Þjóðviljinn - 19.01.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.01.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRÉTTIR Vestur-Þýskaland Kohl harðlega gagniýndur Sakaður um ábyrgð á aðstoð vesturþýskrafyrirtækja við byggingu líbýsku efnaverksmiðjunnar - ísrael mótmælir Norbert Gansel, einn af þing- mönnum vesturþýskra jafn- aðarmanna, gagnrýndi Helmut Kohl, sambandskanslara, harð- lega á vesturþýska þinginu I gær fyrir að hafa látið það viðgangast að vesturþýsk fyrirtæki aðstoð- uðu Líbýu við að byggja efna- verksmiðju þá þarlendis, sem margir telja að höfð verði tii þess að framleiða eiturgas. Kvað Gansel framkomu vesturþýsku stjórnarinnar í þessu máli hafa valdið Vestur-Þýskaiandi álits- hnekki, til dæmis væri nú meiri þykkja milli Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands en nokkru sinni fyrr. Vesturþýska stjórnin hefur nú viðurkennt, að líklegt sé að vest- urþýsk fyrirtæki hafi aðstoðað Gaddafi Líbýuleiðtoga við að koma upp verksmiðjunni, en þangað til í s.l. viku bar stjórnin ásakanir Bandaríkjastjómar um þetta til baka með óvenju hörð- um orðum, hélt því t.d. fram að hér væri um að ræða „samræmda rógsherferð“ af hálfu Banda- ríkjamanna. Stjórnarerindrekar segja að Kohl hafi þar að auki látið Bandaríkjastjórn heyra að hún þyrfti ekki að halda að hún kæmist upp með að meðhöndla Vestur-Þýskaland eins og „ban- analýðveldi". í þingumræðunni um málið sagði Gansel auk annars að sér- staklega þung ábyrgð hvfldi á Vestur-Þjóðverjum viðvíkjandi málum sem þessu, vegna nasist- afortíðar Þjóðverja. Nú væri svo komið, að Gaddafi hefði vegna hjálpar frá Vestur-Þjóðverjum möguleika á að framleiða efna- vopn, sem líklegt væri að hann beitti gegn ísrael. í umræðunni kom fram, að vesturþýska stjóm- in hafði ffétt af framkvæmdum þarlendra fyrirtækja að Rabta suður af Trípólis, þar sem efna- verksmiðjan er, þegar í ágúst 1987. Gagnrýna stjórnarand- stæðingar nú stjórnina harðlega fyrir að hafa leynt þessu og látið fyrirtækjunum haldast þetta uppi. Gansei sakaði Kohl um að stuðla að vopnaútflutningi Vestur-Þjóðverja á bak við tjöld- in. Moshe Arens, utanríkisráð- herra ísraels, mótmælti í gær við vesturþýska ambassadorinn þar- lendis hlutdeild Vestur-Þjóð- verja í umræddum framkvæmd- um í Líbýu og komst að orði á þá leið, að þetta athæfi rifjaði upp vissar endurminningar úr sög- unni. Eins og kunnugt er notuðu þýskir nasistar gas til að útrýma evrópskum gyðingum á árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Reuter/-dþ. Kohl og Reagan Bandaríkjaforseti - kaldara á milli ríkja þeirra en nokkru sinni fyrr. Óvíst um örlög Boeynants Óvíst er enn um örlög Paul Vanden Boeynants, fyrrum for- sætisráðherra Belgíu, en hann hvarf fyrir fimm dögum og er tal- ið víst að honum hafi verið rænt. í bflskúr hans hafa fundist merki þess að hann hafi veitt mannræningjunum harða mót- spyrnu. Hringt hefur verið í nafni tvennra samtaka og tilkynnt að þau hafi Vanden Boeynants á valdi sínu og krefjast önnur þeirra, sem nefnast Sósíalísku byltingarstórfylkin og ekki hefur heyrst af áður, 37.500.000 kr. lausnargjalds fyrir ráðherrann fyrrverandi. Reuter/-dþ. Framleiðir Irak sýklavopn? I 1 íOttr r\ n « rl n 1 , .. — .. . — . . — -- - - — I _ '' 1 / í Tvær bandarískar sjónvarps- stöðvar héldu því fram á þriðju- dag að írak væri að framleiða sýklavopn til að koma af stað kól- eru, taugaveiki, miltisbrandi og fleiri sjúkdómum. Talsmaður upplýsíngamálaráðuneytis íraks þvertók í gær fyrir að svo væri, enda hefðu írakar enga þörf á slíkum vopnum sér til varnar. Reuter/-dþ. Samstaða lögleidd með skilyrðum Wojciech Jaruzelski Póllands- leiðtogi hefur eftir harðar deilur innan pólska kommúnistaflokks- ins fengið umboð til þess að lög- leiða á ný starfsemi verkalýðs- sambandsins Samstöðu, þó með ströngum skilyrðum til að hindra að það geti boðið völdum flokks- ins byrginn. Sambandið var bannað með öllu 1982. Stjórn Jaruzelskis stakk upp á því í ágúst s.l. að Samstöðu yrði Ieyft að starfa á ný, í þeim tilgangi að fá Lech Walesa, Ieiðtoga sam- bandsins, til samvinnu við stjórnvöld um lausn á vandamál- um Póllands. Reuter/-dþ. Kröfufundur í Prag Um 5000 manns komu saman á kröfu- og mótmælafund í mið- borg Prag, höfuðborgar Tékkó- slóvakíu, í gær og kröfðust frelsis og mannréttinda og hylltu Gor- batsjov Sovétríkjaforseta. Einnig var þess krafist að Milos Jakes, leiðtogi kommúnistaflokks landsins, léti af völdum. Lögregla lét fundarmenn afskiptalausa, gagnstætt því sem hún gerði næstu þrjá dagana á undan, en þá tvístraði hún mótmælafundum af hörku. Hafa tékkóslóvakísk stjórnvöld sætt fyrir það harðri gagnrýni. Reuter/-dþ. Boðskapur frá Khomeini Þá setti Gorbatsjov rauðan Ráðlagt að kasta kommúnisma og turnast til íslams Khomeini höfuðklerkur í íran sendi Gorbatsjov Sovétríkja- forseta boðskap fyrr í mánuðin- um og er það haft til marks um batnandi samskipti rfkjanna. Orðsendingin innihélt ráðleg- gingar ýmsar til sovéska leiðtog- ans, meðal annars hélt Khomeini því fram í henni að kommúnism- inn væri úreltur forngripur, sem best væri kominn á safni fyrir slíka muni. Sendimaður Khomeinis skýrði svo frá að sögn Teheranútvarps- ins að þá hefði Gorbatsjov sett dreyrrauðan, er hann kom að þessu atriði boðskaparins. Khomeini hélt því ennfremur fram á skjali þessu að mestu mein Sovétríkjanna væru andlegs eðl- is, en hvorki efnahagslegs né fé- lagslegs. Bað hann Gorbatsjov blessaðan að innleiða ekki breytingar í átt til kapítalisma, því að vera mætti að sú villan væri verri en hin, en hinsvegar væri engin hætta á öðru en að lausn fyndist á vandamálum Sovétríkj- anna ef þau turnuðust til íslams. Eitthvað nöldraði Khomeini út af Afganistan og byrsti Gorbat- sjov sig lítillega út af því og kvað þetta ótilhlýðileg afskipti af mál- efnum Sovétríkjanna. Svaraði þá sendimaður, sem Amoli heitir: „Þér eru allir vegir færir jafnt djúpt í jörðu niðri sem hæst á himnum yfir landi þínu... (Khomeini) ávarpar anda þinn, en ekki land þitt.“ Reuter/-dþ. Suðaustur-Asía Vietnamar á heimleiö frá Kampútseu Samskiptiþeirra við Kína og ASEAN-ríkifara batnandi—stjórn Huns Sen virðist traust í sessi Ríkisstjórnir Víetnams og Kampútseu hafa tilkynnt, að allar víetnamskar hersveitir verði á brott úr síðarnefnda landinu eigi síðar en í september n.k., 15 mánuðum fyrr en áður hafði ver- ið gert ráð fyrir. Kínastjórn hefur brugðist við þessu með því að gefa f skyn, að hún vilji hefja samningaumleitanir við Viet- nama með bætt samskipti ríkj- anna fyrir augum. Kínverjar höfðu þegar fyrir allnokkru látið á sér skiljast að þeir væru reiðubúnir að gjalda greiða með greiða, ef víetnamski herinn færi frá Kampútseu. Þegar Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, var í opinberri heim- sókn í Kína á dögunum, sagði Li Peng, forsætisráðherra Kína, við indverskan blaðamann, að allir þeir aðilar, sem styðja þau samtök kampútseönsk, er berjast gegn Víetnömum og stjórninni í Phnompenh, ættu að láta af þeim stuðningi jafnframt heimflutn- ingi víetnömsku hersveitanna. Hingað til hafa Kínverjar skil- yrðislaust stutt Rauðu kmerana, sem þekktastir eru af fjölda- morðum þeim er þeir frömdu á þjóð sinni meðan þeir ríktu í Kampútseu 1975-79. Nú eru þeir öflugastir þeirra kampútseönsku samtaka, sem berjast gegn Víet- nömum og stjóm Huns Sen f Phnompenh, sem Víetnam styð- ur. Með hliðsjón af ferli Rauðu kmeranna kann einhverjum undarlegt að þykja að þeir skuli enn njóta talsverðs fylgis meðal almennings lands síns, en til skýr- ingar má benda á miklar óvin- sældir Víetnama í Kampútseu frá fomu fari, sem og það að jafn- framt því að útrýma því fólki, sem tiltölulega vel var sett efna- hagslega og hafði einhverja menntun, þá hófu Rauðu kmer- arnir til áhrifa margt manna af lægstu stigum. En Kínverjar hafa farið hjá sér út af stuðningnum við fjöldam- orðingja þessa, af ótta við að þetta yrði þeim til álitshnekkis. Bandaríkin og önnur vesturveldi hafa að vísu einnig verið Rauðu kmemnum innanhandar, en látið minna bera á jáví. í þessu hafa Kínverjar fylgt og fylgja stefnu, sem þeir hafa svo þúsundum ára skiptir haft sem meginreglu gagnvart ríkjunum sunnan við sig. Meginatriði þeirrar stefnu hefur verið að hindra, að nokkurt ríki Suðaustur-Asíu yrði svo voldugt, að það bæri höfuð og herðar yfir hin. Meðan Indókína- ófriðurinn stóð yfir vom Kínverj- ar þannig í raun fremur mót- fallnir því, að Víetnam sameinað- ist £ eitt ríki, þótt þeir þyrðu ekki að láta á því bera vegna opinbers kommúnísks bræðralags við Ho Chi Minh og hans fólk. Þeim líkaði þaðan af verr að Laos og Kampútsea urðu í raun víetnömsk leppríki að nýnefnd- um ófriði loknum. Nú gera þeir sér að líkindum vonir um, að með brottför Víetnamhers frá Kam- pútseu gerist Hun Sen sjálfstæð- ari gagnvart valdhöfum í Hanoi en verið hefur. Til þess að svo megi verða þykir Kínverjum ó- maksins vert að fórna Rauðu kmemnum, því fremur sem þeir skammast sín fyrir þessa skjól- stæðinga sína. Liðlegheit Vfetnama stafa öðr- um þræði af sárlega bágum efna- hag þeirra. Þeim er því bráð þörf að draga úr herkostnaði sínum miklum, og það geta þeir með því að hætta hersetu í Kampútseu og bæta samskiptin við Kína. En þrýstingur frá Sovétríkjunum, aðalhjálparhellu Víetnams, hef- ur áreiðanlega einnig skipt tals- verðu máli í þessu sambandi. Gorbatsjov vill fyrir hvern mun bæta og auka samskiptin við Kína og skilyrði Kínverja fyrir því eru m.a. að Sovétmenn hætti þeim afskiptum af málum Suðaustur- Asíu, er Kínverjar telja sér í óhag. Þar að auki eru Sovétmenn orðnir þreyttir á að styðja við bakið á Víetnömum, því að það hefur verið þeim ærið kostnaðar- samt. Ein ástæða til fúsleika Sovét- manna og Víetnama til eftirgjafar í þessu máh er að stjóm Huns Sen virðist undanfarið hafa eflst að fylgi meðal þegna sinna. Á þeirri stjórn er nú svo að heyra, að hún » tel j i sig einfæra um að ráða niður- lögum Rauðu kmeranna og ann- arra innlendra andstæðinga, svo fremi þeim berist ekki stuðningur erlendis frá. Batnandi samskipta „austurs“ og „vesturs“ gætir hér líka. Aþreifingar eru hafnar milli Taí- lendinga og Víetnama, keppi- nauta frá fomu fari, með bætt samskipti fyrir augum og meira að segja hefur því verið hreyft að til greina komi að Víetnam, Kampútsea og Laos gangi í hið hingað til andkommúníska Bandalag Suðaustur-Asíuþjóða (ASEAN), sem Indónesía, Mal- asía, Filippseyjar, Singapúr, Taí- land og Bmnei eiga aðild að. dþ. Fimmtudagur 19. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.