Þjóðviljinn - 21.01.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.01.1989, Blaðsíða 6
Samkeppni um nafn Brunabótafélag íslandsog Samvinnutryggingar g.t. efna hér með til samkeppni meðal almennings um NAFN HLUTAFÉLAGSINS sem þessir aðilar ætla að stofna til að annast vátryggingarekstur þann sem þeir hafa haft með höndum. Samkvæmt lögum nr. 50,1978, verður nafn- ið að bera með sér að félagið reki vátrygging- astarfsemi. Sjálft heitið þarf þó ekki að bera þetta með sér ef fyrir aftan eða framan við það kemur „vátryggingafélag". Hver þátttakandi í þessari samkeppni má senda inn fleiri nöfn en eitt en þarf að láta koma skýrt fram eigið nafn, heimili og síma- númer undir hverri tillögu. Tillögur skulu afhentar í aðalskrifstofur og öll umboð Brunabótafélagsins og Samvinnu- trygginga g.t. fyrir lok fimmtudags 26. janúar 1989 Verðlaun að fjárhæð kr. 200.000 verða veitt tillögumanni að því nafni sem valið verður. Ef fleiri en einn eiga uppástungu um það nafn verður dregið milli þeirra. í dómnefnd eru: Axel Gíslason, Jónas Krist- jánsson, forstöðumaður Árnastofnunar og Ingi R. Helgason. Samvinnutryggingar g.t. og Ðrunabótafélag íslands Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Unglingadeild Við deildina er laus til umsóknar 50% staða fé- lagsráðgjafa. Reynsla af starfi með unglingum æskileg. Fé- lagsráðgjafamenntun eða sambærileg menntun á sviði uppeldis- og/eða félagsmála áskilin. Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri í síma 622760 og yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðu- blöðum sem þar fást, fyrir 1. febrúar. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Sigurlilju (Lilju) Bjarnadóttur Lönguhlíð 3 fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 24. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á hjúkrunarheimilið Skjól eða á Landspítalann. Gyða Erlendsdóttir Jóhann Ó. Erlendsson Erlendur Erlendsson Freyja G. Erlendsdóttir Ella Erlends. Steen Sigríður H. Erlendsdóttir og barnabörn Pálína R. Guðlaugsdóttir Guðrún K.G. Gunnarsdóttir Sigursteinn Guðsteinsson John Steen Daniel Raymond ERLENDAR FRÉTTIR Bush ávarpar fólk við Hvíta húsið. Hjá honum standa (t.f.v.) Nancy og Ronald Reagan, Barbara Bush, hin nýja forsetafrú, J. Danford Quayle, varaforsetinn nýi, og kona hans Marilyn. Bandaríkin Bush sver embættiseið Heitir á demókrata tilsamvinnu - lofar að halda áfram stefnu Reagans í utanríkismálum George Bush, varaforseti Bandaríkjanna í s.l. átta ár og sig- urvegari í forsetakosningum þar s.l. haust, sór embættiseið í gær kl. 12.03 að staðartíma og varð þar með 41. forseti Bandaríkj- anna. Rétt áður sór J. Danford Quayle, fyrrum öldungadeildar- þingmaður frá Indiana, embætt- iseið og varð þá 44. varaforseti Bandaríkjanna. Athöfnin fór fram á tröppum Kapítólhallar, þinghússins í Washington. Eiðinn af nýja forsetanum tók William Rehnquist, forseti hæst- aréttar. Sór Bush að miklu fjöl- menni viðstöddu að „varðveita, vernda og verja stjórnarskrána". Veður var dumbungslegt en ekki kalt. Gagnsæjum en skotheldum skildi var haldið fyrir Bush með- an athöfnin fór fram og öryggis- verðir í hundraðatali voru hvar- vetna umhverfis. Með athöfn þessari lauk við- burðaríkri og stundum umbrota- samri átta ára stjórnartíð Ron- alds Reagan, sem alltaf var um- deildur en eigi að síður einn vinsælustu forseta Bandaríkja- sögunnar. Reagan, sem nú er 77 ára, lagði að athöfninni lokinni af stað með konu sinni Nancy til Kaliforníu, þar sem þau setjast að í Bel-Air, góðum stað þar sem búa margir fornvinir þeirra úr kvikmyndaheiminum. Bush hélt ræðu við þetta tæki- færi svo sem venja er til og hóf hana með bæn. Bað hann almætt- ið „rita í hjörtu vor þessi orð: „Beitið valdinu fólki til hjálp- ar.““ Mæltist haíin síðan til þess af löndum sínum að þeir samein- uðust sér í stuðningi við „nýja at- hafnastefnu“. Hann kvað Banda- ríkin aldrei vera sjálfum sér lík, nema þau stefndu að háleitum, siðrænum markmiðum. Af innanlandsvandamálum sem biðu lausnar nefndi Bush neyð heimilislausra, eiturlyfjaplág- una, mikla glæpatíðni og hrörnun sumra borga. Hvatti hann ein- staklinga og kaupsýslumenn til að bregðast við þessum vandam- álum við hlið stjórnvalda. Bush hafði áður sagt, að hann myndi láta ganga fyrir öllu öðru að lækka mikinn halla á fjár- lögum. Til þess að hafa einhverja von um árangur í því er honum þörf lipurðar af hálfu þingsins, þar sem demókratar hafa meiri- hluta. Enda hvatti hann í ræðunni ákaft til „nýs anda málamiðlunar og samræmis" milli Hvíta hússins og þingsins og kallaði demókrata vini sína og holla stjórn sinni, þótt stjórnarandstæðingar væru. í innvígsluræðum Bandaríkja- forseta er vaninn að fjalla fyrst og fremst um innanríkismál, og í samræmi við það var Bush tiltölu- lega fáorður um utanríkismálin. Hann hét að viðhalda nánum samböndum við bandamenn Bandaríkjanna og halda áfram á nýjum vegi vinsemdar við Sovét- ríkin. Forsetinn nýi kvað mannkynið lifa góða tíma, en betri gætu þeir orðið. Taldi hann að alræðishyggja væri nú á förum úr heiminum. Hann færði Reag- an einnig þakkir fyrir hönd þjóð- arinnar fyrir „þá dásamlegu hluti sem þú hefur gert fyrir Bandarík- in.“ Reuter/-dþ. Kviðið fyrir Bush Japanir óttast að hann taki upp haftastefnu gagnvart þeim I Japan gætir nú nokkurs kvíða út af því að hin nýja Bandaríkja- stjórn undir forustu George Bush kunni að reynast viðskiptavinum Bandaríkjanna, og þá sér í lagi Japan, allnokkru óþjálli en stjórn Reagans var. Vaxandi gremju gætir af hálfu Bandaríkjamanna út af óhagstæðum viðskiptajöfn- uði þeirra við Japan. Japanir óttast nú að Bush kunni að reyna að jafna þau met með því draga úr innflutningi frá Japan með haftastefnu í verslun. Bandaríkjaþing, þar sem demó- kratar eru í meirihluta, kunni að þvinga hann til þess, jafnvel þótt hann yrði tregur til þess sjálfur. í því sambandi má nefna að nýlega eru gengin í gildi í Bandaríkjun- um lög um verslunarmál, sem fela í sér að forsetinn missir tals- vert af valdi sínu á þeim vettvangi til þingsins. David Smick, banda- rískur efnahagsmálaráðunautur, segir á þá leið að þegar Banda- ríkjamenn hætti að sjá Sovétríkin fyrir sér sem höfuðóvin (sam- kvæmt niðurstöðum skoðanak- annana er Gorbatsjov nú næstum eins vinsæll í Bandaríkjunum og Reagan), sé hætt við að þeir fari í staðinn að kenna öðrum um van- dkvæði sín og þá ekki síst helstu viðskiptavinum sínum í verslun. Reuter/-dþ. HITAVEITA REYKJAVÍKUR GRENSÁSVEGI 1 - SÍMI 82400 Hitaveita Reykjavíkur auglýsir breytt símanúmer Aðalnúmer: 600100 Beinar línur: Innheimta: Innlagnadeild: Bilanaþjónusta: Nætur og helgidagavakt: 600101 600102 600265 27311 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardaqur 21. janúar 1S39

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.