Þjóðviljinn - 24.01.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.01.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Dalí látinn Einn af frægustu listamönnum aldarinnar, spænski súrrealistinn Salvador Dalí, lést í gær á sjúkra- húsi í heimaborg sinni, Figueras í Katalóníu. Hann varð 84 ára. Banameinið var lungnabólga. Dalí var einn hinna síðustu eftir- lifandi af þeirri kynslóð súrrealí- skra listmálara er komu fram á árunum milli heimsstyrjaldanna og vöktu jöfnum höndum aðdáun og hneykslun. Reuter/-dþ. Salvador Dalí. RIKISUTVARPIÐ - SJÓNVARP AUGLÝSIR SAMKEPPNI EVRÓPUSJÓNVARPSSTÖÐVA UM SJÓNVARPSHANDRIT Sjónvarpsstöðvar og menningarmálastofnanir í Evrópu efna nú öðru sinni til sameiginlegrar verð- launasamkeppni í því skyni að hvetja unga höfunda til að skrifa handrit að leiknum sjónvarpsþáttum. Um er að ræða samkeppni um starfsverðlaun er veitt verða í október n.k. Starfsverðlaunahafar koma síðan til greina er aðalverðlaun verða veitt haustið 1990. Starfslaunin eru 25.000 svissneskir frankar og jafn- framt er verðlaunahöfum gefinn kostur á námskeiði á vegum þeirrar sjónvarpsstöðvar sem tilnefndi verð- launahafa. Heimilt er að veita allt að tíu starfsverðlaun í hvert skipti. Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1949 eða síð- ar. Þeir skulu skila til Ríkisútvarpsins fimm til tíu síðna# tillögu að sjónvarpsþætti, og skal miðað við að lág- markslengd hans sé 50 mínútur. Ríkisútvarpið hefur heimild til að tilnefna allt að þrjá umsækjendur til samkeppninnar. Umsóknarfrestur um starfsverðlaun þessa árs er til 1. júní n.k. Umsóknum ásamt tillögu að sjónvarpshandriti skal skilaðtil Sjónvarpsins, Laugavegi 176,105 Reykjavík, þar sem reglur samkeppninnar liggja frammi. Skulu handritin merkt Verðlaunasamkeppni Evrópu. FLOAMARKAÐURINN Einstæðar mæður athugið! Mig vantar meðleigjanda að góðri 3 herbergja íbúð. Er sjálf með lítinn strák. Upplýsingar í síma 39536. Óska eftir ódýrri eldavél og litlum ísskáp. Upp- lýsingar í síma 77517. Innihurðir gefins Gefins eru 10 gamlar innihurðir, 80 sm á breidd. Upplýsingar í síma 12552 milli kl. 1 og 3. Forstofuherbergi inni við Sund til leigu fyrir reglusama manneskju. Upplýsingar í síma 33586. Barnasvefnsófi fæst gefins Upplýsingar í síma 75678. Tll sölu vel með farin Mazda 323, sjálfskipt, árg. '79. Verð 45-50 þús. Upplýs- ingar í síma 19619 milli kl. 9 og 5, Þorbjörg. Unglingaskrifborð úreikmeð2skúffum, 110x55sm,til sölu. Upplýsingar í síma 621688. Áttu gömul skfði? Á unglingaheimili í borginni ætla íbúar að fara að búa til skíðasleða. Vill nú ekki einhver athuga hvort ekki eru til gömul skíði í geymslunni sem þarf að losna við? Vinsam- legast hafið samband í síma 82686 eftir kl. 18 í kvöld eða á morgun (allan daginn). fbúð óskast Ljtla fjölskyldu vantar íbúð frá og rrieð 1. mars. Upplýsingar gefur Þorgerður í síma 681333 eða 14567. Til sölu lítið, ferkantað eldhúsborð með Ijósgrárri plötu. Einnig barnakerra og IKEA barnastóll í eldhús og tvennir hjólaskautar nr. 31 og 40. Allt ódýrt. Upplýsingar í síma 611354 eftir kl. 17.00. Vantar íbúð strax Blaðamann á Þjóðviljanum vantar íbúð á leigu strax, sennilega ekki lenguren til 6 mánaða. Upplýsingar veittar á Þjóðviljanum, sími 681333, Heimir. Lítið skrifstofuherbergi óskast í miðbæ Reykjavíkur. Upp- lýsingar í síma 30055 á daginn og 51817 á kvöldin. Bassi til sölu 4 srengja Aria Pro rafmagnsbassi til sölu. Upplýsingar í síma 10342. Tanzaníukaffið fæst aftur Upplýsingar í síma 675809. Ný fótaaðgerðastofa Fjarlægi líkþorn, meðhöndla inn- grónar neglur, almenn fótsnyrting o.fl. Tímapantir alla virka daga frá 9.30 - 10.30. Guðríður Jóelsdótt- ir, med. fótaaðgerðasérfræðing- ur Borgartúni 31, 2. h.h., sími 623501. Norðurlönd yilja viðræður Israels og PL0 VirðingArafats eykst-lítill kunningsskapur norœnna jafnaðarmanna og Likud hindrun Sífellt meira gætir nú af hálfu Norðurlandaríkjanna við- leitni til þess að koma á beinum viðræðum með ísrael og Frelsis- samtökum Palestínu (PLO). Sví- ar hafa verið hvað athafnasam- astir í þessu, en Norðmenn, Danir og Finnar láta ekki heldur sitt eftir liggja. Það er einkum þakkað þrautseigju og lagni Stens And- Sten Andersson - átti drýgsta þáttinn í að viðræður hófust með Bandaríkjastjórn og PLO. ersson, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, að í s.l. mánuði tókst að koma á milliliðalausum við- ræðum með Bandaríkjastjórn og PLO. Ingvar Carlsson, forsætis- ráðherra Svía, sagði um helgina að stjórn sín liti svo á, að fyrst Bandaríkin, besti vinur ísraels, væru farin að ræða við PLO, væri tími til kominn fyrir ísrael að gera slíkt hið sama. Jasser Arafat, leiðtogi PLO, kom um helgina í opinbera heim- sókn til Finnlands og Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, og Svend Auken, leið- togi danskra jafnaðarmanna, hafa tilkynnt að þeir muni heimsækja Arafat í Túnis síðar í mánuðinum. Að sögn Stolten- bergs hafa norskir jafnaðarmenn flutt orðsendingar á milli PLO og ýmissa ísraelskra aðila síðan 1982. Ekki fer hjá því að þessi umsvif Norðurlandamanna verði Arafat til virðingarauka, þar eð þeir koma fram við hann nánast eins og ríkisleiðtoga. Það hamlar hinsvegar samböndum norrænna jafnaðarmanna við ísrael að kunningsskapur þeirra og Likud- bandalagsins, sem nú er þar vald- amest flokka, hefur til þessa ver- ið sáralítill, þótt vinátta hafi lengi verið með þeim og ísraelska Verkamannaflokknum. Nú hafa stjórnir Svíþjóðar og Finnlands reynt að bæta úr þessu með því að bjóða í heimsókn Moshe Arens, utanríkisráðherra ísraels, sem er í Likud. Ekki er enn vitað hvort hann muni þiggja boðið. Reuter/-dþ. Tadsjikistan 1000 fórust Að minnsta kosti 1000 manns fórust" af völdum jarðskjálfta, sem varð í sovétlýðveldinu Ta- dsjikistan í gær. Jarðskjálftinn olli aurskriðum miklum, og varð manntjónið mest í þorpi sem lenti undir einni skriðunni. Auk manntjónsins varð gífurlegt eignatjón. Náttúruhamfarir þessar urðu í fjallahéruðum skammt frá landa- mærum Afganistans. Tassfrétta- stofan sovéska tekur fram, að enn fari því fjarri að vitað sé með vissu hve margir fórust, en björg- unarlið grefur nú í rústir þorp- anna, sem harðast urðu úti, í von um að fínna á lífi einhverja af þeim sem saknað er. Reuter/-dþ. A ustur-Þýskaland Fækkað í her ADN-fréttastofan austurþýska hefur eftir Erich Honecker, aðal- ritara kommúnistaflokksins þar- lendis og forseta landsins, að þjóðvarnarráð Austur-Þýska- lands, sem er æðsta stofnun þess um hermál, hafi ákveðið að fækk- að skuli I her þess um 10.000 manns. Muni fækkunin koma til framkvæmda á tímabilinu til loka ársins 1990. Á sama tíma verða útgjöld til hersins skorin niður um tíu af hundraði. Skriðdrekum austur- þýska hersins, sem nú eru um 3000, verður fækkað um 600 og herflugvélunum, 334 að tölu, um 50. í austurþýska hernum eru nú 176.000 manns. Áætlað hafði verið að verja tæplega 450 milj- örðum króna, eða 5.9 af hundr- aði ríkisútgjalda, til hersins á þessu ári, auk rúmlega 150 milj- arða til lögreglu og landamæra- gæslu. Honecker tók fram, að Austur-Þjóðverjar stigju þessi skref í afvopnunarátt án þess að ætlast til neins á móti af Vestrinu, en sagðist þó vona að þessar ráð- stafanir yrðu öðrum Evrópuríkj- um íhugunarefni. Reuter/-dþ. Bandaríkin Reagan hverfur af sviðinu Næmtpólitísktþefskyn gerði að verkum að hann tók hverju sinni í hinum ýmsu málum þá afstöðu, er öruggust var til vinsœlda Eftirtektarverðar eru umsagnir þær, sem Ronald Reagan, er þann 20. þ.m. lét af embætti sem forseti Bandaríkjanna, fær að skilnaði víða um heim. Á norður- hluta hnattarins, jafnt á Vestur- löndum sem í austurblakkarríkj- um, sem og í Austur-Asíu, syngja ráðamenn honum lof og prís, en á suðurhluta jarðar, einkum í Rómönsku Ameríku og Afríku- og Arabalöndum, kveður við nokkuð annan tón. Pravda, leiðandi blað Sovét- ríkjanna, hrósaði Reagan og utanríkisráðherra hans, George Shultz, sem glöggum raunsæis- mönnum er horfið hefðu frá stöðnuðum viðhorfum í alþjóða- málum og valið samkomulags- leiðina í staðinn. Helmut Kohl, sambandskanslari Vestur-Þýska- lands, sagði að „fáir héfðu vænst þess að Reagan ætti eftir að hafa slík áhrif á gang heimsviðburða.“ Þriðjaheimsríki mörg, sem eru að sligast undir skuldum, kvarta hinsvegar yfir harðdrægni Reag- ansstjórnarinnar í þeim efnum, arabar hafa horn í síðu hennar fyrir að styðja ísrael afdráttar- lausar en nokkur önnur Banda- ríkjastjórn hefur gert, margir Afríkumenn eru Reagan gramir fyrir að beita sér gegn refsiað- gerðum gagnvart Suður- Afríkustjórn og svona mætti lengi telja. Eftirmæli þau, sem Reagans- stjórnin fær, endurspegla eins og margt annað þær gagngeru breytingar, sem orðið hafa í heimsstjórnmálum síðustu árin. Gamla þrætan á milli „austurs" og „vesturs" er að hverfa í skugg- ann, en sífellt meira ber á í stað- inn þykkju milli „norðurs" og „suðurs.“ Líkur eru á að sú sund- urþykkja gæti orðið heiminum ekki síður hættuleg en hin fyrri, en í bráðina eru að minnsta kosti flestir íbúa norðurhluta hnattar- ins guðsfegnir því að losna við að hafa hættuna á kjarnorkustríði milli risaveldanna stöðugt vof- andi yfir höfði sér. Það ræður miklu um þær einkunnir, sem Re- agansstjórnin fær í þeim heimsh- lutum. Margir - og þar á meðal ófáir í Nató-ríkjum - telja að vísu að nýrri stefnu Sovétríkjanna eftir að Gorbatsjov kom þar til valda sé mest að þakka, hve gott er nú orðið á milli Vesturlanda annarsvegar og Sovétríkjanna og Austur-Evrópuríkja hinsvegar. En það skal tvo til, og viðleitni Gorbatsjovs til að draga úr spennu í heimsmálum hefði kom- ið fyrir lítið, ef stjórn Reagans hefði ekki brugðist jákvætt við. Af sjónarhóli sögunnar séð hljóta Reagan og stjórnartíð hans að verða spennandi viðfangsefni. Sammæli flestra er að Reagan sé ekkert tiltakanlegt gáfnaljós og að ekki hafi hann heldur haft fyrir því að setja sig rækilega inn í mál- in. Heimsmynd hans var ofur- einföld og í gamalkunnum kalda- stríðsstíl. En pólitískt þefskyn hans er með næmasta móti. Hann hafði sífellt lag á að koma Banda- ríkjamönnum þannig fyrir sjónir sem þeir vildu, og að tala eins og þeim líkaði. Herská stefna hans út á við á fyrra kjörtímabili hans endurvakti með Bandaríkja- mönnum það stórþjóðarstolt sem beðið hafði hnekki við „missi“ Víetnams og írans. Oft var gert grín að Reagan fyrir „kúreka- stæla“, en í augum mikils þorra Bandaríkjamanna er kúreka- ímyndin síður en svo lítilfjörleg. Þetta pólitíska þefskyn hefur og áreiðanlega valdið miklu um það, hvernig Reagansstjórnin brást við nýja tóninum frá Kreml. Hið sama verður uppi á teningnum ef litið er á meginstefnu Reagans- stjórnarinnar í innanríkismálum. Stjórn hans var með réttu gagnrýnd fyrir kæruleysi um þá, sem minnst mega sín, en þeir eru mikill minnihluti landsmanna og þar að auki of aumir og forustu- lausir til þess að af þeim gæti staf- að verulegur háski fýrir valdhafa. Fyrir Reagan skipti öllu máli að drjúgur meirihluti þjóðarinnar væri ánægður með gerðir stjórnar hans í efnahags- og kjaramálum. Og það tókst honum, eins og sjá má af niðurstöðum skoðana- kannana, sem benda til þess að mikill meirihluti Bandaríkja- manna sé tiltölulega ánægður með sinn hag og að forsetinn frá- farandi, sá elsti er setið hefur í Hvíta húsinu, sé einn vinsælustu forseta Bandaríkjasögunnar. dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.