Þjóðviljinn - 24.01.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.01.1989, Blaðsíða 7
AA-fundir A rauðu Ijósi í rauðum bæ Formenn A-flokkanna á fundi í Neskaupstað Átök vinstri manna í Neskaupstað skyldu eftir sig sár sem seint hafa gróið og því markar það nokkur tímamót þar í bæ þegar formenn A-flokkanna boða til sameiginlegs fundar í mesta bróðerni. Frá því Neskaupstaður hlaut kaupstaðarréttindi árið 1929 hef- ur bærinn verið rauður. Vinstri menn hafa haft tögl og hagldir í byggðarlaginu og þegar pólitísk saga staðarins er skoðuð, þá ein- kennist hún ekki síst af hatrömm- um átökum á vinstri vængnum. Á árunum 1929-1938 höfðu Al- þýðuflokksmenn hreinan meiri- hluta í bæjarstjórninni auk þess sem þeir réðu verkalýðsfélagi og mikilvægum fyrirtækjum. Að afloknu tvísýnu pólitísku stríði, sem stóð í nokkur ár, náðu sósíal- istar völdum árið 1946 og síðan hefur Sósíalistaflokkurinn og síð- ar Alþýðubandalagið ráðið ferð í bænum. Þessi átök vinstri manna í Nes- kaupstað skyldu eftir sig sár, sem seint hafa gróið og því markar það nokkur tímamót þar í bæ þegar formenn A-flokkanna boða til sameiginlegs fundar í mesta bróðerni. Þegar spurðist um fyrirhugaða fundaherferð Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars voru viðbrögð manna eystra mis- jöfn. Titringur fór um suma, ekki síst þá sem eiga erfitt með að draga strik yfir liðna tíð og ekki stóð á því að þeir sem titruðu drægju fram í dagsljósið hvert það mál sem ekki var fullkomin eining um hjá krötum og komm- um. Þó virtust þeir fleiri, sem fögnuðu framtaki formannanna og vonuðust til að það færði vinstri umræðu í landinu á nýtt og betra stig. Þetta fólk sagði kom- inn tíma til að félagshyggjufólk ræddi í alvöru aukið samstarf og lífleg umræða um slíkt gæti hugs- anlega rofið alræði frjálshyggju- kjaftæðisins í stjórnmálaumræð- unni á íslandi. Reyndar spáðu veðurfræðing- ar ekki byrlega um vinda og úr- komu á fundardegi formannanna í Neskaupstað svo þeir sem höfðu beðið atburðarins óttuðust messufall. En veðurguðirnir komu til liðs og settu rautt ljós á öll óveðursský. Þegar laugardag- urinn rann upp bærðist ekki hár á höfði nokkurs manns. En þrátt fyrir blíðuna varð þó að fresta fundi í nálega klukkustund því Steingrímur kallaði til ríkis- stjórnarfundar á laugardags- morgun og hann tafði formenn- ina á rauða ljósinu. Vel sóttur fundur Nokkru fyrir auglýstan fund- artíma tók fundargesti að drífa að. Seinkun fundarboðenda var tekið með stillingu og í salnum sátu menn í hópum á meðan beð- ið var og ræddu mál - gjarnan pólitíska þróun á vinstri kanti. Um það leyti sem fundur hófst voru áheyrendur orðnir 160 tals- ins og talsvert bar á ungu fólki, sem þarna var jafnvel að sækja sinn fyrsta stjórnmálafund. Flestir fundarmenn voru Norð- firðingar, en nokkrir komu þó langan veg til að meðtaka boð- skapinn. Mátti m.a. sjá sveitar- stjórnarmenn frá Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði i salnum. Drýgstur hluti þeirra, sem sóttu fundinn, var án efa vinstra megin í pólitík, en þó mátti berja augum á meðal gesta staðfasta Framsóknarmenn og forherta íhaldsjálka. Framsóknarmenn- irnir áttu eftir að hlýða á umræð- urnar afskiptalítið og með stó- ískri ró, en vanlíðan íhaldsins var hinsvegar auðsjáanleg og ágerð- ist eftir því sem á fundinn leið. Fundurinn fór hægt af stað Fundinum skyldi skipt upp í fjóra hluta; fyrst átti að ræða jafnaðarstefnuna almennt, síðan ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 það sem formennirnir nefndu „nýja heimsmynd“, þá ríkis- stjórnarsamstarfið og að lokum skyldi framtíð vinstrimennsku tekin á dagskrá. Vegna þess hve fundurinn hófst seint og eins af þeim sökum að búa þurfti húsið undir þorra- blót, sem hefjast átti um kvöldið, varð að mestu að sleppa umræð- unni um síðasta hluta fundardag- skrárinnar. Því snerist fundurinn mest um fortíð og samtíð, en framtíðarhugleiðingarnar verða að bíða betri tíma. Segja má að formennirnir hafi farið vel af stað. Fljúgandi mælskir greindu báðir frá fækk- andi ágreiningsefnum vinstri manna og spurðu hvort ág- reiningur fortíðar ætti að halda áfram að sundra félagshyggju- fólki á íslandi. Þeir lögðu áherslu á að stefnumunur A-flokkanna í innanríkismálum væri í reynd ekki mikill og hin nýja heims- mynd, sem m.a. felur í sér lok kalda stríðsins, breytti öllum for- sendum varðandi þann ágreining sem uppi hefur verið á milli flokkanna á sviði utanríkismála. Heimsmyndin nýja og sú þíða, sem upp er komin í samskiptum stórveldá, knýr alla til að endur- meta afstöðuna til alþjóðamála að mati formannanna og því eru meiri líkur á því en nokkru sinni fyrr að jafnaðarmenn á íslandi geti samstillt viðhorf sín á þessu sviði. „Ég vil leggja fram mína krafta til að hér rísi á næstu árum einn róttækur, sterkur jafnaðar- mannaflokkur, sem ná mun frumkvæði í íslenskum stjórn- málum,“ sagði Jón Baldvin m.a. í þessum umræðum. Og Ólafur Ragnar tjáði sig ekki síður skýrt í þessum efnum: „Öflugur jafn- aðarmannaflokkur gæti komið í veg fyrir völd íhaldsins í landinu. Ef vinstri menn vilja í alvöru úti- loka Sjálfstæðisflokkinn og at- vinnurekendasamtökin frá valda- stólum, þá verða þeir að halda nýjar brautir og sameina kraft- ana.“ Þegar formennirnir höfðu lok- ið stuttum framsögum um jafnað- arstefnuna annars vegar og „nýja heimsmynd" hins vegar gafst fundarmönnum tækifæri til að spyrja. Vart verður sagt að spurning- unum um þessi umfjöllunarefni hafi rignt yfir formennina, en til- hneigingar gætti strax til að láta þá svara fyrir verk ríkisstjómar- innar. Auk þess virtust einstaka fundarmenn hafa ótakmarkaða almenna tjáningarþörf og ágætur bóndi sá m.a. ástæðu til að lýsa því yfir með hjartnæmum hætti að Bryndísarbókin nýja væri næstfallegasta ástarsaga sem hann hefði lesið og bað síðan Jón Baldvin að gefa spúsu sinni koss frá sér. Á meðal þess sem spurt var um þegar hér var komið sögu var við- horf formannanna til Kvenr.alist- ans og hvort konumar ættu ekki heima í stórum og sterkum jafn- aðarmannaflokki. Svörin vom á þá leið að vissulega ætti Kvenna- listi málefnalega samleið með A- flokkunum á mörgum sviðum, en gallinn væri bara sá að konurnar fengjust ekki til að takast á við verkefnin. „Kvennalistinn segir alltaf nei þegar á reynir“, glumdi í hátalarakerfi félagsheimilisins og var þá höfðað til undangenginna st j órnarmy ndunarviðræðna. Fjör færist í leikinn Þegar ráðherrarnir hófu að ræða ríkisstjórnarsamstarfið varð fundurinn hinn líflegasti. Að vísu gat Jón Baldvin talað óáreittur, en þegar Ólafur Ragnar hóf mál sitt var einum forsvarsmanna ihaldsins á staðnum nóg boðið og upphóf gjamm og hróp í vestfirskum stíl. Jón Baldvin lýsti í máli sínu trúlofunarslitum Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks og greindi frá reynslu sinni af setu í ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar. í reyndinni gaf hann bæði íhaldinu og Steina falleinkunn og sagði m.a. að Sjálfstæðisflokkurinn nyti ekki þeirrar forystu og þeirrar verkstjórnar sem gerði flokk að nothæfu pólitísku afli. Hann fullyrti að þessi stærsti stjórnmálaflokkur landsins væri með öllu ófáanlegur að taka á vandamálum, samanber það að hann vill ekki leggja á skatta og ekki heldur skera niður ríkisút- gjöld eða með öðrum orðum hann vill einungis auka erlendar lántökur. Þingflokki Sjálfstæðisflokksins líkti Jón við stjórnleysingja- Rotaryklúbb og taldi hann óhæf- an til samstarfs. Aftur á móti tal- aði formaður Alþýðuflokksins vel um samstarfsmenn sína í nú- verandi ríkisstjórn, ekki síst fjár- málaráðherra, sem hann taldi hafa sýnt góð tilþrif í starfi. Og Ólafur Ragnar tók við og hélt áfram á sömu braut. Hann lýsti Sjálfstæðisflokknum sem ó- ábyrgum flokki og lýsti því hörm- ungarbúi, sem núverandi ríkis- stjórn tók við. Þá fjallaði Ólafur sérstaklega um fundaherferðina „Á rauðu ljósi“ og lagði áherslu á að hún væri einkaframtak þeirra formannanna. Um þetta sagði hann m.a.: „Ef þessi fundaher- ferð hefði verið rædd í flokkun- um hefði hún fengið stofnanalegt yfirbragð. Það er m.a. hlutverk formanna stjórnmálaflokka að hitta fólk, bæði flokksbundið og almenna kjósendur, og ræða við það og hlusta á það. Það var ef til vill áhætta að við fórum af stað án flokkslegra samþykkta, en fund- irnir eru á okkar ábyrgð og hugs- aðir sem einn þáttur í því að veikja stöðu íhaldsins í samfé- laginu.“ Að loknum framsögum um stjórnarsamstarf máttu fundar- menn spyrja og nú stóð ekki á viðbrögðum. Spurningaflóð helltist yfir formennina og meðal þess sem bar á góma var byggða- stefna stjórnarinnar, afkoma fiskvinnslufyrirtækja, banka- og vaxtamál, utanríkismál, fyrirhug- að álver, grái markaðurinn og hernaðarframkvæmdir á íslandi. Ráðherramir voru allsamstiga í svörum sínum, en þó kom fram skýr ágreiningur varðandi af- stöðu íslands í atkvæðagreiðslu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna nýverið og eins varðandi Nato- flugvöll í Aðaldal. flok fundar ítrekuðu formenn- irnir óskir sínar um aukið sam- starf íslenskra jafnaðarmanna. Jón Baldvin talaði um draum sinn um sterkan flokk af slíkum toga og taldi nú tíma til kominn að vinstri menn hæfu alvarlegar um- ræður um samstarf og samein- ingu: „Við eigum ekki að draslast áfram með lík liðinnar tíðar í far- teskinu,” sagði Jón og átti við að gamlar forsendur sundrungar á vinstri væng væru brostnar. Ólafur Ragnar lagði áherslu á mikilvægi núverandi samstarfs A-flokkanna í ríkisstjórn. „Auð- vitað mun samstarf þessara flokka innan stjórnarinnar skipta miklu meira máli fyrir framtíð vinstra samstarfs í landinu, en fundir okkar Jóns Baldvins,“ sagði formaður Alþýðubanda- lagsins. Ráðherrunum var vel fagnað í fundarlok og virtust margir ánægðir með heimsókn þeirra. Allavega heyrði sá sem þetta ritar þá ósk látna í ljósi af fundargest- um að nú verði framhald á um- ræðum um samstarf og hugsan- lega sameiningu á vinstri væng ís- lenskra stjórnmála, en ekki látið staðar numið að lokinni funda- herferðinni. Nú virðist lag að tendra mörg rauð ljós og ræða samvinnu félagshyggjufólks sem víðast. Smári Geirsson BÓNUSTALA Þetta eru tölumar sem upp komu 21. janúar. Heildarvinningsupphæð var kr. 2.959.792.- Enginn var með timm tölur réttar og bætist því tyrsti vinningur sem var kr. 2.526.479,- við 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 438.582.- skiptist á 3 vinningshafa og tær hver þeirra kr. 146.194.- Fjórar tölur réttar, kr. 756.510,- skiptast á 151 vinningshafa, kr. 5.010,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.764.700,- skiptast á 5.042 vinningshafa kr. 350.- á mann. Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mínútum fyrir útdrátt. Sími6851 11. upplýsingasímsvari 681511.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.