Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 16
/ Rekkjusiðir Rekkjusiðir fólks eru ólíkir, eitt er það þó sem þókarhöfundar ieggja ofuráherslu á, en það er að rekkjudýrin verði sér úti um góðan náttlamþa, því iestur góðbókmennta er besta svefnmeðatið. nóg með það, heldur hefurðu i hyggju, -ef þú ert þá ekki þeg- ar búinn að því, - að lokka einhverja aðra manneskju til þess að ganga út í voðann með þér! En þú getur ekki að þessum ósköpum gert; þetta er eðlishvöt og ættgengur skratti. Þú þarft ekki að skammast þín fyrir hana! Hesturinn er landdýr, hvalur- inn sjávardýr. En maðurinn er rekkjudýr, meira að'segja eina rekkjudýrið í heiminum, -að kvenfólkinu undanteknu auðvit- að. Því konan er enn meira rekkjudýr en maðurinn, og unir sér hvergi betur en undir sæng- inni.“ Kafli þessi er tekinn úr bókinni Rekkjusiðir, sem Víkingsútgáfan í Unuhúsi gaf út árið 1945. A titil- síðu bókarinnar segir að hún sé þýdd og frumsamin eftir bók Dr. R.Y.Hoptons og Önnu Balliol. Hinsvegar er þess ekki getið hver þýddi og frumsamdi. í hinu gagn- merka fjölskylduspili Trivial Persued er hinsvegar að finna spurninguna: Hver samdi bókina Rekkjusiði? Og svarið sem gefið er er Kristmann Guðmundsson og er ekki að efa að sá mæti mað- ur hafi getað bætt við nokkrum heilræðum sem dr. Hopton og Anna Balliol þekktu ekki skil á. Kynlegt ævintýri í fyrsta kafla bókarinnar segir að hér sé um að ræða fyrstu og einu bókina sem prentuð hafi verið um rekkjusiði og að efni hennar sé stórkostlegt og ham- ingja miljóna undir henni komin. En á bók um rekkjusiði frá árinu 1945 erindi til ojckar nútíma- manna? Hafi bók þessi verið þörf árið 1945 einsog höfundar gefa ræki- lega í skyn þá er hennar ekki síður þörf í dag enda maðurinn enn meira rekkjudýr nú en þá ef eitthvað er. „...kynlegast allra ævintýra er þó það að vera lokaður inni í svefnherbergi með annarri manneskju af hinu kyninu, og verða samkvæmt samningi að hátta hjá henni, sofa hjá henni og vakna hjá henni hvern einasta sólarhring, hver veit hvað lengi.“ Af þessum ástæðum telja höf- undar bókarinnar mikils virði fyrir alla að læra sem allra best góða rekkjusiði. „Ef þú ert ógift manneskja, þá gerir að vísu miklu minna til, þótt þú hagir þér eins og skepnaí svefnherberginu. Þá geturðu notað lakið fyrir vas- aklút, drukkið whisky úr flösk- unni og sullað á koddann, brennt göt á sængurverið með vindling- num, sofið með galopinn munn og hrotið eins og rostungur. En reyndu helzt að vera ekki með þannig lagaðar æfingar, ef þú hef- ur hvflunaut; þér getur orðið hált á því.“ Háttaö Annar kafli bókarinnar nefnist Að hátta. Þar eru færð vísindaleg rök fyrir því að venjulegur góð- borgari um sjötugt hefur eytt níu árum af lífi sínu til þess að fara úr og í fötin sín. En hvernig gerir hann það? „Það er hörmung að sjá hvern- ig fólk hengir á sig leppana. Og þegar það fer úr þeim, grýtir það þeim sínum í hverja áttina. Ég ætla að biðja þig þess lengstra orða að afklæða þig ekki eins og austurlandabúi, sem er æðisgenginn af harmi eða heift og rífur af sér tuskurnar í ósköpun- um. Hrúgur af samanböggluðum fötum á svefnherbergisgólfinu hafa alls engin örvandi áhrif á ástina. Rannsóknir vorar hafa leitt í ljós, að konur eru alveg sérstaklega gefnar fyrir að dreifa fötum sínum út um allt. Þær smeygja sér úr kjólnum, eins og slöngur úr ham, og láta hann auðvitað liggja á gólfábreiðunni. Annar sokkurinn er hengdur á spegilinn, hinn fer hálfur ofan í næturgagnið. Sokkabandabeltið er alltof þröngt, svo að ljúfunni hitnar í hamsi, meðan hún er að fara úr því; þess vegna fær það lengri loftferð en hin plöggin, og 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. janúar 1989 „Eittervíst: Þú hefurfæðstí rekkjunni og í rekkjunni muntu deyja. Samt geturðu hugsað til þess með köldu blóði að eyða þriðja hluta ævi þinnar á milli rekkjuvoðanna. Og ekki KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.