Þjóðviljinn - 14.01.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.01.1989, Blaðsíða 9
Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 18. janúar 1989 kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Kjaramál. 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega Stjórn Félags járniðnaðarmanna Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar aðstoðarfólk Við á FSA óskum eftir ykkar hjálp. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga á öldrunar- deildirnar, Sel og B-deild. Við erum fús til að koma til móts við óskir ykkar um vinnutíma og vinnuhlutfall. Sjúkraliða vantar okkur á fastar næturvaktir í Sel sem allra fyrst. Hlutastarf kemur til greina. Einnig viljum við ráða starfsþjálfa í Sel. Starfið er fólgið í því að vera með vistmönnum og veita þeim stuðning, hvatningu og leiðbeiningar í ýms- um afþreyingarverkefnum, svo og athöfnum dag- legs lífs. Um hlutastarf er að ræða. Nánari upplýsingar gefur Sonja Sveinsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 22100 milli kl. 13.00 og 14.00, virka daga. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Við á F.S. A. leitum að starfsfólki, sem er tilbúið til að takast á við nýtt verkefni á Lyflækningadeild F.S.A. Hvað bjóðum við? - sveigjanlegan vinnutíma. - skipulagða fræðslu. - skipulagða aðlögun. - áhugavert og uppbyggjandi starf. Hvert er verkefnið? Ætlunin er að skipta Lyflækningadeildinni, sem er sú eina sinnar tegundar á sjúkrahúsinu, í 2 minni einingar. Á annarri verða m.a. sjúklingar með hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma, en aðal- lega sjúklingar með meltingarfærasjúkdóma á hinni. Um er að ræða tilraunaverkefni. Hvað starfsfólk vantar okkur? Deildarstjóra, sem hefur áhuga á stjórnun og skipulagningu. Hjúkrunarfræðing í K1 stöðu. Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sem hafa áhuga á lyflækningahjúkrun. Umsóknarfrestur er til 1. marz nk. Þeir sem hafa áhuga, geta fengið nánari upplýs- ingar hjá hjúkrunarframkvæmdastjóra, Sonju Sveinsdóttur í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri BRIDGE Ólafur Lárusson Hörð keppni Að loknum 9 umferðum í Reykja- víkurmótinu í sveitakeppni, sem jafn- framt er úrtökumót fyrir íslandsmót- ið í sveitakeppni, er staða efstu sveita þessi: 1. sv. Flugleiða 184st. 2. sv. Pólaris 172si. 3. sv. Modern Iceland 156 st. 4. sv. Delta 152 st. 5. sv. Sigurðar Vilhjálmss. 152 st. 6. sv. Braga Haukssonar 151 st. 7. sv. Jörundar Þórðarsonar 148 st. Fjórar efstu sveitirnar spila til úrs- lita um Reykjavíkurhornið. Um þessa helgi verða spilaðar sjö umferð- ir, fjórar í dag og þrjár á morgun. Spilamennska hefst kl. 14 báða dag- ana. Spilað er í Sigtúni. Suðurlandsmótið í sveitakeppni er um þessa helgi. Spilað er á Hótel Sel- fossi. Þrjár elstu sveitirnar ávinna sér rétt til þátttöku á íslandsmót. Skráning er hafin til þátttöku á Bri- dgehátíð. Ljóst er að að minnsta kosti tvær sveitir koma erlendis frá. Sveit sem Zia Mahmoud er skrifaður fyrir (Cohen, Mittelmann og Molson) og sveit Austurríkismanna, fv. Evrópu- meistara í sveitakeppni (Berger, Meil, Fucik, Kubrik). Þótt aðeins séu 3 vikur fram að Bri- dgehátíð, liggur ekki fyrir keppnis- form. Hvað mörgpör verði í tvímenn- ingskeppni og hvaða reglum verði beitt til vals á þátttakendum og hins vegar hvaða form verði á Flugleiða- mótinu í sveitakeppni. Er ekki upp- lagt að bjóða Bridgefélagi Stykkis- hólms að halda hátíðina, svo tryggt sé að hún fari ekki forgörðum hjá fjöl- miðlum? Hópur áhugamanna um mótshald í bridgekeppni er þessa dagana að kanna viðbrögð hjá bridgemönnum. Áhugi er fyrir stóru opnu tvímenning- smóti á suð/vesturhorni landsins, með áherslu á góðum verðlaunum, sem að sama skapi eiga að tryggja gott mót (sterkt). BSÍ hefur auglýst (í Sigtúni 9) eftir umsóknum þeirra kvenna, sem áhuga hafa á þátttöku í landsliði. Var ein- hver að tala um uppgjöf? f alvöru, hvað næst? Umsóknir um opna flokk- inn? Hver veit? Eftirtaldir spilarar hafa bætt við sig flestum stigum frá 1. jan. ’88 til des- ember ’88: 1. Þorlákur Jónsson 150. 2. Aðal- steinn Jörgensen 118. 3. Hrólfur Hjaltason 118. 4. Sigurður Sverrisson 116. 5. GuðmundurP. Arnarson 115. 6. Valur Sigurðsson 109. 7. Jón Bald- ursson 105. 8. Ragnar Magnússon 102. 9. Karl Sigurhjartarson 101. 10. Ásgeir P. Ásbjörnsson 99. 11. Sævar Þorbjörnsson 95. 12. Ólafur Lárus- son 84.13. Hermann Lárusson 83.14. Magnús Ólafsson 83.15. Jakob Krist- insson79.16. Örn Arnþórsson73.17. Guðlaugur R. Jóhannsson 71. 18. Páll Valdimarsson 71. 19. Matthías Þorvaldsson 68. 20. Sigtryggur Sig- urðsson 64. 21. Bragi Hauksson 63. 22. Hrannar Erlingsson 61. 23. Jón Þorvarðarson 59. 24. Guðmundur Pétursson 57. 25. Anton R. Gunnars- son 54. 26. Símon Símonarson 54. 27. Björn Eysteinsson 53. 28. Júlíus Sig- urjónsson 51. 29. Guðni Sigurbjarn- arson 50 og 30. Jón Ásbjörnsson 49. Aðaltvímenningskeppni Breiðfirð- inga (barometer) hefst næsta fimmtudag. Skráð er m.a. hjá BSÍ í s. 689360. Aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur (að ég held) hefst annan miðvikudag. Skráning er ekki hafin. Hjá Skagfirðingum er lokið 12 um- ferðum af 15 í aðalsveitakeppni deildarinnar. Staða efstu sveita er þessi: 1. sv. LárusarHermannss. 239st. 2. sv. Odds Jakobssonar 231 st. 3. sv. Hjálmars S. Pálss. 219st. 4. sv. Björgvins Gunnlaugss. Fás 204 st. Samkvæmt „nýju“ 5 ára stig- aútreikningsreglunni (stig 1984- 1988) er Sigurður Sverrisson efstur á blaði, með liðlega 500 stig. Góður maður í góðu sæti. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABK Morgunkaffi ABK Laugardaginn 13. janúar frá kl. 10-12, verðurHeimir Pálsson bæjarfulltrúi með heitt á könnunni í Þinghóli, og leiðir umræðu um bæjarmálin. Þær Svandís Skúladóttir fulltrúi í lista- og menning- arráði og Sigríður Hagalínsdóttir fulltrúi í jafnréttis- nefnd, munu mæta í kaffið. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórnin Heimir Pálsson Alþýðubandalagið Kópavogi Þorrablót Þorrablót ABK verður haldið laugardaginn 4. febrúar í Þinghóli. Nánar auglýst síðar. ABK 5 kvölda spilakeppni Spilakeppnin hefst nk. mánudagskvöld 16. janúar kl. 20.30 í Þinghóli, - Hamraborg 11. Spilað verður annan hvern mánudag í fimm kvöld. Kvöld- verðlaun og ein heildarverðlaun. Mætum öll hress á nýju ári. Stjórnin Höfn í Hornafirði Stuðningsmannafundur Alþýðubandalagið A-Skaftafellssýslu boðar til fundar fyrir stuðningsfólk Alþýðubandalagsins í Miðgarði á Höfn, sunnudagskvöldið 15. janúar kl. 20.30. Á fundinum ræða Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra og Hjörleifur Guttormsson, alþingis- maður, landsmálin og stjórnarsamstarfið og svara fyrirspurnum. Allt stuðningsfólk Alþýðu- bandalagsins velkomið. Stjórn Alþýðubandalagsins A-Skaftafellssýslu. Hjörleifur Steingrímur Neskaupsstaður Aðalfundur ABN Alþýðubandalagið í Neskaupsstað heldur aðalfund miðvikudagskvöldið 18. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Aðalfundarstörf. 2) Hjörleifur Guttormsson ræðir þingstörf og landsmálin. 3) Önnur mál. Félagar fjölmennið Stjórn ABN. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður í bæjarmálaráði mánudaginn 16. janúar kl. 20.30 í Lárusar- húsi, Eiðsvallagötu 18. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. Félögum sem sitja í nefndum er bent á nauðsyn þess að þeir taki þátt í þessari umræðu og er ætlast til að þeir mæti á fundinn. Að veniu eru fundir bæjarmálaráðs opnir öllum félögum ABA. Stjórnin Vestfirðingar Félagar í Alþýðubandalaginu Hittum Svavar Gestsson menntamálaráðherra á Hótel ísafirði í kvöld, laugardaginn 14. janúar kl. 20.30. Alþýðubandalagið Suðurlandi Opinn fundur Vík í Mýrdal Alþýðubandalagið boðar til opins fundar í Brydebúð í Vl’k í Mýrdal, laugardaginn 14. janúar kl. 13.30. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra og Margrét Frímannsdóttir alþingismaður mæta á fundinn. Bændur eru sérstaklega hvattir til að mæta. AB Suðurlandi Alþýðubandalagið Skagafirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Skagafirði verður haldinn í Villa Nova, mánudagskvöldið 16. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Ragnar Arnalds ræðir um stjórnarsamstarfið og möguleika Alþýðubandalagsins til að rétta hlut landsbyggðarinnar. 3) Önnur mál. Stjórnin. Svavar Auglýsið í Þjóðviljanum 681333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.