Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 15
áöur hitt Jóhhanes Pál II, í Ítalíu- för sinni, og að það hefði farið mjög vel á með þeim, þannig að hann hafði áhuga á að hitta hana aftur, en einsog fyrr sagði er hér ekki um opinbera heimsókn að ræða og því ekki sjálfgefið að páf- inn hitti þjóðhöfðingja landsins. Frá Bessastöðum fer páfinn í Kristskirkju á Landakoti og þar verður athöfn fyrir kaþólska söfnuðinn. Að henni lokinn held- ur hann til Þingvalla. Á Þingvöllum fer fram sam- kirkjuleg athöfn sem Þjóðkirkjan á mestan þátt í að undirbúa. Fyrst fer páfi í kirkjuna á Þingvöllum, en sjálf athöfnin verður opin öllum á völlunum sjálfum. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt Þingvallaheimsókn páfans mesta athygli af öllu sem viðkemur Norðurlandaheimsókn hans. Dagskrá laugardagsins lýkur á Þingvöllum en páfi mun dvelja um nóttina hjá Alfreð Jolson, biskup, en það er siður hjá hon- um að dvelja hjá biskupum sín- um. 4. júní Á sunnudaginn 4. júní, sem er sjómannadagurinn, verður úti- Að messu lokinni heldur svo páfi aftur frá íslandi um hádegi. Fermingarbarn páfa Tveir merkir viðburðir tengj- ast heimsókn páfans hingað. Jó- hannes Páll II er pólskur einsog kunnugt er. Hann er fyrsti páf- inn, sem ekki er ítali, frá dögum Jóns Arasonar Hólabiskups. Nunnurnar í Hafnarfirði eru pólskar. Þær eru af Karmelíta- reglunni, sem er mjög ströng regla. Þær mega ekki yfirgefa klaustrið nema á stríðstímum og í náttúruhamförum. Líklegt þykir þó að þeim verði veitt undanþága frá því svo þær geti sótt athöfn páfans í Kristskirkju. Halina Bogadóttir er pólsk kona sem búsett er á íslandi. Hún er fermingarbarn páfa frá því að hann var Karol Wojtyla, biskup í Krakow í Póllandi. Halina mun ganga til altaris hjá páfa auk þess sem barn hennar mun ganga til altaris hjá honum með henni, en í kaþólskum sið ganga krakkar mun fyrr til altaris en í lúthersk- um sið, eða þegar þau eru 6-7 ára gömul. Ólafur sagðist hafa trú á að þessi heimsókn hefði áhrif. „Ka- Pólsk kona búsett á Islandi er fermingarbarn Jóhannesar Páls II. Hún mun ganga til altaris við guðsþjónustu hans hér og jafnframt mun barn hennar ganga í fyrsta skipti til altaris þá. messa að morgni. Enn hefur ekki verið ákveðið endanlega hvar messan verður en fjórir staðir eru taldir koma til greina: Landa- kotstúnið, skeifan fyrir framan Háskólann, Arnarhóll í miðbæn- um og Laugardalsvöllur. Fyrstu tveir staðirnir eru taldir líklegastir. Margir kaþólikkar halla sér að Landakotstúni vegna nálægðarinnar við Kristskirkju en hinsvegar er landrými minna þar en við Háskólann og aðkom- an erfiðari. þólska kirkjan stundar ekki opin- berlega trúboð í kristnum löndum, en eflaust mun þessi heimsókn efla áhuga á kaþólsk- unni. Þá getur þessi heimsókn haft það í för með sér að samstarf milli þjóðkirkjunnar og kaþólskra verði betra og nánara, en það hefur verið allgott um nokkurt skeið. Sterkustu áhrifin verða sennilega þau að fólk fer að hugsa meira um andleg og innri verðmæti.“ -Sáf Páfinn mun kyssa malbikið á Keflavíkurflugvelli þegar hann stígur út úr Flug- leiðaþotunni. Föstudagur 13. janúar 1989 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15 Eg mun tala við fólkið Karol Wojtyla - Jóhannes Páll II páfi Ein fyrstu orð Jóhannesar Páls II páfa voru „Ég mun tala við fólkið'1. Þetta hefur hann staðið við því enginn annar páfi sögunnar hefur gert jafn víðreist og Jóhannes Páll II. Hvar sem hann hefur farið hefur hann vakið mikla athygli og orð hans vegið þungt. Oftar en ekki hefur páfi verið þungorður í garð stjórnvalda í þeim löndum sem hann hefur heimsótt. Þannig gagnrýndi hann stjórnvöld í Bandaríkjunum mjög þungt er hann var í heim- sókn þar. Og þegar páfi heimsótti Filippseyjar á sínum tíma neitaði hann að hitta Markos, sem þá var enn við völd. Karol Joseph Wojtyla fæddist í borginni Wadowice í Póllandi 18. maí 1920. Hann er því 69 ára þeg- ar hann heimsækir ísland nú í júní. Hann ólst upp við kröpp kjör og fór ungur að vinna fyrir sér meðfram námi. Hann var góður námsmaður en hafði jafn- framt mikinn áhuga á íþróttum, einkum knattspyrnu og stóð þá í marki. Á námsárunum tók Karol mik- inn þátt í bókmennta- og leik- listarstarfi og um það leyti sem hann lauk stúdentsprófi hafði hann ákveðið að gerast atvinnu- leikari. Hann hóf bókmennta- nám við háskólann í Krakow og kynntist þar tilraunaleikhússtarf- semi. Um svipað leyti fór hann að hneigjast að dulfræði og hug- Ieiðsluhefð kaþólsku kirkjunnar. Á heimsstyrjaldarárunum fékk Karol sterka köllun til prests- starfsins og hóf nám í guðfræði. Reyndar er margt á huldu um líf hans á þessum árum. Þeir eru til sem halda því fram að hann hafi gifst á stríðsárunum og nasistar myrt konu hans. Páfagarður hef- ur hinsvegar staðfastlega neitað þessari sögu. Hitt er aftur á móti vitað að hann vann hörðum höndum í stríðinu, m.a. í grjót- námi og í efnaverksmiðju. Þar starfaði hann að félags- og menn- ingarmálum með verkamönnum og stýrði að auki neðanjarðar- leikhópi, sem sýndi leikrit á laun. Þá lenti hann í tveimur slysum á árunum 1940-41. 1. nóvember 1946 tók Karol Wojtyla prestsvígslu og hélt til Rómar í framhaldsnám. Dokt- orsritgerð hans fjallar um verk spænska 16. aldar dulhyggju- munksins Jóhanns af krossi, en áhrifa af dulhyggju Jóhanns af krossi gætir greinilega í lífs- skoðun Jóns Prímusar í Kristnihaldi Halldórs Laxness. Wojtyla lenti fljótt í andstöðu við stjórnvöld í Póllandi sem höfðu bannað alla trúfræðslu og vildu draga úr áhrifum kirkjunn- ar. Hann hélt áfram fræðistörfum og eftir að hafa varið aðra dokt- orsritgerð sína árið 1953, að þessu sinni í heimspeki, kenndi hann í ólöglegum prestaskóla í Póllandi og gaf út ljóð, ritgerðir og leikrit. Árið 1958 var hann skipaður erkibiskup í borginni Krakow. Hann ferðaðist mikið bæði innan Evrópu og utan sem biskup. Árið 1967 var hann svo útnefndur kar- dináli af Páli VI páfa. 11. október 1978 var Karol ko- sinn páfi í leynilegri atkvæða- greiðslu kardínálanna í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði, en forveri hans Jóhannes Páll I páfi hafði Iátist eftir aðeins 33 daga páfa- dóm. Skil 6 staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerlð skil tfmanlega RSK RlKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.