Þjóðviljinn - 14.01.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.01.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 14. janúar 1989 10. tðlublað 54. órgangur Landsbankinn Bankaráö móti vaxtahækkun Taliðfullvístaðmeirihluti bankaráðsLandsbankans hafniöllum hugmyndum um vaxtahœkkun síðar ímánuðinum. Bankaráðsmenn segja gasprið íSverri ekkert hafa að segja. „Hann stjórnar ekki bankanum" M eirihluti bankaráðs Lands- bankans mun ekki sam- þykkja neina vaxtahækkun á næsta fundi ráðsins sem haidinn verður á fímmtudaginn í næstu viku. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans eru fulltrúar rikisstjórnarflokkanna í banka- ráðinu einhuga um að hafna öllum hugmyndum um vaxta- hækkun á þessu stigi. Komi fram tillaga á fundi bankaráðsins frá einum eða fleiri bankastjórum um hækkun vaxta verði hún felld. Sverrir Hermannsson banka- stjóri Landsbankans sagði í gær að hann ætti von á því að banka- ráðið myndi samþykkja 1,5-2% vaxtahækkun fyrir næsta vaxta- tímabil sem tekur gildi 20. janú- ar. Heimildarmenn Þjóðviljans segja hins vegar að „gasprið" í Sverri síðustu daga út af vaxta- málum hafi ekkert að segja. „Hann stjórnar ekki bankanum", sagði einn bankaráðsmanna í samtali við Þjóðviljann í gær. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur boðað bankaráðs- menn ríkisbankanna til fundar við sig á mánudag þar sem hann mun leggja áherslu á þann vilja stjórnvalda að vextir ríkisbank- anna hækki ekki á næsta vaxta- tímabili. Bankaráð Landsbankans á- kvað í byrjun síðasta mánaðar að Kvikmyndir ísland aðili að Evrópusjóðnum Svavar Gestsson: Geysimikiðfé og margvíslegir möguleikar Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur afráðið að ísland gerist aðili að Eurimage kvik- myndasjóðnum sem verður sett- ur á stofn á næstunni og star- fræktur af flestum þjóðum sem eiga aðild að Evrópuráðinu í Strassborg. Sjóðnum er ætlað að styrkja skapandi kvikmyndagerð í að- ildarlöndunum, einkum með því að fjármagna samvinnuverkefni milli þjóða og greiða kostnað við talsetningu og textun kvik- mynda. Ráðstöfunarfé sjóðsins gæti numið allt að hálfum milj- arði íslenskra króna fyrsta árið. „Þetta er geysimikið fé og gef- ur margvíslega möguleika," sagði Svavar. Sjóðurinn ætti að auðvelda íslenskum kvikmynda- gerðarmönnum að fjármagna verk sín, og auk þess er líklegt að samvinna af ýmsu tagi fari í vöxt. Höfuðstöðvar Eurimage verða í Strassborg. Fulltrúi Mennta- málaráðuneytisins í sjóðstjórn verður Guðbrandur Gíslason. fylgja ekki tillögum bankastjór- anna og lækka vexti enn meira en þeir lögðu til. Að sama skapi mun meirihluti bankaráðsins ekki vera sammála yfirlýsingum ein- stakra bankastjóra að hækka beri vexti nú. Sverrir Hermannsson sagðist í gær vera með spádóma um 1,5- 2% vaxtahækkun. „Við flýtum okkur ekkert að þessu, engar til- lögur verða lagðar fyrir bankaráð fyrr en á bankaráðsfundinum þann 19. Það er að segja ef við verðum búnir að fá skotheldar tölur til að fara eftir", sagði Sverrir. Slík tiilaga mun að öllum líkindum ekki ná fram að ganga á bankaráðsfundinum. -Ig./-hmp Bankastjórar og aðstoðarbankastjórar Landsbankans á fundi með fréttamönnum í gær. Sverrir Hermannsson t.v. segir bankastjóra vera með tillögur um 1,5-2% hækkun vaxta. Meirihluti bankaráðs er mót- fallinn öllum vaxtahækkunum. Mynd-Þóm. Atvinnuleysi 285 miljónir í I I IIK i iðslur Framkvœmdastjórinn: 70 miljón króna hœkkun miðað við sama tíma 1987. Ekkertframlag til sjóðsins íárfrá ríkinu en ríkissjóður er ábyrgur fyrir bótagreiðslum verði sjóðurinnfjárvana Inóvembertok 1988 hafði At- vinnuley sistry ggingasj óður greitt í atvinnuleysisbætur um 285 miljón krónur á móti 215 mujónum á sama tíma 1987. Hækkun á milli ára er því um 70 miljónir króna en hafa ber í huga að dagpeningagreiðslur hækk- uðu um 20% 1988 miðað við 1987. Engu að síður hafa atvinnu- bótagreiðslur aukist umtalsvert á síðasta ári miðað við árið þar á undan. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 1989 var fellt niður framlag ríkis- sjóðs til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs en 1988 nam framlagið um 460 miljónum. Engu að síður er fjárhagur sjóðsins traustur því eignir hans nema um 1,8 miljarði króna. Að sögn Eyjólfs Jónssonar framkvæmdastjóra sjóðsins þurfa atvinnuleysingjar ekki að óttast að fá ekki greiddar at- vinnuleysisbætur þrátt fyrir það því ríkissjóður er ábyrgður fyrir greiðslum fari svo að fjárþurrð verði hjá Atvinnuleysistryggingasj óðnum, komi til umtalsverðs atvinnu- leysis. Eyjólfur kvaðst ekki vilja ger- ast spámaður um hver þróunin yrði á þessu ári í atvinnumálum landsmanna en sagði aðeins að það virðist vera lenska í dag að mála skrattann á vegginn og stunda svartsýnisraus. Eyjólfur sagði að það yrði bara að koma á daginn hvort þær spár rættust _grn AA-fundir Kaupum upp bioiö! Flugelda-, púlt- og AmundavanaA-flokkaformennfylltu Alþýðuhúsið á Isafirði í gœrkvöldi. Mikið afungufólki. Fundarmenn vildu skýr svör umframvinduna í Formenn Alþýðubandalags og Alþýðutlokks, Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hanni- balsson, hófu fundaferð sína, „A rauðu ýósi," meðjþví að troðfylla Alþýðuhúsið á Isafirði í gær- kvöldi. Um 200 manns sóttu fund- inn, og að sögn tíðindamanns blaðsins á ísafírði, Vilborgar Da- víösdóttur, var áberandi mikið af ungu fólki meðal fundarmanna. Ljúka bar fundi kl. ellefu vegna bíósýningar, en er'líða tók að tímamörkunum og enn margt órætt var kallað úr salnum: „Kaupum bara upp bíóið kl. ell- efu!" Uppástungan hlaut dúndr- andi undirtektir fundarmanna að nánustu framtíð sögn Vilborgar, og hafði hún það til marks um stemninguna á fund- inum. Formennirnir reifuðu fjóra málaflokka í stuttum framsögu- erindum: jafnaðarstefnuna og flokkakerfið; utanríkismál og breytta heimsmynd; ríkisstjórn- arsamstarfið, og framtíðina í atvinnu- og þjóðfélagsmálum. í máli þeirra kom fram að til- gangur fundanna væri að velta því upp hvort ekki væri orðið tímabært að Iæra af mistökum fortíðarinnar og huga að því hvort fyrri ágreiningsmál flokk- anna væru enn tilefni til að standa í vegi fyrir hugmyndum um sam- einingu. Að sögn tíðindamanns sýndu fundarmenn hvorki þess- um vangaveltum né utanríkis- málunum ýkja mikinn áhuga, en vildu fá þeim mun meira að heyra um hvað bæri að gera hér og nú. Þarfaþrifill formannanna, Ámundi umboðsmaður, varð að sitja heima í gær vegna veðurs ásamt öðru góssi; púltum og flug- eldum. Skilti var komið upp við inngang Alþýðuhússins í gær- kvöldi og vakti áletrunin óskipta kátínu fundargesta: Tökum þátt í kostnaði við fundaferð flokksfor- mannanna. Frjáls framlög, 200 krónur t.d. Takk fyrir. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.