Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 13.01.1989, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? Ástráður Ingvarsson hjá loðnunefnd - Ég ætla að njóta þess að vera í fríi um helgina. Fara í sundlaugarn- ar á morgun og á sunnudag en að öðru leyti ætla ég ekki að gera neitt sérstakt nema að láta mér líða vel og hafa það eins gott og hægt er. Eitt er þó vfst að ekki mun ég drekka brennivín um þessa helgi fremur en endranær, sagði Ástráður Ingvarsson. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Kreppueinkemum fjölgar Þá er liðið ár frá því ég hóf að skrifa þessa pistla í Þjóðviljann en sá fyrsti birtist um miðjan jan- úar í fyrra. Og sem ég var að setja mig í stellingar að skrifa pistil vik- unnar gerðust þau undur og stór- merki að mér barst bréf, það fyrsta sem ég hef fengið sem fjöl- miðlaskríbent. Hver er nú að skammast út í mig? hugsaði ég meðan ég opnaði bréfíð. Það reyndist þá vera frá Ágústu Þorkelsdóttur á Refstað í Vopnafirði og hún var voða lítið að skamma mig. Vildi eiginlega bara þakka fyrir að ég skyldi hafa minnst tilvistar hennar í pistli skömmu fyrir jól. Ekki var ég þó alveg saklaus af að hafa gert hlut landsbyggðar- innar minni en tilefni voru til. Ég hafði gert því skóna að íbúar Vopnafjarðar hefðu ekki aðgang að efni Stöðvar 2 um jólin. Son- um Ágústu blöskraði fáfræði undirritaðs og létu þessa athuga- semd fjúka: „Það er ekki nóg með að þessir delar haldi að menningin hafi lögheimili hjá Davíð, þeir halda að ómenningin hafi þar líka einkaaðsetur!“ Og svo bætir Ágústa við: „Miðað við höfðatölu eru af- ruglarar trúlega óvíða fleiri en á Vopnafirði. Sjónvarpsfélag Austurlands hefur lagt í ótrú- legan kostnað og svaðilfarir upp á Krossavíkurfjall til að laga endurvarpsútbúnaðinn, notað til þess flugvél sem lenti á fjallinu, snjósleða og tryllijeppa á drullu- dreifaradekkjum. Svo þú sérð að þó við séum nánast utan við kort hins byggilega íslands reynum við að halda í við ykkur hin.“ Og er þá ekkert eftir nema af- saka fáfræði sína og þakka Ág- ústu fyrir bréfið. En af því ég er ekki búinn að fylla plássið sem mér er ætlað að fylla vendi ég kvæði mínu í kross og bendi á að einkennin um að fjölmiðlaheimurinn sé að sigla inn í kreppu verða æ fleiri. Þjóð- viljinn hefur boðað samdrátt og öllu starfsfólki Stjörnunnar hefur verið sagt upp meðan reksturinn er endurskipulagður. Dæmin eru mun fleiri og snerta allflesta fjöl- miðla nema kannski síst Ríkisút- varpið sem fékk loksins leyfi til að hækka afnotagjaldið í byrjun þessa árs eftir langt svelti. í sjálfu sér ættu þessi kreppu- einkenni ekki að koma fólki á óvart. Þegar einokun ríkisins á útvarps- og sjónvarpsrekstri var aflétt fyrir þremur árum voru þeir til sem héldu því fram að ekki væri grundvöllur fyrir fleiri fjöl- miðla en þá sem til voru. Þeir sögðu að engin ástæða væri til að halda að auglýsingamarkaðurinn tútnaði út við það eitt að fjölmiðl- um fjölgaði. Áðrir sögðu að það fé sem íslendingar eyddu í auglýsingar væri hlutfallslega mun minna en í öðrum löndum og því gæti aukningin orðið veru- leg. Lengi vel leit út fyrir að þeir síðarnefndu hefðu rétt fyrir sér. Auglýsingum snarfjölgaði við til- komu nýrra fjölmiðla og þrátt fyrir stofnun útvarps- og sjón- varpsstöðva varð sáralítil fækkun annarra miðla. Tímaritin virtust ætla að lifa þetta af og dagblöðin þrifust bærilega. Nú er orðið ljóst að þetta Dagskráin orðin miklu afmarkaðri — ségir Páll Þorsteinsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar Viðskiptablað Moggans spáir harðnandi samkeppni einkastöðvanna og Páll Þorsteinsson á Bylgjunni gefur sfna uppskrift. reyndist vera svikalogn. Skýring- in á auknu auglýsingafé lá í al- mennri þenslu í samfélaginu. Fjölmiðlamir fengu sinn skammt af góðærinu og ríflega það. í haust fór svo að slá í bakseglin. Nýju stöðvamar komust í vand- ræði hver af annarri, tímaritun- um fækkaði töluvert og dagblöð- in fóm að kveinka sér hátt og í hljóði. Nýhafið ár gæti því ráðið úr- slitum fyrir marga þeirra sem slást um auglýsingabitana á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði. Ljóst er að í samfélaginu á sér stað mikil umskipulagning. Það er engu líkara en atvinnulífið hafi fengið vænan sopa af laxerolíu og sé nú að hreinsa sig. Ýmis rót- gróin fyrirtæki hafa rúllað eða eiga í erfiðleikum og víða hafa nýir menn í nýjum fyrirtækjum tekið við þar sem þau gömlu máttu gefast upp. í heilu atvinnu- greinunum hefur losnað um gömul valdahlutföll og ný orðið til. Mér sýnist ýmislegt benda til þess að íslenskir fjölmiðlar hafi fengið sinn skammt af laxer- olíunni. Það verður spennandi að sjá hvort hún hefur sömu áhrif í fjölmiðlaheiminum og í öðrum atvinnugreinum eða hvort tregð- ulögmálið er sterkara þar en ann- ars staðar. Sjang-Eng e. GöranTunström í Iðnó í kvöld 20.00 (frumsýning), sd. 20.00. Stór og smár í Þjóðleikhúsinu sd. 20.00. Allra síðasta sýning. Allt í misgripum e. Shakespeare hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar í Bæjarbíói, frumsýning Id. 20.30. Sveitasinfónían í Iðnó þrd. 17. 20.30. Fjalla-Eyvindur og kona hans, Þjóðleikhúsið Id. 20.00. NB! Veikindi valda því að enn falla Ævintýri Hoffmanns niður í Þjlh. föd. Koss kóngulóarkonunnar í Al- þýðuleikhúsinu, kjallara Hlaðvarp- ans Id. 20.30. Sýningum fer fækk- andi. Maraþondansinn í Broadway Id. 20.30. Hörðbarátta framundan milli einkastöðvanna Á hvaða stöð hlustarðu? Mlustendur sem cinhvern tíma stilla i hverja stöð skv. könnunum f mars, maf, okt. og dcs 1988. Sljaman hlusUm milli timabilju Á meðfylgjnridi mjrnd »é»t hvemifj hluntun heftir þróaat hjá eiastökum útvarpsatððvum á siðanUiOnu ári um- kvæmt kSnnunura FélagavhindaAtofnunar. Morgunbloðið átti tai við útvarpmtjóni BylfQuunar, Pál ÞonteiuMon og ÓUf liauks- »on, um dagskrá einka*töðvanna og »amkeppnlna milli þeirra. Tónabæ laugard. frá 13.30, dans- kennsla 17-20. Opið hús sd. í Goð- heimum, Sigtúni 3, spjall, spil og tafl frá 14, dansað frá 20.00. Opið hús í Tónabæ mánud. frá 13.30, félag- svistfrá 14.00. Laugardagsganga Hana nú, lagt af stað 10.00 frá Digranesvegi 12. Ferðafélagið, sd. 13.00, Þríhnúk- ar- Stardalshnúkur-Tröllafoss, bílferð og ganga, 600 kr. (frítt undir 15), brottför austanvið Umfó. Útivist, sd. 13.00, landnámsganga ‘89, Grófin-Laugarnes-Elliða- vogur, ókeypis, farið frá Grófar- torgi (Vesturgötu 2-4), Páll Líndal segirfrá. Fyrstaspilakvöldaffjórum hjá Breiðfiröingafélaginu sd. 14.30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Fundur í Safnaðarfélagi Fríkirkj- unnar Id. 13.00 Hressingarskála. Ljósmyndasýning í tækjasal Heilsustúdíósins Skeifunni 19, myndir af vaxtarræktarfólki. Opnað sd., opið 14-17 sd., 12-16 ld„ 8-22 ' virkad. ÍÞRÓTTIR Handbolti: Höllinld. 17.15 Ísland-A-Þýska- land. Höllin sd. 20.00 Island-A-Þýska- land Karfa: Akureyri sd. 20.00 Þór-Valur, Kennaraháskóli sd. 20.00 ÍS- UMFN, Sauðárkrókursd. 20.00 UMFT- Haukar, Seljaskóli sd. 20.00 ÍR-ÍBK MYNDLIST Einlýsingar. Guðmundur Thor- oddsen sýnir vatnslitamyndir í Ný- listasafninu, opnað í kvöld, stendur til 29.1., 16-20 virkad., 14-20 helg- ar. Jónína Sísí sýnir málverk í matsal dvalarheimilisins Dalbraut 14-18. Aðeins laugardag. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, samsýning, oft skipt um, 12-18 virka, 14—18 helgar. Gallerí List, nýjar myndir og ker- amik, 10-18 virka, 10.30-14 laugard. Gal eríSál.Tryggvagötu 18, sýn- ing T ryggva Gunnars Hansens, 17-21 daglega. Listasafn Einars Jónssonar, lok- að des. og jan. Höggmyndagarður- inn opinn daglega 11-17. Gallerí Borg: grafík, leir, glerog olía eftir ótal listamenn til sölu. Listasafn íslands, opnað aftursd. Salur 1: Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Gunnlaugur Scheving. Sal- ur2: Þórarinn B. Þorláksson, As- grímur Jónsson. Aðrir salir: Ný að- föng. Leiðsögnsd. 15.00. Opið nema md. 11-17. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, 50 verk Sigurjóns, 14-17 um helgar. Bók- menntakynning sd., Álfheiður Kjart- ansdóttir, SigurðurG. Tómasson, Berglind Gunnarsdóttir, EinarMár Guðmundsson og Ingibjörg Har- aldsdóttir lesa úr þýddum verkum. Mokka v/Skólavörðustíg, Ríkey Ingimundardóttir sýnir um óákv. tíma. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, þióðsagna- og ævintýramyndir Asgríms til febrúar- loka, sunnu-, þriðju-, fimmtu- og laugard. 13.10-16. SPRON, Álfabakka 14, Breiðholti, damaskmyndvefnaður Sigríðar Jóhannsdótturog Leifs Breiðfjörð til 27.1. mánu- til fimmtud. 9.15-16, föstud. 9.15-18. Norrænn þríæringur í veflist á Kjarvalsstöðum, 81 verk e. 64 lista- menn þaraf 4 fsl. Opið dagl. 11-18, Iýkur22.1. TONLIST Kammermúsikklúbburinn, sd. 20.30, Bústaðakirkju. Tríó Reykja- víkur (Halldór Halldórsson píanó, Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar Kvaran selló) leikur verk e. Mozart, Bloch og Schubert. HITT OG ÞETTA AA - Á rauðu Ijósi. Jón Baldvin og Ólafur Ragnar með fundi Alþýðu- húsinu ísafirði föd. 20.30, Hótel Akranesi Id. 14.00, Hótel Selfossi sd. 20.30. Afmælissýning Hafnarfjarðar- hafnar í Hafnarborg, síðasta sýn- ingarhelgi, opið 14-19. Höfnin í fortíð, nútíð, framtíð. Endurgerð kvikmynd um veiðiferð með Júlí Tríó Reykjavíkur, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Halldór árið 195°’ Halldórsson, heldur tónleika í Bústaðakirkju á sunnudag. Félag eldri borgara, opið hús í LEIKLIST 30 SÍOA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.