Þjóðviljinn - 21.01.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.01.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 21. janúar 1989 15. tölublað 54. órgangur Keflavík Póstur og sími á herbílum Lögreglan íKeflavík tekur úr umferð bifreiðarsem Póstur og sími notaði. Eru ekki til á bifreiðaskrá. Herinn á bílana. Yfirmaður Pósts og síma í Keflavík: Skráðir sem okkar eign til aðfá tryggingar ogskoðun. Rannsóknarlögreglan: Mjög svo einkennilegt mál Lögreglan í Keflavík hefur tekið í sína vörslu bifreið sem Póstur og sími hefur haft í þjónustu sinni. Bifreiðin og önnur til sem eru af gerðinni AMC-Hornet, finnast hvergi á bifreiðaskrá. Bif- reiðarnar sem voru áður á VL númerum eru nú komnar á J númer og í nýjum skoðunarvott- orðum eru þær skráðar eign Póst og síma í Keflavík. Yfirmaður Póst og sírna á staðnum og yfir- menn hersins á Keflavíkurflug- velli hafa hins vegar lýst því yfir að bifreiðarnar báðar séu eign hersins. Það var í fyrradag að lögreglan í Keflavík tók aðra bifreiðina í sína vörslu þar sem starfsmenn Pósts og síma voru á henni fyrir utan Leifsstöð. Hin bifreiðin er á verkstæði á Keflavíkurflugvelli. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Keflavfk er þetta allt hið undar- legasta mál, en Björgvin Lúthers- son yfirmaður Pósts og síma í Keflavfk, neitaði í gær að gefa lögreglu skýringar á málinu. - Eg er ekki tilbúin að mæta með engum fyrirvara hjá lögregl- unni, ég þarf að útvega gögn til að skýra þetta mál og mun því Tæða við þá á mánudaginn, sagði Björgvin í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Hann sagði ástæðuna fyrir þessum bílasamskiptum Pósts og síma í Keflavík við herinn vera þá, að yfirmenn hersins hefðu boðist til að útvega stofnuninni bifreiðar fyrir þá starfsmenn Pósts og síma er sjá um viðhald og viðgerðir á jarðsímastrengjum á hersvæðunum. Áður hafði stofnunin notast við bílaleigubif- reiðar og gert hernum reikning fyrir þau afnot. - Við ákváðum að taka þessu boði en ég vildi að bílarnir yrðu tryggðir samkvæmt íslenskum lögum og skoðaðir. Því eru þeir skráðir á okkar nafn þó herinn eigi þá. Við erum ekki að brjóta neitt af okkur og höfum lagt áherslu á að þessir bílar séu ekki notaðir utan vallarins. Ég skil hinsvegar ekki hvers vegar þeir eru ekki ennþá komnir inn í bif- reiðaskrána, sagði Björgvin. Hann sagði að hér væri sjálf- sagt um hagkvæmnismál að ræða fyrir herinn, bílaleigukostnaður hefði verið um 150 - 200þús. kr. á mánuði í fyrra. - Við urðum að gera þetta á þennan hátt til að fá tryggingar á bílana. Þetta hljóm- ar undarlega en mér finnst þetta ekkert aðfinnsluvert, sagði Björ- gvin, aðspurður hvort eðlilegt gæti talist að opinber stofnun gerði út á bílaflota hersins. Bifreiðarnar sem Póstur og sími hefur haft undir höndum frá hernum, voru fluttar tollfrjálst inn til landsins og í þeim er sér- stakt bensínkort til að versla toll- frjálst bensín á hervellinum. Þá hefur herinn annast viðhald bfl- anna. Óskar Þórmundsson lögreglu- fulltrúi í rannsóknarlögreglunni í Keflavík sagði í gær að bifreiðin sem lögreglan hefði í vörslu sinni væri ólögleg þar sem hún væri ekki til á skrá. Þetta væri afar einkennilegt og sérstakt mál sem ekki væri búið að f á botn í ennþá. Reykjavík ýtir en landsbyggðin hlær. Miklum snjó kyngdi niöur á höf uðborgarsvæðinu í fyrrinótt og í gær og og urðu því margir að taka á honum stóra sínum til að komast áfram í umferðinni. Veðurstofan spáir Bankamál Utvegsbankinn hf. skorinn í tvennt? Hugmyndin um að Útvegsbanka hfverðiskiptámilliLandsbanka ogBúnað- arbanka endurnýjuð. SteingrímurHermannsson: Brýntað sameina banka. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hyggst Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra leggja fram tillögur í ríkisstjórn- inni eftir helgina þess efnis að Ut- vegsbankinn hf. verði sameinað- ur Landsbanka og Búnaðar- banka. Verði sú tillaga samþykkt þarf jafnframt að breyta lögum sem heimili ríkisbönkunum tveimur að yfirtaka eða kaupa Útvegsbankann hf. Steingrímur Hermannsson neitaði þessu ekki í gær, en vildi ekki tjá sig um málið beint. „Þetta er ein af þeim lausnum sem ég er til í að skoða, en Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra hefur forræði í þessum málum," sagði Steingrímur. Aðspurður sagðist Steingrímur ekki telja að þó að þessar hugmyndir yrðu lagðar fram að þá stöngaðust þær ekki á við það verk sem Jón væri að láta vinna í sambandi við sölu Útvegsbankans. „En ég er á- kveðinn í því að ræða ekki í fjöl- miðlum þær hugmyndir sem ég kann að vera að leggja fyrir ríkis- stjórnina þessa dagana. Ég vil ekki tjá mig beint um þessa hug- mynd, en ég tel orðið afar brýnt að sameina og fækka bönkum. Það var pklcar tillaga á sínum tíma að Útvegsbanka yrði skipt milli Landsbanka og Búnaðar- banka. Sjálfstæðisflokkurinn vildi þá fara þá leið að breyta Út- vegsbanka í hlutafélag og sam- eina hlutafélagabanka. Það hefur ekki tekist. Jón er enn að skoða hvössum norðnorðaustan vindi um helgina með sjókomu og éljagangi fyrir norðan en þurru fyrir sunnan. Skafrenningur verður víða og því varasamt að leggja í ferðalög. Frost verður um allt land frá 2 - 6 stig. ____________Mynd: Jim Smart. Vextir Vextir hækka Landsbankinn og Búnaðar- bankinn hafa hækkað vexti á inn- og útlánum um 1-2% og hafa þeir Olafur Ragnar og Steingrímur Hermannsson lýst yfir óánægju sinni með þá hækkun. Telja þeir að þörf sé á að ríkisstjórnin finni sér vopn sem bíti til að stýra vaxtaþróuninni. Ólafur Ragnar telur að aðför Sjálfstæðisflokks- ins í bankakerfinu hafi mistekist, en þar reyni flokkurinn að hefna þess sem tapaðist á Alþingi. Bún- aðarbankinn lækkaði raunvexti á verðtryggðum skuldabréfum og hafa ráðherrarnir fagnað því sem skrefi í rétta átt. Sjá síðu 3 þessa hlutafélagasameiningu, en að sjálfsögðu hlýtur henni að ljúka einhvern tíma. Hann metur það sjálfsagt sjálfur," sagði Steingrímur. Aðspurður um hvort hann hygðist leggja þessa tillögu fyrir ríkisstjórnina strax eftir helgi eða bíða eftir að nefndir Jóns Sig- urðssonar sem skoða sölu Út- vegsbankans lykju störfum, sagð- ist Steingrímur „ekkert geta sagt um það á þessu stigi." -phh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.