Þjóðviljinn - 14.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.01.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Enga Natóherstöð, engan Natóflugvöll Óskar L. Arnfinnsson skrifar Undanfariö hefir mikið verið rætt og ritað um nýjan varaflug- völl og kostnað við hann. Mun hafa komið til greina að mannvirkjasjóður Nató beri kostnaðinn af þeirri mannvirkja- gerð. Látið er í veðri vaka að hér sé um að ræða flugvöll sem eigi að þjóna fyrst og fremst fyrir milli- landaflug okkar og vera í umsjá íslendinga. Nú má hver og einn sem vill trúa því að Nató sé svo umhugað um okkur íslendinga að allt sé þetta boðið okkur af eintómri velvild Nató-ríkja í okkar garð. En undanfarin ár og áratugi hefir því miður tekist að ljúga því í okkur að flest það sem gert hefir verið á Miðnesheiði og í Helgu- vík sé gert í okkar þágu og eigi að tryggja okkur vörn gegn hernað- arárás. Á síðastliðnum 40-50 árum hefir Bandaríkjaher hreiðrað svo um sig hér á landi að ekki er hægt að láta sér detta í hug að slíkt eigi bara að vera til skamms tíma. Hér er auðsjáanlega verið að hreiðra um sig til langdvalar. Það andstyggilegasta við þetta er eft til vill að allt er þetta gert með vilja og vitund íslen'skra valdhafa á hverjum tíma. Það er illt að þurfa að viðurkenna að til skuli vera jafn auðtrúa íslenskir stjórnmálamenn og raun ber vitni, nema þá að í raun sitji á alþingi menn sem sjálfir hafa hagnað af því að hafa herinn hér, og meti meir sinn eigin stundar- gróða en hag íslensku þjóðarinn- „Helst hefir Steingrímur Hermannsson sýnt sjálfstœða stefnu í utanríkismálum. En það breyttistfljótt eftir að Jón Baldvin tók við af Steingrími. Tvískinnungurinn í utanríkismálum er orðinn óþolandi. Þar þurfa íslendingar að hasla sér völl við hlið þeirra ríkja sem berjastfyrir afvopnun ogfriði í heiminum. “ ar. Ekki vil ég leggja dóm á það. í hervarnarsamningnum mun vera ákvæði um uppsögn hans af okk- ar hálfu. í eitt skipti - það mun hafa verið 1956 - var í stjórnar- sáttmála gert ráð fyrir brottför hersins af íslandi. En þegar til átti að taka var af hálfu hernámssinna í þeirri ríkisstjórn komið í veg fyrir að þetta ákvæði stjórnarsátt- málans væri framkvæmt og bent á að ófriðvænt væri í Evrópu vegna uppreisnarinnar í Ungverjalandi. Þetta var auðvitað auvirðilegur fyrirsláttur. Engu að síður var þessu hampað framan í þjóðina og henni ætlað að taka það gott og gilt. Og síðan hefir verið svo að hernámsflokkarnir hafa alltaf haft meirihlutafylgi kjósenda og þar með meirihluta á alþingi. Nú bregður svo við um áramót að þingnefnd í Bandaríkjunum leggur til að 86 herstöðvum í Bandaríkjunum verði lokað í sparnaðarskyni. Ekki virðist vera minnst á að loka bandarískum herstöðvum á erlendri grund. Nú er það íhugunarefni fyrir okkur íslendinga hvað við eigum að hafa með bandaríska herinn hér að gera. Á ísland að vera út- vörður fyrir Bandaríkin, ef til styrjaldar kæmi? Eitthvað er gruggugt við hvað Nató er áfjáð í að koma hér upp varaflugvelli á kostnað Nató á sama tíma og Bandaríkin sjálf vilja spara heimafyrir, - að þá vilji þeir hreiðra enn betur um sig en orðið er hér á landi. Það er á vitorði allra sem vita vilja að Bandaríkin ráða því sem þau vilja ráða. Á undanförnunr áratugum hefir Rússagrýlan ver- ið höfð sem afsökun fyrir banda- rískum herstöðvum á erlendri grund. Nú er tæplega hægt að nota þessa grýlu lengur eftir að Rússar eru farnir að afvopnast einhliða, án þess að tryggja sér u í\cUWa*öL , innritun í almenna flokka Eftirtaldar greinar eru í boði á vorönn 1988 ef þátttaka leyfir: Tungumál: íslensk málfræði og stafsetning. ís- lenska fyrir útlendinga. Danska 1.-4. fl. Norska 1.-4. fl. Sænska 1.-4. fl. Þýska 1.-4. fl. Enska 1.-5. fl. ítalska 1.-4. fl. Italskar bókmenntir. Spænska 1.-4. fl. Latína. Franska 1.-4. fl. Port- úgalska. Gríska. Hebreska. Tékkneska. Hol- lenska. Verslunargreinar: Vélritun. Bókfærsla. Tölvun- ámskeið. Stærðfræði (grunnskólastig/fram- haldsskólastig). Verklegar greinar: Fatasaumur. Myndbanda- gerð (video). Skrautskrift. Postulínsmálun. Teikning. Leðursmíði. Bókband. Nýtt með vorinu: Teikning. Grunnnám, hlutateikning. Jarðfræði. Tekin verða fyrir helstu fyrirbæri í almennri jarðfræði með sérstöku tilliti til íslands. Einnig verður boðið upp á kennslu í dönsku, sænsku og norsku fyrir börn 7-10 ára, til að viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað fyrir í málunum. Kennsla í þessum mál- um hefst 1. febrúar. í almennum flokkum er kennt einu sinni eða tvisvar í viku, ýmist 2, 3, eða 4 kennslustundir í senn í 11 vikur. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Lauga- lækjarskóla, Gerðubergi og Árbæjarskóla. Námsgjald fer eftir kennslustundafjölda og greiðist við innritun. Innritun fer fram 18. og 19. janúar kl. 16-20 í Miðbæjarskóla, og 18. og 19. janúar kl. 18-20 í Gerðubergi og Árbæjarskóla. Kennsla hefst 23. janúar. Námsflokkar Reykjavíkur Fríkirkjuvegi 1 hið sama frá Bandaríkjunum eða öðrum Nató-ríkjum. Því miður hefir utanríkisstefna fslands verið mjög á reiki. Yfir- leitt hafa utanríkisráðherrar okk- ar verið taglhnýtingar Bandaríkj- anna. Helst hefir Steingrímur Hermannsson sýnt sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. F.n það breyttist fljótt eftir að Jón Bald- vin tók við af Steingrími. Tví- skinnungurinn í utanríkismálum er orðinn óþolandi. Þar þurfa ís- lendingar að hasla sér völl við hlið þeirra ríkja sem berjast fyrir afvopnun og friði í heiminum. Hér er verk að vinna fyrir samtök hernámsandstæðinga. Það þarf að þjappa þjóðinni saman til að losna úr hernáminu hér heima- fyrir og berjast fyrir afvopnun á alþjóðavettvangi. Islenska þjóðin hefir ávallt tal- ist til þeirra þjóða sem virða frelsi og mannhelgi og hafa sjálfstæði sitt og annarra að leiðarljósi. Það á ekki að vera háð neinum duttlungum einstakra stjórn- málamanna hvaða stefnu er fylgt í þessum málum. Arnarflug Stórfelld fjölgun farþega Á sama tíma og heildaraukning á farþegum til og frá Islandi var 2% á síðasta ári, varð 39% aukning á farþegum í áætlunar- flugi Arnarflugs miðað við árið 1987. Farþegum í leiguflugi fjölg- aði einnig töluvert eða um 37%. í tilkynningu frá Arnarflugi segir að markaðshlutdeild félags- ins á áætlunarflugi til og frá meginlandi Evrópu sé nú 50%. En þetta er eina svæðið þar sem Arnarflujg fær að fljúga áætlun- arflug. Aætlunarflug Arnarflugs hófst árið 1982 og hefur félagið því náð helmingi markaðarins á sex árum. „Þegar umræða stóð yfir um áætlunarleyfi Arnarflugs 1982, var því mjög haldið fram að kak- an væri ekki til skiptana," segir í tilkynningunni. Arnarflug hefði hins vegar haldið því fram að kakan myndi stækka. Enda hafi aukningin á erlendum farþegum frá meginlandi Evrópu til íslands verið 80% á þessum 6 árum. Á síðasta ári hafi farþegaaukningin á þessu svæði verið 12%, þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fækkað það ár. íslendingar ferðuðust því meira á síðasta ári en árið þar á undan. -hmp Samkeppni LR 51 verk barst Góð þátttaka var í leikritasam- keppni Leikfélags Reykjavíkur í tilefni af opnun Borgarleikhúss- ins síðar á þessu ári. Alls bárust 51 verk til keppninnar, en bæði var óskað eftir barna- og fullorð- insleikritum. Ráðgert var að dómnefnd lyki störfum fyrir miðjan þennan mánuð, en vegna hinnar miklu þátttöku er ljóst að það tekst ekki. Reiknað er með að hún ljúki störfum um næstu mánaða- j mót. REYKJMJÍKURBORG Jíau&ci'i Stödwi Kjarvalsstaðir Laus er til umsóknar staöa umsjónarmanns viö Listasöfn Reykjavíkurborgar Upplýsingar um starfiö eru veittar í síma 26131. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Kjarvalsstöðum v/Flókagötu, 105 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 24. janúar. Sóknar- og Framsóknarfélagar Spilakvöldin eru aö hefjast. Fyrsta spilakvöldiö veröur haldiö 17. janúar kl. 20.30 stundvíslega. Næst verður spilaö hálfum mánuöi síðar, þann 1. febrúar, og hefst þá fjögurra kvölda keppni. Góö verðlaun. Mætum vel. Skemmtinefndir Sóknar og Framsóknar Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því, aö gjalddagi söluskatts fyrir desembermánuö er 15. janúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármáiaráðuneytið Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Óskum aö ráða Iðjuþjálfa til starfa viö Sel, hjúkrunar- og endurhæfingardeild aldraðra. Um er aö ræöa fullt starf, en hlutastarf.kemur einnig til greina. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1989. Umsóknir ásamt uppiýsingum um fyrri störf, sendist til Sonju Sveinsdóttur hjúkrunarfram- kvæmdastjóra, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar í síma 22100 milli kl. 13 og 14 alla virka daga. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.