Þjóðviljinn - 19.01.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.01.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Fundur bankaráðsmanna Var fráleítt ólöglegur Jón Sigurðsson: Fundurinn fyrst ogfremststjórnmálalegs eðlis. Birgir Arnason: Upplýsingafundur og ekki verið að leggja neinum línurnar. Bankaeftirlit: Engin aðfinnsla Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra segir að fundur hans og tveggja annarra ráðherra með bankaráðsmönnum ríkisbank- anna sé fráleitt ólöglegur. Fund- urinn hafi fyrst og fremst verið stjórnmálalegs eðlis en ekki við- skiptalegs. En Vilhjálmur Egils- son framkvæmdastjóri Verslun- arráðs hefur gefið í skyn að fund- urinn sé ólöglegt samráð um vaxtaákvarðanir. Svipaður fund- ur var haldinn í nóvember og hafði Verslunarráð ekkert við hann að athuga þá. Bankaeftirlitið lýsti yfir í gær KÍ Óljós svör ráöamanna Fundað meðforsœtisráð- herra ígœr. Engin svör um bætt kjör Kennarasambandið segir eng- ar upplýsingar liggja fyrir frá stjórnvöldum um hvaða hug- myndir ríkisstjórnin hafi um að- gerðir til að rétta hag heimilanna og bæta kjör launafólks eftir þá stórfelldu kjaraskerðingu sem launafólki hafi orðið að þola. Forystumenn Kennarasam- bandsins áttu í gær fund með Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra þar sem mótmælt var harðlega auknum álögum á landsmenn og hækkun á vöru og þjónustu á sama tíma og samn- ingagerð er bönnuð með lögum. Óskað var eftir svörum ráð- herrans um væntanlegar aðerðir stjórnvalda en þau mál séu jafn óljós eftir fundinn og áður. Steingrímur boðaði fulltrúa KÍ til frekari viðræðna með fulltrúum ríkisstjórnarinnar næstu daga. Kennarasambandið hefur þeg- ar kynnt formanni samninga- nefndar ríkisins meginkröfur sínar í komandi kjarasamningum en þar er farið fram á verulega hækkun launataxta. Samningar félagasins áttu að renna út um síðustu áramót en voru fram- lengdir til 15. febrúar með bráða- birgðalögum stjórnarinnar. Málm- og skip Minni vinna lægri laun Miðstjórn Málm- og skipa- smiðasambandsins mótmælir harðlega kjaraskerðingum í for- mi hækkunar vöruverðs og skatta sem framkvæmdar eru á sama tíma og í gildi eru lög sem afnema umsamdar launahækkanir og banna kauphækkanir. Miðstjórnin bendir á að verð- hækkanir rýri ekki aðeins kaup- mátt gagnvart nauðsynjavöru heldur leiði þær og til verulegrar hækkunar á skuldum launþega sem reyni að eignast húsnæði. Kjörin séu skert á sama tíma og verulegur samdráttur sé í tekjum manna vegna minni vinnu. að það gerði engar athugasemdir við þessi fundarhöld. Aðstoðarmaður viðskiptaráð- herra, Birgir Árnason, telur fréttaflutning frá fundinum hafa verið nokkuð villandi. Á honum hefði Jón Sigurðsson ásamt þeim Ólafi Ragnari Grímssyni fjár- málaráðherra og Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra lýst viðhorfum til horfa í verð- lagsmálum og vaxtaákvarðana í tengslum við þær. Bankaráðs- mennirnir hefðu síðan lýst smum skoðunum. „Það var ekki verið að leggja nokkrum aðila línurnar á þessu fundi og enn fjær að á honum hafi verið teknar ákvarð- anir,“ sagði Birgir við Pjóðvilj- ann í gær. Eðlileg skoðanaskipti hefðu átt sér stað. Þegar verðbólga hjaðnaði ört í. kjölfar verðstöðvunar var sams konar fundur haldinn í nóvemb- ermánuði. Birgirsagði eðlilegt að stjórnvöld veldu sér vettvang af þessu tagi til að lýsa sínum skoð- unum. Það hvarflaði ekki að neinum að seilast inn á verksvið bankaráðanna. Útilokað væri að fundurinn geti verið ólöglegur fyrir það eitt að bankaráðsmenn mættu á hann. Ef þessi fundur væri ólöglegur væru allir fundir ólöglegir. „Ég held að svartsýnismenn í verðlagsmálum hafi nýlega farið flatt á því þegar þeir spáðu því að verðstöðvunin héldi ekki,“ sagði Birgir. Það væri eðlilegt að byggja á reynslunni við vaxta- ákvarðanir. Verðbólga hér hefði lengi verið á bilinu 20% en reynslan af síðustu mánuðum væri blendin og því eðlilegt að fara varlega í sakirnar. -hmp Kjarakaup Bókamarkaður opnar í dag í dag hefst sameiginlegur bókamarkaður ýmissa bókafor- laga að Þingholtsstræti 2, á horni Bankastrætis. Fjöldi forvitnilegra og eigu- legra bóka hefur verið dreginn fram í dagsljósið og eru þær boðnar á vægu verði. Seldar verða bæði nýlegar og gamlar bækur, svo sem skáldsögur, ævi- sögur, barnabækur, ástarsögur, vísinda- og sagnfræðirit, svo eitthvað sé nefnt. Bókamark- aðurinn stendur til laugardagsins 28. janúar. Við höfum orðið varir með mikla óánægju landsbyggðar- fólks með verðlagningu Pósts & Síma á faxkröfusendingum sem eru 500 krónur. Til að missa ekki spón úr okkar aski í vöruflutning- um vegna þessa háa verðs höfum við ákveðið að bjóða landsbyggð- arfólki uppá nýja þjónustu sem nefnd hefur verið Gírókarfa, segja forsvarsmenn Landvara, landsfélags vörubifreiðaeigenda á flutningaleiðum. Á blaðamannafundi í gær þar sem þessi nýja þjónusta við landsbyggðarfólk var kynnt kom fram að stjórn Landvara hefur reynt að fá Póst & Síma til að lækka kostnaðinn við faxkröfur en án árangurs. Um sl. áramót hættu vöruaf- greiðslur Landvaramanna að taka við póstkröfusendingum eftir gamla kerfinu og var við- skiptamönnum bent á að nota hið nýja faxkröfukerfi sem er mun hraðvirkara og skilvirkara. En strax og það rann upp fyrir við- takanda hversu mikið hann þurfti að greiða fyrir þjónustuna, 500 krónur, miðað við gamla póst- kröfukerfið, 165 krónur, var við- búið að fólk hætti að notfæra sér þjónustu vöruflutningabifreiða. Til að snúa vörn í sókn ákvað stjórn Landvara að bjóða neytendum upp á nýja þjónustu við kröfusendingar með Gíró- kröfum. Þær eru þannig að sendandi vöru sem vill láta vöruflytjanda innheimta andvirði vörunnar hjá móttakanda skal láta reikning og útfylltan C - gíróseðil fylgja send- Bankaráð Landsbankans mun á fundi sínum í dag ganga frá ráðningu tveggja aðstoðarbanka- stjóra við bankann. Talið er fullvíst að þeir Sigurður Péturs- son lögfræðingur bankans og Björn Líndal verði ráðnir. Björn var fyrir nokkrum mánuðum ráðinn sem „aðstoðarmaður bankastjóra“ hjá Landsbankan- um, en sú staða hafði ekki verið til hjá bankanum áður og var ekki auglýst eftir umsóknum i hana á sínum tíma. Stöður aðstoðarbankastjór- anna voru ekki auglýstar samtím- ingu. Það hraðar öllum skilum og afgreiðslum á vörusendingum og sendandi þarf einungis að fara eina ferð á vöruafgreiðslu með vöruna og er laus við aukaferðir á pósthús eða vinnu í sambandi við myndsendingar með faxtækjum. -grh is, heldur var seinni staðan ekki auglýst fyrr en eftir að Björn var settur í hina nýju stöðu aðstoðar- manns bankastjóra. í yfirlýsingu sem Samband ís- lensicra bankamanna og Félag starfsmanna Landsbanka fslands sendu frá sér nýlega, er lögð áhersla á að ráðið verði í stöðurn- ar úr röðum bankamanna. Bent er á að í kjarasamningi SÍB og bankanna sé skýrt kveðið á um að bankafólk skuli að jafnaði sitja fyrir við ráðningu í stöður, og er sérstaklega tekið fram að þetta eigi við um stöður aðstoðar- Loðna Fundaö íOsló Samningaviðrœður um skiptingu loðnustofnsins á milli íslendinga, Grænlendinga og Norð- manna - Þetta er búið að vera vanda- mál í nokkuð langan tíma hver hlutdeild Grænlendinga eigi að vera í loðnustofninum og hafa samningar ekki tekist hingað til en vonandi verður breyting á nú, sagði Jón B. Jónasson skrifstofu- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins. f gær lagði af stað 7 manna sendinefnd héðan til Oslóar undir forustu Helga Ágústssonar í utanríkisráðuneytinu til samn- ingaviðræðna við Norðmenn og Grænlendinga um skiptingu loðnustofnsins. Viðræðurnar fara fram í dag og föstudag. í gildi er samkomulag á milli Norðmanna og íslendinga um skiptingu loðnustofnsins og er hlutur Norðmanna 15% en ís- lendinga 85%. Þar sem ekki hef- ur náðst samkomulag um hver hlutur Grænlendinga eigi að vera hafa þeir skammtað sér sinn hlut sjálfir. Þeir eiga ekki skip til veiðanna og hafa því leitað til Færeyinga sem hafa veitt loðn- una með glöðu geði. bankastjóra. Um miðjan desember veitti FSLÍ bankaráði Landsbankans frest til 17. janúar til að ráða í stöður aðstoðarbankastjóra. í yfirlýsingu FSLÍ og SÍB segir að aðdragandi þessara stöðu- veitinga sé orðinn óvenju langur, sem vonandi þýði að bankaráð hafi íhugað málið vandlega. Þá segir orðrétt í yfirlýsingunni, „að SÍB og FSLÍ vænti þess að banka- ráðið komist að farsælli niður- stöðu, sem bankastarfsmenn geti sætt sig við og bankaráð haft full- an sóma af.“ -hmp Það eru ófá handtökin sem starfsmenn vöruskemmu Landflutninga þurfa að inna af hendi á degi hverjum við að afferma og ferma vöruflutningabifreiðar sem aka vítt og breitt landshorna á milli. Mynd: ÞÓM. Landvari Rándýrar faxkröfur Póstur & Sími tekur500 krónurfyrir hverjafaxkröfusendingu. ístaðþess að eiga á hættu að missa viðskiptavini býður Landvari viðskiptavinum uppá Gírókröfu -grh Landsbankinn Starfsmenn sltji fyrir Bankaráð Landsbankans rœður í tvœr stöður aðstoðarbankastjóra í dag. Sam- band íslenskra bankamanna: Væntir farsœllar niðurstöðu sem bankaráði verði sómi af 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.