Þjóðviljinn - 24.01.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.01.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Lánskjaravísitala Launafólk í hlekki Ögmundur Jónasson: Breytingin útíhött, sérstaklega þegar kaupmáttur er langt niðri eins og nú. Undarleg ráðstöfunþegar ríkisvaldið vill bæta samskiptin við launafólk Akvörðun ríkisstjórnarinnar um að binda lánskjaravísitölu þróun kaupgjalds, stríðir gegn hagsmunum almennra launa- manna, og er vægast sagt undar- leg ráðstöfun, á sama tíma og ríkisvaldið lætur í veðri vaka að það vilji gott samstarf við samtök launafólks, segir í tilkynningu frá forustu BSRB. Borgaraflokkur Þingað í dag Júlíus Sólnes: Óviðráðanleg atvik hafa tafið viðrœður. Viljum tillögur okkar framkvæmdar á löngum tíma Fulltrúar Borgaraflokksins munu eiga viðræðufund með for- mönnum stjórnarflokkanna klukkan 16 í dag. Viðræðurnar hafa legið niðri um hríð og er nokkurrar óþolinmæði farið að gæta hjá sumum þingmönnum Borgaraflokksins. Júlíus Sólnes scgir óviðráðanleg atvik hafa taf- ið viðræðurnar. „Við höfum allir verið út og suður og ég er engu betri en hinir með það,“ sagði Júlíus í gær. Hann sagðist hafa átt langan fund með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra á sunnudag, og fyrirhugað hefði verið að aðilar ræddust saman í gær. Þá voru menn hins vegar veðurtepptir hér og þar, Ingi Björn Albertsson í Olafsvík og þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hanni- balsson á Akureyri. Júlíus sagði að niðurstaða við- ræðnanna gæti orðið á hvorn veg- inn sem væri. En ekki mætti túlka mál þannig að Borgaraflokkur- inn vildi fá hugmyndir sínar fram- kvæmdar í hvelli. Markmiðið væri að fá þær í gegn á löngum tíma, eða á 3-5 árum. Ef niður- skurður næðist fram lækkuðu skattar á móti. Júlíus sagði Borg- araflokkinn hafa haft ákveðnar hugmyndir í skattamálum lengi, en aldrei geta fengið þær reiknað- ar út eins og nú, sem gerði Borg- araflokksmönnum betur kleift að meta þær. „Það kom mér á óvart hve erf- itt er að hreyfa við tekjuskattin- um,“ sagði Júlíus. Eftil að mynda ætti að hækka skattleysismörkin upp í 60 þúsund krónur þyrfti að hækka álagningarprósentuna yfir 40%. -hmp f tilkynningunni segir enn- fremur, að þessi ráðstöfun ríkis- stjórnarinnar sé greinileg tilraun til að gera almennt launafólk, sem þurfi á kauptaxtahækkunum að halda, ábyrgt fyrir hækkunum lána og halda þannig aftur af rétt- mætum kröfum þess. Þessari ráð- stöfun sé því harðlega mótmælt. Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagði í gær, að hann teldi það algerlega út í hött, og það væri mjög í óþökk almennra launamanna, að tengja kaup lánskjaravísitölu. „Svo ekki sé nú minnst á að þetta skuli gert þegar kaupmáttur kauptaxta er langt niðri eins og hann er nú. Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé til- raun til að hlekkja launamenn, og auka á togstreitu þeirra sem skulda mikið og allra hinna, sem er það lífsnauðsynlegt að fá launataxta hækkaða,“ sagði Ög- mundur. Hann sagði þetta oft vera sama fólkið og ef hagur þess væri borinn fyrir brjósti, ætti bæði að hækka launataxta og draga úr kostnaði við lántökur. í raun er lánskjaravísitala yfir- höfuð ranglát á meðan kaup er ekki vísitölutryggt einnig, að mati Ögmundar. í sem stystu máli sagt þætti sér þessi ráðstöfun ögrandi við launafólk, sem hefði marglýst því yfir að það væri andsnúið hugmyndum sem þess- um. Allar ráðstafanir ríkisvalds- ins hefðu áhrif á afstöðu BSRB í komandi samningum. -hmp Mikill vatnselgur var á götum borgarinnar og víðar um land í gær eftir stórviðri helgarinnar og áttu bæði gangandi og akandi vegfarendur oft á tíðum ekki auðvelt með að komast ferða sinna. Skólahald í grunnskólum var víða fellt niður um landið vegna ófærðarinnar. - Mynd Þóm. Vísitala Launin vigtuð Grundvelli lánskjaravísitölu breytt. Vísitalan hœkkar um 1,67% í stað 2,23%. Hœkkun launa þýðir hœkkun skulda. Jón Sigurðsson: Minnkar skuldabyrði á sam- dráttartímum Ríkisstjórnin ákvað í gær að breyta grundvelli lánskjaravísi- tölunnar þannig að Iaun vegi 1/3 af af honum. Breytingin nær jafnt til nýrri og eldri lánasamninga. Lánskjaravisitalan hefði átt að hækka um 2,23% fyrsta febrúar næstkomandi en mun ekki hækka nema um 1,67% vegna þessara breytinga. Samkvæmt útreikn- ingum Seðlabankans er verðbólg- an nú 21,9% miðað við síðasta mánuð, 8,2% miðað við síðustu 3 mánuði og 18,3% miðað við síð- ustu 12 mánuði. Grundvöllur lánskjaravísitöl- unnar var áður settur saman að tveimur þriðju hlutum úr fram- færsluvísitölu og einum þriðja úr byggingarvísitölu. Það sem breytist er að þessir tveir þættir gilda nú hvor um sig einn þriðja og launin einn þriðja. Þetta mun hafa í för með sér að hækkun launa mun hafa hækkunaráhrif á Iánskjaravísitöluna, þannig að skuldir bundnar henni munu hækka. Jón Sigurðsson sagði á fundi með blaðamönnum í gær, að ein ástæðan fyrir þessum breytingum væri sú mikla, og að hluta til óvænta, hækkun sem varð á byggingarvísitölunni í jan- úar. Ráðherrann sagði að athug- anir á tæknilegri og lögformlegri hlið málsins hefðu sannfært sig um það, að þessi samsetning væri rétta niðurstaðan. Óvissa um lánskjaravísitöluna væri líka óheppileg fyrir lánamarkaðinn. Viðskiptaráðherra sagði það vera hið endanlega markmið ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir víxlhækkanir verðlags og lánskjara þegar jafnvægi í efna- hagsmálum væri náð, eins og sagt væri í málefnasamningi stjórnar- innar. Auðvitað toguðust á hags- munir launafólks, aðila að líf- eyrissjóðum, húsbyggjenda og fleiri. En lánskjaravísitalan yrði vægari skuldurum þegar miður áraði og þyngri í góðæri. Þegar til lengri tíma væri litið jafnaði þetta sig nokkurn veginn út. -hmp Ferðaskrifstofur Sameinast Urval og Utsýn? Flugleiðir íhuga kaup á Útsýn af Þýsk-íslenska. Ekki mikilfjárútlát BHMR þar sem Utsýn mun skulda Flugleiðum umtalsverðar upphœðir Hótun frá ráöherra Á opnum fundi á Akureyri um helgina lýsti fjármálaráðherra því yflr að hann áformaði að lækka launakostnað ríkisins um 3 miljarða, að því er virtist án þess að draga úr þjónustu ríkisins. Stjórn BHMR lítur á þessi um- mæli ráðherrans um launamál ríkisstarfsmanna sem hreina hót- un um kjaraskerðingu. Beinir stjórn BHMR þeim til- mælum til fjármálaráðherra að setjast nú þegar að samninga- borði með fulltrúum ríkisstarfs- manna í stað þess að senda þeim tóninn á opnum málfundum. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans standa nú yfír samn- ingaviðræður milli eigenda ferða- skrifstofanna Úrvals og Útsýnar um hugsanlegan samruna. Það eru Flugleiðir og Eimskip, aðal- eigendur Úrvals, sem hafa hug á að kaupa Útsýn af Ómari Krist- jánssyni, aðaleiganda Þýsk- íslenska en það fyrirtæki er skráður eigandi Ferðaskrifstof- unnar Útsýnar. Forráðamenn Flugleiða neita því hins vegar að nokkur slík áform séu á döflnni. Rekstur beggja þessara ferða- skrifstofa mun hafa gengið illa á undanförnum misserum og reyndar mun Úrval hafa verið rekið með tapi frá upphafi. Þegar Ómar Kristjánsson keypti Útsýn á sínum tíma, mun hann aðallega hafa tekið yfir stórar skuldir ferðaskrifstofunnar við Flug- leiðir. Kaupi Flugleiðir því Útsýn nú, mun flugfélagið ekki þurfa að leggja út svo miklar fjárhæðir heldur snýst málið að mestu um yfirtöku á skuldum, samkvæmt heimildum blaðsins. Um leið losna Flugleiðir við samkeppnis- aðila, auk þess sem eflaust má koma við töluverðri hagræðingu við samrunann. Flugleiðir eiga 80% hlutafjár í Úrvali en Eim- skipafélag Islands 20%. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur Ómar Kristjánsson viljað selja Útsýn nú um nokkra hríð og mun hann hafa rætt við nokkra forráðamenn SÍS með það fyrir augum að Útsýn sam- einaðist Samvinnuferðum- Landsýn. Áhugi Sambands- manna mun hins vegar ekki hafa verið fyrir hendi. Svo sem hefð hefur verið þegar fyrirtæki sameinast þykir ekki ólíklegt að nýja ferðaskrifstofan hljóti nafn sem er sambræðingur úr nöfnum ferðaskrifstofanna beggja. Hafa því gárungarnir komist að því að nafnið Ferða- skrifstofan Úr-sýn sé „heitt“, en heitara sé nafnið Ferðaskrifstof- an Út-úr, sérstaklega með hlið- sjón af drykkjusiðum íslendinga í sólarlandaferðum. -phh . Þriðjudagur 24. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.