Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.01.1989, Blaðsíða 1
/ Miðvikudagur 25. janúar 1989 17. tðlublað 54. árgangur Verslunarmannqfélag Suðurnesja Stuðningurinn ómetanlegur Magnús Gíslason: Sfuðningsyfirlýsingar alls staðarfrá. Eflögsœkja á einhvern þá erþað Þórarinn V. Þórarinsson, framhvœmdastjóri VSÍ. Undarlegt uppátœki hjá ríkissjónvarpinu aðfá dómara tilað kveða upp úrskurð ísjónvarpssal, en þaðkannaðskýrastaftengslumfréttastjóra við Flugleiðir Okkur hafa borist það möre skeyti og ályktanir okkur til stuðnings frá verkalýðsfélögum og einstaklingum um allt land að við getum ekki annað en glaðst og horft björtuni augum á framtíð- ina. Þessi stuðningur kemur okk- ur virkilega vel og er okkur ómetanlegur. Hann sýnir líka að enn eru til tengsl á inilli stéttarfé- laga í landinu og að menn geta sameinast begar á þarf að halda," sagði Magnús Gíslason, formað- ur Yerslunarmannafélags Suður- nesja, í samtali við Þjóðviljann í gær. Ekki sagðist Magnús vera hræddur um að tapa málinu fyrir rétti, en málið kemur aftur fyrir Bæjarþing Keflavíkur þann 8. fe- brúar. „Hins vegar finnst mér að ef ætti að lögsækja einhvern fyrir gerræði í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á þessum tíma þá er það Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. Það var fyrst og fremst hann sem kom í veg fyrir að hægt væri að leita leiða áður en til verkfalls kom, eins og gert var 1982. Sé nokkur sekur vegna þess sem gerðist í Flug- stöðinni þá er það Þórarinn V. Þórarinsson og enginn annar," sagði Magnús. Um fréttaflutning af málinu Borgarstjórn Mý f járhagsáætlun á leiðinni Minnihlutinn íborgar- stjórn vinnur nú sam- eiginlega aðgerð nýrrar fjárhagsáœtlunarfyrir Reykjavíkurborg Fulltrúar minnihlutans í borg- arstjórn í Reykjavík vinna nú sameiginlega að tillögugerð vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 1989. Tillögurnar verða lagðar fram við aðra umræðu sem verð- ur í næstu viku. Ekki hefur enn verið ákveðið í hvað formi tillögurnar verða, en fastlega má gera ráð fyrir að minnihlutinn leggi fram nýja fjár- hagsáætlun. En hugmyndir hafa einnig verið upp um að leggja fram sameiginlega bókun. Eins og komið hefur fram telja fulltrúar minnihlutans ýmsa út- gjaldaliði í fjárhagsáætlun Sjálf- stæðismanna vanmetna. Á það sérstaklega við um útgjöld vegna reksturs borgarinnar og viðhalds á fasteignum hennar. Einnig hafa fulltrúarnir bent á að á sama tíma og umtalsverðum peningum sé varið til byggingar ráðhússins og annarra gæluverkefna, sé naumt skammtað til dagvistarmála og öldrunarmála svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að vinnu við tillögur minnihlutans verði lokið strax eftir helgi og verði þær þá kynntar borgarbúum. -sg sagði Magnús að það hefði þótt kyndugt hvernig ríkissjónvarpið meðhöndlaði málið. „Ef við ber- um saman sjónvarpsstöðvarnar þá komu fram í þeim báðum þeir Ásmundur Stefánsson og Þórar- inn V. Þórarinsson og fengu að tjá sig. En ríkissjónvarpið setti auk þess dómara í málið, Sigurð Líndal. Það má hins vegar kannski ímynda sér að tengsl fréttastjóra ríkissjónvarpsins við Flugleiðir, en Bogi Ágústsson er fyrrum blaðafulltrúi Flugleiða, hafi' einhverju ráðið um uppsetn- inguna. Mér finnst alls ekki rétt að í máli sem þessu, sem er á leið fyrir dómstóla, skuli 'ríkissjón- varpið skuli fá dómara til að kveða upp fyrirfram einhvern úr- skurð," sagði Magnús Gíslason. Stuðningsyfirlýsingar halda áfram að berast og nú síðast sendu starfsmannafélög Kópa- vogs, Hafnarfjarðar og Selfoss, auk Félags opinberra starfs- manna á Suðurlandi, frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu þar sem fyllsta stuðningi er lýst við VS vegna málsóknar Flugleiða. Fé- lögin fordæma einnig „óbilgirni Flugleiða í máli þessu og vara Flugleiðir við afleiðingum þess að halda málsókn þessari til streitu." phh Barnaleikritið ÓvitareftirGuðrúnu Helgadótturverðurfrumsýnt í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn klukkan 14.00. Þar er stærðar- og valdahlutföllum svo við snúið að börn leika fullorðna og fullorðnir börn. Flosi Ólafsson, elsti leikarinn í sýningunni, leikur smábarn í kerru, en yngsti leikarinn, Melkórka Óskarsdóttir, leikur fullorðna sveitakonu. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu á barnaári, 1979, og er vinsælasta barnaleikrit sem sýnt hefur verið eftir íslenskan höfund. Nýtt stjórnarsamstarf Kafaö dýpra í málefnin Steingrímur Hermannsson vonarað af'samstarfi við Borgaraflokkinn verði. Júlíus Sólnes: Miðar áfram en verður erfitt. Skipað í vinnuhópa Viðræðum formanna stjórnar- flokkanna við fulltrúa Borg- araflokksins, vegna hugsanlegs stjórnarsamstarfs, var fram hald- ið í gær. Júlíus Sólnes segir við- ræðunum miða áfram en fram- haldið verði erfitt og mikil vinna sé eftir. Farið var yflr niðurstöð- ur útreikninga Þjóðhagsstofnun- ar á tillögum Borgaraflokksins og ákveðíð var að skipa vinnuhópa til að fara í einstök mál. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segist vona að við- ræðurnar leiði til samstarfs við Borgaraflokkinn. Júlíus sagði að fundi loknum að hann væri hvorki bjartsýnni né svartsýnni eftir fundinn en áður, um helmings líkur væru á að flokkurinn og ríkisstjórnin gætu náð saman. Steingrímur sagðist tvímæla- laust meta stöðuna þannig, að miðað hefði áfram á fundinum í gær. Það lægi ljósar fyrir hver væru megin áhersluatriði Borg- araflokksins. Sérfræðingar myndu skoða þau atriði í dag sem flokkurinn legði mesta áherslu á. Júlíus Sólnes mun hitta Steingrím í dag. Þótt líkurnar á stjórnarsam- starfi við Borgaraflokkinn hafi aukist eftir fundinn í gær, er ljóst að andstaða við inngöngu Borg- araflokksins er fyrir hendi innan stjórnarflokkanna, einkum Al- þýðubandalagsins. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.