Þjóðviljinn - 17.01.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.01.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF A rauðu Ijósi - eða bleiku Gestir á fundi formanna A-flokkanna á Hótel Akranesi á laugardaginn (Mynd: LV) Sú ákvörðun formanna A- flokkanna að fara í einni lest í fundaferð hefur valdið titringi hjá ýmsum. Ég hafði alls ekki hugsað mér að gera ferðalag þetta að við- fangsefni í greinaskrifum en þeg- ar betur er að gáð eru á þessu ferðalagi fleiri hliðar en framhlið sú sem dregin hefur verið upp og ástæða til að skoða þær betur. Ef vel er að staðið gæti ferðalagið orðið upphafið á nýjum tímum í pólitíkinni. Hver er hvað og hvað veldur titringi? Tveir formenn taka ákvörðun um að halda fundi. Upp rísa þá ýmsir flokksmenn og láta illa. - Þessi ferð er sko ekki farin í nafni flokksins, eða flokksstofn- ana - um þetta hefur ekkert verið fjallað... Hvorugur formannanna hefur að því er mér er kunnugt látið annað í ljósi en að þeir hafi sjálfir ákveðið að fara. Hvað er það sem veldur titringi - hversvegna koma yfirlýsingar? Er formaður ekki traustsins verð- ur að hafa frumkvæði að pólitík? Má flokksformaður ekki aðhaf- ast neitt fyrr en flokksstofnanir hafa fjallað um fyrirhugaða gjörð eða afstöðu? Til hvers er verið að kjósa formann? Svona er hægt að spyrja endalaust. Málið er ekki einfalt - en þó - það rúmast innan marka orðsins forystukreppa. Forystukreppa Þetta mál er sérstaklega slæmt í Alþýðubandalaginu. Sá flokkur hefur átt í forystukreppu um langan tíma. Sú kreppa gerði Svavari illmögulegt að aðhafast sem formaður - það voru svo margir sem vildu leika formanns- hlutverkið, eða öllu heldur for- ystuhlutverkið í flokknum. Enn- þá má formaður helst ekki eiga frumkvæði - þá rísa upp radd- sterkir flokksmenn og tala um ráðríki. Ef málið er bara spurning um Ólaf Ragnar, Svavar eða önnur nöfn, - spurning um ráð- ríki, athyglisþorsta o.s.frv. - er ekkert hægt að gera og heimsku- legt að leita pólitískra skýringa. Það er mín skoðun að forystu- kreppan risti dýpra og snúist um aðferðir til að stjórna og aðferðir til að starfa og komi ekki síst fram í afstöðu flokksmanna margra til starfs í pólitískum samtökum. Einstaklingshyggjan hefur farið illa með félagshyggjuna í Al- þýðubandalaginu. Orsök hinnar yfirdrifnu einstaklingshyggju í Alþýðubandalaginu er að finna í algjöru fráhvarfi sumra (margra) flokksmanna frá starfsháttum undanfara Alþýðubandalagsins í pólitíkinni. Ég hef stundum leyft mér að kalla þennan pólitíska sjúkdóm „stalínfóbíu“ eða „stalínótta“, þ.e. svo kyrfilegan flótta frá starfsháttum hins „stal- íníska“ Sósíalistaflokks að það er einfaldlega svissað yfir í andh- verfuna. Slík umskipti eiga sér auðvelda leið vegna þess að sára- lítil fræðileg pólitísk umræða hef- ur farið fram í flokknum undan- farin ár (áratugi). Þetta í bland við oft mjög lítt grundaða pólit- íska stefnu - reyndar mjög yfir- borðslega og misvísandi stefnu - á stærstan þátt í forystukreppu og um leið tilvistarkreppu Alþýðu- bandalagsins. Það þarf ekki að skilja þessa greiningu mína svo.að æskilegt sé að hverfa aftur til „stalínískra" starfshátta til að forða flokknum frá faðmi einstaklingshyggjunnar og þá verði flokkurinn aftur FEOKKUR. Á þessu tvennu er nefnilega ekki svo mikill mur/ur í reynd. Hrátt flokksræði afnemur einstaklinginn og framkallar vél- ræna starfshætti í pólitíkinni. Einstaklingshyggjan afnemur þá þætti í lífinu sem gera manninn að samfélagsveru og gera úr honum tillitslausan samkeppnisjálk. Það ætti ékki að vera þörf á að gera flokkinn að samsafni ein- staklinga þótt einu sinni hafi ver- ið til FLOKKUR. (Hér inní má skjóta að sá vísi Karl Marx hélt fram þeirri skoðun að forsenda frelsunar stéttarinnar væri frelsun einstakl- ingsins - það segir okkur e.t.v. eitthvað um samfélagslegt hlut- verk einstaklingsins í marxískum skilningi. Lenín gerði ráð fyrir ' því að hinir arðrændu en frjálsu þyrftu að skapa sér félagslegt tæki til að vinna sigra á ríkjandi stétt - hann kallaði þetta tæki Kommúnistaflokk. Verkalýður- inn er frjáls í þeim skilningi að hann á sig sjálfur og getur selt hverjum sem er vinnuafl sitt - gagnstætt vinnandi stéttum fyrri tíma þar sem einstaklingarnir voru eign hinna ríkjandi (þrælar) eða bundnir á klafa jarðarleigu (leíguliðar). Verkalýðurinn er ófrjáls í þeim skilningi að hann ræður ekki yfir þeim auðæfum sem hann skapar með vinnu sinni og hann getur því ekki ráðstafað þeim fjármunum til hins besta fyrir sig og heildina og losað stétt vinnandi fólks undan oki launa- vinnunnar. Þetta markmið þeirra kappa Marx og Co. - að ráða yfir samfélagsframleiðslunni - myndi færa félagsveruna - manninn - nær því samfélagi þar sem engar væru stéttaandstæður byggðar á því að maður arðrændi mann - að einn græddi á því að annar þræl- aði.) Hér segir einhver að skotið sé framhjá - má vera - en örugglega hárfínt ef marka má af hinum að- skiljanlegustu uppákomum undanfarinna mánaða og ára. Af slysförum Eitt alvarlegasta slysið í for- ystukreppu Alþýðubandalagsins, sem líklega afgreiddi flokkinn út úr pólitík um árabil, var tilgangs- laus vera í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Sú þráseta kostaði flokkinn bæði tiltrú og svo það að líklega hefur Alþýðubandalagið aldrei verið eins áttavillt og eftir þá þrásetu. í kjölfarið fylgdi svo annað alvarlegt slys, flokkurinn stóð og horfði á þúsundir opin- berra starfsmanna í harðvítugu verkfalli - stefnulaus. Hvers vegna? Hvaða hlutverk lék Guð- mundur J., þáverandi flokks- maður og „þungavigtarmaður" í verkalýðsmálum flokksins? Hvaða hlutverk lék ASÍ- Ásmundur? Titringur vegna ferðar for- manna A-flokkanna nú er angi af forystukreppunni. Hvað Alþýðuflokkinn snertir hefur hann átt við margt svipaðan vanda að etja, þó hann hafi ekki grafið eins um sig, enda Alþýðu- flokkurinn vanur að ganga í gegn- um forystukreppur og pólitísk málefni langt frá því að vera fé- lögum flokksins jafn heilög og al- varleg og málefni þau sem Al- þýðubandalagið hefur haft að kjölfestu. Ein niðurstaða fundaferðar formannanna gæti orðið sú hvort flokkarnir þoli það að formenn taki frumkvæði að áberandi verk- efnum - eins og yfirstandandi fundaferð hlýtur að teljast. Ræður félagsandinn eða ein- staklingshy ggj an? Að starfa saman Á undanförnum árum hefur samstarf flokka og flokksmanna úr ólíkum flokkum óðum horfið. Þar á ég ekki við formlegt sam- starf í ríkisstjórn, á þingi eða ann- arsstaðar þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að flokkar og flokks- menn starfi saman. Það fór ekki milli mála hér fyrrum að stjórnmálaöflin bók- staflega hlutuðust til um að þeirra fulltrúar ættu sæti í forystu sem flestra félaga. Það afneitar eng- inn tengslum Framsóknar og kaupfélaganna. Sósíalistar létu sig mjög svo málefni kaupfélag- anna skipta og gerðu það undir pólitískum merkjum sbr. KRON. Hvernig er þetta nú? Hvernig er þetta annarstaðar en í kaupfé- lögunum? í verkalýðshreyfing- unni gilda hlutfallaskiptingar landsmálapólitíkur og er sá hátt- ur orðinn viðurkenndur og staðn- aður - baráttulaust og þar með ópólitískt ástand, í hæsta lagi baktjaldamakk. Samstarf yfir skoðanalanda- mæri eru ekki lengur pólitískar dáðir heldur persónulegt mál hvers og eins. Þannig er ópólitísk einstaklingshyggja að ganga af pólitísku samstarfi dauðu. Sam- starf formannanna tveggja er vonandi upphafið á því að flokk- ar fari að vinna saman, ekki endi- lega að sameinast eða sameina skoðanir heldur geri ólíkum skoðunum kleift að takast á undir öðrum kringumstæðum en þeim sem verið hafa ríkjandi, þ.e. að umræður séu til þess að lemja andstæðing með orðum - en ekki til þess að leysa úr ágreiningsmál- um og koma skoðunum á hreint. Það er hægt að hafa samstarf um skoðanabaráttu. Það má líka geta sér þess til að samstarf og fundaferð geti verið leið út úr forystukreppu? Nýir tímar - ný alþýðuhreyfing Það er ekki útilokað að þau umbrot sem nú eiga sér stað í ís- lenskum stjórnmálum séu tákn um nýja tíma. Það er langt síðan, ef nokk- urntíma, að komið hefur tækifæri til að halda Sjálfstæðisflokknum, illa höldnum og máttlausum, utan ríkisstjórnar. Það er langt síðan tækifæri hefur gefist til þess að vinstri öfl - félagshyggjuöfl - róttæk öfl, eða hverju nafni þau eru nefnd öflin í þjóðfélaginu sem vilja ekki bara andæfa ósóma versta kapítalismans heldur líka byggja upp öðruvísi samfélag og hafa um það einhverjar skoðanir - það er langt síðan þessi öfl hafa fengið jafn gott tækifæri til að sýna sameinaðan dug sinn. Fram- sóknarmiðjan veltur í þá áttina sem straumurinn rennur - það er sjálfgefið. Þess vegna hafa flokksformenn A-flokkanna nú einstakt tækifæri til að skapa upp- þriðja degi Albert Einarsson skrifar „Samstarfformann- anna tveggja er von- andi upphafið á því að flokkarnir fari að vinna saman, ekki endilega að sameinast eða sameina skoðanir heldurgeri ólíkum skoðunum kleift að takast á undir öðrum kringumstœðum en þeim sem verið hafa ríkjandi... að lemja andstœðing með orð- um“ hafshreyfingu nýrra tíma - nýja alþýðuhreyfingu. Kvennalistinn ætti að þekkja sinn vitjunartíma og einhenda sér í slaginn um það hvernig samfé- laginu verði stýrt næstu áratug- ina. Haldi Kvennalistinn áfram að sitja hjá rennur kraftur hreyfingarinnar út í sandinn og gleiðasta glottið breiðist út um andlit íhaldsins (í öllum flokk- um). Það yrðu sorgleg endalok á einni frábærustu pólitísku tilraun síðustu áratuga - tilraun sem get- ur færst íslensku samfélagi mikla ávinninga og sérstaklega vinn- andi alþýðu á íslandi. Verkefnin eru mikil Sá boðskapur sem formenn A- flokkanna eiga að bera alþýðu landsins er boðskapur um nýja stjórnarhætti í samfélaginu - og það er ekki spurning um einn eða tvo A-flokka eða stóran miðju- flokk - nýir stjórnarhættir tákna einfaldlega að þeir sem taka að sér að stjórna stjórni en láti ekki Verslunarráðið, bankavaldið og neðanjarðarbraskara ráða ferð- inni. Það er kominn tími til að hætta að gera gys að iýðræðinu. Það er þörf nýrrar alþýðu- hreyfingar - nýtt samfélag krefst nýrrar alþýðuhreyfingar. Fer ný alþýðuhreyfing af stað í kjölfar funda A-flokksfor- manna? Vonandi. En hverskonar hreyfing? Slyngur og reyndur stjórnmálamaður, rauðliði, sagði eitt sinn þegar mikil alþýðu- hreyfing skók samfélagið og menn efuðust um stefnuna - hina einu réttu stefnu: Það skiptir ekki máli hvernig kötturinn er á litinn - bara að hann veiði mýs. Eigum við ekki að taka áhætt- una - setja í gang og skapa hér alþýöuhreyfingu - stjómmálaafl sem e.t.v. hefur ekki ákveðna lögun eða ákveðna stefnu aðra en þá að vinna að samfélagi sem er lífvænlegt fyrir venjulegt fólk - alþýðufólk. Þeir eiga stóran leik nú for- menn A-flokka. Af hverju? Jú, af því að þeir eru formenn - fyrirlið- ar. Albert er skólameistari Verk- menntaskóla Austurlands f Nes- kaupstað. Þrlðjudagur 17. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.