Þjóðviljinn - 17.01.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.01.1989, Blaðsíða 1
/ Þriðjudagur 17. janúar 1989 11. tólublað 54. árgangur /irnarjiug Nýtt fé eða sameining SteingrímurJ. Sigfússon: Leggfram tillögur íríkisstjórn ídag sem leiða málið til lyktafljótlega. Enn mögulegtaðArnarflugfari á hausinn. Fleiri húseignir veðsettar en DV Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra ætlar að ieggja fram tillögur í Arnar- flugsmálinu á ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segist vona að þær leiði til þess að endanleg niður- staða í málinu liggi fyrir næstu daga, en embættismenn hafa um helgina farið yfir tölur til að kanna hvað þurfi að gera til að Arnarflug geti ' haldið áfram rekstri. Að sögn Steingríms eru bara tveir möguleikar eftir í stöðunni. Sá fyrri er að það takist að útvega nógu mikið fé á skömmum tíma til að leggja í fyrirtækið, og þar geti ríkið eitthvað komið inn í. En hin lausnin er að koma á meiri samrekstri Arnarflugs og Flug- leiða eða jafnvel sameiningu. „Menn hafa verið að reyna að torða þriðja möguleikanum, sem vissulega er enn fyrir hendi, og hann er að reksturinn stöðvist," sagði Steingrímur í gær. Kristinn Sigtryggsson forstjóri Arnarflugs sagðist vona að línur færu að skýrast í næstu viku. Allir möguléikar væru opnir í stöð- unni. Hann sagði fleiri húseignir veðsettar vegna Arnarflugs en DV-húsið og það væri ekkert óeðlilegt við það. Félagið hefði tekið erlent lán í fyrir einu ári og annað fyrir tveimur árum og að sjálfsögðu hefði þurft að leggja fram veð fyrir þeim. Hann vildi ekki segja hvaða húseignir þetta væru en þær væru í eigu hluthafa Arnarflugs. Mikil andstaða er við samein- ingu félaganna innan Arnarflugs og sumir hafa sagt að með henni Japansmarkað ur Innyflin í gjafapakka Magnús Magnússon hjá SH: Viðtökurnar upp og ofan. Matjapana á hinumýmsu sjávaraf- urðum mjög ólíktþvísem við eigum að venjast. Það sem fer ígúanó hérgetur verið gulls ígildi þar og öfugt „Þarna á fiskmarkaðnum í Tókíó eru seldar hinar ótrúleg- ustu flsktegundir og meira að segja sáum við flskinnyfli pökkuð inn í gjafapakkningar sem er selt sem munaðarvara“, sagði Magn- ús Magnússon starfsmaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. í síðustu viku sendi Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna tilrauna- sendingu með fyrsta fragtflugi AA-fundir Fjölsóttir Yfir 700 manns hafa mætt á þrjá fyrstu sameiginlegu fundi formanna Alþýðubandalags og AJþýðuflokks, „Á rauðu ljósi“ á Isaflrði, Akranesi og Selfossi um síðustu helgi. Ofvöxtur í bankakerfinu, sam- eining A-flokkanna og' ríkis- stjórnarsamstarfið hafa verið helstu umræðuefni fundanna. Næstu fundir A-formannanna verða haldnir í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöld og á Höfn í Hornafirði á föstudagskvöld. Sjá síðu 2 væri verið að færa Flugleiðum Arnarflug á silfurfati. Steingrím- ur sagði mikið þurfa til þess, það væri þá verið að færa Flugleiðum skuldir á silfurfati. Menn yrðu að gera sér grein fyrir því að málið væri orðið mjög stórt og miklar ráðstafanir hefðu verið gerðar varðandi Arnarflug áður. Forráðamenn Arnarflugs hafa líka bent á að samkeppnisstaða þeirra sé mun lakari en Flugleiða, þar sem Flugleiðir þurfi ma. ekki að greiða bensínskatt og hafi einkaleyfi á flugi til Norðurlanda og Bretlands. „Það er nokkuð til í þessu,“ sagði Steingrímur. Petta sýndi kannski hvað ákvörðunin um tvö flugfélög hefði verið vara- söm á sínum tíma og ef til vill hefði átt að fara út í algera sam- keppni strax í upphafi. En menn verði þá að gera sér grein fyrir því út í hvað þeir væru að fara. „Var það ekki einmitt þetta sem menn voru að forðast þegar Flugfélag íslands og Loftleiðir voru sam- einuð á sínum tíma?“ spurði Steingrímur. Samgönguráðherra sagði margt benda til þess að ísiending- ar yrðu að halda vel á spöðunum í þeirri samkeppni sem framundan væri í flugmálum og þegar væri farin að segja til sín. Ef niður- staðan yrði sú að hér ættu að vera tvö flugfélög yrði að ríkja meiri samvinna á milli félaganna en verið hefði. Hans fyrstu tilraunir í málinu hefðu falist í því að kanna grundvöll fyrir tveimur félögum og hvernig hægt væri að koma á meiri samvinnu. En þeim hug- myndum hefði ekki verið vel tekið. -hmp Flying Tigers héðan til Japans. Par var um að ræða tæp 600 kíló af hinum ýmsu fisktegundum eða alls 11. Sölumenn SH eru ný- komnir heim og nú er verið að vinna úr upplýsingum ferðarinn- ar og spá í framhaldið með tilliti til flutningskostnaðar og sölu- verðs. Að sögn Magnúsar er eins og að koma í annan heim þegar komið er á fiskmarkaðinn í Tókíó sem er sá stærsti í heimi og selur um miljón tonn á ári. Aðspurður um hverjar hafi verið viðtökur Japana við íslensku sýnishornun- um sagði Magnús þær hafa verið upp og ofan allt eftir fisktegund- um en hann vildi ekki tjá sig um hver hefði verið vinsælust né um söluverð þeirra. Magnús sagði að verðmætamat Japana á sjávarafurðum vera allt annað en í Evrópu og sagði að sumt af því sem hér færi beint í gúanó væri selt sem munaðarvara þar eystra sem gulls ígildi og svo öfugt. Magnús sagði að það leiddi hugann að þeirri staðreynd hvort ekki mætti gera verðmæti úr því sem hér færi annars fyrir lítið með því að framleiða það sérstaklega og þá í litlum einingum fyrir markaðinn í Japan. _grh Þessa dagana er unnið að því að fjarlægja ónýta burðarbita úr límtré sem bera áttu uppi þak hins nýja íþróttahúss Garðabæjar. Mynd ÞÓM. íþróttahús Garðabœjar Burðarbitar ónýtir Jón Ingi Gíslason: Tefurframkvœmdir um einn til tvo mánuði. Þýsku framleiðendurnir bótaskyldir Við sendum nokkra bita austur til límtrésverksmiðjunnar á Flúðum þar sem styrkja átti þá. Þar kom í Ijós að bitarnir voru gallaðif. Það hafa komið hingað fulltrúar vestur-þýsku fram- leiðendanna og þeir hafa viður- kennt að mistök hafi átt sér stað við framleiðslu bitanna. Þeir taka á sig allan kostnað sem af þessu hlýst, sagði Jón Ingi Gíslason hjá S.H verktökum sem annast bygg- ingu íþróttahús fyrir Garðbæ- inga. Nú þessa dagana er unnið að því að fjarlægja alla límtrésbita sem búið var að setja upp. Þegar er hafin framleiðsla á nýjum bit- um, og munu þeir vera væntan- legir til landsins í byrjun febrúar. Jón Ingi sagði að ljóst væri að opnun íþróttahússins myndi dragast fram á vor vegna þessa. En samkvæmt upphaflegum áætl- unum meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar átti þetta hús að vera tilbúið vorið 1987. - Pað er ekki gott að segja hvað mikill kostnaðarauki hlýst af þessu. Ég geri ráð fyrir að hann hlaupi á tugum miljóna, sagði Jón Ingi. -sg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.