Þjóðviljinn - 24.01.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.01.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 24. janúar 1989 16. tölublað 54. árgangur Sverrir Hermannsson Er ennþá formaður stjómar Ögurvíkur Brotá 13. gr. bankalaga. Breytingar á stjórn hlutafélaga ber að tilkynna Hlutafélagaskrá innan mánaðareigi breytingarað teljastlöglegar. Átta mánuðir síðan Sverrir gerðist bankastjóri og enn svemr Hermannsson heturekki enn- erhann skráðurstjórnarformaðurÖgurvíkurhf. Átti upphaflega rúm 14% hlutafjár, ekki4-5%. ans? sem Kefur farið'Vrám\ uppiýs HlutaféÖgurvíkurhf. aukið um síðustu áramót úr 14 m. gamalla króna í 119 m. nýkróna K'lSÆÆ" ge9ni störfum Samkvæmt upplýsingum frá Hlutafélagaskrá er Sverrir Hermanhsson, bankastjóri Landsbankans, enn skráður stjórnarformaður útgerðarfyr- irtækisins Ögurvíkur hf. þar sem hann er einnig hluthafi. Sverrir hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hann hafi sagt af sér stjórnarfor- mennsku þegar hann gerðist bankastjóri f maí á síðasta ári. Sú stjómarsamþykkt í Ögurvík hf. telst hins vegar ekki fögleg þar sem engin tilkynning um þá stjórnarbreytingu hefur borist Hlutafélagaskrá, en samkvæmt upplýsingum þaðan þarf að til- kynna um stjórriarbreytingar til stofnunarinnar innan mánaðar. Samkvæmt þessu brýtur Sverrir Hermannsson skýlaust 13. gr. bankalaganna, en þar segir: „Bankastjórum, aðstoðarbanka- stjórum og útibússtjórum er ó- heimilt að sitja í stjórn stofnana og atvinnufyrirtækja utan bank- ans eða að taka þátt í atvinnurek- stri að öðru leyti nema slíkt sé boðið í lögum eða um sé að ræða stofnun eða atvinnufyrirtæki sem bankinn á aðild að." í bók Stefáns Más Stefáns- sonar lagaprófessors „Hlutafélög-réttarreglur", segir m.a. um tilkynningarskyldu til Hlutafélagaskrár: „Ekki þarf að- eins að tilkynna um stofnun hlutafélags heldur þarf einnig að tilkynna breytingar á félagssam- þykktum... Venjulega skal þá til- kynna innan mánaðar og skulu fylgja tilkynningunni sönnur fyrir lögmæti breytinga..." í vissum tilfellum er þó styttri tilkynninga- frestur gefinn og segir Stefán eftirfarandi: „Ástæður fyrir stutt- um tilkynningafrestum eru þær að opinberir hagsmunir eru taldir krefjast þess að vitneskja liggi fyrir um þau atriði sem tilkynn- ingar taka til svo fljótt sem verða má. Þess vegna verður t.d. að til- kynna breytingar á stjórn hlutafélags, breytingar á vara- stjórn, breytingar á endurskoð- endum og breytingar á skráðu hlutafé." Um afleiðingar vanrækslu til- kynningarskyldu segir Stefán: „Slík vanræksla getur leitt til bótaábyrgðar fyrir þá (stjórnar- menn). Hugsanlegt er einnig að stjórnarmenn baki sér refsi- ábyrgð með slfkri vanrækslu, sbr. 154. gr. hl." Grein 154 hljóðar svo: „Sá sem vanrækir tilkynn- ingar til hlutafélagaskrár sam- kvæmt lögum þessum, skal sæta sektum eða varðhaldi." Þá segir lagaprófessorinn að vanræksla geti valdið því að ákvarðanir fái alls ekki gildi eða þá að þær fái ekki gildi fyrr en ákvörðun hafi verið tilkynnt Hlutafélagaskrá og eigi það t.d. við um breytingar á samþykktum hlutafélags. Það á við hér og því er Sverrir enn lögformlega stjórnarformaður Ögurvíkur hf. og brýtur því sem fyrr segir 13. gr. bankalaganna. í 52. gr. viðskiptabankalag- anna segir: „Um mál út af brotum á lögum þessum fer að hætti opin- berra mála. Fyrir brot á lögum þessum skal refsa með sektum eða varðhaldi, liggi ekki þyngri refsing við brotum, skv. öðrum lögum." Það er væntanlega Bankaeftirlit Seðlabanka sem ber að gera athugasemdir við slík lögbrot og vísa máli þá til sak- sóknara, verði málið ekki leyst fyrr með samkomulagi. Væri þá væntanlega vísað til að hér væri um yfirsjón af hendi Sverris að ræða, enda séu bankalögin ung að árum. Sverrir Hermannsson er einnig hluthafi í Ögurvík hf. en nú um áramótin var hlutafé fyrirtækisins aukið úr 14 miljónum gamalla króna í 119 mifjónir nýkróna. í viðtali við D V var haft eftir Sverri að „þegar svo Ögurvík hf. var stofnað áttu bræður mínir næst- um allt fyrirtækið en nokkrir menn áttu smáhluti, þar á meðal ég." Samkvæmt upplýsingum Hlutafélagaskrár voru stofnend- ur Ögurvíkur sjö talsins og hluta- fé samtals 7 miljónir. Skiptist það hlutafé þannig að hver átti jafnan hlut, eina miljón króna. Sam- kvæmt þessu var Sverrir ekki „smáhluthafi" og átti rúm 14% hlutafjár en ekki 4-5% eins og hann gefur í skyn í DV. Bankaeftirlit Seðlabankans hefur sent Sverri bréf þar sem f ar- ið er fram á að hann veiti upplýs- ingar um það hvort hann gegni hugsanlega þeim störfum utan Landsbankans sem kynnu að brjóta í bága við 13. gr. bankalag- anna. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans hefur Sverrir ekki enn svarað þeirri fyrirspurn.phh Mariane Danielsen hallar undir flatt í flæöarmálinu. Henni er ekki hugað líf. Ljósm.:ÞÖM. Strandið Mikil gremja í Grindavík Bœjarbúum blóskrar hœgagangur við björgunarstörf. Mikil olía í sjóinn. Sjópróf á morgun Grindvfkingar eru gramir vegna þess að ekki var reynt að fleyta danska strandskipinu Mariane Danielsen þegar á því gafst kostur aðfaranótt og fyrri part laugardags. Finnst þeim hinn danski skipstjóri hafa komið illa fram og hat'a sumir á orði að maðurinn hafi verið undir áhrif- um áfengis. Tóku ýmsir svo djúpt í árinni að taka hefði átt ráðin af manninum og skáka i skjóli svo- nefnds „neyðarréttar" enda varð brátt deginum Ijósara að olía flæddi í stríðum straumum úr skipinu og útí sjó, alls um 60-100 þúsund lítrar. Þegar loks var haf- ist handa við að dæla uppúr skipinu, síðla laugardagsnætur, náðust um 20 þúsund lítrar. Enn er mikið magn smurolíu í Mari- ane Ðanielsen. í gær voru menn orðnir nær úrkula vonar um að Mariane biði annað og skárra en verða hlutuð í tvennt og dregin á land upp. Um hádegisbil voru lögregluþjónar á varðbergi á strandstað meðan tveir fulltrúar hollensks trygg- ingafyrirtækis voru á vappi í flæð- armálinu. Veður var vont, slag- viðri og rjúkandi brim, en þeir hugðust sæta færi er lygndi og halda um borð til þess að kanna vegsummerki og meta tjónið. Af frásögnum Grindvíkinga virðist sem tryggingafyrirtækið hafi lagt bann við björgun skips- ins. Umboðsmaður útgerðarfyr- irtækisins hafi tekið dráttarfleyið Júpíter á leigu strax síðla föstu- dags og lónaði hann undan ströndinni fram eftir nóttu en hafðist ekki að. Sjálft strandið ei mörgum bæjarbúa hrein ráðgáta. Lóðsinn hafi fylgt Mariane lengra út en venja er en þegar leiðii skildi hafi hið danska fley snúið við og siglt rakleiðis uppí fjöru. Einn viðmælenda okkar sagði sem svo að annað tveggja hefði skipstjórinn verið „á skallanum" eða að um einhverskonar „tryggingasamsæn ræða. -ks. að Sjá síðu 2 Lánskjaravísitala Gninninum breytt BSRB segir bindingu lánskjaravísitblu við laun setja launafólk íhlekki. Viðskiptaráðherra segir skuldabyrði minnka í samdrœtti flrisstjórnin hefur ákveðið að ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ri lánskjaravísitala skuli að ein- um þriðja hluta grundvallast á launum. Áður var lánskjaravísi- talan að tveimur þriðju hlutum hyggð á framfærsluvísitölu og einum þriðja á byggingarvísitölu. Viðskiptaráðherra segir mikla og óvænta hækkun byggingarvísi- tölu í janúar hafa haft áhrif á Viðbrögð verkalýðshreyfing- arinnar við þessum breytingum eru hörð. Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir þær út í hött, sérstaklega þegar kaup- máttur launataxta sé svo langt niðri sem nú. Sjá bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.