Þjóðviljinn - 18.01.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.01.1989, Blaðsíða 11
Guðbjörg með barnabörnin, Þorbjörgu Daphne og Helga Tómas. LESANDI VIKUNNAR í framtfðarlandinu ó fólki að líða vel Guðbjörg Guðbjartsdóttir, lesandi vikunnarað þessu sinni, hefur verið áskrifandi Þjóðviljans síðan 1947og lesandi hans jafnvel lengur. „Auðvitað hefur maður oft orðið reiður út íhann eins og gengur, “ segir hún, „ en hann er „ blaðið mitt“ og það væri nú skárra ef maður væri alltaf sammála honum!“ Hvað ertu að gera núna, Guð- björg? „Eg er að passa barnabörnin mín. Ætli það flokkist ekki undir að gera ekki neitt? Hvað varstu að cera fyrir tíu árum? „Þá voru fleiri heima en núna og ég var „bara“ húsmóðir. Reyndar var ég þá strax tekin til við að passa barnabarn.“ Hvað finnst þér mest gaman að gera í frístundum? „Alls konar handavinnu. Ég prjóna og sauma og svo er ég líka að vefa svolítið. Það er skemmti- legt og ég hef farið á námskeið, en ég geri þetta bara mér til gam- ans.“ Hvaða bók ertu að lesa núna? „Ja, það er nú svo hlægilegt að ég er að lesa Hroka og hleypi- dóma eftir Jane Austen. Ég er búin að lesa margar bækur síðan um jól og nú er komið að þessari í bunkanum. Það er gaman að lesa hana þó að hún sé svolítið lang- dregin. Og merkilegt að höfu- ndurinn skyldi voga sér að hæðast svona að yfirstéttinni." Hvað finnst þér skemmtiiegast að lesa á kvöldin? „Hvað sem er. Skáldsögur, ævisögur, fróðleik. Ég er nýbúin að lesa ævisögu Huldu Stefáns- dóttur og hafði mikla ánægju af því. Þar er mikil þjóðlífslýsing. “ Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Ætli maður myndi ekki ná í eitthvað eftir Halldór Laxness. Stfllinn er svo heiilandi að ekkert kemst í hálfkvisti við bækurnar hans. En hverja þeirra? Senni- lega Heimsljós. Ég held að hún sé best.“ Nú varð mikið skark, barna- börnin komin í hár saman og Guðbjörg varð að stilla til friðar. En það tekur ekki langa stund og við höldum áfram: Hver var uppáhaidsbarnabók- in þín? „Ég er orðin svo gömul að það var lítið um barnabækur þegar ég var að alast upp. Nonnabækurnar voru komnar út en ég sá þær aldrei. Ekki Bernskuna hans Sig- urbjörns Sveinssonar heldur. Eg las bara það sem fullorðnir lásu.“ Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Stóran og smáan í Þjóðleik- húsinu. Mjög áhugaverð sýning. Kannski óþarflega löng en þó dofnaði eftirtektin aldrei." Er eitthvað í ieikhúsunum núna sem þig langar til að sjá? „Já, ég er að hugsa um að sjá Fjalla-Eyvind og konu hans. Þó ekki væri nema af þjóðrækni!“ En er eitthvað í bíó sem þú vilt ekki missa af? „Ég fer aldrei í bíó.“ En í sjónvarpi? „Þessi danski þáttur er skemmtilegur, Matador. Ég fylg- ist með honum.“ Og í útvarpi? „Það er afskaplega margt í út- varpinu sem maður hefur gagn og gaman af. Ég fylgdist með Sigríði Hagalín lesa bókina um Móniku á Merkigili eftir föður sinn, Guð- mund G. Hagalín. Það var gam- an, en ég hef ekki fylgst með sög- unni sem tók við.“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Er ekki alveg ómögulegt að vera að segja frá svona löguðu? Ég get sagt þér að ég hef einu sinni kosið Framsóknarflokkinn en það var fyrir löngu. Annars hef ég verið á sama stað.“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? „Við skulum hafa sem fæst orð um það.“ Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Ég hef enga patentlausn á honum.“ Á að lækka kaupið ef fyrirtæki gengur illa? „Nei, fólk hefur ekki svo hátt kaup yfirleitt að það taki því að lækka það, ekki verkafólk að minnsta kosti.“ Hvernig á húsnæðiskerflð að vera? „Það er spennandi þetta Bú- setafyrirkomulag fyrir fólk sem ekki hefur úr miklu að spila.“ Hvaða kaffitcgund notarðu? „Ég nota koffeinlaust Braga- kaffi.“ Hvað borðarðu aldrei? „Ég borða aldrei hvalkjöt. Ekki af því að ég hafi tekið svona einarða afstöðu til hvalamálsins, mér líkar bara ekki kjötið.“ Hvar myndirðu vilja búa ann- arsstaðar en á íslandi? „Ætli ég myndi ekki velja Dan- mörku frekast. Ég á dóttur þar og hef ekki dvalist neins staðar ann- ars staðar." Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „Mér finnst gott að fljúga. Ég er ekki með bfl lengur en það er ágætt líka að ferðast með bfl.“ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Þannig að fólki líði vel. Ég sé alla möguleika til þess að okkur geti liðið vel á þessu landi, þó að efnahagslífið gangi upp og ofan. En mikilvægast á þessari stundu er uppgræðsla landsins og vernd tungunnar.“ Hvaða spurningu viltu svara að lokum? „Hvers ég óski mér helst.“ Hvers óskarðu þér helst, Guð- björg?“ „Að halda góðri heilsu sem lengst.“ SA í DAG þlÓÐVIUINN FYRIR50ÁRUM Ástandið á Kataloniuvíg- stöðvunum er ennþá mjög al- varlegt. Stjórnarherinn býst um 11 km.fráTarragona. Til Dagsbrúnarmanna: Sam- einaðirsigrum við! Kjósið A- listann, og Dagsbrún mun vinna að gengi og einingu hinna vinnandi stétta án tillits til póli- tíkur. Eftir Héðin Valdimarsson. Slær í hart á aðalfundi S.f.F. ER 18. JANÚAR miðvikudagur í þrettándu viku vetrar, tuttugasti og niundi dag- ur mörsugs, átjándi dagur árs- ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.47 en sest kl. 16.30. Tungl vaxandi á öðru kvartili. VIÐBURÐIR Verkamannfélagið Fram á Seyðisfirði stofnað 1904. DAGBOK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 13.-19. jan. 1989 er í Breiðholts Apó- teki og Apóteki Austurbæjar. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...........simi 4 12 00 Seltj.nes...........sími 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjukrabílar: Reykjavík...........sími 1 11 00 Kópavogur...........sími 1 11 00 Seltj.nes...........sími 1 11 00 Hafnarfj............sími 5 11 00 Garðabær............simi 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá ki. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspitaiinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Siysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspitalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ neyðarathvarf fyrir unglingaTjarnargötu 35. Sími 622266 opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-fólagiðÁlandi 13.0piðvirkadaga frákl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl.20-22, sími 21500, símsvari: Sjálfshjálparhóp- ar þeirra sem hafa orðið fyrirsifjaspell- um, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um ónæmistæringu. (al- næmi). Upplýsingar í sima 622280, milli- liðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvennaathvarf, simi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrirnauðgun. Samtökin '78 Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsima Samtakanna '78 félags lesbía og homma á fslandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21-23. Sím- svari á öðrum tímum. Síminn er 91 - 28539. Fólag eldri borgara. Opið hús i Goð- heimum, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudagaogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1 -5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, erveitt í sima 11012 millikl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. GENGIÐ 16. janúar 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar......... 49,80000 Sterlingspund............ 87,66000 Kanadadollar............. 41,51600 Dönsk króna.............. 6,94800 Norsk króna.............. 7,40470 Sænsk króna.............. 7,88470 Finnskt mark.......... 11,62740 Franskurfranki........... 7,88910 Belgískurfranki.......... 1,28340 Svissn. franki........... 31,50200 Holl.gyllini............. 23,82150 V.-þýsktmark............. 26,88040 Itölsklíra............... 0,03669 Austurr. sch............. 3,82560 Portúg. escudo........... 0,32760 Spánskurpeseti........... 0,42990 Japanskt yen............. 0,39044 frsktpund................ 71,89100 KROSSGÁTAN 14 1« 1» Lárétt: 1 slóttug 4 hluti 6 rölt 7 hvetja 9 guðir 12 órólegra 14 spótt 15 planta 16 mælieining 19 þefa 20 eim 21 trú. Lóðrétt: 2 svefn 3 gróður 4 andvari 5 klafi 7 gamalmenni 8 ró- legast 10 óhrein 11 dómstóll 13 fjör 17 sjór 19 brún Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 ásum 4 flöt 6 eir 7 mátt 9 ótta 12 jafna 14 sló 15 líð 16 negla 19 arki 20 áöan 21 angri Lóðrétt: 2 smá 3 meta 4 frón 5 ört 7 mestar 8 tjónka 10 talaði 11 auðinn 13fag 17ein 18 lár Miövikudagur 18. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.