Þjóðviljinn - 21.01.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.01.1989, Blaðsíða 7
BÓKIN SEM ÉG ER AÐ LESA Fituklessa eftir Diana Kempff Sögusviðið er höfuðborg valsa og Waldheims á sjötta og sjöunda áratugnum. Austurríska skáld- konan Diana Kempff lýsir í skáldsögu sinni “Fituklessan" á mjög ljóðrænan hátt, hvernig umhverfið krefst þess að ungar stúlkur séu háar og grannar en ekki stuttar og feitar. Þetta er fyrstupersónufrásögn lítillar stúlku sem aldrei er nefnd með nafni, það kalla hana allir „fitu- klessu“ og hún fer að sjá sjálfa sig sem eitthvert fyrirbæri. Því er henni fullkomlega eðlilegt að breyta sér í allra dýra líki og svífa út í hugmyndaheim sem þægilegt er að lifa í. Uppvaxtarárin ein- kennast af áhugaleysi foreldr- anna, læknisskoðunum og enda- lausu skítkasti skólafélaganna. Til þess að fóta sig í þessum grimma heimi leitar hún á vit eigin fantasíu og bókmennta. Vegna þess að ég geng svo hægt þá pirra ég hina krakkana. Þá vil ég frekar leika mér alein. Uppá- haldsleikurinn minn er að vera ósýnileg, láta sem enginn sjái mig. Ég held, að það besta sem til er, sé að lesa. Fólkið í bókunum getur ekki gert mér neitt. Ég er ekkert hrædd við fólkið í bókun- um, ekki einu sinni við nornir. Ég er bara hrædd við þá sem ég þekki, ég er bara hrædd við þá sem ég þekki í alvörunni. Lesandinn fylgir stúlkunni í hennar hugarheimi frá barnæsku og gegnum angist og erfiðleika unglingsáranna. Flögrað er fram og aftur í tíma og rúmi, það er eins og hún hafi komið fyrir seg- ulbandi á heilanum og aldrei þurft að breyta hugdettum sínum í orð. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Það væri ágætt að vera Sheherazade, eða álfa- Elísabet Brekkan skrifar mær, eða norn. Kannski verð ég skáldkona, spurningin er bara hvernig verður maður skáld. Mamma segir að það sé köllun. En ef enginn kallar á mig? þá get ég ekki orðið skáldkona. Það væri samt yndislegt, þá myndu þau loksins hlusta á mig. En hvað hún getur lýst þessu stórkostlega, myndu þau segja. Hamingjan er þegar óhamingjan er ekici til. Skuggarnir birtast mér á daginn, síðan heyri ég raddir og veit ekki hvaðan þær koma, ég skil ekki hvað þær segja nema þegar þær nefna nafn mitt þá verð ég hrædd. Þeir segja mér að ég sé stundum ekki til. Ég fæ mjög undarlega tilfinningu í mannþröng. Hlaupa burtu, hvert? Fólk sem hlær og djöflast allan daginn það er ham- ingjusamt, það er í jafnvægi. Sá sem getur ekki skriðið úr skel sinni er innhverfur. Að vera innhverfur er slæmt. Einrænn. Það er næstum því að vera gáfað- ur, það er verst af öllu. DAGVI8T BARNA Tilkynnir: Leyfisveitingar til daggæslu barna á einkaheimil- um, hefjast að nýju 1. febrúar-28. febrúar 1989. Vakin er athygli á því, að skortur er á dagmæðr- um í eldri hverfum borgarinnar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Dagvistar barna, í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Athygli er enn fremur vakin á því, að samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna (nr. 53/ 1966), er óheimilt að taka börn í daggæslu á einkaheimili án leyfis barnaverndar viðkomandi sveitarfélags. Allar nánari upplýsingar veita umsjónarfóstrur í síma 27277 daglega frá kl. 8.30 - 9.30 og kl. 13.00 -14.00, eða á skrifstofu dagvistar í Hafnar- húsinu. Stjórnarráð íslands Nýtt símanúmer Frá mánudeginum 23. janúar 1989 hefur Stjórn- arráð íslands símanúmerið 60 90 00 Maðurinn minn Sigurður Árnason frá Heiðarseli Hverahlíð 12, Hveragerði lést 18. janúar á Ljósheimum, Selfossi. Anna Guðjónsdóttir Útför frænku minnar Sigrúnar Jónatansdóttur hjúkrunarkonu Stóragerði 30 verður mánudaginn 23. janúarfrá Fossvogskirkju kl. 13.30. Anna Brynjúlfsdóttir Stúlkan lætur sig dreyma um að vera fugl, fugl sem gæti flogið burt frá veruleikanum. Hún gef- ur draumum sínum ótakmarkað- an tíma, í miðjum draumum heyrir hún þó hlátrasköll félag- anna, „ef hún dettur út um glugg- ann verður bara fituklessa á gangstéttinni“. Persónum og sögusviði er að- eins lýst með myndum þeim er koma upp í huga hennar í tengsl- um við atburðarásina. Hún fer með foreldrum sínum í kirkju á jólum. “Fituklessan" er alls stað- ar nálæg. í Japan eru engin jól. Ára- mótin þar eru hátíð. Þar er engin jata,og þarer enginnfrelsari. Þar er Búdda í staðinn, hann liggur ekki í neinni jötu, tií þess er hann alltof feitur. Hann situr með krosslagðar lappir og veifar til okkar. Það var aldrei neinn sem negldi hann upp á kross, þess vegna er hann svona vingjarn- legur í framan. Bókin heitir á frummálinu “Fettfleck" og er gefin út hjá Resdenz Verlag í Vínarborg árið 1979. Hin áskapaða ímynd fegurðar þvingar þessa litlu stúlku til þess að leita huggunar í eigin hugar- heimi, sem henni tekst með orð- snilld og kímnigáfu. Bókin skilur eftir sig ríkulegt safn mynda og hugrenningatengsla í ljósárafjar- lægð frá nkjandi yfirborðsdýrk- un. Kannski er þetta kennslubók í sálarfræði, sálarfræði barnsins, og sé svo þá er sálarfræðin orðin að ljóði sem hittir beint í hjarta- stað. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Djúpivogur Opinn fundur Hjörleifur Guttormsson alþm. verður á opnum fundi I Hótel Framtíðinni, Djúpavogi, mánudagskvöldið 23. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið AB Grundarfirði Almennur fundur Alþýðubandalagið í Grundarfirði boðar til almenns fé- lagsfundar sunnudaginn 22. janúar kl. 15.00 í Alþýðu-- bandalagshúsinu i Grundarfirði. Skúli Alexandersson alþm. mætir á fundinn og ræðir stjómmálaástandið. Félagar fjölmennið. Stjórnin Félagsfundur í Alþýðubandalagsfélaginu í Ólafsvík með Skúla Alexanderssyni verður haldinn í Mettubúð mánudaginn 23.1. klukkan 20.30. Fundarefni: Stjórnmálaástandið Stjórnin Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði í Rein mánudaginn 23. janúar kl. 20.30. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Akranesbæjar 1989 - Framkvæmdir. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Umræður um uppeldis- og fjölskyldumál Fullltrúar úr starfshópi á vegum Alþýðubandalagsins mæta á umræðufund að Kirkjubegi 7, Selfossi, mánudaginn 23. janúar kl. 20.30. Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í stefnu- mótun flokksins um uppeldismál, skólamál, dagvistarmál og fleira er snertir í þennan málaflokk. Stjórnin j Laugarvatn Opinn fundur Alþýðubandalagið heldur op- inn fund í Barnaskólanum á Laugarvatni, mánudaginn 23. janúar kl. 21.00. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra og Margrét Frímannsdóttir alþingismaður mæta á fundinn. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Margrét Svavar Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi Morgunkaffi verður hjá Alþýðubandalaginu í Kópavogi laugardaginn 21. janúar klukkan 10-12. Heiðrún Sverrisdóttir hellir upp á könnuna og ræðir um bæjarmálin. Halldóra Nielsdóttir og Kristján Sveinbjörnsson mæta einnig á staðinn. Allir velkomnir. Stjórnm. 20 ára afmælishappdrætti Alþýðubandalagsins Drætti frestað fram yfir mánaðamót svo allir geti gert skil. Munið greiðslukortaþjónustuna í síma 91-17500. ABR Spilakvöld á þriðjudag Fjögurra kvöld keppni er nú að hefjast. Fyrsta spilakvöldið verður þriðju- daginn 24. jan. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Tekið verður mið af þremur bestu kvöldunum í úrslitum. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmálaráð Fundur verður I bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á Akureyri mánudag 23. janúar í Lárusarhúsi klukkan 20,30. Fundarefni: 1. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 24. janúar. 2. Vinna við gerð fjárhagsáætlunar 1989. 3. Önnur mál. Allir fulltrúar Alþýðubandalagsins í nefndum bæjarins hvattir til að mæta. Auk þess er fundurinn opinn öðru Alþýðubandalagsfólki. Stjómin. ÆSKULÝDSFYT KTNGIN ÆF Hafnarfirði Aukaaðalfundur Æskulýðsfylkingin í Hafnarfirði boðar til aukaaðalfundar í Risinu, Strand- götu 41, þriðjudaginn 24. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin DAGVIST IIAHM Umsjónarfóstra Dagvist barna í Reykjavík auglýsir stöðu umsjón- arfóstru með rekstri gæsluvalla lausatil umsókn- Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. Nánari upp- j lýsingar gefa framkvæmdastjóri eða skrifstofu- ■ stjóri Dagvistar barna í síma 27277. _____________________________________________! ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.