Þjóðviljinn - 21.01.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.01.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR LÍN Stjómin á móti ráðherra Meirihluti stjórnar LÍNá móti tillögum vinnuhóps ráðherra, sem hefur tvívegis beðið Sigurbjörn Magnússonað segjaafsér. Formaður SHI: Pólitísk ábyrgð liggur hjá ráðherra, ekki LÍN Meirihluti stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur sett sig upp á móti tillögum vinnu- hóps á vegum menntamálaráð- herra, um lagfæringar á reglum um LIN. Allir fulltrúar stúdenta í stjórn LÍN eiga sæti í vinnuhóp ráðherrans og eru því á annarri skoðun en meirihluti sjóðsstjórn- ar, með Sigurbjörn Magnússon framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins í broddi fylk- ingar SHA Móbnæla öllum her- fram- kvæmdum Herstöðvaandstœðingar: Hvað um loforð ríkis- stjórnarinnar? Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla harðlega öllum fyrir- ætlunum bandaríska hersins um nýjar hernaðarframkvæmdir hérlendis. Jafnframt skora sam- tökin á ríkisstjórnina 'að standa við ákvæði stjórnarsáttmálans um að ekki komi til nýrra hernað- arframkvæmda á kjörtímabilinu. Herstöðvaandstæðingar segja að af nýjustu fréttum af áætlun- um um hernaðaruppbyggingu hérlendis sé ekki annars getið en íslenska ríkisstjórnin hafi lagt blessun sína yfir allar þessar framkvæmdir, sem nemi tugum miljarða á næstu árum. „Koma þær framkvæmdir í bága við loforðin sem gefin voru þegar ríkisstjórnin var mynduð, en þar var því slegið föstu að ekki yrði ráðist í nýjar hernaðarfram- kvæmdir á vegum hersins. Var það markmið ekki stórmannlegra en svo að unnt ætti að vera að standa við það,“ segir í yfirlýs- ingu frá herstöðvaandstæðing- Háskóli íslands Aukin fullorðins- fræðsla Almenningi er heimilt að sækja fyrirlestra háskólakennara eftir því sem húsrúm leyfir, segir Stef- án BaJdursson, aðstoðarmaður háskólarektors. Þennan rétt hafa margir notfært sér undanfarin ár, til dæmis hefur verið mikil að- sókn í ýmsar greinar heimspeki- deildar og félagsvísindadeildar. Fólk hefur fengið að þreyta próf ef það hefur óskað þess, en enn sem komið er fást þau ekki metin. í stöku skólum erlendis, í Kanada, Svíþjóð og Danmörku t.d., eru aldur og reynsla metin á við stúdentspróf. Kennsla hefst eftir helgina. SA Eftir að niðurstöður vinnu- hópsins lágu fyrir bað Svavar Gestsson menntamálaráðherra stjórn LÍN um álit hennar á til- lögunum. Tillögur hópsins eru í grundvallaratriðum í fjórum lið- um og setur meirihluti sjóðs- stjórnar sig upp á móti þeim öllum og telur þær óframkvæm- anlegar. En fulltrúar stúdenta í stjórninni létu bóka að þeir stæðu ekki að áliti stjórnarinnar. Þegar menntamálaráðherra hafði fengið álit meirihlutans í - Salan var strax skínandi góð og nokkrir titlar seldust upp fyrsta daginn, sagði Skúli Ingi- mundarson, umsjónarmaður bókamarkaðarins á horni Þing- holtsstrætis og Bankastrætis en hann var opnaður í fyrradag. sínar hendur, kallaði hann for- mann stjórnarinnar, Sigurbjörn Magnússon, á sinn fund og sagði honum að ef hann treysti sér ekki til að framkvæma stefnu sína í lánamálum, ætti hann að segja af sér. Sigurbjörn neitaði að segja af sér og var það í annað skipti sem hann neitaði því. En Svavar bað Sigurbjörn strax á haustdögum að segja af sér, þar sem formaður sjóðsstjórnar á að vera trúnaðar- maður menntamálaráðherra hjá sjóðnum. Svavar hefur sent Að sögn Skúla átti Hið íslenska bókmenntafélag frumkvæði að því að markaðinum var komið á fót en auk þess eru 15 forlög með í fyrirtækinu, stór og smá, og fer fjölgandi. Titlar eru um 700 og kennir niðurstöðu meirihlutans til vinn- uhópsins til umfjöllunar. Ráðherra setur stefnuna Ragnar Árnason formaður vinnuhópsins segir það veruleg vonbrigði að meirihluti sjóðs- stjórnarinnar taki svona illa í þetta mál, og hafnaði öllum til- lögum námsmönnum til hags- bóta. Hann sagðist ekki eiga von á því að vinnuhópurinn breytti sínum tillögum. Meirihlutinn telur LÍN ekki margra grasa þótt fagurbók- menntir, ævisögur og sagnfræði skipi veglegan sess. Markaðurinn verður starfræktur fram að 28. þessa mánaðar og er opið til kl. 4 á laugardögum. hafa fjármagn til að framkvæma tillögur vinnuhópsins. Sveinn Andri Sveinsson formaður Stúd- entaráðs, segir að það sé ráðherr- ans að sjá LIN fyrir nauðsynlegu fjármagni og að stjórn LÍN hljóti að eiga að fara að tilmælum hans. Sveinn segir það ekki rétt að fry- sting Sverris á hækkun námslána hafi verið leiðrétt með breyting- um á tekjutilliti, eins og meiri- hluti sjóðsstjórnar haldi fram. En tekj utillitið hefur verið lækkað úr 75% í 35% frá því námslán voru fryst. Formaður Stúdentaráðs segir þessa röksemd aðeins gilda vegna þeirra stúdenta sem hafi haft hálfa miljón og yfir í sumartekj- ur, sárafáir stúdentar hafi slíkar tekjur. Stúdentar hefðu alltaf litið þannig á, að hámarkslán ætti að duga fyrir eðlilegri fram- færslu, en umframtekjur upp að vissu marki væru óháðar lánun- um vegna óvæntra útgjalda. Lán til 1. árs nema Vinnuhópur ráðherrans leggur til að tekjutillitið verði 50% og segir Sveinn það sína skoðun að þar sé það vel staðsett, þó ekki fyrr en skerðingin hafi verið leiðrétt. Hann segist ekki efast um að meirihluti sjóðsstjórnar beri umhyggju fyrir hag sjóðsins. En það sé full langt gengið að taka fram fyrir hendur ráðherr- ans, sem bæri pólitíska ábyrgð á sjóðnum. Sjóðsstjórnin hljóti að að framkvæma stefnu mennta- málaráðherra. Ef hún gerði það ekki væri hins vegar einfalt mál fyrir menntamálaráðherra að af- greiða málið með reglugerð. Meirihlutinn vill ekki sam- þykkja víxillán til fyrsta árs nema. Sveinn segir alla hafa verið sammála um það á sínum tíma, þegar lán til fyrsta árs nema voru aflögð, að sú ráðstöfun væri ein- ungis til bráðabirgða vegna slæmrar fjárhagsstöðu LÍN. Núna væri staðan hins vegar góð, um 70 miljónir í lánsheimildum væru ónotaðar frá síðasta ári og það ætti fyrir löngu að vera búið að breyta þessu í fyrra horf, þannig að fyrsta árs nemar fengju lán. -hmp y Fvlgiskönnun Ihald upp, Kvennalisti niður Allaballar ísókn, óákveðnir sjaldanfleiri, stjórnin íminnihluta Sjálfstæðisflokkur sækir í sig veðrið, Kvennalistinn missir flugið, ríkisstjórnin hefur misst upphaflegar vinsældir sínar, en Alþýðubandalagið stendur vel. Þetta eru helstu niðurstöður úr tveimur könnunum sem birtar voru í gær, í DV og Stöð tvö (Skáís-könnun). Að því ógleymdu að óákveðnir hafa sjaldan verið fleiri í könnunum eftir síðustu kosningar: 40,5 svara ekki hjá Skáís, og hefur sú tala aðeins ein- usinni verið hærri síðan um kosn- ingar, og 46% hjá DV sem er met þar á bæ. Fylgisskipting er þessi hjá þeim sem afstöðu tóku (fyrst DV- hlutfall, síðan Stöðvartölur): Al- þýðuflokkur 10,8-11,3, Fram- sóknarflokkur 19,8-19,6, Sjálf- stæðisflokkur 39,5-36,7, Alþýðu- bandalag 10,8-12,9, Kvennalisti 15,4-14,4, Borgaraflokkur 1,9- 2,5, Þjóðarflokkur 1,5-0,4, Flokkur mannsins 0,3-1,0. Telja má líklegt að aukinn fjöldi óákveðinna hafi aukið hlut Sj álfstæðismanna í hópi þeirra sem afstöðu taka, sérstaklega þarsem óákveðnum fjölgar um leið og Kvennalisti virðist missa verulegt fylgi, en þó er greinileg sveifla til gamla íhaldsflokksins í þessum könnunum, og ekki langt í hefðbundið fylgi. Borgarar eru hinsvegar heillum horfnir einsog í síðustu könnunum. Kvennalistinn virðist nú vera með svipað fylgi og fyrir ári. V- listinn fékk rúm 10 prósent í kosningunum vorið 1987, fékk síðan enn aukinn byr undir vængi í könnunum og var í 14—15% um áramótin, komst í um 20% í fe- brúar og mars, og stökk í um 30% um sumarið, - var þá öflugasti flokkur landsins í nokkrum könn- unum. Síðsumars og í haust dal- aði fylgið í 20-25%, og virðist nú vera komið aftur í um 15 prósent. Alþýðubandalagsmenn fá besta niðurstöðu af stjórnar- flokkunum. Flokkurinn hefur að vísu farið upp og niður í DV- könnunum frá því í sumar (júní/ sept/okt/nóv/jan: 11,1-7,7-10,7 - 7,2 - 10,8), en kannanir Skáís- manna benda til öruggrar sóknar: júlí/ágúst/sept/okt/jan: 9,0-9,4- 10,8 - 11,9 - 12,9. Fylgistala Al- þýðubandalagsins í könnun Skáís og Stöðvar tvö er jafnframt sú hæsta sem flokkurinn hefur feng- ið í könnunum frá síðustu kosn- ingum. I könnununum kemur einnig fram að fleiri eru andvígir ríkis- stjórninni en meðmæltir. í DV eru 36% með, 44,2% á móti 44,2%, óákveðnir 19,8%, sem þýðir 55,1 móti og 44,9% með af þeim sem taka afstöðu. Samsvar- andi tölur á Stöðinni eru 34,2 með, 52,5 á móti, 13,3 óákveðin, af afstöðu 60,6 á móti, 39,4 með. í könnunum fyrir jól voru stuðn: ingsmenn stjórnarinnar hinsveg- ar í meirihluta, og eru hveiti- brauðsdagar stjórnarinnar sýni- lega fyrir bí. -m Á bókamarkaði. Eitthvað við allra hæfi. Bókamarkaður Bunkamir grynnka Góð sala á tveim fyrstu dögum 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.