafa aðrar skoðanir á málunum. Þá fölna félagshyggju- brosin og hollustan virðist horfin eii óspart er vegið að Kvennalistakonum, ekki síst í Þjóðviljanum. Hefur þar verið rekinn dæmalaus þhróður um Kvennalistann af sumum skrifur- um blaðsins með dylgjum og hál- fsögðum sögum, jafnvel rang- færslum eins og í þeim fréttafl- utningi sem varð tilefni þessarar greinar. Er erfitt að sjá hverjum tilgangi svo gagnsær áróður þjón- ar. Það er Þjóðviljanum til van- sæmdar að stunda slíka blaða- mennsku og vilji þjóðarinnar hlýtur að krefjast vandaðri vinnubragða. Eitt mega þeir þó vita sem þannig láta, að konur verða ekki barðar til ásta. Guðrún Agnarsdóttir þingkona<Kvennalistans 9. janúar 1989. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.